Alþingi semji um ESB!!

Einar Björn BjarnasonÉg held, að það væri best, að Borgarahreyfingin og Framsóknarflokkurinn, komi sér saman um gagntilboð, til Samfylkingarinnar; það að Alþingi sjálft taki að sér ESB málið, þ.e. Alþingi skipi samninganefnd. Þá væri ekki málið, á yfirumsjón einungis eins stjórnmálaflokks - ásamt þeirri tortryggni úti í samfélaginu sem óhjákvæmilega myndi skapast út af slíku fyrirkomulagi. Eins og forseti Íslands benti á, í ávarpi sínu við skipan sumarþings, þá er mikilvægt að kljúfa ekki þjóðina akkúrat núna.

Þingflokkar Alþingis, myndu þá skipa samninganefndina í Sameiningu, væntanlega í samræmi við þingstyrk, og hún myndi senda skýrslu um gang samninga reglulega til utanríkisnefndar Alþingis; og Alþingi sjálft myndi tryggja víðtækt samráð. Einhvert samningsþóf, myndi að sjálfsögðu skapast, á meðan að sá þingmeirihluti er myndast gæti um málið, væri að semja sín á milli, um helstu áherslur samninganefndar; en eftir að þeirri lotu væri lokið - gæti málið verið frá, í bili - enda munu samingaviðræður taka nokkurn tíma.

Ég held, að þessi lausn, ætti að geta höfðað til Borgarahreyfingarinnar, því hún er lýðræðislegri en að hafa málið, einungis á könnu eins stjórnmálaflokks...þrátt fyrir loforð þess flokks um víðtækt samráð. Punkturinn, í því, er sá, að ef málið er í yfirumsjón Utanríkisráðuneytis, með núverandi ríkisstjórnarmeirihluta, væri það alltaf og ætíð Samfylking, sem tæki loka-ákvörðun, varðandi hvert atriði fyrir sig í samingaferlinu gagnvart ESB, og samráðs aðilar, eftir allt saman, eru til ráðgjafar einungis. Ráðherra, sem er Samfylkingarmaður, tæki alltaf og bæri ábyrgð á endanlegri ákvörðun, um álitamál sem óhjákvæmilega koma upp.

Ég held, að það sé fullkomlega augljóst, algerlega burtséð frá því hversu einlæg Samfylking er í því að ætla að viðhafa víðtækt samráð, hætta er meiri í því fyrirkomulagi samningamála, sem Samfylking leggur til, að alda tortryggni og ósættis um málið myndist úti í þjóðfélaginu.

HÖFUM BREIÐARI FYLKINGU UM MÁLIÐ. MNNKUM HÆTTU Á VÍÐTÆKUM KLOFNINGI ÞJÓÐARINNAR, SEM VIÐ MEIGUM ALLS EKKI VIÐ, ÞEGAR SVO MIKILVÆGT ER AÐ BEINA KRÖFTUM OKKAR AÐ BARÁTTUNNI VIÐ KREPPUNA!!!

 

HAFIÐ EINNIG Í HUGA, Borgarahreyfingin, hefur samleið með Framsóknarflokknum, í efnahagsmálum, sbr. báðir flokkar, vilja almenna eftirgjöf skulda, að einhverju leiti. Telja slíkt, vera skynsama aðgerð, en meira, nauðsynlega.

Flokkarnir eru einnig sammála um, að 100 aðgerða plan ríkisstjórnarinnar, sé langt frá því að ganga nægilega langt, í því að bregðast gegn kreppunni í atvinnuífinu og gagnvart almenningi.

 

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband