Engar bráða-aðgerðir, fyrir heimilin!!

Einar Björn BjarnasonÍ 100 daga aðgerða pakka nýrrar ríkisstjórnar, er ekki að finna, nokkrar bráða-aðgerðir, fyrir heimilin í landinu. Eina nýja aðgerðin, er sú að fara í kynningar átak, á þeim aðgerðum, sem þegar hafa verið boðaðar, og eru öllum kunnar; og sem eru fullkomlega ófullnægjandi. þ.e. Greiðslujöfnun - að lækka eða frysta afborganir tímabundið og bæta mismuninum aftan á lánin og Greiðsluaðlögun - þ.s. einstaklingar þurfa að leita til dómstóla og óska eftir því að fara í mjög tafsamt ferli nauðasamninga. Síðan, á innan þessara 100 daga, að vinna mat á árangri þessara aðgerða ríkisstjórnarinnar, varðandi vanda heimilanna. Þetta er allt og sumt. Með öðrum orðum, meðan heimilin og almenningur, æpa á aðgerðir, á að halda áfram að fljóta sofandi að feygðarósi.

 

 

 

Sjá, nánar hér að neðan, tekið beint úr stefnuplaggi ríkisstjórnarinnar.


Greiðslu- og skuldavandi heimila
Djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hefur skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu. Þetta misgengi verður að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmætasköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast. Markmið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að tímabundinn greiðsluvandi leiði til vanskila og gjaldþrots, svo sem með hækkuðum og breyttum vaxtabótum og húsaleigubótum. Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga. Greiðslujöfnun sem nú nær bæði til verðtryggðra og gengistryggðra lána gerir kleift að laga greiðslubyrði að lækkandi tekjum. Þá gera ný lög um greiðsluaðlögun sem samþykkt voru á síðasta þingi það mögulegt að taka á vanda þar sem fyrirsjáanlegt er að greiðslu- og skuldabyrði verði skuldurum ofviða til lengri tíma litið. Loks gera frystingar greiðslna sem eru í boði hjá lánastofnunum heimilum kleift að bregðast við bráðavanda vegna skyndilegs tekjumissis. Ofangreindum úrræðum þarf að fylgja fast eftir.
  • Efnt verður til sérstaks kynningarátaks á þeim úrræðum sem heimilum í erfiðleikum standa þegar til boða.
  • Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda. Sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þjónustu Ráðgjafarstöðvarinnar.
  • Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í vanda.
  • Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

Auk þessa, er ekki heldur tilkynntar neinar nýjar aðgerðir, til að bregðast við þeim bráðavanda, sem alvarlegur skuldavandi fyrirtækja er. Þegar, stefnuplagg ríkisstjórnarinnar er skoðað nánar, þá er ljóst að ríkisstjórnin ætlar bönkunum að sjá um vandann, yfir þetta 100 daga tímabil. Einungis, á að leggja fram frumvarp, til umfjöllunar Alþingis um stofnun 'Eignarumsýslufélags.' Þetta félag, á að vera tæki ríkisstjórnarinnar, til að taka á þörf fyrir að endurskipuleggja rekstur þjóðhagslegra mikilvægra fyrirtækja. 

 

Úrlausn á skuldavanda fyrirtækja
Frumvarp um eignaumsýslufélag verður lagt fyrir Alþingi að nýju á vorþingi. Ríkisstjórnin mun jafnframt beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja. Leiðarljós hennar á að vera að skuldameðferð fyrirtækja verði skjót, réttlát, gegnsæ og hagkvæm og í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur. Meginsjónarmið við úrlausn skuldavanda fyrirtækjanna er að bankarnir sjálfir sjái um úrvinnslu mála. Leggja þarf áherslu á að leysa fyrst vanda raunverulegra rekstarfélaga til að draga úr skaða í efnahagsstarfsemi og lágmarka atvinnuleysi. Markmið ríkisstjórnarinnar er að aðgerðir gagnvart öllum smærri og meðalstórum fyrirtækjum liggi fyrir í síðasta lagi í septemberlok.

Rauði þráðurinn í þessu, er sannarlega að alvarlegur vandi sé til staðar, en þegar farið er í gegnum 100 daga aðgerða áætlun ríkisstjórnarinnar, virðist ljóst að vinstriflokkarnir telja ekki að vandi heimilar og fyrirtækja sé það bráður, að nýrra aðgerða sé þörf, innan næstu 3. mánaða. Það, er mikill misskilningur. Síðustu forvöð, til að koma í veg fyrir annað hrun, eru þau að til mjög róttækra aðgerða sé gripið, yfir nákvæmlega þetta 100 daga tímabil. Grípa verður til, almennra skuldaniðurfellinga, bæði hjá fyrirtækjum og almenningi. Engan tíma má missa.

 Aðgerða röðin verður að vera:

  1. Að ganga frá samningum við erlenda lánadrottna gömlu bankanna, svo að á hreint komist hvað akkúrat ríkið mun borga fyrir þau lán sem það mun yfirtaka frá gömlu bönkunum. Þetta er bráða-aðgerð númer eitt, vegna þess að allt það sem kemur á eftir stendur og fellur með henni.
  2. Þegar staðfest hefur verið hvað erlendir lánadrottnar munu afskrifa, með formlegum hætti, með lokum uppgjörs gömlu bankanna, er hægt að afskrifa að hluta lán til heimila og fyrirtækja, án þess að það kosti ríkið krónu. Þetta á við, lán þau sem ríkið yfirtekur frá þrotabúum gömlu bankanna, og er rétt svo fremi sem ríkið prúttar niður yfirtökuverðið frá því verðgildi sem skráð var í bækur bankanna fyrir hrunið. Algerlega er öruggt, að ríkið mun kaupa þessi lán á niðursettu verði.
  3. Það sem vinnst með þessu, er að gjaldþrotum heimila og einnig fyrirtækja, fækkar frá því sem verður ef ríkisstjórnin stendur við sinn keyp og gerir ekkert sem virkar, til að bjarga heimilum og fyrirtækjum frá því að verða gjaldþrota. Fækkun gjaldþrota, veldur því að kreppan verður grynnri en ella, en ef áætlun ríkisstjórnarinnar stendur óbreytt. Auk þessa, væri þessi aðgerð betri, úr frá sjónarmiðum sanngyrni, þ.s. hún er almenn. Það felur í sér, að hún bitnar á öllum jafnt, en ekki ójafnt, þ.e. aðilum er ekki mismunað. En, aðferð ríkisstjórnarinnar, mun einmitt fela í sér mismunun, þ.s. að sumum aðilum verður hyglað á kostnað annarra, þ.s. verst er, einmitt þeim aðilum sem hafa hagað sér verst; vegna þess að einmitt þeir eru á leið í gjaldþrot. Þannig, að ef eins og ríkisstjórnin stefnir að, að hygla einungis með skuldaniðurfellingu, þeim sem verða gjaldþrota, þ.e. kemur best fram við þá sem verst hafa hagað sér, með öðrum orðum þrjótana; en láta alla hina, þ.e. þá sem haga hagað sér skynsamlega, blæða á meðan - - þá er ljóst, að stefnir í nýja uppreisn.

ÞAÐ ER LJÓST, AÐ ÓSANNGJÖRN STEFNA RÍKISSTJÓRNAR FLOKKANNA, SEM HYGLAR ÞRJÓTUNUM, EN BEITIR VENDINUM Á ALMENNING OG VEL REKIN FYRIRTÆKI, MUN HALDA ÁFRAM; OG ÚTLIT ER FYRIR AÐ ANNAÐ HRUN VERÐI VERULEIKI, SEM OG ÖNNUR UPPREISN ALMENNINGS.

 

Fyrir neðan, má sjá óstyttann, hinn svokallaða aðgerða pakka. Feitletrað, og í rauðum stöfum, er sá hluti sem varðar heimilin beint:

 

"100 daga áætlun – áformaðar aðgerðir"

 
Forsendur fjárlaga 2010 og áætlun í ríkisfjármálum til millilangs tíma afgreidd í ríkisstjórn.
 
Skýrsla vegna áætlunar í ríkisfjármálum 2009 og áætlunar til millilangs tíma lögð fram á Alþingi.
 
Ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna tekin í ríkisstjórn.
 
Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.
 
Átak í kynningu og efldri þjónustu vegna greiðsluvandaúrræða fyrir heimili í skuldavanda.
 
Þingsályktunartillaga vegna umsóknar Íslands um ESB lögð fram á Alþingi.
 
Endurskoðun hafin á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
 
Frumvarp um handfæraveiðar smábáta yfir sumartímann lagt fram á Alþingi.
 
Lokið skal mikilvægum samningum til lausnar vegna erlendra eigenda krónubréfa.
 
Lokavinna við samninga um erlendar kröfur – Icesave.
 
Lokavinna við samninga um erlend lán við vinaþjóðir.
 
Ná samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála.
 
Frumvarp lagt fram á Alþingi um aðgerðir gegn skattundanskotum.
 
Fyrsta úttekt AGS vegna efnahagsáætlunarinnar afgreidd í stjórn AGS.
 
Ákvörðun tekin um framtíðareignarhald nýju bankanna og mögulegt erlent eignarhald.
 
Samkomulag milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna afgreitt.
 
Dregið úr gjaldeyrishöftum.
 
Frumvarp um persónukjör lagt fram á Alþingi.
 
Frumvarp lagt fram á Alþingi um ráðgefandi stjórnlagaþing sem kosið verði til samhliða sveitarstjórnarkosningum 2010.
 
Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur lagt fram á Alþingi.
 
Endurskoðun á reglum um fjármál stjórnmálaflokka hafin.
 
Endurskoðun hafin á upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.Frumvarp um eignaumsýslufélag lagt fram á Alþingi.
 
Frumvarp um breytingu á lögum um sparisjóði lagt fram á Alþingi.
 
Gripið til viðeigandi aðgerða til að lækka hæstu laun hjá ríkinu og félögum á þess vegum með það að leiðarljósi að enginn verði með hærri laun en forsætisráðherra.
 
Frumvarp um breytingar á stjórnarráði Íslands lagt fram á Alþingi.
 
Frumvarp lagt fram á Alþingi um að breyta lögum um LÍN þannig að ekki verði lengur krafist ábyrgðarmanna.
 
Nýjar reglur um nefndarþóknanir, risnu og ferðakostnað samþykktar af ríkisstjórn.
 
Ný yfirstjórn ráðin í Seðlabanka Íslands.
 
Lokið við efnahagsreikninga nýju bankanna og þeir endurfjármagnaðir.
 
Lokið við endurfjármögnun og –skipulagningu sparisjóða sem óskað hafa eftir stofnfjárframlagi frá ríkinu.
 
Samráðsvettvangur ríkisstjórnar, sveitarfélaga, landbúnaðarins og aðila vinnumarkaðarins settur á fót.
 
Byrjað verði að móta atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskólasamfélagsins. Meðal markmiða sé að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu landa heims árið 2020.
 
Viðræður hafnar við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera.
 
Tillögur að nýju almannatryggingakerfi lagðar fyrir ríkisstjórn.
 
Nýjar útlánareglur afgreiddar hjá LÍN.
 
Hafin vinna við mótun heildstæðrar orkustefnu. Stefnan miði m.a. að því að endurnýjanlegir orkgjafar leysi innflutta orku af hólmi.
 
Sett á fót tekjustofnanefnd sem hafi það hlutverk að vinna tillögu um breikkun og styrkingu tekjustofna sveitafélaga.
 
Náttúruverndaráætlun til ársins 2013 lögð fram á Alþingi.
 
Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástands lífríkis sjávar skipaður.
 
Vinna hafin við mótun sóknaráætlana fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.
 
Vinna hafin við mótun menningarstefnu til framtíðar í samráði við listamenn.
 
Efld úrræði Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar til að bregðast við atvinnuleysi.
 
Frumvarp um bætt umhverfi sprota og nýsköpunarfyrirtækja lagt fram á Alþingi.
 
Átak til að fjölga sumarstörfum og nýjum atvinnutækifærum fyrir ungt fólk.
 
Sparnaðarátak í ríkiskerfinu með þátttöku starfsmanna, stjórnenda og notenda þjónustunnar sett í gang.
 
Vinna hafin við gerð yfirlits um stöðu og þróun lykilstærða í samfélags- og efnahagsmálum þjóðarinnar og framtíðarvalkosti.
 
Stöður bankastjóra ríkisbankanna auglýstar lausar til umsóknar.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband