Árni Páll Árnason, og greiðvirkni Evrópusambandsins!!

einar_bjorn_bjarnason-2_840014.jpgÁrni Pál Árnason, lét nokkur fleyg orð falla á Fundi Aljþóðamálastofnunar HÍ í morgun:

Hann sagði; Ísland þverbrjóta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Einnig, "að óvíst sé hvort það takist nokkurn tíma ef við höldum í gjaldmiðil sem hefur ekki nokkra burði til að hafa raunverulegt verðmæti á opnum markaði."

Árni Páll segir mikinn skilning á aðstöðu Íslands innan Evrópusambandsins. Það sýni afstaða ESB að leyfa Íslandi að halda markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir þrátt fyrir að þverbrjóta EES samninginn. „Við erum á tímabundinni undanþágu vegna þess að við getum ekki staðið við grundvallarforsendur samningsins, sem er frelsi í fjármagnsviðskiptum. Þá undanþágu fáum við ekki til eilífðarnóns.“

"Árni Páll segir að Íslendingar geti ekki treyst á EES samninginn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. „Við erum ekki að uppfylla skyldur okkar samkvæmt honum og það er fugl í skógi hvort okkur tekst það nokkru sinni, með gjaldmiðil sem að ekki hefur neina burði til þess að hafa raunverulegt verðmæti á opnum markaði.“"

 

Ef marka má Árna Pál, er Evrópusamandið, þegar að gera okkur Íslendingum, stórfenglegan greiða, með því að hafa ekki þegar gripið til "gagnaðgerða" gagnvart okkur. En 'gagnaðgerðir' er ekkert annað en fínt orð, yfir efnahagsþvinganir. En, slíkar efnahagsþvínganir, fara nokkurn veginn sjálfvirkt af stað, skv. reglum evrópska efnahagssvæðisins, þegar brot á reglum þess verða ljós þeim, sem fara fyrir eftirlitsstofnunum svæðisins.

Við skulum láta það liggja á milli hluta, hvílíkur stór greiði það er við okkur, að ESB láti vera að sparka í okkur, við þær aðstæður sem við búum við. Þetta er samt sem áður raunverulegur punktur, þ.e. að binda verður enda á gjaldeyrishöftin.

Það er þó ekki hægt þó að gera, með upptöku Evru. Enda, er Evra ekki uptakanleg, fyrir okkur, innan tímaramma, sem gagnast okkur gagnvart núverandi bráðakrísu.

Sú hugmynd Samfylkingar, að upptaka Evru geti tekið einungis 4 ár, er að mínu mati, algerlega óraunsæ. Við verðum, að mínu mati, að hugsa í lengri tímaramma, en 4 árum. Innan áratugs, er sennilega þó mögulegt, ef allt gengur upp.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er fársjúkur. Þvílíkur vinkill á málið.

EES samningurinn, regluverk og eftirlitstofnanir ESB, er mein gallað og getulaust.

Þetta battarí kostaði almenning á Íslandi aleiguna. Þeir sátu hjá aðgerðarlausir og horfðu uppá fjárglæpamennina veðsetja Ísland í topp.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má sjálfsagt segja, að Íslendingar hafi fengið það gegn, í samingum þeim sem fóru fram með milligöngu ESB, um Icesave málið, að de facto einhliða niðurfelling Íslands á frjálsum fjármagnshreyfingum, skv. ráðleggingum AGS, myndi ekki valda niðurfellingu annarra réttinda Íslendinga á EES svæðinu. Þannig séð, hafi politísk ákvörðun, verið tekin til að koma til móts við okkur.

Á hinn bóginn, er athyglisverð orð Árna Páls, um að þessar undanþágur, séu einungis tímabundnar. Að sjálfsögðu, er ekki hægt að búa við þær aðstæður til eilífðarnóns, en ef nokkur maður á að taka mark á öðrum yfirlísingum Samfylkingar manna, um að ESB sé sveigjanlegt gagvart vandamálum Íslendinga, þá hljómar það smálítið þvert á þá umræðu, að gefa í skyn að stofnanir ESB, gætu fylls óþolinmæði gagnvart neyðarráðstöfunum okkar vegna gjaldeyriskrísunnar.

Nú, ef það er satt, að ESB taki tillit til aðstæðna, þá er engin hætta á að stofnanir ESB fyllist óþolinmæði gagnvart okkur, meðan það prógramm sem við störfum með nýtur stuðnings AGS. Þannig, að EES er ekkert endilega ónýtari en áður.

Þannig, að orð Árna Páls, stangast örlítið við tíðar yfirlísingar, um hve tillitsamt ESB sé gagnvart einstökum ríkjum. 

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband