1.5.2009 | 00:51
Helvítis klúður!!
Þegar bankarnir féllu, þá varð íslensku ríkisstjórninni, það á, að gleyma jafnræðisreglu Evrópusambandsins. Þetta gerðist, þegar ríkisstjórnin ákvað að ábyrgjast, allar innistæður hér heima á Íslandi, á meðan að innistæðueigendum annars staðar, var einungis boðið upp á lágmarkstryggingu skv. reglum Evrópusambandsins, þ.e. hinar frægu 20.000 Evrur. Þetta, er hreint brot á jafnræðisreglu ESB.
Eins og kom fram í féttum í gær, ætlar hópur 200 hollendinga, sem áttu hærri upphæðir á Icesave reikningum en 20.000 Evrur að kæra íslenska ríkið fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ef þeim verður ekki greitt út þegar að fullu.
Þetta er hið alvarlegasta mál, því augljóslega, er þetta einungis toppurinn á ísjakanum. Þar sem brot Íslendinga, er alveg krystaltært, á reglum ESB og EES um svokallað jafnræði; þá er alveg öruggt að ríkið mun tapa málinu.
Það er ekki hægt annað að segja, en að síðan Ísland braut á rétti innistæðueigenda, Icesave, að þá höfum við mátt eiga von á slíku, sem þessu. Þar sem, mjög margir fleiri, eru þarna úti, sem telja sig eiga hönk í bakið á okkur Íslendingum, vegna Icesave; þá er ljóst að þetta er einungis byrjunin á sambærilegum málarekstri gegn okkur. Augljóst, að þetta er í raun og veru prófmál.
Bresku og Hollensku ríkisstjórnirnar, hafa lofað okkur láni, upp á liðlega 600 milljarða, til að tryggja greiðslu innistæðutrygginga, vegna Icesave. En, það er einungis, til að tryggja greiðslur vegna 20.000 Evru lágmarksins. Þær ríkisstjórnir, hafa sætt sig við, fyrir sitt leiti, að við munum ekki greiða meira. Vandinn, er sá, að raunverulegar heildarupphæðir, eru miklu mun hærri en þetta. Með öðrum orðum, langt yfir því, sem við Íslendingar erum fær um að borga.
Ef samkomulag þetta heldur ekki, þá er það ekki flóknara, að við erum gjaldþrota. Ef, mál fara á þann veg, eru einnig möguleikar okkar til að sækja um aðild að ESB, í fullkomnu uppnámi.
Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856036
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skuggalegt.
Ef ESB er ekki tilbúið að sýna skilning í þessu máli þá fer maður að verða efins um aðildarumsókn. Ljóst má vera að takmörk eru fyrir því hversu mikla ábyrgð Íslenskir skattgreiðendur geta tekið á sig af glæfraskap víkinganna.
Hvers vegna voru EES stofnanir ekki búnar að grípa inní.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:18
Já, jafnræðisreglan er áhyggjuefni en ég hef nú meiri áhyggjur af því að Interpol komi fljótlega til að rannsaka kennitöluflakk og hugsanlegan "þjófnað",fyrrverandi ríkisstjórnar og Alþingis, á eignum sem fóru á milli gömlu og nýju bankana - Ef ég væri erlendur banki sem lánaði Kaupþingi, sem er í þriðja stærsta gjaldþrot heimsögunar, og allt í einu væru sett neyðarlög sem stela öllum bitastæðum eignum út úr þrotabúinu, mundi mér finnast á mér brotið...
Róbert Viðar Bjarnason, 1.5.2009 kl. 02:33
Sæll Viðar;
málið hlítur að vera það, að Icesave samkomulagið sé enn formlega ófrágengið, en ég hef ekki heyrt að deilur um hvaða vexti Ísland þurfi að greiða af því láni, sem bresku og hollensku ríkisstjórnirnar hafa boðist til að veita, hafi verið leystar. Vextirnir, skipta miklu máli, þ.s. greiðslubyrðin er stórt atriði.
Þannig, að sennilega hafa breskir og hollenskir Icesave innistæðu-eigendur, ekki enn séð Evru, af því fé sem þeir telja sig eiga inni. Sjálfsagt, ekki skrítið, að þeir séu farnir að ókyrrast.
Vandi, stofnana ESB og EES, er það að þær eru bundnar gildandi reglum. Geta einungis farið eftir þeim. Þannig, að á meðan engin formleg lausn, er enn í Icesave deilum, þá væntanlega geta þær ekkert annað gert, en að miða við gildandi reglur.
Stofnanirnar sjálfar, hafa engan rétt, til tilhliðrunar. Það verður að vera pólitísk ákvörðun. Þannig, að íslensk stjórnvöld, standa frammi fyrir miklum vanda í þessu máli.
Þetta setur mikla pressu, á íslensk stjórnvöld, að ljúka Icesave deilunni, hið fyrsta, því annars stöndum við frammi fyrir því, að fá...mjög sennilega neikvæðan...úrskurð frá Eftirlitsstofnunum EES svæðisins. Óhagstæðir vextir, munu þíða erfiða greiðslustöðu, en þ.e. ef til vill samt, betra en að allt málið fari í uppnám á ný, og að Ísland þurfi líklega að lísa yfir 'default' þ.e. að geta til að greiða erlendar skuldbindingar, sé ekki fyrir hendi
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2009 kl. 11:25
Það er rétt hjá þér, Róbert Viðar, að ekki er hægt að færa eignir úr þrotabúum bankanna, bótalaust.
Greiðsla verður að koma á móti.
Það var einmitt punktur okkar Framsóknarmanna, í sambandi við 20% leiðréttinguna, svokölluðu; það að lán hafi verið færð á milli skv. greiðslu sem hafi numið milli 50 - 60% af andviðri sem skráð var í bækur bankanna fyrir hrunið.
Athugaðu, að innistæður eru ekki eignir, en lán í eigu bankanna eru það.
Þetta voru rökin fyrir því að 20% leiðin væri möguleg.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2009 kl. 11:32
Þetta er rétt hjá þér, Jón. Ég varð einmitt var við mikla reiði og hneikslan, gagnvart okkur Íslendingum, einmitt vegna þessarar mismununar.
Þessi aðferð, hefur sennilega skaðað orðstír okkar, um langan aldur.
Einar Björn Bjarnason, 1.5.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.