Framsóknarmenn, ríkisstjórnarþátttaka með VG og Samfó, er eitruð pilla!

Einar Björn BjarnasonFullljóst virðist, að raunhæft verðmat á eignum bankanna, er að 75% lána til íslenskra fyrirtækja séu það sem kallað er 'junk', með öðrum orðum verðlaus. Þetta hefur það í för með sér, að meirihluti íslenskra fyrirtækja, er í raun lifandi lík, þ.e. gjaldþrota. Þannig, að þá erum við að tala um eitthvað sem nálgast að vera hagkerfis hrun. 9,3% atvinnuleysi, er þannig einungis byrjunin. Ástandið, á eftir að versna mikið, áður en það fer að batna.

Inn í þetta samhengi, ber einnig setja, kröfu Alþjóða Gjaldeyris-sjóðsins, þess efnis, að 150 - 170 milljarða hallarekstur ríkissjóðs, verði núllaður af á næstu 2 árum, þ.e. þriða fjárlagaárið héðan í frá verði hallalaust. Augljóst, er að við erum á mannamáli, að tala um alveg feykilega grimmar niðurskurðar aðgerðis, í bullandi kreppu og atvinnuleysi. Augljóslega, munu þær aðgerðir auka atvinnuleysi, og bætast við stóraukið atvinnuleysi, vegna fjölda gjaldþrota íslenskra fyrirtækja.

 Nú, ef þetta er ekki nógu slæmt, ber að hafa í huga, hvernig ástandið mun verka á almenning. Í sögulegu samhengi, þá í samhengi stjórnmálasögu 20. aldar í Evrópu, hefur fjöldaatvinnuleysi, á bilinu 20% - 30%, en það er það sem má búast við, því miður oft verið vatn á millu öfgaafla, eða afla með popúlískar tilhneygingar. Við fengum smjörþefinn af þessu, þegar búsáhalda-byltingin var í gangi, þ.e. innan um voru fámennir hópar öfgamanna, sem vildu einhvers konar byltingu, og voru til í að beita ofbeldi. Hætta er einnig á, að popúlískar hreyfingar, muni komast til áhrifa, sem munu beita sér fyrir vel meintum, en ílla ígrunduðum aðgerðum, með þá hugmynd í huga að framkvæma einhverskonar stóra umbyltingu á þjóðfélaginu. Byltingar, skv. Sögu Evrópu, eru alltaf hættulegar.

Ástæðan, að ég minnist á þessa hugsanlegu hættu, er sá að með FAGURGALA fyrir kosningar, hafa vinstri flokkarnir, gefið miklu mun jákvæðari mynd af ástandi mála á Íslandi, en reyndin er. Í því, er fólginn sjálfstæð hætta, þ.s. eitt af því sem almenningur reiddist síðustu ríkisstjórninni sem búáhaldabyltingin velti úr sessi, var einmitt sú tilfinning að það hefði verið logið að fólkinu. Það sem ég er hræddur um, er að nú í kjölfar kosninganna, er það verður viðurkennt af Samfó og VG að ástandið sé miklu verra en þeir sögðu þjóðinni er þeir voru að biðja hana um að kjósa sig, sú tilfinning að það hefði verið logið að þjóðinni muni brjótast út á ný.

Einnig í ljósi þess, að miklar vonir virðast ríkja á meðal almennings, um áframhaldandi ríkisstjórn þessara flokka, getur það gert reiðina, sem mjög líklega bríst út, enn meiri en ella. Þegar allt þetta fer saman, ofan í alvarlegt fjöldaatvinnuleysi - 20 til 30%, þá getur brotist út mótmæla alda, á götum Reykjavíkur, sem geri fyrri mótmælaöldu að smá munum í samanburði. ÞETTA ER HÆTTAN.

Í ljósi þessa, væri það MJÖG, MJÖG áhættusamt, fyrir Framsóknarflokkinn, að ganga til samstarfs við ríkisstjórnarflokkanna, í því augnamiði að styrkja ríkisstjórnina. Augljós hætta, er að reiðialdan, verði svo stríð, að rödd Framsóknarflokksins, þess efnis að hann hafi sagt sannleikann, verði einfaldlega undir, og Framsókn verði pent stimpluð með hinum ríkisstjórnarflokkunum, af reiðum almenningi, og afleiðingin verði; annars vegar mjög, alvarlegt fylgistap, og, hins vegar, sú hætta að verða fyrir barðinu á reiðum almenningi í bókstaflegum skilningi.

Þrátt fyrir þetta, getur ríkisstjórnarþátttaka verið áhættunnar virði. En einungis þannig, að Framsóknarflokkurinn komi nauðsynlegum aðgerða pakka sínum, algerlega niðurnjörvuðum, inn í stjórnarsáttmála, sem væri algerlega bindandi. Framsókn, hefur sína bestu samningsaðstöðu, áður en ríkisstjórn væri mynduð. Eftir, myndi aðstaðan mótast af þeirri staðreynd, að Framsóknarflokkurinn getur ekki myndað meirihluta með öðrum hvorum hinna flokkanna. Með öðrum orðum, ef aðgerða pakki Framsóknarmanna er ekki settur inn í stjórnarsáttmála, væri nokkurn veginn vonlaust að hafa þau áhrif síðar. Í því tilviki, væri Framsóknarflokkurinn í vonlausri stöðu; þ.e. nær áhrifalaus innan ríkisstjórnarinnar, en samt sem áður í augum kjósenda, samábyrgur hinum flokkunum.

Sú útkoma, myndi einungis þíða, að Framsóknarflokkurinn myndi glata tækifæri því, sem hann hefur í stjórnarandstöðu gagnvart VG og Samfó, að vinna til sín fylgi í stjórnarandstöðu. Í því ástandi, myndi hann sennilega ekki einu sinni ná, að halda núverandi fylgi. Aftur sennilega, í 9%.

En, á hinn bóginn, í stjórnarandstöðu við Samfó og VG, sérstaklega í ljósi þess, að reiði fólks mun að líkum beinast að þeim flokkum, þegar sannleikurinn um raunverulegt ástand mála verður ekki falinn lengur; þá getur Framsóknarflokkurinn séð fram á að græða mjög verulegt fylgi, fyrir næstu kosningar. Jafnvel, þó þær fari fram eftir skamman tíma, þ.e. eftir 2 eða jafnvel 1 ár.

 

Kveðja til Framsóknarmanna, og þjóðarinnar, og sorg yfir ástandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 856037

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband