Hrunið er rétt að byrja, en byggjum upp samt!!

Einar Björn BjarnasonMín skoðun, alveg brillíant innlegg í þjóðmálaumræðuna, frá Jóni G. Jónssyni, sbr. grein hans í Morgunblaðið bls. 19 - 24. apríl og einnig nýafstaðið viðtal við hann í Silfrinu. Hann vísar, m.a. óbeint í það, sem Sigmundur Davíð sagði um daginn, að 75% lána til íslenskra fyrirtækja væri 'junk' þ.e. verðlaus, en innlegg hans Jóns, er að rétt sé að skilja þessi verðlausu lán eftir í gömlu bönkunum.

Ég held, þetta sé alveg hárrétt hjá honum, að Íslendingar verði að notfæra sér þetta tækifæri, að skuldirnar séu í reynd í eigu erlendra fjárfesta, og kaupa einungis góðu skuldirnar þ.e. um 2.000 milljarða, sbr. það sem kom fram hjá Sigmundi að væri raunhæft verðmat eigna.

Ef þetta er gert þannig, 0. vondu skuldirnar einfaldlega út. Verða tap erlendu fjárfestanna. Nýju bankarnir byggjast upp, með engar vonda skuldir á herðum frá fyrirtækjum, með vænlega eignastöðu, og eins Jón gaf til kynna - miklu mun vænlegri fjárfestingakostir fyrir erlendu fjárfestana - þegar og ef við bjóðum þeim þátttöku - - - sem athugið er ein af hugmyndum Framsóknarflokksins.

Augljóslega, er það ægileg staða, því ef 75% skulda fyrirtækja eru verðlausar, þá er það sama og segja að meirihluti íslenskra fyrirtækja séu sennilega gjaldþrota í reynd.

Við erum að tala um mjög alvarlegt hrun, hrun sem nálgast að vera hrun alls hagkerfisins. Af þessu leiðir einnig, að atvinnuleysiskúfurinn mun - og það er alveg öruggt í þessu ljósi - verða miklu mun hærri en 9,3%; sem er núverandi staða. Tvöfalt til þrefalt, er nær lagi. Hærri talan, sennilegri en sú lægri.

Við munum því ganga í gegnum hræðileg ár.



Kveðja til ykkar allra, blandin sorg yfir stöðu þjóðfélagsins.
Einar Björn Bjarnason, nú Framsóknarmaður með meiru, frambjóðandi, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband