Úrræði vinstriflokkanna duga ekki!

einar_bjorn_bjarnason-1_836202.jpgHver eru hin auglýstu úrræði:

  1. Hækkun vaxtabóta um 55%. Þarna, er verið að tala um hámarks vaxtabætur. Á hinn bóginn, er tekjutenging aukin, og einnig virðist upphæð skuldar hafa áhrif. Ég bendi á: Umfjöllun Stöðvar 2, Íslands í dag, um leiðir ríkisstjórnarinnar,,,mjög sláandi! en þar kemur fram, að fjölskyldur sem skulda hærri upphæðir en 20 milljónir, sem eru fjölmargar fjölskyldur, og hafa það sem mætti kalla góðar meðaltekjur, fá ekki krónu af þessu. Með öðrum orðum, hugmyndin virðist vera að bjarga fólki sem skuldar lítið og er með lágar tekjur. Ekki virðist skipta máli, að skuldhærri og tekjuhærri fjölskyldurnar, eru ekki neitt með neinum augljósum hætti í betri stöðu. Einhvern veginn, hefur þeirri ranghugmynd skotið rótum, meðal vinstri flokkanna, að það sé eitthvað verra fólk, sem hefur fjárfest í dýrari eignum en blokkaríbúðum af smæstu gerð, og er með laun einhverjum þrepum yfir lægstu verkamannalaunum. Fólk, þarf ekki að keyra langan veg um Reykjavík, til að sjá hvílík fyrra þetta er. Þetta fólk, er þvert á móti, sennilega, stærsti hópurinn, þ.e. báðir foreldrar útivinnandi, hafa með þrotlausri vinnu, komið sér upp eign þ.s. börnin fá sitt herbergi, og eru samanlagt með nokkur hundruð þúsund á mánuði í tekjur, og skulda 30 milljónir í sinni eign, og jafnvel 40. Þetta fólk, fær ekki krónu, frá ríkisstjórninni, í vaxtabætur.
  2. Greiðslubyrði lækkuð tímabundið, skv. kosningabæklingi Samfylkingar um svokallaða greiðslujöfnun;10-20% lækkun fyrir verðtryggð lán, 40-50% lækkun fyrir gengistryggð lán, 3 ára frysting afborgana þ.s. borgaðir eru einungis vextir. Í öllum tilvikum, er vandlega tekið fram, að ekki sé gefin eftir króna. Enginn sleppur með nokkurn skapaðann hrærandi hlut, heldur er því sem á vantar upp á fulla afborgun, skellt aftan á lán viðkomandi, þannig að greiðslutíminn lengist. Í öllum tilvikum, er miðað við 3. ára tímabil. Komið hefur fram, að hægt er að sækja um önnu 3 ár að auki, þ.s. greiðslur séu smám saman aðlagaðar fullum greiðslum á ný. Þannig, er hámarkstíminn 6 ár, sem í boði er. Lenging lána, getur verið allt að upp í 70 ár. Þarna, er verið að hneppa stærsta hluta þjóðarinnar, í skuldafangelsi, þ.s. fólk verður alla æfi að borga nánast alla sína peninga í að standa undir lánunum, sem hækkuðu svo mikið við fall bankanna. Enginn, leiðrétting, eins og Framsóknarmenn bjóða, er í boði. Nánar, tiltekið, er slíkri leiðréttingu, þ.e. niðurfelling hluta lána sem almennri aðgerð, algerlega vísað út í hafsauga af ríkisstjórnarflokkunum.
  3. Útgreiðsla séreignasparnaðar, milljón á mann dreift á fjölda greiðslna, og 4% lækkun dráttarvaxta, er mjög lítil björg í bú; ekki síst vegna þess, að skattur er greiddur af greiðslunum, og dráttarvextir eru enn mjög háir, eftir sem áður.
  4. Greiðsluaðlögun, ferli sem getur tekið 3 - 5 ár, skv. yfirlísingum ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Hugmyndin, er einungis að fella skuldir niður undir það mark, sem áætlað er að viðkomandi ráði við. Í sjálfu sér ekki undarleg hugmynd, en það mark er sett við 110% af áætluðu verðmæti eigna. Þannig, að útkoman getur verið, eftir að hafa; A)fengið lögfræðiaðstoð til að svara spurningunni hvort viðkomandi eigi rétt á greiðsluaðlögun, og til að undirbúa málsgögn, B)Eftir að hafa leitað til dómstóls í héraði, sókt mál sitt þar, sannfært dómara um að viðkomandi virkilega eigi rétt á þessari greiðsluaðlögun, þá getur það ferli hafist, eftir að dómari hefur skipað tilsjónarmann; C)ferlið getur síðan tekið 10 vikur, þ.s. kröfulýsingafrestur er 4 vikur, af loknum þeim fresti skal boða fund með kröfuhöfum innan viku, og síðan skal úrskurðað innan viku, eftir það er vika sem er kærufrestur skuldara ef úrskurður er honum ó óhag; D)eftir þetta, hefur einstaklingurinn viku til að koma málsgögnum til héraðsdómstóls, en dómari skal síðan boða til réttarhalds innan viku, þ.s. málið fær lokameðferð. Þegar öllu þessu er lokið, hafa aðilar viku til að kæra til hæstaréttar. Sjálft greiðsluaðlögunartímabilið, þegar öllu málavafstrinu er lokið, er 3-5 ár.

Greiðsluaðlögunarferlið, er augljós flöskuháls. Hafið í huga, 18.000 atvinnulausir í dag, sem vart eru færir um að greiða af lánum sínum, hvernig sem á því er haldið, þannig að augljóst er að flestir af þeim hópi eru á leið í gjaldþrot. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar, eru atvinnulausir þann 23. apríl 2009, í Reykjavík: 7.864 karlar, 4.282 konur; samtals 12.146. Takið eftir, fyrir kreppuna, var atvinnuleysi í Reykjavík innan við 1 prósent, nú er það 9,3%. Þetta þýðir, að meginþorri atvinnulausra í dag, voru í vinnu. Mjög líklegt, er að flestir af þeim hópi, hafi verið að greiða af húsnæðislánum. Það er engin leið, að þetta fólk geti staðið undir þeim greiðslum.

Hvernig sem á þessu er haldið, greiðsluaðlögunarferlið getur ekki annað 10.000 og þaran af fleiri.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, frambjóðandi 9. sæti Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband