Atvinnuleysi; ógæfa heimilanna!

einar_bjorn_bjarnason-1_834928.jpgÞað er gríðarlega mikilvægt, að stöðva - eða til vara - draga úr, þeirri ógæfuþróun, sem er í gangi. Ég hér að tala um hraða aukningu atvinnuleysis, stöðuga kólnun hagkerfisins og stöðuga aukningu skulda þjóðarinnar.

Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar, eru atvinnulausir þann 23. apríl 2009, í Reykjavík: 7.864 karlar, 4.282 konur; samtals 12.146. Sömu tölur fyrir allt landið eru; 11.320, 6.614 og 17.934. Þetta gerir liðlega 9% atvinnuleysi.

Flestir atvinnulausra virðast vera á aldrinum 20-35 ára og sennilega verður það ástand enn verra í sumar þegar skólafólkið kemur út á vinnumarkaðinn. Gert er ráð fyrir að allt að fjögur þúsund háskólanemar muni verða án atvinnu í sumarleyfinu.

Flest bendir til, að samdrátturinn haldi enn áfram, þegar líður á ári. Enda, allt að 3000 fyrirtæki, talin í gjaldþrotshættu. Ef það er ekki nóg, er Atvinnuleysistryggingarsjóður að verða uppurinn, og klárast skv. núverandi tölum um atvinnulausa um miðjan nóvember. Það lendir þá á ríkissjóði að standa undir atvinnuleysisbótum, fyrir skattfé. Það mun bætast við hallann sem fyrir er. Að auki verða tekjur ríkissjóðs minni en búist var við vegna minni tekna af tekju- og veltusköttum. Áætlað er að tekjurnar verði um 420 milljarðar króna en útgjöldin 580 milljarðar króna. Þetta hefur í för með sér að halli ríkissjóðs verður u.þ.b. 170 milljarðar króna.

Ríkisstjórnin sjálf hefur líka stuðlað að ríkisútgjöldum umfram heimildir í fjárlögum ársins. Talað hefur verið um þörf á að draga úr halla ríkissjóðs á næsta ári um 35-55 milljarða. Þetta hljómar engin ofrausn, í ljósi þess hversu stór hallinn stefnir þegar í að verða, og þess að AGS miðar áætlanir sínar við að ríkissjóður verði orðinn hallalaus, eftir 2 ár. Í ljósi þess, er augljós þörf fyrir enn stærri niðurskurð fjárlaga, en ríkisstjórnin hefur talað um fram að þessu.

Ríkisstjórnarflokkarnir, leggja til hækkun skatta og lækkun launa, ásamt niðurskurði í öðrum ríkisútgjöldum. Slíkar aðgerðir, munu óhjákvæmilega draga úr umsvifum hagkerfisins, þ.e. framkalla enn frekari samdrátt, og þannig fekari minnkun veltuskatta ríkissjóðs. Hætta er á, að minnkandi umsvif hagkerfisins, neyði ríkisstjórn til enn frekari samdráttar aðgerða, sem framkalli enn meiri samdrátt, og hugsanlega, svo koll af kolli. Með öðrum orðum, að neikvæður spírall skapi þá hættu að hagkerfið koðni niður, og halli riíkissjóðs reynist óviðráðanlegur, atvinnuleysi aukist stig af stigi, gjaldþrotum einstaklinga of fyrirtækja fjölgi stöðugt, o.s.frv.


Framsóknarflokkurinn leggur til 20% leiðréttinguskulda. Með þessu vill Framsóknarflokkurinn m.a. stuðla að því að fleiri geti staðið við skuldbindingar sínar, en úrræði stjórnarflokkanna gera ráð fyrir og koma verslun og viðskiptum af stað á ný. Með því móti eflist atvinnulíf að nýju og skatttekjur ríkissjóðs aukast á ný. Framsóknarflokkurinn vill jafnframt að farið verði yfir öll ríkisútgjöld með það að markmiði að draga úr hallaríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn tekur ekki undir hugmyndir sem fram hafa komið í skattamálum um auknarálögurá almenning, ekki síst þá sem hafa millitekjur. Lögð er áhersla á meiri aga í ríkisrekstrinum, en framganga núverandi stjórnarflokka í ríkisfjármálum gefur ekki tilefni til að ætla að þeim sé treystandi til þess að ná þeim markmiðum sem fram koma í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband