20% leiðrétting er nauðsyn!!

einar_bjorn_bjarnason-1_833786.jpgEins og margir vita, þá voru gömlu bankarnir einkabankar. Þetta er mikilvægt atriði, þ.s. að ekki er hægt að færa eignir yfir úr þrotabúi einkabanka yfir í nýjan ríkisbanka, bótalaust. Það, væri hreinn þjófnaður. Þannig, að ríkið þarf að kaupa lánasöfn bankanna, einhverju umsömdu verði.

Framsóknarmenn, hafa heimildir um að líklegt endanlegt verð, sé ekki meira en milli 50-60% af upphaflegu skráðu eignfærðu andvirði því sem bankarnir skráðu í bókhald sitt, rétt fyrir hrunið.

Það er þó einn vandi í þessu, hann er sá, að endanlegt uppgjör gömlu bankanna, hefur enn ekki verið klárað. Á meðan, það hefur ekki verið gert, er engin leið að vita með vissu hvert er eigið fé bankanna, þ.s. það þarf m.a. að vera hluti af því endanlega samkomulagi, að erlendu lánadrottnarnir samþykki fyrir sitt leiti, gerning ríkisins þegar skuldir voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju, gegn tiltekinni greiðslu til þrotabúanna. Ef þeir færu þá leið, að reyna að kollvarpa þeim gjörningi, þ.e. versta hugsanlega útkoma, þá væru nýju bankarnir einfaldlega sjálflagðir niður, og við værum aftur komin á byrjunarreit, þegar neyðarlögin frægu voru sett. 

Það liggur því mikið á um að ganga frá þessu endanlega uppgjöri, og þannig endanlegu samkomulagi við kröfuhafa. Þetta er það sem framsóknarmenn hafa verið að tala um, þegar þeir hafa kvartað yfir að ríkisstjórnin komi ekki nauðsynlegustu hlutunum í verk. Meðan, það er ekki klárað, eru nýju bankarnir í reynd mjög mikið lamaðir, þ.s. vegna mikillar óvissu um  hvað eigið fé sé, jafnvel hvort það sé yfirleitt fyrir hendi. Á meðan svo er, geta þeir veitt mjög takmarkaða fyrirgreiðslu til atvinnulífsins, sem í dag er sambærilegt við að stórt rekakkeri sé að bremsa niður hagkerfið. Áhrif, bankakreppunnar, bætast ofan á bremsandi áhrif hárra vaxta, og einnig ofan á bremsandi áhrif alþjóðlegu kreppunnar, og einnig ofan á bremsandi áhrif gjaldmiðilskreppunnar.

Við þurfum að fækka kreppunum, sem við erum að glíma við, hið fyrsta. Afnemum bankakreppuna. Þá, er hægt að stíga frekari skref. Það öflugasta af þeim, er 20% niðurfellingin.

Með henni:

  1. Fækkum við þeim sem annars verða gjaldþrota. Fækkun gjaldþrota sparar stórfé á móti, en einnig sparast það sem ekki verður mælt í krónum og aurum, þ.e. margt fólk losnar við þá hörðu lífsreynslu sem gjaldþrot, og missir eigna, er.
  2. Þeir sem ekki eru í gjaldþrotahættu, öðlast aukið borð fyrir báru, og fá þannig tækifæri til að láta fé af hendi rakna til hagkerfisins; með kaupum á þjónustu, með því að ráða til sín atvinnulausa iðnaðarmenn, eða til þess að stofna ný fyrirtæki. Punkturinn með niðurfellingu þessa hóps, er að örva hagkerfið. Þessi aðgerð er sambærileg við, að ríkið eyði fé til að örva hagkerfið. Fyrir ríkið, er það alveg sama hvort örvun hagkerfis sé framkvæmd með niðurfellingu skulda, eða með því að verja til þess beint fé. Niðurfelling skulda, er þó heppilegri aðgerð, þ.s. hún veitir aukið fjármagn til einstaklinga beint, í stað þess að ríkið reyni að ákvarða, akkúrat hvað á að gera hverju sinni. 
  3. Þeir sem hafa hagað sér hvað óskynsamlegast, verða samt sem áður gjaldþrota. Þessi leið, bjargar einna helst, fólki og fyrirtækjum, sem einmitt hafa hagað sér vel, en vegna ófyrirséðra breytinga á undanförnum misserum, hafa samt lent í vandræðum. Þetta er þannig, leið sanngirninnar. Ríkisstjórnin, þvert ofan á það sem hún heldur fram, ætlar einungis að fella niður skuldir þeirra sem hafa hagað sér óskynsamlegast, þ.e. þeirra sem eru verst settir skuldalega. Það fer oftast nær saman, að þeir sem hafa hagað sér verst, eru einmitt þeir sem eru að stefna í gjaldþrot. Af því leiðir, að leið ríkisstjórnarinnar, með skuldaleiðrétting einungis til þeirra sem eru að verða gjaldþrota, verðlaunar einungis þeim sem höguðu sér verst. Gefur, þannig þveröfug skilaboð, heldur en leið sú sem Framsóknarmenn vilja að fara.

Þetta verða menn að skilja. Samfylking og Vinstri Grænir, ætla að verðlauna óreiðupésana. Framsókn, vill reyna að verðlauna þá, sem hafa hagað sér vel, þ.e. venjulegt fólk. Unga fólkið sem nýlega hefur komið þaki yfir höfuð sér. Ungu barnafjölskyldurnar, sem eru einmitt þær fjölskyldur sem algengt er að skuldi mikið, og eiga skilið að halda húsum sínum, að sjá til sólar. Lenging lána, allt að því til 70 ára, eins og ríkisstjórnin býður fram, er ekki sanngjörn leið.

 

Fyrra myndbandið er útskýring á 20% leiðréttingunni.

 Seinna myndbandið, fjallar um uppbyggingu atvinnulífsins, skv. hugmyndum Framsóknarmanna.

 

 

Lifið heil, Einar Björn Bjarnason, 9. sæti Reykjavík Suður, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband