Sannleikurinn, er sagna bestur!

einar_bjorn_bjarnason-1_833452.jpg

Hallinn, verður víst ekki einungis 150 milljarðar, heldur nálgast hann að verða 170 milljarðar. Þetta er mjög alvarleg staða, þ.s. krafa Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, er að hallinn verði núllaður, á 2 árum.

Áætlaður halli næsta árs, er einungis 35-55 milljarðar, samkvæmt plani AGS, en skv. talsmanni hans er hann ánægður með samstarf við ríkisstjórnina. Gera þarf ráð fyrir, að þetta þíði að hann telji sig hafa áreiðanleg vilyrði fyrir, að ríkisstjórnin muni standa við þessa áætlun, eða að reina það af fremsta megni.

Ef þetta er rétt, þá erum við ekki að tala um 35-50 milljarða niðurskurð, á þessu ári, eins og Steingrímur hefur talað um, heldur ekkert minna en 100 milljarða niðurskurð fjárlaga á þessu ári. Ég get ekki séð, hvernig þetta er einfaldlega hægt án mjög stórfellds niðurskurðar í stærstu útgjaldaliðum ríkissjóðs, þ.e. heilbrigðismálum, tryggingamálum og skólamálum.

Ég tek fram, að ég er ekki að segja, að meðlimir ríkisstjórnarinnar séu vont fólk, enda er ég þeirrar skoðunar, að ríkisstjórnin eigi ekki aðra valkosti í stöðunni, og það sama myndi eiga við ef einhverjir aðrir flokkar væru við völd. Punkturinn, er sá, að ríkisstjórnin er ekki að koma hreint fram. Hún er þvert á móti, að ljúga að þjóðinni, með því að halda því fram að hún geti komist hjá hópuppsögnum á meðal starfsmanna, þessa þriggja stærstu úgjaldageira ríkissins. Með öðrum orðum, hún stundar sama gamla leikritið, sem mjög oft áður hefur verið stundað, að gefa fegraða mynd af þeirri stöðu sem hlutir eru í. Í sjálfu sér, þ.s. slík leikrit hafa oft áður verið leikin, er glæpurinn ekki svo stór, ef staðan væri ekki svo alvarleg og hún er í reynd. En, það er einmitt í því ljósi, sem þessi hegðun er ekki minna en þjóðhættuleg. Fólk þarf að vita sannleikann, og ef hann kemur síðan fram stuttu eftir kosningar þegar loforð þeirra um annað eru enn í fersku minni, mun sterk reiðibylgja fara í gegnum íslenskt samfélag. Þannig, að með þessu leikriti, eru þeir að leika hættulegan leik.

Á VISI.is, kom fram eftirfarandi:

Beinn launakostnaður ríkissins er áætlaður 129 milljarðar á árinu 2009. Með því að lækka laun opinberra starfsmanna sem eru í beinum störfum hjá ríkinu um tíu prósent myndu því sparast um þrettán milljarðar króna. Hækkun virðisaukaskatts um þrjú prósentustig myndi skila 15-20 milljörðum í kassa ríkissjóðs. Hægt væri að hækka tekjuskatt en hvert prósenta í tekjuskatti færir ríkissjóði tekjur upp á um 7 milljarða króna. Tveggja prósentustiga skattahækkun myndi því skila 14 milljörðum og svo framvegis. Eins og sjá má er þetta einungis dropi í hafið og ljóst að skera þarf töluvert niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu má telja líklegt að lagt verði fram neyðarfjárlagafrumvarp strax að loknum kosningum.

 

Málið er, að ríkisstjórnin, þar á samvinnu þjóðarinnar að halda. Ef flokkarnir, glata trausti þjóðarinnar, vegna þess að þjóðin telur þá hafa logið að sér, getur það valdið þeim miklum vanda, þegar þeir síðan þurfa að innleiða nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, því að í ljósi þess að fólk mun muna að ríkisstjórnarflokkarnir lugu að þjóðinni, þá er hætta á að ástand tortryggni muni skapast, mjög fljótlega eftir kosningar. Þannig, er þeim sjálfum fyrir bestu, að sýna þjóðinni bæði þann trúnað, og þá virðingu, að segja þjóðinni sannleikann umbúðalausann. Með því, að gera það, eru einhverjar líkur á, að þjóðin muni sætta sig við þ.s. verður sennilega ekki umflúið. En, ef þeir byrja í ástandi tortryggni og vantrausts, getur skapast á ný hið erfiða ástand götumótmæla, og almennrar andstöðu, sem fyrrverandi ríkisstjórn bjó við um nokkurt skeið, áður en hún hrökklaðist frá við lítinn orðstír.

Takið eftir, ríkisstjórnarflokkar, að ég er að ráðleggja ykkur heilt, því ég ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík Suður, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband