Hugmyndir Framsóknarmanna, um framtíð íslensku bankanna!

Einar Björn BjarnasonGóðan dag, ég kynni hér hugmyndir Framsóknarmanna, um framtíð íslensku bankanna.

Hrun bankanna:Með setningu neyðarlaga á Alþingi þann 6. október 2008 voru innlán gerð rétthærri öðrum skuldum bankanna og bönkunum skipt í gamla (slæma) og nýja (góða) banka.

Vandi gagnvart erlendum köfuhöfum: Stærsti hluti skulda íslensku bankanna, er í eigu erlendra aðila, þar á meðal stórra og áhrifamikilla banka. Áframhald deilna við þessa aðila, geta valdið Íslandi margvíslegum vandkvæðum til framtíðar. Dregið úr áhuga óskyldra erlendra aðila til að veita Íslandi fyrirgreiðslu. Gert umsýslan skulda okkar, bæði dýrari og erfiðari, en ella. Það eru því gríðarlegir hagsmunir okkar í húfi, að ná sátt við þessa aðila. Auk þess, er möguleiki, að þeir fari í mál við ríkið, til að hnekkja neyðarlögunum, sem gæti sett þann gerning allann, og núverandi skipan bankamála á Ísland, algerlega í háaloft.

 Kröfuhafar fái hlut í nýju bönkunum: Til að koma til móts við kröfuhafana má færa þeim hlutafé í nýju bönkunum sem nemur skerðingu krafna þeirra. Með þessu móti færu einnig saman hagsmunir ríkisins og íslensks efnahagslífs annars vegar og kröfuhafanna hins vegar við uppbyggingu bankanna. Kröfuhafar myndu þá sjá sér hag í því að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægri verðum í því augnamiði að nýju bankarnir yrðu sterkari. Ríkið leggur svo inn aukið eigið fé og fær hlutabréf til samræmis við það.

Hugsanleg útfærsla: Til að tryggja yfirráð ríkisins yfir bönkunum, meðan á uppbyggingu þeirra stendur, mætti haga málum þannig, ef samkomulag við erlenda kröfuhafa næst um það fyrirkomulag, að hlutabréf ríkisins yrðu A-hlutabréf sem veittu atkvæðisrétt, en aðrir eigendur myndu fá B-hlutabréf sem gætu til dæmis veitt forgang að arðgreiðslum.

Óvissa: Óvissa er um að erlendir kröfuhafa myndu sætta sig við þá skipan mála. En, sjálfsagt er að láta reyna á það, hvort samkomulag næst. Ef þeir heimta full yfirráð yfir bönkunum, þarf að skoða stöðuna á ný. Framsóknarflokkurinn bendir á leiðir.

 

Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, evrópufræðingur, og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn, 9 sæti Reykjavík Suður.

 

Sjá tillögur Framsóknarflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband