Hugmyndir Framsóknarmanna: losum okkur við ‘Krónubréfin!'

                                              einar_bjorn_bjarnason-1_827984.jpgGóðan dag, ég kynni hér hugmyndir Framsóknarmanna, um hvernig á að losna við svokölluð Krónubréf.

Hvað eru Krónubréf?: Krónubréf, eru skuldabréf sem Seðlabanki Íslands, seldi. Krónur voru seldar, gegn kaupum á erlendum gjaldeyri. Stjórnendum Seðlabankans, fannst þetta snjallt, þ.s. þeir gátu prentað krónur og keypt erlendan gjaldeyri. Sala þessara bréfa gekk vel. Í dag er útistandandi skuld á milli 350 - 500 milljarða króna.

Hrunið breytti öllu: Með hruni krónunnar, og bankanna, hættu krónubréfin, að vera spennandi eign. Æ síðan, hafa þau hangið yfir eins og fallöxi, en ástæða er að ætla að eigendur þeirra vilji selja þau flest. Afleyðingin, yrði stórt verðfall á krónunni.

Belti og axlabönd: Þetta er stóra ástæðan fyrir gjaldeyrishöftunum. Mörg þessara krónubréfa, hafa verið á gjalddaga. Í stað þess að greiða þau út, hafa vextir verið greiddir, og þær greiðslur hafa verið að ýta krónunni niður, þrátt fyrir höftin.

Losum okkur við krónubréfin:Framsóknarmenn leggja til að Seðlabankinn setji upp uppboðsmarkað fyrir gjaldeyrisskipti. Erlendum aðilum gefist kostur á að selja krónur en lífeyrissjóðum, innlendum aðilum með erlendan gjaldeyri í höndunum og ríkinu gefist kostur á að kaupa krónur. Uppboðin gætu verið reglulega, til dæmis tvisvar í mánuði. Þetta tryggir hagstætt verð frá erlendum krónueigendum sem vilja losna og á sama tíma fá lífeyrissjóðir krónur á hagstæðu verði. Kaupi þeir krónur á uppboðunum losnar um þrýsting frá erlendum krónueigendum, þ.e. krónubréfaeigendum, án þess að ríkið þurfi að ganga á gjaldeyrisforða sinn. Lífeyrissjóðirnir koma um leið eignum heim með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Önnur tillaga, er að hvetja innlenda aðila til að semja beint við erlenda, um yfirtöku á krónubréfum, án þess að um uppboðsmarkað sé að ræða. Hvort tveggja, getur verið í gangi á sama tíma. Þessi viðskipti, geta innlendir aðilar, sem eignast gjaldeyri vegna viðskipta sinna erlendis, tekið þátt í, og þannig gert sitt til að hjálpa þjóðinni út úr vandanum.

Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur, evrópufræðingur, og frambjóðandi fyrir Framsóknarflokkinn, 9 sæti Reykjavík Suður.

Sjá tillögur Framsóknarflokksins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband