21.2.2009 | 20:15
Kjarnorkukafbátar í Stríðsleik!!
Nýleg frétt þess efnis að tveir kjarnorkukafbátar hlaðnir eldflaugum búnum kjarnorkusprengjum, hafi lent í árekstri undan strönd Frakklands, hafa vakið nokkra athygli. Gætt hefur furðu í rödd ímsra, hvernig svona nokkuð getur komið fyrir, svo fullkomnar vígvélar, búnum nýjustu og bestu hlutstunar og staðsetningartækjum.
Ég tel mig vita, hvað hefur gerst, í aðalatriðum. Ég hef borið mínar getgátur undir nokkra pennavini, sem ég hef átt árum saman, sem eru Bandaríkjamenn sem hafa starfað fyrir herinn, og telja sig hafa þekkingu á nútíma vígvélum. Þeir eru sammála mér, um að uppástunga mín sé á hæsta máta líkleg.
Það sem ég tel að hafi átt sér stað, er herleikur. Vitað er, að í þjálfunarskyni, stunda kafbátaflotar NATO, það að elta kafbáta hvers annars. Þeir leika, sem sagt, óvin hvers eða hvors annars. Til að gera þetta, sem næst veruleikanum ef til kæmi, þá er öllum tæknilegum brögðum beitt til að fara laumulega.
Menn, þurfa að átta sig á, að slíkir leikir, eru ekki gerðir til gamans. Heldur er tilgangurinn, að þjálfa áhafnir, við sem raunverulegust skilyrði og hægt er að framkalla. Þetta eykur og/eða viðheldur hæfni áhafna, þannig að líkur aukast á að þær muni standa sig í stikkinu, ef til stríðs kæmi. Þar sem, mikla, langa og erfiða þjálfun þarf, til að beita nútíma kjarnorkukafbátum af viti, er það álitið mikils virði að standa fyrir reglundnum stríðsleikjum af þessu tagi. Þetta er vitað með vissu.
Það sem hefur sennilega átt sér stað, er að áhafnir kafbátanna, hafa tekið þátt í slíkum leik, þ.s. önnur áhöfnin leikur óvin og hin vin. Eða öfugt. Annar kafbáturinn, leitast til við að elta hinn, og 'challengið' er að ná að komast eins nálægt hinum kafbátnum og áhöfnin getur, án þess að hin áhöfnin verði þess var. Enn flottara, er að ná því að elta viðkomandi kafbát, um umtalsverða vegalengd, í töluverðri nálægð allann tímann. Eins og sést á þessu, er slíkur leikur ekki án áhættu.
Það sem menn þurfa að hafa í huga, er að nútíma kafbátar, eiga mjög auðvelt með að dyljast. Skrúfuhljóð er orðið mjög lítið í nútíma kafbátum, en kafbátaskrúfur eru smíðaðar með brot úr millimetra nákvæmni, og hannaðar til að framkalla lítið hljóð. Þeir eru einnig huldir sérstökum efnum, sem draga mikið úr segulmagnsútspeiglun stálsins í byrðingnum, sbr. 'stealth' tækni á landi, en efnin sem gleipa þessa segulmagnsútspeiglun, áður en hún nær út í umhverfið, framkalla þannig áhrif sem má alveg samlíkja við 'stealth' áhrif. Auk þessa, er allur tækjabúnaður hannaður og komið fyrir með þeim hætti, að hann framkalli lágmarks hávaða. Mikið er um dempara og hljóðdeyfandi búnað. Áhöfninni, er meira að segja bannað að hlaupa um ganga, ganga þess í stað hljóðlega á mjúkum hljóðdeyfandi sólum. Öll hróp og köll bönnuð.
Auk þessa, þá beita kafbátar, sem eru að reyna að leinast, engum leitartækjum sem framkalla útgeislun, sbr. sónar. Notkun sónars, er stórt nei, sambærilegt við að öskra 'HÉR ER ÉG' eða 'DREPIÐ MIG'. Í reynd er sónar, aðeins notaður, í algerri neyð þ.s. hann rústar feluleiknum. Einungis hlutstunartækjum, sem í dag eru gríðarlega nákvæm, og segulmagnsskynjurum, sem einnig eru alveg gríðarlega nákvæmir, er beitt.
Til viðbótar öllu þessu, má bæta áhrifum frá umhverfinu. Umhverfishljóð, eins og öldugangur, dýrahljóð...nýtast, þ.s. bakgrunnshávaði hjálpar kafbát að dyljast. Auk þessa, eru áhrif skila á milli heits og kalds sjávar. En, þessi hitaskil hjálpa einnig kafbáti að dyljast, vegna þess að hljóðbylgjur í sjó hafa tilnheygingu til að varpast af hitaskilunum - eins og þau væru veggur. Þannig komast þær trauðlega, þarna á milli. Þetta nýta kafbátaskipstjórar sér, með þeim hætti, að halda slíkum hitaskilum á milli sín og hvar þeir halda að andstæðingur sinn sé. Sem, dæmi eiga herskip á yfirborði, miklu mun erfiðara með að heyra í kafbáti, sem siglir rétt undir skilunum á milli kaldsjávar og heitsjávar, en þeim sem siglir yfir þeim mörkum.
Í stríðsleikjum, sem þeim sem ég held að hafi verið stór orsakaþáttur í kafbátaóhappinu umræðna, þá hefur örrugglega öllum brögðum verið beitt. Ekki bara, brögðum sem hjálpa að dyljast, heldur einnig stefnu og hraðabreytingum. Fyrir bragðið, gat þetta gerst að kafbáturinn sem var að elta sigldi á kafbátinn sem var eltur, og hlutust víst nokkrar skemmdir af.
Einar Björn Bjarnason
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.