Ganrýni á hugmyndir um einstaklingsframboð, sbr.: http://lydveldisbyltingin.is

"1) Alþingiskosningar þar sem boðið er upp á einstaklingsframboð, hvort sem allir eða einhverjir í framboði tilheyra stjórnmálahreyfingu eða ekki."


Vandi, einstaklingsframboð án þess að stjórnmálahreyfing standi á bakvið, geta vart annað en verið framboð einstaklinga með djúpa vasa, enda kostar umtalsvert fjármagn að koma sér á framfæri. Einnig má búast við að viðkomandi, sé að keppa við aðra einstaklinga, sem einnig eru að reyna að koma sér á framfæri. Það má því búast við að sá vinni að öllu jafnaði, sem hafi yfir mestu fjármagni að ráða, af þeim sem eru að keppa. Þannig, að slíkt kerfi yrði að stjórnmálum hinna ríku og fáu eingöngu.

Ég held, að þetta væri mjög alvarleg afturför frá núverandi kerfi.


"2) Almenningur merki við ráðherraefni í þingkosningum, þar af einn forsætisráðherra."

Það verður athyglisvert, hvernig ráðherraefni, með algerlega ósamstæðar skoðanir, koma til með að vinna saman. En ég get ekki séð betur, en að án listakosninga, og einnig án flokka, geti það orðið mjög tilviljanakennt, samstæðni vs. ósamstæðni skoðanna þeirra sem myndu raðast saman, samkæmt úrslitum kosninga eftir því kerfi sem stungið er upp á. En, kostur við listakosningar, er að þar getur fólk valið fólk með tiltölulega samstæðar skoðanir til að stjórna. Það gefur betri spá fyrir um hvað menn geta átt von á, en kerfi þ.s. hægt væri að raða upp fólki saman í ríkisstjórn, algerlega burtséð frá því hvort að viðhorf þeirra ættu saman að nokkru leiti.

Í 3. flokka stjórn, með öflugum flokksaga, þarf einungis að samræma 3 skoðanir, þ.e. skoðanir flokkanna sem slíkra. Það væri augljóslega miklu erfiðara, að samræma 10 ráðherra, sem hver um sig væri alveg óháður. Með öðrum orðum þarf að samræma 10 skoðanir, og 10 misólíkar stefnur.

Ég þarf varla að geta þess, eða hvað, að slíkt stjórnarfar getur orðið gríðarlega kaotískt. Þarf varla annað en að skoða stjórnmál á Ítalíu, með miklu kraðaki smáflokka. En, kerfið sem stungið er upp á, þíðir í reynd að um hvern ráðherra myndi myndast flokkur, smáflokkur.

Þetta væri uppskrift að pólitískum óstöðugleika, að mínu mati, og einnig "Populism would reign supreme IMO" í slíku kerfi.

Kerfið myndi bjóða upp á enn minni pólitíska ábyrgð, eins ólíkindalega og það hljómar, ef til vill, vegna þess að hver smáflokkur væri bara myndaður um viðkomandi einstakling, sem yrði nokkurs konar 'guð' í augum fylgismanna. Upp myndi spretta pólitík, einstaklinga með risa egó.


"3) Forsætisráðherra setur fyrir Alþingi (rökstuddar) tillögur um skipan annarra ráðherra (og varamanna) í ríkisstjórn. Þar má láta taka mið af þeim frambjóðendum sem flestir kjósendur hafa merkt við sem ráðherraefni eða sýnt verð fram á að hafi mikla reynslu/þekkingu til að stýra tilteknu ráðuneyti með þjóðarhag að leiðarljósi."


Þetta býður augljóslega upp á enn meiri hrossakaup, en núverandi kerfi. Nú, nokkur fjöldi prímadonna, hefur kostað til þess að kynna hugmyndir, sem þeir halda fram að séu góðar hugmyndir. Hver og einn hefur eytt tug- eða hundruðum milljóna í auglýsingar, og reynt að byggja upp ímynd stórmennis í kringum sig.

Að sjálfsögðu viðurkennir enginn annað, en að hann/hún vinni að þjóðarhag. Í núverandi kerfi, eru hrossakaupin einungis á milli 4 ráðandi flokka. En í slíku kerfi, þar sem flokkur í reynd er um hvern 'einstakling' í framboði, þá eru flokkarnir eins margir og þeir sjálfir. Þannig, að ef einn kemst í þá aðstöðu að hafa unnið stól forsætisráðherra í kosningu, þá kemur að honum að útdeila til þeirra sem biðla til hans. Frekar augljóslega, ekki síst vegna þess að miklir fjármunir eru í spilum, þá munu þeir sem biðla við viðkomandi um ráðuneyti í reynd bjóða í þau. Þetta getur orðið langt ferli, þ.s. flokkarnir geta skipt tugum í slíku kerfi, jafnvel hundruðum, hver og einn með sína stefnu. Allir reyni að biðla til þess, sem vann. Mér sýnist, að þetta kerfi margaldi hættuna á pólitískri spillingu,,,geri hana nær alveg örugga.

"4) Meirihluta Alþingis þarf til að samþykkja hverja ríkisstjórnin og geti forsætisráðherra lagt fram fleiri en einn ráðherralista fyrir Alþingi að kjósa um."


LOL. Látum okkur sjá. Þar sem ríkisstjórnin er ekki tengd Alþingi beinum böndum, eins og í dag, hafa þeir sem þar sitja í slíku kerfi enga hagsmuni af því að taka tillit til hennar, eða vinna með henni, yfirleitt.

Í kerfi þ.s. flokkar, sem sitja á þingi, stjórna einnig landinu, þá hafa flokksmenn á þingi beina hagsmuni af því að taka tillit til viðkomandi ríkisstjórnar, berjast fyrir brautargengi mála hennar, o.s.frv.

En í því kerfi, sem stungið er upp á, er því einfaldlega ekki til að dreifa. Það þíðir, að þegar þeir 10 eða svo flokkar sem mynda ríkisstjórnina, hafa náð sér saman um stefnu, sem augljóslega verður tímafrekt, þá þurfa þeir næst að semja við algerlega sér ótengda flokka á þingi, um mál.

Ég þarf varla að taka fram, að þeir samningar myndu verða mjög flóknir, ekki síst vegna þess að tilslökun myndi einnig þurfa að ná samstöðu um, innan ríkisstjórnarinna sem þíddi enn eina langa samningalotu á milli 10 flokka eða svo.

Kerfi sem byggði á einstaklingsframboðum til ríkisstjórnar, myndi í besta falli, vera mjög, mjög svifaseint, ef það virkaði yfirleitt.


"5) Þingmaður getur ekki verið ráðherra á sama tíma. Næsti atkvæðamesti frambjóðandi komi á þing í stað þingmanns sem tekur stöðu ráðherra."


Þarna er spurning um hvort er að ræða einstaklingsfamboð eða flokkslista. En, næst atkvæðamesti einstaklingur í einstaklingsframboðs kerfi, myndi ekkert endilega vera tengur þeim sem varð ráðherra á nokkurn hátt. Þarna, myndast augljóslega nokkrir hagsmunir þeirra á milli. Ég er enn á ný að vísa til spillingarhættu.


"6) Alþingi eða þingnefnd þess skipi dómara, bæði í héraðs- og hæstarétt."


Einnig er hægt að kjósa dómara í beinni kosningu. Auk þessa, er hægt að láta dómara sjálfa velja.


"7) Alþingi eða þingnefnd þess fjalli reglulega um störf ríkisstjórnar, meti þau og kalli eftir rökstuðningi um tiltekin málefni. Alþingi getur með 2/3 hluta atkvæða kært lögbrot eða siðbrot tiltekins ráðherra til Landsdóms (eins og nú er)."


Þetta getur orðið mjög 'messy'. Ef þingið er skipað einkum einstaklingum, sem hver og einn er sérstakt framboð, þá mun skipun manna í nefndir á þingi, verða mjög flókin og "messy". Þar sem hver og einn er flokkur, hefst væntanlega mjög flókið leikrit, þegar í upphaf þings, þ.s. samið er um nefndirnar. Væntanlega munu greiðar og fjármunir einnig, fara á milli manna, svo að þeir komist í þessi áhrifamiklu sæti. Ég tek fram, að spillingarhætta verður margföld, sbr. okkar kerfi.

Mjög erfitt verður að komast hjá að óleðlilegir hagsmunir verði í spilum, þegar nefndir velta fyrir sér athöfnum einstakra ráðherra. Eftir allt saman, er miklu flóknara að fylgjast með 63 flokkum heldur en 5.

Þar sem, viðkomandi eru óbundnir þeim sem eru í stjórn, að öllu leiti, og hafa enga hagsmuni af því að taka tillit til þeirra, má búast við gríðarlega mikillri tíðni pólitískra leikrita af ýmsu tagi, þ.s. menn reyna að koma eigin ár fyrir borð, og kæra sig kollótta um þá sem eru í ríkisstjórninni.


"8) Þjóðaratkvæðagreiðsla um ákvarðanir eða málefni sem varða þjóðarheill skuli halda ef 1/3 hluti Alþingis fer fram á slíkt eða ef 10% þjóðarinnar fara þess á leit við forseta lýðveldisins."


Þetta er góð hugmynd. Að mínu mati, þarf engar frekari breytingar. Þetta eykur mjög til muna aðhald kjósenda að núverandi flokkakerfi. Það myndi stuðla að því að gallar núverandi kerfis myndu minnka mjög verulega.

"9) Að virkjuð verði til fulls önnur stjórnarskrárákvæði frá 16. gr. til 30. gr. um pólitíska ábyrgð og þátttöku forseta lýðveldisins í stjórnmálum. Ef slíkt er ekki gert má leggja forsetaembættið niður og skipta þessum stjórnarskrárbundnu verkefnum á milli forseta Alþingis, forsætisráðherra og utanríkisráðherra."

Þetta getur komið mjög vel til greina, sem lagfæring á núverandi kerfi.


"10) Ákvæði um lögbundinn stuðning ríkisvalds við tiltekin trúarbrögð skulu afnemin úr stjórnarskránni. --albsig 22. janúar 2009 kl. 23:38 (UTC)"

Þetta, er einnig breyting, sem kemur mjög vel til greina. Ég myndi þó vilja, að tekið yrði tillit til kirkna, sem víða um land, eru miklar gersemar.

Einar Björn Bjarnason, Stjórnmálafræðingur.
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Albert Svan

Sæll Einar og takk fyrir skynsöm innlegg

Ég bý í Finnlandi, þar eru eingöngu einstaklingar sem bjóða sig fram og eru kosnir til þings. Flestir einstaklingar tilheyra þó flokkum og ná þannig að markaðssetja sig betur.  En einhver hluti þingfulltrúa eru óflokksbundnir og það veldur engri auka spillingu, seinleika eða vandræðum sbr.  aths. þínar við lið 1) og 5) að ofan. Í lið 4) þá sé ég ekki að það þurfi að vera beintenging á milli ríkisstjórnar og Alþingis. Ef ríkisstjórnin hefur lagabreytingartillögur fram að færa findist mér einmitt æskilegt að það sé lagt fyrir Alþingi án þess að flokksbönd né klíkubönd. Þingið mundi þurfa að ljúka málinu tímanlega, af festu og skynsemi og með meirihluta atkvæða og í 3 umferðum. Um liði 2), 3) og 7) er ég sammála þér að gæti þurft skoða með betri útfærslur (þessar eru ekki frá mér komnar). En þó ætti í nýja flokknum (flokkur er eina leiðin inn á þing enn sem komið er) að passa vel upp á aðskilnað hins þrískipta valds og einhverskonar réttlæti/skynsemi í uppsetningu þess. 

Það væri gott ef þú mundir afrita/skrifa gagnrýnispunktana þína að ofan inn á vefinn lydveldisbyltingin.is, þetta er jú starf í mótun og allar raddir sem þar koma fram eiga að vera teknar til greina er stefnuskrá verður fastsett. 

Kveðja,
Albert Sigurðsson, landfræðingur 

Albert Svan, 26.1.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, eins og ég skil hvernig kerfið virkar í Finnlandi, þá snýst það um að kjósendur hafi mikil áhrif á hverjir eru á listum einstakra flokka. Samanborið við Ísland, er það ákveðin styrking á Lýðræðinu. Við gætum innleitt sambærilegt kerfi, með því að stórauka vægi útstrikana, annars vega, og hins vegar, stórauka væri breytinga á röð á lista. Þannig, væri uppröðun flokkanna á lista, einfaldlega tillaga þeirra til kjósenda, sem gætu svo tjáð sig í kjörklefanum og breytt því.

Síðan, eins og hér á landi, hittast þeir sem ná kjöri, eftir að úrslit eru komin fram, og fram fara samningar á milli aðila um stefnuna sem á að fylgja. Síðan er þeirri stefnu fylgt. Þetta kerfi, getur alveg virkað sem smurð vél.

Það sem ég er að gagnrína, er hugmyndin - nánar tiltekið - um alveg þráðbeina persónukosningu, sem væri með einhverjum hætti óháð flokkum. Reyndar, sé ég ekki alveg, hvernig á að koma í veg fyrir að 4 flokkurinn haldi áfram, en það er önnu saga. En, ef einhvernveginn væri hægt að innleiða það hreina fyrirkomulag, þá tel ég að það myndi hegða sér með þeim hætti sem ég hef lýst, þ.e. að um hvern einstakling myndi verða til flokkur eða framboð. Kraðak smáflokka, myndi gera ríkisstjórnamyndun mjög erfiða. Þingmál, myndu taka mjög langan tíma að komast í gegn, ef þau kæmust í gegn.

Veltu fyrir þér, ríkisstjórn Jóhönnu, sem ætlar að koma í gegn mjög mörgum krefjandi málum, á mjög stuttum tíma. Í þeirri hugmynd að kerfi, sem ég er að gagnrína, myndi slík verkefnasúpa vera alveg fullkomlega ómöguleg.

Einar Björn Bjarnason, 1.2.2009 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband