Einkennilegt flot!

Krónan, ku vera sett á flot; en samt eru mikil höft enn til staðar. Þessar aðgerðir eru skiljanlegar, að því marki að það stefndi að miklu falli krónunnar - ef til vill upp á 40 - 50%. En, með nýlegum reglum Seðlabanka, er þessi sprenging sem búist var í, sett í frost. En, ef vitnað er í svör Seðlabanka manna sjálfra:

"Sp.: Geta útlendingar fjárfest hér á landi?

Sv.: Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildarskírteinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum, sem felur í sér hreyfingu fjármagns til landsins er óheimil. Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti eða aðrar fjármagnshreyfingar í erlendum gjaldeyri með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í innlendum fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands. Fjármagnshreyfingar vegna yfirfærslu eða flutnings á fjármunum frá landinu sem tengjast sölu á beinum fjárfestingum eru óheimilar."

Svo, mörg eru þau orð. En, þessar aðgerðir, halda í raun gríðarlegum fjármunum í eigu útlendinga í gíslingu hérlendis, en búist var við að af svokölluðum krónubréfum yrði innleyst fyrir alveg gríðarlega upphæðir strax við flot krónunnar.

Sannast sagna, er þetta hreynt óindisúrræði, og erfitt að sjá hverni á að leysa úr þessu. Hugmynd Seðlabanka manna virðist vera, að hleypa þessu í gegn í - hmm - viðráðanlegum skömmtum. Það kemur mér nokkuð á óvart, að þessi fjármuna gísling, skuli ekki hafa valdið neinu verulegu fjaðrafoki erlendis, enn sem komið er. Ef til vill er of mikið annað og enn stærra í fréttum um þessar mundir.

Augljóslega, erum við búin að búa til nýjan stóran hóp af reiðum erlendum fjárfestum, og varla getu við búist við öðru en að sú staðreynd enn til viðbótar grafi undan trausti og trúverðugleika Íslands, á erlendum lánamörköðum.

Spurningin er þá, hversu alvarlegt er það. Getur það valdið því að markaði taki þann pól í hæðina; "that Iceland is in default".

Svari hver sem vill!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband