Enn ein gloría ríisstjórnarinnar

Það virðist augljóst, að ríkisstjórnin gerir ekkert annað en mistök ofan á mistök. Ef ríkisstjórnin breytir ekki snarlega þeim reglum sem voru settar rétt fyrir helgi, um rétt Seðlabankans til inngripa og beita bönnum, í gjaldeyrismálum verða fjölmorg fyrirtæki hrakin úr landi.

Hér fyrir neðan kemur viðtal við Pétur Blöndal, skv. Frétt Rúv:

Gjaldeyrisreglurnar eru gallaðar

Gjaldeyrisreglurnar eru gallaðar

Pétur Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis segir að gjaldeyrisreglurnar sem Seðlabankinn setti fyrir helgi vinni gegn markmiðum gjaldeyrislaganna. Ljóst sé að þær verði að endurskoða næstu daga.

Aðfaranótt föstudags setti Alþingi lög um gjaldeyrisviðskipti og í kjölfarið setti Seðlabankinn reglur um framkvæmdina. Í fréttum sjónvarps í gær var sagt frá því að reglurnar hafi neikvæð áhrif á fyrirtæki eins CCP og Verne Holdings. Uppbygging gagnavers í Keflavík er í algeru uppnámi og skoðað verður að flytja höfuðstöðvar CCP úr landi. Pétur segir að markmið laganna eigi að vera að laða að erlenda fjárfesta en ekki fæla þá frá og því sé undarlegt að settar séu reglur sem í reynd virki í gegn markmiði laganna. Þær þurfi því að endurskoða.

Viðskiptaráðherra gaf ekki kost á viðtali en þær upplýsingar fengust að haldinn verði fundur Seðlabankans og þerri fyrirtækja sem telja sig lenda í vanda vegna reglnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband