18.11.2008 | 02:13
Tökum upp Dollar!
Gott fólk,
lífleg umræða hefur skapast um gjaldeyrismál. Varðandi þá staðreynd, að utanríkisviðskipti okkar eru að stærstum hluta í Evrum, þannig að þess vegna sé dollarinn ekki vænlegur kostur, þá ber okkur að átta okkur á hvað sé höfuðmálið.
Er það ESB aðild, eða, er það að koma jafnvægi á þjóðarskútuna hið fyrsta?
Ef markmið 1, 2, og 3; er að ná jafnvægi á þjóðarskútuna hið fyrsta, þá getur upptaka Dollars, einmitt verið góð aðferð...alveg grínlaust. Hugsið einfaldlega rökrétt. Við getum ekki, augljóslega, í neinnri náinni framtíð uppfyllt skilyrði ERM II. Þannig, að fullkomlega er ljóst - hvernig sem fer um ESB aðild - að krónunni verður ekki skipt út fyrir Evru næstu 20 - 30 árin (Duh...skuldir Íslands nú milli 100 og 200% af þjóðarframleiðslu, en mega ekki fara yfir 60%). Þetta verða menn að skilja. Þannig, að við munum búa við það viðskiptalega óhagræði sem felst í því að vera með aðra mynt en Evru, hvað sem við gerum yfir þetta tímabil. Eina 'relevant' spurningin er sú, hvort sú mynt á að vera krónan eða einhver þriðja mynt?
Þannig, er betra að vera með krónuna yfir þetta tímabil eða er betra að vera með einhverja þriðju mynt? Við þurfum að lifa í heiminum eins og hann er. Ég held, að ef við íþessu ljósi berum Dollarinn og Krónuna sama, þá sé það algerlega augljóst að upptaka Dollars hafi mjög marga kost.
- Dollarinn er gjaldgeng mynt, alls staðar.
- Engin vandkvæði eru á að skipta Dollar í Evru á gjaldeyrismörkuðum.
- Vextir á Dollarasvæðinu, eru miklu lægri heldur en á Íslandi.
- Verðbólga á Dollarasvæðinu, er miklu lægri heldur en á Íslandi.
- Dollar, um þessar mundir er sterk mynt - en Evran hefur fallið um 20%.
- Það er fullkomlega sannað, að Dollarinn er hægt að taka upp einhliða.
Ég held að valið sé alveg fullkomlega augljóst.
Getur Dollarinn skemmt fyrir upptöku Evru seinna? Nei. Þetta mun augljóslega flýta mjög fyrir því að Íslandi verði mögulegt að taka upp Evru. Huh...sko, upptaka Dollars mun útríma gjaldmiðilskreppunni um leið. Því fyrr sem það gerist, því fyrr getur íslenska hagkerfið byrjað að rétta úr kútnum. Einnig, því fyrr sem það gerist, því minni verður skaðinn af gjaldmiðilskreppunni, sem einnig flýtir fyrir. Íslenskt þjóðfélag, mun þegar í stað byrja að aðlagast því að búa við lága vexti og lága verðbólgu, en einnig það að hafa ekki stjórn á vöxtum þeim sem það býr við. Það sem ég er að segja er, að Dollarinn getur flýtt fyrir að Ísland uppfylli skilyrði ERM II. ERGO - upptaka Evru getur farið fyrr fram en ella.
Þannig, að áhugamenn um upptöku Evru og ESB aðild, rökrænt séð, eiga ekki að þurfa að vera á móti upptöku Dollars.
Augljóslega, þurfum við ekki að fylgja stefnu Bandaríkjanna frekar en við viljum, enda er meira en nóg til af Dollurum á alþjóðamörkuðum, þannig að við værum mjög langt frá því háð seðlabanka Bandaríkjanna um Dollara. Þannig að Bandaríkjamenn, hefðu ekkert tak eða 'leverage' á Íslendingum vegna upptöku Dollars.
Ég, sé ekki nokkur skynsamleg rök gegn upptöku Dollars. Varðadni augljósar mótbárur um að, það að Ísland prenti ekki Dollara geti verið vandamál, eða að okkur vanti hugsanlega svokallaða 'lender of last resort' þá eru augljósu svörin einfaldlega A) Fyrra hugsanlega vandamálinu er mætt með gjaldeyrisvarasjóði, sem væri þá í Dollurum. B) Óþarfi með öllu er að leggja niður seðlabanka Íslands í því samhengi. Hann myndi missa hlutverk seðlaprentara og það að sjá um vexti, en á móti myndi hann halda því hlutverki að viðhalda gjaldeyrisvarasjóði. Þar sem Dollara er hægt að fá hvar sem er, er það ekki vandi að útvega Dollara með skömmum fyrirvara ef þess reynist þörf ef þörf fyrir þá er stærri óvænt en sjóðurinn.
Varðandi krónuna okkar, þó það sé sannarlega rétt, að með aðild og inngöngu í ERM II sé hægt að halda krónunni mjög sennilega innan +/- 15% vikmarka, með aðstoð ECB, þá er einnig ljóst að vaxtastig á Íslandi mun einungis lækka smám saman eftir því sem okkur smám saman gengur betur að ná jafnvægi á nýjan leik. Þetta er sannarlega fær leið, fullkomlega. En, þetta verður miklu mun dýrari leið.
Ástæða, fyrsta lagi er hægt að koma Íslandi inn á lágt vaxtastig miklu mun hraðar og öðru lagi einnig að binda enda á gjaldeyriskreppuna með miklu meiri hraða, ef Dollarinn er tekinn upp einhliða. Það þíðir að við getum flýtt fyrir aðlöguninni, mun fyrr stöðvað þá skemmd sem á sér stað á íslenskum efnahag vegna gjaldeyriskreppunnar, en einnig til viðbóta við myndum búa við lægri vexti en ella.
Það er ekki einu sinni fræðilegur möguleiki að Ísland geti verið komið inn í Evruna eftir einungis 4 ár. Það er algerlega fullkomlega útilokað.
Athugið, að ESB er ekki velferðarklúbbur, heldur hagsmunabandalag Evrópu. ESB ríki passa upp á sína hagsmuni, eins og sést á því hvernig þau tóku á IceSave deilunni. Okkur var sett stóllinn fyrir dyrnar, og tjáð beigið ykkur annars. Þetta var gert vegna þess að ESB ríkin mátu það þannig að þeirra hagsmunir væru í húfi...sem er reyndar makalaus niðurstaða að litla þúfan Ísland skuli hafa getað skapað þvílíka hættu. En þetta er þörf ábending, ESB og meðlimaríki þess, meta öll mál úfrá sínum hagsmunum.
Ísland mun ekki fá neina 'free ride' í tengslum við ESB, þ.e. er enga Evru án þess að fara fyrst í gegnum allt ferlið sem reglu kveða um. Venja ESB, að ríki reddi sér fyrst en fái síðan aðild. Það eru ekki hagsmunir ESB að hleypa inn vandamálum. Þannig er það barasta, sem sést m.a. í reglum um aðild að myntbandalaginu. Sama má segja um aðild að ESB, en ef aðild Austur-Evrópu er skoðuð, þá fóru þau inn að afloknu aðlögunarferli - en þau fengu leiðbeiningar frá ESB um hagstjórnun, eftir að Framkvæmdastjórnin hafði gert á þeim mjög nákvæma úttekt. Síðan þegar þau voru metin tilbúin til aðildar þá var hafið formleg aðildarferli.
Nú, varðandi Ísland, þá hefur það árum saman verið nánast tilbúið undir aðild, en nú er hlaupinn babbur í bátinn. Þeir sem þekkja starfsemi ESB, vita mæta vel að Ísland mun vera tekið út af Framkvæmdastjórn ESB, eins og önnur ríki hafa hingað til sem óskað hafa eftir aðild, síðan mun Ísland vera sett einhversstaðar í röð þeirra ríkja sem eru að bíða. Þetta, mun fara eftir þessu mati. Margir halda að Ísland fái aðild um leið eða nánast, og en aðlögun sníst ekki eingöngu um upptöku svo og svo margra reglugerða og laga ESB, heldur einnig um efnahagsmál. Þar, hefur einmitt hlaupið babb. Þetta þýðir það, að Ísland verður sett í bið á meðan verstu efnahagshamfarirnar ganga í gegn, það má vera að okkur verði veitt ráðgjöf um stjórnun efnahagsmála á meðan á þessu gengur, en þegar mat Framkvæmdastjórnarinnar er að hagkerfið sé á réttri leið...þá fyrst, verður umsóknin tekin formlega fyrir, og samningaferlið getur hafist. Okkar, efnahagur mun ekki þurfa að ná sér að fullu, en ljóst þarf vera að vegferðin upp úr dífunni sé komin fram og byrjuð að virka. Þetta þurfa ekki að vera mörg ár.
Það er barnalegt að Ísland verði komið inn, innan árs, og ólíklegt að svo verði innan 3. ára; eins og Utanríkisráðuneytið með Ingibjörgu í fararbroddi stefnir að. Innan næstu 5 ára, er hugsanlegt, og innan næstu 10 nánast örruggt . . . ef Íslendingar það vilja.
Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.