20.11.2008 | 02:37
Evran á morgun?
Stefna ríkisstjórnarinnar er nú endanlega hrunin, nýtt samkomulag um ICE-Save er ekkert annað en fullkomin uppgjöf. Ekki virðist einu sinni vera sett upp fyrirvari um að Ísland telji sig hafa rétt til að setja þá spurningu fyrir rétti, hvort Íslandi beri að borga 20.000 Evrur inná aðra reikninga.
Aðild að ESB:
Næsta mál á dagskrá virðist vera umsókn um aðild að Evrópusambandinu (ESB), sem er gott og blessað þannig séð. Samkvæmt frétt FinancialTimes, stefnir utanríkisráðuneytið að aðild innan 3. ára. Þessi tala, 3 ár, er mjög áhugaverð, þar eð þá er ljóst að formaður Samfylkingarinnar hyggst sytja út kjörtímabilið, og síðan að gera þær breytingar sem þörf er á, á stjórnarskrá Íslands í kringum Alþingiskosningar eftir 2 ár. Ég ætla hér ekki að fella dóm á hvort aðild að ESB er góð eða slæm, heldur ætla ég að beina sjónum að Evrunni sjálfri, en aðild að Evru virðist vera eitt stærsta 'attractionin'. Er það ekkert mál? Getum við einfaldlega farið í ESB, og síðan fengið Evruna skömmu síðar?
Skilyrði fyrir Evruaðild
Með stöðugleika sáttmála evrópu frá 1992 var sett af stað ferli sem lyktaði með formlegri útgáfu Evrunnar sem gjaldmiðils í janúar 2002. Um svipað leiti voru ákveðin svokölluð aðlögunarskilyrði convergence criteria, fyrir þau aðildarlönd ESB sem hyggja á inngöngu í Evrusvæðið, en þau eru eftirfarandi:
· Verðbólga ekki meira en 1,5% hærri heldur en verðbólgan er í þeim þrem aðildarríkum Evrusvæðisins þar sem hún er lægst.
· Árlegur halli ríkisútgjalda má ekki fara yfir 3% fjárlagaárið á undan. Ef það gerist, verður hallinn a.m.k. að vera nálægt 3%.
· Skuldir ríkisins mega ekki vera hærri en 60% af þjóðarframleiðslu fjárlagaárið á undan. Ef það takmark næst ekki, vegna óviðráðanlegra efnahagsaðstæðna, þá skulu skuldirnar hafa lækkað að nægilegu marki og skulu vera nálgast viðmiðið á viðunandi hraða.
· Landið sem í hlut á, skal hafa verið meðlimur í gjaldmiðlasamstarfi Evrópusambandsins (ERMII) í 2 ár a.m.k. og skal ekki hafa fellt gengið yfir það tímabil.
· Meðalvaxtastig skal ekki vera meira en 2% hærra heldur í 3. aðildarríkja Evrunnar þar sem það er lægst.
Samanburður á núverandi ástandi og skilyrðum Evruaðildar: um þessar mundir er verðbólga um 16%, og líkleg til að fara hærra. Ástæðan er sú, að langt í frá allar hækkanir eru enn komnar fram miðað við fall gengisins fram að þessu og einnig að það er augljóst að gengið mun falla frekar, í kjölfar þess að það verður sett á flot. Augljóslega, erum við nú víðs fjarri því vaxtastigi sem við þurfum að vera á.
Varðandi halla á ríkisútgjöldum, er engin leið um hann spá á næsta ári. Nýleg fyrirmæli frá Fjármálaráðuneyti til hinna ráðuneytanna um 10% sparnað, gefa til kynna að Fjármálaráðuneyti er fullkunnugt að tekjur ríkissjóðs munu skreppa mikið saman á næsta ári. Það er ekki séns að það verði annað en mikill halli á næsta ári. Ef skorið verður mikið niður í ríkisútgjöldum, mun það dýfka kreppuna hérlendis, því meir sem niðurskurðurinn er meiri. Ef niðurskurðurinn verður tiltölulega lítill, er ljóst að tekur við næstu árin tímabil viðvarandi og verulegs halla á ríkissjóði.
Fyrir síðustu helgi, var búið að gefa út að skuldir ríkissjóðs samkvæmt framkomnum skuldbindingum væru áætlaðar upp á 109% af þjóðarframleiðslu. Um helgina bættust við 600 billjónir (sbr. 600 milljarða) þar ofan á. Ríkissjóður hefur áætlað heildar lánsþörf Íslands næstu árin á um 24 billjón Dollara (sbr. 24 milljarða Dollara). Samkvæmt því, er ekki nærri öll skuldaaukning þjóðarinnar komin fram. Skuldirnar fara augljóslega langt yfir 100% markið, sennilega nær 200% af landsframleiðslu eða jafnvel eitthvað yfir 200% markið. Á móti, eru einhverjar eignir í þrotabúum bankanna, sem verða hugsanlega einhvers virði eftir nokkur ár. Næsta örruggt má teljast að núvirði þeirra sé í dag lang, langt undir skráðu andvirði samkvæmt bókhaldi bankanna rétt áður en þeir fóru í þrot. Samkvæmt reynslu af öðrum og eldri bólum, geta eignir rýrnað niður í allt að ekki neitt, eða 1 - 2% af andvirði við fall. Augljóslega myndu þessar skuldir seljast í dag með mjög miklum afslætti, en þær gætu orðið meira virði seinna svo fremi sem skuldararnir halda velli. Niðurstaðan er augljós, skuldastaða Íslands er svo slæm eftir hremmingarnar að áratugi jafnvel getur tekið að lækka þær niður í 60% af þjóðarframleiðslu.
Varðandi krónuna, ef endanlega niðurstaðan verður að halda í hana, þá er það ljóst að við munum búa við hana um langa hríð. Eins og reynslan sýnir er mjög erfitt að halda henni stöðugri. Ástæðan hefur ekki eingöngu með hagstjórn að gera, heldur einnig örsmæð hennar. Úti í heimi eiga sér daglega sér stað fjármagnshreyfingar upp á svo svimandi fjárhæðir, að krónan verður mjög gríðarlega smá í samanburðinum. Fjölmargir einstaklingar þarna úti, eru að versla með meira magn af gjaldeyri á degi hverjum heldur en heildarmagn króna á hverjum tíma í umferð á Íslandi. Þetta þíðir að ef einhver af þeim fær áhuga á að spegúlera með hana, fjárfesta tímabundið í henni og síðan selja, getur þessi eini einstaklingur valdið hér á landi verulegri sveiflu í gengi hennar, algerlega burtséð frá því hvað er að gerast hérlendis. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar höfum verið verulega sofandi gagnvart. Til að minnka líkurnar á slíkum sveiflum, verður gjaldeyrisvarsjóður Íslands að vera mjög stór í samanburði við landsframleiðsluna, svo Seðlabankinn geti haft raunhæfan séns til að bregðast við og sigrast á slíkum 'speculative attacks'. Ég er virkilega að tala um þörf á mjög stórum varasjóði - - þetta getur verið stærsti einstaki þátturinn í áætlaðri þörf Íslands fyrir lán á næstu árum. Maður getur skilið þessa gríðarlegu áætluðu þörf ef maður reiknar með því að það hafi loks síast inn í menn að eina leiðin til að viðhalda krónunni er ef gjaldeyrisvarasjóðurinn er stækkaður upp í margfalda árlega landsframleiðslu Íslands.
IMF hefur verið lofað, að komið geti til greina að hækka vaxtastig enn frekar, þ.e. yfir 18%. Vextir upp á 20% væru náttúrulega alveg svakalegir, áhrif þeirra myndu vera enn harðari lending fyrir íslenskt efnahagslíf. Verðbólgan ætti að lækka, nokkru eftir að gengið hefur náð nýju jafnvægi. Það mun þó augljóslega taka nokkurn tíma, þar sem ljóst er að í kjölfar flots mun krónan taka umtalsverða nýja dífu og þannig bæði verðbólga og vextir hækka. Það má vera að á seinni helmingi næsta árs, verði það versta afstaðið, og vextirnir og verðbólgan á hröðu undanhaldi. Útkoman verður þó mjög slæmt áfall fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sem munu verða mjög ílla úti meðan á þeirri rússibanareið stendur.
Hvenær Evra?
Það sem mun valda mestu töfunum, er skuldastaða ríkisins. Það er ekki séns að borga niður skuldir upp á liðleg 100% á skemmri tíma en áratug, og þá þarf virkilega allt að ganga upp. Líklega tekur það lengri tíma en áratug. Skuldir upp á meira en 100%, taka augljóslega lengri tíma, og þá erum við að telja í áratugum.
Augljóslega er Evruvæðing Íslands ekki á næstu grösum.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.