Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til að koma í veg fyrir möguleika á samningi milli Írans og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta! Einnig getur vakað fyrir honum að egna til stríðs milli Írans og Bandaríkjanna!

Afstaða Netanyahu til Írans hefur verið á tæru í langan tíma -- hann hefur reynt að fá Bandaríkin til að leggja Íran gersamlega í rjúkandi rúst.

  • George W. Bush, skv. ævisögu sinni, gefin út skömmu eftir hann lauk forseta-tíð sinni, kom fram -- að hann íhugaði möguleika á að: 
    Leggja kjarnorku-áætlun Írans í rúst.
    Pentagon smíðaði fyrir hann skv. frásögn hans, áætlun er fól í sér - innrás Bandar.hers, markmið að til skamms tíma, hertaka tiltekin svæði -- beita verkfræðingasveitum Bandaríkjahers, til að leggja í rúst -- neðanjarðar-byrgi, þ.s. mikilvægustu þættir kjarnorkuáætlunar Írans eru varðveittir.
  • Að, Pentagon -- lagði til innrás, er Bush óskaði eftir áætlun -- um eyðileggingu kjarnorku-áætlunar Írans.
    Hef ég síðan, talið sanna -- að kjarnorkuáætlun Írans.
    Sé ekki unnt að eyðileggja, með -- loftárásum.

2 byrgi voru reist -- undir Natanz kjarnorkuverinu, Ísraels-flugher líklega eyðilagði orkuver þar á yfirborði.
Fordow byrgðið -- er grafið undir fjall: gæti verið öruggt gagnvart, kjarnorku-árás.

  1. Afar ósennilegt talið, byrgið undir Natanz verinu, hafi skemmst.
    En, sumir eru með vanga-veltur, að -- með eyðileggingu versins á yfirborðinu, geti skilvindurnar í byrginu fyrir neðan verið rafmagnslausar.
    --Augljósalega gæti það einnig verið, að til staðar sé vara-afl.
    --Mér þætti það skrítin yfirsjón hjá Írönum, að hafa enga - vara-aflsstöð.
    Slík yrði að sjálfsögðu að vera, í byrginu sjálfu.
    Og auðvitað, eldsneyti slíkrar dugar ekki - endalaust.
    En, kannski - dáldinn tíma. Kannski, vikur.
    Spurning um - hvort tjón á yfirborði, lokar - inngöngu-leiðum.
    Ef ekki, væri væntanlega unnt að - toppa upp tank vara-aflsstöðvar.
  2. Byrgið undir, Fordow fjalli - er auðvitað super-öruggt.

M.ö.o. afar ólíklegt að -- Netanyahu, geti eyðilagt kjarnorkuáætlun Írans.

  1. Vegna þess, Netanyahu - getur ekki lagt þá áætlun í rúst!
  2. Jafnvel óvíst, hvort árásirnar - valdi nokkurri minnstu töf.

Skilvindurnar undir Natanz, gætu vel -- verið starfandi, burtséð frá yfirborðstjóni.

Netanyahu's Iran strike is a well-laid trap for Trump - Asia Times

Hallast ég frekar að því, Netanyahu -- sé í tilraun til að egna til stríðs milli Írans og Bandaríkjanna, en hann haldi hann geti afrekað því - hann hefur lýst yfir sem markmið stríðs við Íran hann hefur hafið!
Málið er einnig að, þ.e. afar afar ósennilegt - að atlaga, Netanyahu, felli ríkisstjórn Írans.

  1. Ísrael getur ekki eyðilagt kjarnorkuáætlunina - með loftárásum.
    Þar fyrir utan, er innrás landhers - ópraktísk af augljósum ástæðum, fyrir Ísrael.
  2. Ef, Netanyahu, tekst ekki að egna - Trump til stríðs.

Væntanlega heldur stríðið áfram með sama hætti og sl. daga!

  • Stöðugar loftárásir Ísraels-flughers.
  • Svarað, með endurteknum eldflauga-árásum Írans.

Þegar hefur orðið manntjón meðal borgara Ísraels, eftir að einhverjar eldflaugar Írana náðu í gegn, eyðilögðu nokkrar íbúa-byggingar.
Án vafa er manntjón Írana mun meira, en - það mun í engu hindra Írans-stjórn.

  1. Írans stjórn, hefur sama þanþol fyrir manntjóni.
  2. Og Pútín hefur í samhengi Úkraínu-stríðs.

Algerlega enginn séns, að - Netanyahu, geti knúið fram einhvers konar uppgjöf Írans.

 

Þessi átök væntanlega eru afar óhentug fyrir Donald Trump!
Heims-olíuverð hefur rokið í: 70$.

  1. Óhentugt, því það veldur aukningur á verðbólgu í Bandaríkjunum.
  2. Ef olíuverð, helst 70 eða meir - þá bætist sú verðbólga, ofan á allar hugsanlegar hliðar-afleiðingar ákvarðana Trumps: Þeirra er geta aukið verðbólgu.

Slíkt verðbólga, getur skaðað - vinsældir Trump.
Trump augljóslega er ekki blindur fyrir slíku.

  • Þolinmæði hans gagnvart, Netanyahu -- gæti því þorrið á -vikum- ef átök standa yfir einfaldlega með sama hætti; samtímis helst olíuverð: 70$. +
  1. Að fylgjast með viðbrögðum Trumps, verður því forvitnilegt.
  2. Þegar hefur komið fram - Netanyahu, er í nokkurri ónáð hjá honum.

Sennilega er Trump ekki neitt sérdeilis þakklátur, Netanyahu.
Fyrir, að Netanyahu hafi -- eyðilagt a.m.k. fyrst um sinn, möguleika á samningum.

  • Trump a.m.k. virðist hafa áhuga á, að - eftir hann liggi, mikilvægur friðar-samningur.
  • Ekki síst, ef það tækist, tækist honum þ.s. engum forseta hefur tekist.

Sem væntanlega er - gulrótin - í augum Trumps.
---------
Netanyahu, vill engan frið á hinn bóginn.
Svo lengi sem, Íran er stjórnað af núverandi valdhöfum.

  1. Hinn bóginn, eru engar líkur á að -- aðferð Netanyahu, veiki Írans-stjórn.
    Mun sennilegar, hernaðar-árásir Netanyahu, séu að þétta Írans-þjóð að baki stjórninni.
  2. Trump -planið- að bjóða samninga -- var miklu líklegra til árangurs.

Einfalt að skilja:

  1. Trump getur boðið, að afleggja refsi-aðgerðir í áföngum.
    Þannig, boðið íbúum Írans, betri framtíð.
  2. Ef, trúverðugur samningur lægi fyrir.
    Klerkarnir höfnuðu honum -- eru ekki slæmir möguleikar, íbúar Írans gætu þá risið upp.

--Hinn bóginn, getur ekki aðferð Netanyahu -- haft þær afleiðingar.
--Einmitt vegna þess, herafli Ísrael er að drepa Írana, innan Írans.
Slíkt þéttir ávalt þjóð að baki ríkisstjórn - burtséð frá hve hötuð hún annars er.

 

Niðurstaða
Ég hallast að því, Netanyahu takist ekki að egna til stríðs milli Bandar. og Írans.
Muna, burtséð frá yfirlýsingum Netanyahu, hafa hingað til stjórnendur Írans - ekki sýnt irrational hegðunarferli.
Trump gaf Írönum auðvitað, sterkorðaða aðvörun. Hann þurfti það líklega ekki.

Sennilegast, halda átökin áfram - með tit for tat - loftárásum.
Manntjón Írana verður alltaf meira, en það sé minna sennilegt að það hafi áhrif á stjórnendur Írans, en tja -- minna manntjón borgara Ísraels hafi áhrif á ríkisstjórn Ísraels.
Fyrir einhverja rest, verður það nægilegt til að skapa ergelsi meðal íbúa Ísraels.

Þar fyrir utan, grunar mig að þolinmæði Trumps gagnvart stríði Netanyahu við Íran, muni reynast - takmörkunum háð. Burtséð frá því að Trump, hafi nýlega sagst sammála þeim árásum.
--Þetta allt kemur í ljós.

A.m.k. haldast olíuverð hærri en undanfarið, svo lengi sem þau átök standa yfir.
Það mun ekki virka fyrir Trump, segjast ekki bera ábyrgð á verðbólgunni heima fyrir.
Þ.s. borgarar Bandaríkjann skv. langri reynslu, kenna ávalt forseta þeim er situr, ef þeirra kjör eru að lækka undir þeim viðkomandi forseta.

Á einhverjum punkti, kviknar á peru Trumps - ef þetta fer að skaða hans fylgisstöðu.
Þangað til, gætu verið frá vikum upp í mánuði - bendi fátt til annars, en að stríðið geti varað þann tíma -- með nákvæmlega sama hætti, að Íran og Ísrael skiptast á loftárásum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Annar óvissuþáttur er stuðningur Írans við hryðjuverkahópa
láti Íran af þeim stuðning þá neyðir USA Ísrael til að hætta

auki þeir stuðning við hryðjuverkin þá mun USA styðja allar árásir á Íran

Grímur Kjartansson, 16.6.2025 kl. 09:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur Kjartansson, ég held að engar líkur séu á að Íran - hætti stuðningi við, Shíta í Miðausturlöndum -- hinn bóginn, gæti Íran þ.s. Íran er helsti bakhjarl þeirra; ákveðið að beita þá hópa þrýstingi um að - breyta sinni hegðan. Þetta er dáldið svipað, og að Ísrael nýtur stuðnings gyðinga víða um heim -- Shítar í Miðausturlöndum eru samtímis bakhjarlar Írans og að Íran er þeirra bakhjarl. Þ.s. ég meina, að ef friður næst við Íran -- væntanlega fylgi því, friður við stuðninga-aðila Írans. En, það sé engar líkur á að Íran og þeir hópar hætti stuðningi við hvern annan.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.6.2025 kl. 10:16

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Mér finnst þetta fróðleg grein. Þetta er aukþess stórhættulegur leikur hjá Netanyahu, að geislavirkni þekkir ekki takmörk mikil ef hún fer af stað. Annað sem Netanyahu hugsar ekki um er að heimurinn hlýtur að vera á þröskuldi andstöðu, jafnvel andúðar á þeim sem þetta gera og þá er verið að endurtaka alvöru gyðingahatur fortíðarinnar sem hafði hrikalegar afleiðingar.

Ég tek undir það að markmiðin með þessu, þeim er erfitt að ná, að hindra kjarnorkuáætlun Írans. Þekkingunni verður ekki eytt, viljanum ekki heldur.  Þeir eru í sambandi við Rússland. Hægt er að fá kjarnorkuvopn með ýmsum hætti. Netanyahu sér ekki fyrir hvernig þessi atburðarás endar sem hann setur af stað. Það eru margir möguleikar og óskemmtilegir að auki.

Ég er sammála því að Netanyahu gæti verið að espa Bandaríkin til stríðs. Það gæti haft þveröfug áhrif vegna hækkandi olíuverðs.

Einhverntímann þurfa Bandaríkin að verða sjálfstæðari og líta af meira hlutleysi á Ísrael, þótt þegið hafi frá þeim trúarbrögðin að miklu leyti.

Þetta ferli gæti einnig haft í för með sér að Íran dreifi vopnum til bandalagsþjóða, kannski kjarnorkuþekkingu, maður veit ekki nákvæmlega, en mann grunar eitthvað slíkt sem gæti komið fyrir.

George W. Bush var öfgamaður sannkristinn eins og Donald Trump virðist vera. Þar liggja þessir meginþræðir hatursins á Íran og múslimum.

Ef Íran og Ísrael hefðu gert einhverja friðarsamninga meiri eða Bandaríkin og Íran hefði spennan minnkað og þörf þeirra fyrir kjarnorkusprengjur.

Þakka fyrir góða og fróðlega grein.

Ingólfur Sigurðsson, 17.6.2025 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband