Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúpar að samningamenn ESB hafa ekki fram til þessa gefið eftir hænufet gagnvart Trump í samningum -- útkoma er kemur mér í engu á óvart!

Málið er að tolla-átökin eru nánast fullomin endurtekning frá rás atburða, frá fyrri forseta-tíð Trumps; kröfur Trumps eru í öllum aðal-atriðum, þær sömu - Trump náði ekki fram þá!
Skv. mínu minni, stóðu viðræður samfellt yfir - rúm 3. ár, án þess ESB breytti frá upphaflegu samnings-tilboði, er kom hvergi nærri að uppfylla kröfur Trumps í það sinn.
Fyrir rest, lauk málum það kjörtímabil með því -- að Trump skrifaði pent undir, tilboð ESB - þrátt fyrir að, það hafi verið það sama, og rifist hafði verið um liðlega 3 ár.

  • Kallaði niðurstöðuna, sigur fyrir sína ríkisstjórn, líklega vegna þess pólitískur reikningur Trump hafði umsnúist, þ.s. kjörtímabili var þá bráðum að ljúka -- lokamánuði þess, snerist allt um það hjá Trump -- að klára mál, kalla útkomuna sigur; síðan nota það í kosninga-baráttu.

Mig grunar, ESB ætli pent að fylgja uppskrift sinni er gekk svo vel upp síðast.
--Þ.e. hvika í nær engu frá sínu upphaflega tilboði.

ESB líklega mun einnig, stúdera niðurstöðuna af rimmu Trumps við Kína.
--Er virðist nær engu hafa skilað til Trumps, kem t.d. ekki auga á - Trump hafi í nokkru náð einhverri af sínum megin-kröfum fram.
--Samt labbaði hann það tolla-stríð stærstum hluta til baka.

  1. ESB, getur einfaldlega lesið þá niðurstöðu þannig.
  2. Að, það borgi sig ekki, að gefa eftir gagnvart Trump.
  3. Heldur, að það skili betri niðurstöðu -- að hvika í nær engu.

Sú nálgun, sé mun líklegri að skila eftirgjöfum af hálfu Trumps, en í nokkru eftigjafir.

  1. Reynslan virðist sína, Trump túlki eftirgjafir sem veikleika.
  2. Að hann, sé líklegur að krefjast meira síðar.
  3. M.ö.o. túlka fyrri eftirgjöf þannig -- frekari kröfur, verði mætti með, frekari eftirgjöf.
  4. M.ö.o. að, það þvert á móti, borgi sig ekki að gefa eftir.

Því, Trump launi ekki -- eftigjafir, með því að - láta sömu lönd þá í friði.
Þar fyrir utan, virðast tilraunir til að blíðka Trump - virka einungis skamma hríð.
--Það sé m.ö.o. sennilega einfaldlega, líklegra til árangurs.
--Að gefa í litlu sem engu eftir.

  1. Því, þó svo að Trump muni ausa í reiði yfir þann aðila.
  2. Þá sama tíma, öðlist sá aðili virðingu Trumps.
  3. Þ.s. sá aðili, hafi sannað styrk sinn.

Þvert á móti -- sbr. árangur Kína í glímu við Trump.
Sé, þvermóðska gagnvart Trump - líkleg að leiða til þess.
Að Trump, færi sig yfir - í auðveldara fórnarlamb.
--Frekar en að, þverskallast áfram.

  1. M.ö.o. Trump, hafi orðið frústreraður af glímunni við Kína.
  2. Færir sig nú yfir á ESB, því hann haldi hann geti þar haft betur.
  3. Skv. þeim skilningi, geti ESB endurtekið árangur Kína.
  4. Með því, að standa fast fyrir -- blikka ekki.
  5. Þá blikki Trump -- fyrir rest.
  • Og færir sig líklega yfir á, þar-næsta fórnalamb.

Þar með sé uppskriftin af því að hafa betur gegn Trump, komin.

 

Niðurstaða
M.ö.o. það eigi ekki að - gefa eftir, Trump taki slíkan sigur þannig - að aðilinn sé auðvelt fórnarlamb, og sé því líklegur til að - koma fram með frekari kröfur seinna.
Það skili, betri niðurstöðu, að standa fast fyrir - því þá fyrir rest, gefi Trump eftir.
Og færi sig á næsta fórnarlamb, í von að það gangi betur - næst.
--M.ö.o. uppskriftin af þvi hvernig á að meðhöndla Trump, sé komin.
--Xi, hafi sýnt fram á, hvernig á að nálgast Trump, og hafa betur.

 

Kv.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 82
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 866519

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband