Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - virðist svara spurningunni hvort Bandaríkin styðja Úkraínu áfram, eða labba frá málinu! Útkoman getur nú greinilega orðið, stuðningur gegn hráefnavinnslu!

Bendi á, ég er enginn óvinur Trumps - þó ég sé ekki heldur fan! Bendi á ályktun sem ég dróg 31/12sl.: Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!.

Ég hef fylgst með Donald Trump síðan hann náði kjöri. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Hann ætli að skilja eftir -- sjálfstæða Úkraínu.
Meðan að, kröfur Rússa eru -- nær fullkomin afvopnun Úkraínu. Og að rússn. stjv. ráði því sem þau vilja ráða í landinu. M.ö.o. krafa þess að Trump afsali algerlega tilkalli til Úkraínu, fyrir hönd Vesturlanda.
Greinilega er gjáin milli hugmynda Trumps það víð. Að samkomulag virðist ósennilegt.
Því, geri ég nú ráð fyrir - áframhaldandi stríði. Það haldi áfram hugsanlega 2 ár til viðbótar.

Þetta voru þær ályktanir ég dróg í niðurlagi sl. árslok.
Mér virðist þær hafi staðist tímans tönn!

  1. Ég einfaldlega fylgist með því hvað Trump gerir og segir.
  2. Og alltaf eru ályktanir mínar eigin - ekki copu paste einhvers annars.


Mynd af hráefnasvæðum Úkraínu áður birt!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_kraina_mynd.jpg

Texti samnings Úkraínu og Bandaríkjanna er: Opnið hlekk!
Texti samningsins virðist ekki beint svara spurningu um áframhald vopnastuðnings.

  • Heldur kemur fram, að ef slíkur fer fram, telst verðmæti slíks stuðnings -- falla undir heildar-verðmæti framlags Bandaríkjanna, til sameiginlegs fjárfestingarsjóðs - er ætlað er m.a. að fjárfesta í innviðum í Úkraínu.
  • Þó það komi ekki beint fram, getur verið -- það sé val Úkraínu, að panta vopn frá Bandar. Þ.s. framtíðar-sendingar teljast þá verða endurgreiddar skv. samkomulaginu.
    Sé ég enga ástæðu af hverju Trump væri ekki til þannig -- að selja vopn til Úkr.

Hinn bóginn, þ.s. slíkur stuðningur er til lítils gagns nema Úkraína verji still land.
Ætla ég að gera ráð fyrir því -- að samningurinn þíði ergo að:

  • Hernaðar-stuðningur Bandar. haldi áfram.
  • Þó héðan í frá, líti Bandar. þannig á að Úkr. borgi þau vopn til lengri tíma litið.

 

Khmelnytskyi kjarnorkuverið

Bandaríska orkufyrirtækið Westinghouse er að reisa kjarnaofn í Úkraínu!
Ég nefni þetta þ.s. ég nýlega rakst á fregnir um málið.
En samningur liggur fyrir milli fyrirtækisins og Úkraínu, um framtíðar kaup kjarnaofna.

Verið er að bæta kjarnaofni nr. 5 við ofangreint kjarnorkuver!

Úkraína ætlar sjálf að ljúka smíði ofna: 3 og 4.
Með búnaði keyptum frá Búlgaríu:
Ukraine's president signs law to facilitate the purchase of Belene equipment.
Virðist að Rússar hafi verið búnir að afhenda allan tæknibúnað.
Sem settur var í geimslu í Búlgaríu.
Síðan lentu búlgörsk stjórnvöld í fjármögnunar-vanda.
--Opinberlega hefur verið hætt við smíði kjanorkuversins þar.
--En, búnaðurinn, sem þegar hafði verið keyptur, er enn til.
Úkraína hefur ákveðið að kaupa þann búnað, svo unnt sé að ljúka smíði, ofna 3. og 4.
Stríðið hindrar möguleika til þess að fá þann búnað beint frá Rússlandi.
Kjarnaofnar 1-4 byggja á rússn. tækni.

Work under way for first Westinghouse AP1000 in Ukraine

Westinghouse starts construction of AP1000 reactor in Ukraine

Skv. seinni fréttinni, er Khmelnytskyi No. 5 - fyrsti af fjórum samskonar kjarna-ofnum er verða reistir skv. samkomulagi Úkraínu og Westinghouse.

  • Þetta samstarf ath. - hefst á sl. ári.
    En ef marka má aðra frétt, ræddi Zelensky um kjarnorkusamstarf við Donald Trump.

President Zelenskyy Announces Expansion of Khmelnytskyi NPP

  1. Úkraína virðist hafa ákveðið að kjarnorka verið megin orkugjafi til frambúðar.
  2. Þ.s. Rússar hafa hertekið kola-lög sem Úkraína áður notaði, er það að valda svissun Úkraínu frá -- kola-orku, yfir í kjarnorku.

 

Varðandi hráefnavinnslu innan Úkraínu!
Mun það augljóslega taka einhvern tíma fyrir slíka vinnslu að hefjast.
Hinn bóginn, er vinnsla miklu mun auðveldari í Úkraínu, en t.d. Grænlandi

  1. Úkraina hefur ca. 40 millj. íbúa, Grænland hefur ca. 50þ. Vinnuafl m.ö.o.
  2. Úkraína er ekki þakið jöklum að stærstum hluta.
  3. Né, er loftslag þar heimskauta-lofslag með brjálæðislegum frostum um vetur.
  4. Þar fyrir utan, eru umtalverðir innviðir í Úkraínu, meðan nánast engir eru til staðar í Grænlandi.

Erfiðleika-stigið þar með tafir - í tengslum við undirbúning verkefna.
Er þar með að sjálfsögðu, miklu muna minni. Þar með, miklu minni kostnaður að hefja vinnslu.
--Samt líða örugglega einhver ár, áður en nettó tekjur fara að skila sér.

  • Á meðan, hafa Bandar. vart annað val en að, tryggja að Úkraína geti varið sig.
  • Annars hefur þetta samkomulag lítinn tilgang.

 

Niðurstaða
Mig grunar að spá mín frá sl. árslokum, að Trump styðji Úkraínu áfram -- sé að rætast.
Það virkilega hefur verið opin spurning, hvort Trump mundi hætta stuðningi jafnvel.
Mitt mat á orðum Trumps, var það, að honum væri alvara með að tryggja Úkraínu.
En samtímis, væri honum einnig alvara um -- friðar-tilraunina.
Hinn bóginn, var ég afar skeptískur - að honum mundi takast að semja um frið.
Vegna ginnungs-gap yfir til afstöðu Pútíns, enn heimtar að Rússland stjórni Úkraínu.
Trump greinilega hefur ekki tekist að fá Pútín ofan af þeim kröfum.
Þ.s. sú afstaða er þá ekki samrímanleg við afstöðu Trumps þegar fram komin.
Blasir greinilega líklega þegar við, samningar nást ekki - enginn friður!

  • Þá getur spá mín um framhald stríðs a.m.k. 2 viðbótar ár, klárlega ræst.

Trump vill afla Bandar. frekari hráefna-auðlynda. Ég ætla gera ráð fyrir.
Að það þíði, er samningar greinilega mistakast við Rússa, að Bandar.stj. hafi ekki val um annað þar af leiðandi, að aðstoða Úkraínu við -- vörn Úkraínu, m.ö.o. hernaðarstuðningur áfram.

 

Kv.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur
  • Dollar karfa verdfall

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 87
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 467
  • Frá upphafi: 865866

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 427
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband