Aðferðafræði Donalds Trumps við gerð listans -- sjá að neðan!
Virðist hafa verið hlægilega einföld!
- Engin rannsókn af nokkru tagi virðist liggja að baki.
- Verðmæti áætlaðs viðskipta-halla hvers lands í US Dollars er upphafs punkturinn.
- Deilt er síðan í þá tölu - með heildar-dollaraverðmæti innflutnings til Bandaríkjanna frá viðkomandi landi.
- M.ö.o. klassískur prósentu-reikningur af einfaldasta tagi. Síðan er deilt í niðurstöðuna með tölunni: 2.
- Að lokum, er stærðin sem reiknast -- námunduð upp eða niður í næstu heilu tölu.
Fullt af aðilum hafa staðfest, með eigin reikningi, þetta var aðferðin!
Sömu tölur fást greinilega fram og sjást að neðan, slatti af fólki staðfest svo sé!
Mynd af lista Donalds Trumps!
Restin af lista Donalds Trumps!
Einungis degi áður birti Financial Times áhugaverða greiningu!
How a $1.4tn Trump trade war could unfold
Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!
- Líkanið gerir ráð fyrir að -- Donald Trump leggi 25% toll á öll lönd.
- Öll lönd svari á móti með -- 25% tolli.
Þetta var ekki endilega talin sennileg sviðsmynd.
Málið er að hún er ekki neitt að ráði minna -extreme- en aðgerð Donalds Trump!
- Þ.s. gerir módelið áhugavert -- er áætlunin á skiptingu tjóns.
- Eins og sést -- eru Bandar. metin skv. módelinu: Með 3ja mesta tjónið.
Þ.s. þarf að hafa í huga:
- Bandaríkin eru ekki nema rétt rúmlega: 20% af heildarhagkerfis heimsins.
- Heildar-vöruviðskipti Bandaríkjanna: ca. 8% heildarvöruskiðskipta.
- Ef þjónustu-viðskiptum er bætt við: ca. 12% heildar-heimsviðskipta.
Af hverju eru -- viðskipti Bandaríkjanna svo smá miðað við stærð hagkerfis Bandaríkanna?
Það er vegna þess, að Bandaríkin eru -- með tiltölulega lágt hlutfall heildar-viðskipta sinna, út fyrir landsteina -- meir en helmingur allra viðskipta Bandaríkjanna, eru innan Bandaríkjanna.
- En það þíðir - einmitt það: í alþjóðasamhengi viðskiptalega.
- Eru Bandaríkin - einfaldlega ekki lengur drottnandi veldið.
Alþjóðaviðskiptakerfið er í dag -- multipolar.
Bandaríkin eru einfaldlega -- eitt stóru aðilanna.
--Ekki stóri aðilinn.
Þess vegna veldur þetta stóra viðskiptatjón Bandaríkjanna - áætlað ofan.
--Einungis 2,5% hagkerfis-samdrætti þar.
- Hinn bóginn þíðir það einnig, heimurinn getur algerlega höndlað - kúplun frá Bandaríkjunum.
- Það er verulega sennileg afleiðing aðgerða Donalds Trumps.
Að lönd, einfaldlega dragi úr viðskiptum við Bandaríkin.
Svissi yfir á önnur stór hagkerfi.
--Með því, samtímis lágmarka þau einnig sitt efnahagstjón.
Tjón Bandaríkjanna verður meira - í sviðsmynd þ.s. mörg lönd beita Bandaríkin hefndartollum.
- Vegna þess, ef Bandaríkin eru samtímis í viðskiptastríði við öll önnur stór viðskiptaveldi.
- Þá geta þau ekki lágmarkað sitt efnahagstjón, með því að kúpla á aðra viðskiptaðila.
Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!
- Áfram með líkanið -- takið eftir að áætluð er: 5,5% verðbólga.
- Það er viðbótar-verðbólga ofan á verðbólgu fyrir: 7,5% ef fyrir er 2% bólga.
Áhugavert að verðbólguáhrif eru metin stærri innan Bandaríkjanna, en Kanada og Mexíkó.
- Höfum í huga, þegar Bandaríkin leggja tolla á mörg lönd.
- Þá eru verðbólguáhrif -- per sérhvert tollað land.
M.ö.o. því stærra hlutfall innflutnings sem er tollaður -- því stærri verðbólgu-áhrif.
- Þ.s. Trump ákvað að tolla öll lönd -- 10% að lágmarki.
- Helstu viðskiptalönd -- töluvert meira en það.
Er á tæru að verðbólguáhrif eru töluverð!
Myndin að ofan getur veitt einhverja hugmynd um sennilegt umfang þeirra áhrifa.
Samdráttaráhrif á bandarískt efnahagslíf eiga einnig eftir að reynast umtalsverð.
--Hvort 2,5 samdráttur af landsframleiðslu verða áhrifin, kemur í ljós.
Ég tel nú afar líklegt að Bandaríkin verði komin í kreppu fyrir árslok!
Niðurstaða
Mín tilfinning er að Trump skilji ekki haus né sporð á - hvernig opin hagkerfi virka.
Krafan um 0% viðskiptahalla - virðist mér einfaldlega ekki framkvæmanleg.
- Við erum að tala um -- frjáls hagkerfi, þ.s. fyrirtæki taka sínar ákvarðanir án þess að spyrja yfirvöld fyrst hvort þau mega.
- Samtímis, að einstaklingar einnig -- kaupa þ.s. þeir vilja, hvaðan sem þeir ákveða að panta þá vöru -- algerlega einnig án þess, að spyrja fyrst ríkið hvort þeir mega.
M.ö.o. ég skil ekki hvernig það ætti yfirleitt vera hægt að - tryggja fullkomið - 0.
Án þess að taka upp -- fullkomna beina stjórnun allra hagkerfa af stjórnvöldum.
--Þannig, að alltaf þurfi leyfi fyrir öllu.
--Það væri eina mögulega leiðin til að tryggja, að alltaf væri slíkt jafnvægi.
Hinn bóginn væri fyrirkomulagið óskaplega óskilvirkt.
Mundi lækka lífskjör alls staðar gríðarlega.
M.ö.o. er krafan sem er grunnur ákvörðunar Trumps -- um núll stöðu.
Einfaldlega bandbrjálað kjaftæði.
--Hann gæti allt eins krafist þess, að Tunglinu verði breitt í ost.
Það sé einfaldlega ekki hægt að þvinga fram hið fullomlega ómögulega.
Fólk einfaldlega starir á vitleysuna sem vellur úr Trumpinum, með forundran.
--Einfaldlega hvert einasta atriði í ræðu hans og röksemdafærslu, var bull og kjaftæði.
En hann greinilega trúir því. Sem klárlega er alvarlegt mál.
Ég reikna með því að - brjálæði Trumps leiði til kreppu í Bandaríkjunum.
Þannig að bandarískir kjósendur muni snúa baki við ríkisstjórn landsins.
- Þeir sneru við Trump, 2020 - vegna COVID kreppunnar.
Trump kennt um burtséð frá sanngyrni. - Þeir sneru baki við Biden, 2024 - vegna upplyfunar að efnahagur Bandar. hafi verið betri þrátt fyrir allt undir Trump.
Vegna þess að Bandaríkjamenn refsa stjórnvöldum -- fyrir, ef þeir verða óánægðir með stöðu mála. Geri ég ráð fyrir að þeir geri það -- næst þegar kosið verður.
--Þ.s. Trump getur þá ekki boðið sig fram, bitnaði það á flokknum og næsta málsvara hans.
Þ.s. Trump raunverulega býr þessa kreppu til - getur hann ekki vísað á nokkurn annan sökudólg.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 151
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 201
- Frá upphafi: 863838
Annað
- Innlit í dag: 144
- Innlit sl. viku: 191
- Gestir í dag: 140
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning