Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - samtímis hafa viðræður Trumps við Pútín, engum árangri skilað! Heldur stríðið áfram með áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna?

31.12. sl. skrifaði ég síðast um Úkraínustríð. Þ.s. langt er liðið.
Geri ég sambærilegan samanburð, í þetta sinn milli korta frá 31.12. við stöðuna ca. nú!
--Megin-breytingin er nýlegt hrun á vörnum Úkraínu í Kursk héraði.

Heildarstaða Úkraínuhers er fyrst og fremst lakari.
Vegna taps svæða Úkraínu innan -- Kursk héraðs.
Að öðru leiti, er staðan í tilvikum skárri fyrir Úkraínu en um töluverðan tíma.

Heimildir: Russian Offensive Campaign Assessment, March 22, 2025.

30.12. var þetta staðan í Kurks héraði!

Þá héldu Úkraínumenn enn -- ca. helmingi þess lands þeir tóku í snöggu áhlaupi áður.
Fyrir örfáum vikum síðan -- varð snöggt hrun í varnarlínu Úkraínu.
Það hrun varð akkúrat sömu viku -- og Trump tímabundið lokaði fyrir alla aðstoð við Úkraínu.
--Margir hafa velt því fyrir sér, að það virðist hafa farið saman.

Eins og sést hefur Rússlandsher náð nærri öllu því Úkraínumenn náð höfðu!

  1. Það vekur spurningar, af hverju hrunið varð -- sömu vikuna og Trump lokaði tímabundið fyrir aðstoð Bandar. við Úkraínu-her.
  2. Þ.s. ekki gat munað svo hratt um vopnasendingar -- hlýtur það hafa verið; stöðugt eftirlit PENTAGON með aðgerðum Rússlandshers - að Úkraínuher hafði beint aðgengi að þeim leynigögnum, og þannið aðvörun fyrirfram um allar hreyfingar Rússa-hers.

Þegar þú veist um allar hreyfingar óvinarins - þá getur viðkomandi stöðugt hreyft varnirnar til að stoppa þær hreyfingar. Rússar voru með ca. 70þ. þ.e. ca. 50þ. + 20þ. frá Norður-Kóreu.
Með mun fámennara varnarlið, eðlilega þurftu Úkraínumenn, alltaf að vera rétt staðsettir.
Varnirnar gátu greinilega bilað hratt, ef aðvörun barst ekki í tíma um nýja hreyfingu.
-----------
Þetta líklega segir okkur sögu um gríðarlegt verðmæti þeirra leyniupplýsinga.
Sem Úkraína hefur fullt aðgengi að. En einungis svo lengir sem Bandar. heimila aðganginn.

  • A.m.k. hefur það kennt Zelensky þá lexíu, aldrei rífast við Trump.
  • Ef Trump móðgast, hefnir hann sínn -- alltaf.

Þetta var líklega dýr lexía.

 

Donetsk víglínan 30.12 sl.

Donetsk víglínan 22.3 sl


Virðist hafa hægt mjög verulega á sókn Rússa á þessu svæði -- sl. 4 mánuði.
Kortin segja þá sögu sem segja þarf þar um.

  • Af hverju hefur hægt á sókn Rússa er þó önnur saga.
  • Einn möguleiki er stöðugt vaxandi dróna-hernaður Úkraínu.

Ég hef heyrt að sprengju-drónar séu orðnir í dag, stærra vandamál fyrir Rússa.
En hefðbundin vopn Úkraínumann, þó þau séu enn -- dauðleg sem fyrr.

  1. Dróna-framleiðsla Úkraínu hefur farið gríðarlega hratt vaxandi.
  2. Mér skilst, Úkraínustjórn sé til að bjóða hverjum sem er -- greiðslu, fyrir að hefja drónaframleiðslu.
  3. Útkoman er, að gríðarlegur fjöldi sjálfstæðra aðila hefur hafið slíka -- sem einnig þíðir, að þróunin í dróna-tækni er gríðarlega hröð.
  4. Þar fyrir utan, er vitað að -- PENTAGON setti peninga í startup drónaframleiðslu í upphafi.

Stríðið hefur þróast í nokkurs konar tilrauna-stofu fyrir framtíðar-hernað.
Algerlega án vafa, að PENTAGON er að læra mjög mikið um beitingu dróna.
Meðan PENTAGON horfir yfir axlir Úkraínu.
-----------
M.ö.o. er alveg hugsanlegt að - kill ratio - sem Úkraínumenn valda Rússum.
Hafi nýlega náð þeim hæðum - að burtséð frá því hve harðir yfirmenn Rússa eru.
Sé það hátt hlutfall Rússa er ryðjast fram drepnir, að sóknin er komin í vanda!

 

Luhansk hérað 30.12 sl.

Luhansk svæðið 22.3 sl.

Aftur eru hreyfingar litlar milli mánaða!
Styrkir ályktanir þær að -- verulega hafi hægt á Rússum.
Sannarlega gera Rússar enn árásir, og tapa því liði.
Einfaldlega að, þær virðast ekki ná sama árangri þessa stundina, og á sl. ári.

  • M.o.ö. getur það virkilega verið svo, að dróna-framleiðsla Úkraínu.
  • Sé farin að hafa umtalsverð áhrif á það að styrkja varnir Úkraínuhers.

Sprengju-drónar er sveima yfir tugþúsundum saman. Eru eins og viðbótar stórskotalið, ofan á hið hefðbundna stórskota-lið. Vaxandi vísbendingar þess sókn Rússa sé í nýjum vanda.
--Að stríðið hafi breyst eina ferðina enn.

 

Niðurstaða
Margt bendi til að Rússar hafi í Kursk, hafi náð að koma vörnum Úkraínu á óvart. Þá fáu daga sem Úkraína -- fékk ekki aðgengi að leyni-upplýsingum frá Pentagon.
Fyrir utan velheppnaða snögga skyndisókn Rússa í Kursk.
Virðist saga Úkraínustríðs þessa stundina benda til -- nýrrar pattstöðu.
Ástæða þess virðist að fjöldi dróna sveimandi yfir bardagavellinum.
Hafi líklega náð krítískum þröskuldi, að auka - kill ratio - Rússahers.
Það skipti engu máli hversu harðir yfirmenn Rússa eru.
Ef það hátt hlutfall hermanna er drepið áður en þeir ná víglínu andstæðings.
Þá koðnar sókn niður burtséð frá þeirra grimmd.

Varðandi samnings-tilburði Trumps.
Væri það afar kaldhæðið, þegar Úkraínu-stríð hefur náð nýjum þröskuld.
Þ.s. Úkraínumenn virðast nálgast þann punkt að stöðva sókn Rússa.
Að ef Trump semur við Rússa um umtalsverðar eftirgjafir af Úkraínsku landi.

  • Hinn bóginn, aukast þá einnig líkur þess að Úkraína - hafni samkomlagi.
  • Úkraínumenn, geri ég ráð fyrir að með mun diplómatískari hætti en Zelensky auðsýndi á mjög misheppnuðum fundi með Vance og Donald Trump, tjái könum sína afstöðu.

Enn virðist Trump forseti vilja gera viðskipti við Úkraínu um hráefni í jörðu.
Sem skapar Úkraínu að sjálfsögðu - samningsgrundvöll gagnvart Bandaríkjamönnum.

Evrópumenn tóku eftir þeim vanda sem Trump í nokkra daga bjó til, með lokun á aðgengi að leyni-upplýsingum. Evrópa er að undirbúa einhvera konar - Plan B. Ef Trump gerir það aftur.

Þó svo hægt sé að færa gerfihnetti til á sporbaugum. Kaupa aðgengi frá fyrirtækjum sem eiga gerfihnetti - sem ekki eru bandarísk. Þá yrði samt gæðamunur á þeim upplýsingum.
--Þó einnig verið geti, að nákvæmni þeirra gerfinatta samt dugi Úkraínumönnum.

  1. Samt sem áður, ætti það að styrka greinilega samningsstöðu Úkraínu.
  2. Ef það virkilega stefni í að sókn Rússa sé stöðvuð.

En miðað við hve mikið virðist almennt hafa hægt aftur á henni.
Er það a.m.k. ekki út í hött -- að gríðarlega útbreiddur drónahernaður.
--Sé nærri þeim þröskuld að ná fram þeim grundvallar-árangri.
-------------

Hinn bóginn er alls ekki loku fyrir skotið að útkoman verði milli Bandaríkjamanna og Úkraínu, ég lagði fram þann 5.2. sl: Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!.

Ég er algerlega á því að Úkraína geti enn haft fullan sigur á Rússlandi.
Sú útkoma á hinn bóginn sé á valdi Bandaríkjanna - m.ö.o. Donalds Trumps í dag.
Evrópa á hinn bóginn, ein með Úkraínu, gæti líklega ekki gert betur en að viðhalda Úkraínuher í varnarstöðu.

Kv.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 30
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 863601

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband