9.3.2025 | 20:13
Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir halda - ef marka má áhugaverða greiningu hagfræðings er birt var í Financial Times um helgina!
Ég ætla að leyfa mér að birta þau gögn hér á síðunni.
Hagræðingurinn er, Tej Parikh -- áður aðalhagræðingur Fitch-Rating.
Svo ljóst sé að ekki er um einhvern aula-hagræðing að ræða!
The US economy is heading for recession
Tej Parikh tekur svo djúpt í árinni að kreppa sé framundan líklega.
Bendi fólki að stara á endana á grafinu!
Skv. grafinu:
- Eru verðbólguvæntingar á uppleið.
- Væntingar neytenda um magn neyslu í nk. framtíð á leið niður.
- Væntingar eru einnig á uppleið um, umfang atvinnuleysis.
Sterkar líkur að stefna Trumps sé að skapa þær sveiflur í væntingum.
Hafið í huga -- Trump hefur ekki enn, sett á nema hluta þeirra tolla hann hefur lofað.
Tollar hafa ekki enn verið settir á Mexíkó - Kanada eða Evrópu.
- Þ.s. fólk er væntanlega að gera.
- Að bregðast við því nú þegar!
Sem það heldur að Trump muni gera!
----------
Höfum í huga, það veit einungis þ.s. Trump hefur talað um nú þegar.
Reikna með margir reikni nú þegar með tollum á Evrópu - Kanada og Mexíkó.
Sé því nú þegar að gera tilraun til að - sjá út hvernig það þarf að bregðast við þeim útkomum.
- Sem sagt, jafnvel þó að -- tollarnir séu ekki komnir fram.
Sé fólk byrjað að bregðast við þeim.
Vegna þess, að flestir líklega hallast nú að því, að af þeim verði.
Öfugt því Trump staðhæfir - eru tollar samdráttar-aukandi.
Þeir búa ekki til aukinn auð.
Grafið sýnir minnkun hafna við upphaf 2025!
- Samdráttur er hafinn í pöntunum til iðnfyrirtækja í Bandaríkjunum.
- Væntanlega tengt, væntingum um samdrátt í neyslu.
Líkur eru, minnkun pantana - bendi til þess að viðskipta-aðilar þeirra.
Reikni nú þegar með -- neyslusamdrætti framundan.
M.ö.o. í því felist spá þeirra aðila um, minnkun hagvaxtar á þessu ári sbr. v. sl. ár.
--Það er ekki endilega, kreppu-spá.
Grafið virðist sýna fyrirtæki ætli að hægja eða fresta fjárfestingum!
Takið eftir að línunni við endann á grafinu er markar upphaf þessa árs!
Fyrstu vísbendingar þess fyrirtæki ætli að draga úr fjárfestingum fram komnar.
Myndin birtir 2 áhugaverð gröf - ath. minnkun umsvifa ríkisins skapar einnig samdrátt!
- OK - uppsögn starfsmanna hjá ríkinu, sannarlega sparar ríkis-útgjöld.
- Hinn bóginn - er það einnig samdráttar-aukandi aðgerð.
Þeir starfsmenn tapa tekjum - þeirra neysla minnkar, o.s.frv.
- Áhugavert að sjá, mun meiri aukning hefur verið í störfum - sem erlendir ríkisborgarar hafa sókt í, en í störfum sem bandarískis ríkisborgarar hafa sókt í.
Sjálfsagt mun einhver kalla það sönnun þess - kvörtun sú erlendir taki störf af bandar. borgurum sé rétt.
--Hinn bóginn grunar mig, að það sýni að -- mest fjölgun hafi verið í láglauna-störfum.
--Sem ríkis-borgarar síður vilja.
Frekar en að það sé sennilegt, að innlendir geti ekki fengið þau störf ef þeir vilja þau.
- OK, sumir segja -- lausnin sé að hækka launin til mikilla mun í þeim störfum, svo innlendir sækist eftir þeim.
- Hinn bóginn -- er engin leið að forða því, það mundi skapa verðbólgu.
Það sem líklega hækkaði við slíka aðgerð:
--Matvælaverð.
--Húsnæðisverð, þar með leiguverð.
--Þjónusta, dýrari veitingar, dýrari hótel og margt flr.
Það er ekki út í bláinn -- að fólk er farið að reikna með hærri verðbólgu í Bandaríkjunum
Ef Trump rekur 10-12 millj. manns úr landi -- hvernig sem hann fær önnur lönd til að taka við þeim. Blasir reynd ekki við mér. En þ.e. ekki augljóst að - senda liðið annað virki.
- Sbr. útskýringu rétt að ofan, demba líklega miklar kostnaðar-hækkanir af margvíslegu tagi yfir Bandaríkjamenn -- matvæli, húsnæði þar með leiga, og þjónusta hvers konar.
- Það er alveg fyrir utan, tolla-stefnu Trumps.
Er einnig óhjákvæmilega skapar kostnaðarhækkanir fyrir almenning.
Þ.s. neysla er mun meir en helmingur heildarumfangs bandar. hagkerfisins.
Þá er langt í frá út í bláinn -- að nefna möguleikann á, kreppu.
Þar fyrir utan eru viðbótar-efnahagslegar-ógnanir!
"Serious delinquencies on credit card balances hit a 13-year high at the end of last year"
Ekki verið meiri fj. fólks í vanda með kredidkorta-greiðslur í 13 ár.
Tek fram, að Biden var enn þarna við völd. Ekki hægt að kenna Trump um það.
- Hinn bóginn, eykur þetta hættuna við samdráttar-aukandi aðgerðir Trumps.
- Að almenningur er tiltölulega skuldum vafinn - þíði þá auðvitað, að allt þ.s. eykur kostnað almennings, er þá -- meir áhættusamt en ella.
Vegna skuldsetningar almennings!
--Magnast þar af leiðandi líklega samdráttar-aukandi áhrif.
--Þeirrar viðbótar-verðbólgu, sem Trump skapar!
Ath. Trump ber ekki ábyrgð á þeirri skuldsetningu.
Ath. Samt, burtséð frá því, magnar það þá efnahags-ógn þá er stefna Trumps skapar.
Vegma skuldsetningar almennings!
--Magnast einnig upp samdráttar-aukandi áhrif.
--Tollastefnu Trumps.
- Eins og ég sagði: Allt þ.s. eykur kostnað almennings.
- Er áhættu-samara, af völdum þeirrar skuldsetningar.
Það getur þítt, margir hagfræðingar vanmeti neikvæð efnahags-áhrif aðgerða Trumps.
Vinstra megin sýnir bandaríska verðbréfamarkaðinn nærri sögulegu hámarki.
Hægra megin sýnir að almenningur í Bandar. er viðkvæmur fyrir lækkunum þar!
- Áhugeverðari er myndin hægra megin -- en skv. því ef verður verulegt verðbréfa-fall, þá verður tjón almennings meira en nokkru sinni.
- Vegna þess, að aldrei hefur verðbréfa-eign verið útbreiddari.
Það getur þítt, að stórt verðfall - hefði einnig samdráttar-áhrif, með því að skapa eigna-fall hjá almenningi.
M.ö.o. ekki lengur þannig, bara þeir ríku tapi á slíku.
Niðurstaða
Flestir hagfræðingar spá nú minnkun hagvaxtar í Bandaríkjunum, auk þess að spá ívið hærri verðbólgu, en þeir sömu hagfræðingar spáðu fyrir nokkrum mánuðum.
Enn virðast flestir þeirra halda, að Seðlabanki Bandar. muni lækka vexti frekar.
--Hinn bóginn, grunar mig persónulega ekkert verði af því.
--Jafnvel að, vaxtahækkunar-ferli hefjist aftur.
Möguleiki er á að Bandaríkin lendi í því er nefnist: Stagflation.
M.ö.o. verðbólga rjúki upp, samtímis dynji það mikið af samdráttar-áhrifum yfir, að hagkerfið detti annaðhvort niður í afar lágan hagvöxt, eða jafnvel kreepu.
Mig grunar að -- kreppu-ógn sé meiri en marga grunar.
Það sé vegna mikillar skuldsetningar innan hagkerfisns.
--Almenningur sem og fyrirtæki.
En slík staða, magnar upp samdráttar-áhrif.
Af sérhverju því, sem minnkar nettó tekjur - hvort er fyrirtækja eða almennings.
- Þegar Trump hélt sigurræðu - er sigur hans varð ljós, sagði hann: Allt verður gott.
- Vegna hástemmdra loforða, voru miklar væntingar frá almenningi til hans.
Hann lofaði beinlínis að lækka verðbólgu. En meira segja hann viðurkennir nú, hún mun hækka.
Hann lofaði beinlínis -- gullöld.
Auðvitað var fyrirfram ljóst hann gæti aldrei staðið við slíkar hástemmdar yfirlýsingar.
Samt grunar mig, að lífskjara-samdráttur muni líklega leiða til minnkandi vinsælda.
Þeir kjósendur er kusu hann út á loforð um betri tíð, sannarlega geta fljótlega talið sig svikna.
- Spurning hvaða áhrif það hefur, þegar dregur úr vinsældum hans?
Ekki er fyrirfram ljóst, hve stór áhrif það hefur.
En óánægður almenningur á það til að mótmæla jafnvel harkalega í öðrum löndum.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 27
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 882
- Frá upphafi: 861995
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 784
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning