Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!

Financial Times vann afar áhugaverða greiningu á Trump-Coin.
Þeir niðurhöluðu lýsingu á hverri einustu færslu, er átti sér stað.
Þ.s. Trump-Coin er gefinn út í opnu kerfi, er þetta mögulegt.
Með því gátu þeir séð söluverð vs. kaupverð allra færslna.
--Sem þíðir, að unnt er að tölvugreina gögnin, og reikna út líklegan hagnað!

Donald Trump’s crypto project netted $350mn from presidential memecoin

Ég held við getum gert ráð fyrir að Donald Trump hafi halað þennan gróða inn.
En tæknilega er Trump-Coin í eigu rekstrarfyrirtækis, er skapar mögulegt svokallað -deniability- fyrir Trump.
--En þ.s. Trump hefur ekki mótmælt Trump-Coin fram til þessa, verður maður að gera ráð fyrir, að hann sé raunverulega þarna að baki.

Kerfið var örugglega sett þannig upp, að Trump var fyrsti kaupandi!
Keypti því á verði frá minna en 1$ upp í ca. 1,8$.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204408.jpg

  • 1. útgáfa Trump-Coin, er 200mn. Trump-Coins.
    Tæknilega voru búnir til, 1bn. Trump-Coin.
  • 2. Ef marka má síðu er haldið er uppi um Trump-Coin.
    Verða þessir 1bn. Trump-Coin, gefnir út í 200mn. slöttum.

Grunar þó, hagnaður verði líklega minni - í seinni útgáfum.

  1. Málið er að þegar Trump -- tekur út sinn hagnað, með stórri sölu.
  2. Þá hafa augljóslega margir staðið eftir með sárt ennið, vegna fjárhagslegs taps.

Slíkt vanalega dregur úr áhuga!

Myndin sýnir Dollara-andvirði púlíunnar, áður en Trump tekur út 350mn.$.
Eins og sjá má, fellur verðið harkalega - margir hafa tapað fé augljóslega!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250307_204420.jpg

While the value of $TRUMP soared to a high of $75 a token, FT analysis shows the first 100mn tokens were sold before the price reached $1.05.

  1. Þegar Trump byrjar að selja -- er verðið 75$ per Trump-Coin.
  2. Hann nær að selja 100mn. Trump-Coin, áður en verðið fellur niður fyrir 1,05.$.

Hver hagnaður er -- er síðan reikningsdæmi, ég efa ekki að sérfræðingar FT kunni.
Upphæðin, hagnaður upp á 350mn.$. sé örugglega rétt tala!

 

Niðurstaða
Ég ætla ekki að fella neitt mat á það hvort þetta sé -ethical- eða ekki.
Fólk má hafa sína skoðun á því og tjá hana eins og það vill.

  1. Hinn bóginn, grunar mig mjög sterkt að margir þeirra er töpuðu fé er Trump seldi sína 100mn. Trump-Coin, hafi verið Trump-fanar.
  2. Trump, hafi því eins og sagt er á ensku -- fleeced them. Á Íslensku, rúið þá.

Ég get ímyndað mér, að hópur Trump-fana er átti Trump-Coin, er snar féll í verði eftir þeirra persónulegu kaup -- geti verið sárir fyrir, peninga-tapinu.
Kannsi missir Trump einhverja -- stuðningsmenn út af þessu.
--Trump virðist hafa auglýst Trump-Coin á samfélagsmiðlum þ.s. Trump-fanar eru til staðar.
Mjög sennilegt að, hugmyndin að kaupa Trump-Coin, hafi slegið í gegn.

Þannig, að afar líklegt sé að megin-þorri þeirra sem Trump - rúði - hafi verið Trump-fanar.

  • Nú er ég forvitinn að vita -- hvort einhver Trump-fan, sé til að tjá sig um þetta?
  • Keyptu þeir, Trump-Coin?
  • Töpuðu þeir fé?

Eru þeir þar af leiðandi, hugsanlega reiðir Trump? Eða, jafnvel alls ekki?

 

Kv.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Gott að sjá að þú sért komin aftur Einar hef nefnilega ekki séð neitt frá þér í 3. vikur svona eiginlega frá því að fjárútlát USAID voru stöðvuð! Fylgist nefnilega vel með þér hérna á blogginu enda mikið í þetta lagt hjá þér og yfirleitt rætist úr því sem þú spáir enda ert með góðar staðreyndir þér til halds og trausts og góða innsýn hvernig alþjóðamálin virka. Get ekkert sagt um þetta Trump Coin er ekkert inn í þessu crypto nema þá að ég horfi á þetta allt sem ponzi scheme. Þessir fáu sem kunna á kerfið græða meðan meirihlutinn tapar svona eins og á Íslandi. :)

Þröstur R., 8.3.2025 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250307 204420
  • 20250307 204408
  • Úkraína mynd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 52
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 817
  • Frá upphafi: 861868

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 673
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband