Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!

Staðan í stríðinu við árslok er sú:

  • Rússland hefur hernumið ca. 3400 ferkílómetra lands, sl. 12 mánuði.

Sem er ca. 2-falt það land Rússland tók, 2023.
Hinn bóginn, eru enn milli 7 og 8 þúsund ferkílómetrar eftir af Donetsk héraði.
Sóknarhraði Rússa hefur skv. því verið ca. 2-falt meiri en árið á undan!
Á Vuhledar svæðinu, var sóknarhraði Rússa ca. 3-faldur fyrstu 2 mánuðina eftir fall Vuhledar.
Sú víglína hefur verið erfiðasta víglína Úkraínuhers, síðan Vuhledar féll.

  1. Hinn bóginn eru sögur um, hrun, íkjukenndar.
  2. Árétta, að talið er að mannfall Rússa í Nóvember 2024 hafi verið 45þús. fallnir og særðir.

Nóvember er talinn mánuðurinn þ.s. mannfall Rússa náði hámarki.
Sl. 6 mánuði, hefur meðalmannfall Rússa verið áætlað:

  • 100þ. fallnir og særðir meðtali hverja 3 mánuði.
  • m.ö.o. 200þ. sl. 6 mánuði.

Heildarmannfall Rússa 2024 er líklega yfir 300.000 föllnum og særðum.
M.o.ö. hafa Rússar náð fram 2-földum sóknarhraða, með gríðarlegu mannfalli.
Mesta mannfalli stríðsins alls hingað til.
--Heildarmannfall Rússa frá Febr. 2022 metið, 700þ. fallnir og særðir af PENTAGON.

  1. Sagan sem þetta segir, er að -- Úkraínuher verjist af gríðarlegri hörku.
  2. Að hver einasti ferkílómetri lands sem Rússar taka, kosti heilu tjarnirnar af blóði.

Augljóst skv. þessu, að -- Úkraínuher er ekki á barmi hruns.
Né er að sjá merki þess að hruns þess hers sé augljóslega yfirvofandi.
Sannarlega er Úkraínuher undir gríðarlegum þrýstingi.
Hinn bóginn, er ekki sem að -- Rússaher hafi ekki beðið mikið tjón á móti.

Varðandi hrun: Sáum við dæmi um slíkt. Þegar Sýrlandsstjórn féll á ca. 12 dögum.


Luhansk víglínan - 24. Febrúar 2024

Skoðum sömu víglínu í árslok 2024

Eins og sjá má, er meginsókn Rússa, sunnarlega, þó sjá megi eitthvað nart í víglínu Úkraínu norðar, má samt segja að þessi víglína hafi lítið breist að öðru leiti.
--En á svæðinu sunnan þ.s. sjá má sókn Rússa í átt að, Kramatorsk.

Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!

Sama víglína undir lok árs, 2024!

Eins og sést, er nær öll breytingin á víglínum í Úkraínu, í Donetsk.

  • Bardagar um Toretsk hafa staðið nær allt árið, Rússar náð ca. 2/3 af þeim bæ.
    Allt hlýtur þar að vera nú í rjúkandi rúst.
  • Chasiv Yar, stendur enn, eftir heilt ár af bardögum -- Úkraínumenn ráða enn, ca. 3/4 hlutum þess bæjar.
  • Pokrovsk, er enn 100% á valdi Úkraínu, rétt Norðan við stóru deildina í víglínu Úkraínu, framan við Donetsk borg.

Kursk víglínan, undir lok árs 2024

Mánuðir liðnir síðan Rússar hófu gagnsókn á svæðinu -- myndin sýnir mestu útbreiðslu Úkraínuhers í héraðinu, samtímis að sýna hvar áætlað er að víglínan liggi þann 30/12.
Margir töldu að Úkraínumenn yrðu hratt hraktir í burt. Annað hefur komið í ljós.

  1. Hefur Úkraína grætt á innrás í Rússland?
  2. Engin leið að vita með vissu:

    Ég hef heyrt þá hugmynd, að innrásin í Kursk.
    Hafi komið í veg fyrir, að Rússar sjálfir opni nýjar víglínur í Úkraínu.
    M.ö.o. lið sem Rússar hafi ætlað að nýta til slíks.
    Hafi þess í stað verið bundið í bardögum við Úkraínuher, innan Rússlands.

Þessu hefur Zelensky haldið fram: Engin leið að vita hvort þ.e. rétt.

Víglína í Kharkiv héraði þ.s. Rússar gerðu atlögu á fyrri hluta árs, 2024.

  1. Hinn bóginn, hefur Rússland ekki gert neinar nýjar innrásir í Úkraínu!
  2. Síðan Úkraínuher hóf innrás sína í Rússland, í Kursk héraði.

Sem er ekki endilega sönnun þess Zelensky hafi á réttu að standa.
Þó það klárlega mæli ekki gegn þeim möguleika að hann fari með rétt mál.


Eru vopnabirgðir Rússa að klárast?
Við upphaf árs var bent á að -- mikilvægar vopnabirgðir væru minnkaðar ca. um 1/3.
Sjáum hver staða þeirra vopnabirgða er við árslok 2024.

Hlekkur á upplýsingar: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1FnfGcdqah5Et_6wElhiFfoDxEzxczh7AP2ovjEFV010/edit?gid=0#gid=0 ; https://x.com/Jonpy99/status/1870922407625802232. Virkar einungis fyrir þá er hafa Google account.

Upplýsingarnar eru á grunni gerfihnatta-eftirlits:

  • T55...........166 vs. 313: 53%.
  • T62..........1077 vs. 1897: 57%
  • T64...........652 vs. 752: 87%.
  • T72 Ural As...909 vs. 1142: 80%.
  • T72B..........433 vs. 1478: 29%.
  • T80B/V........104 vs. 1455: 7%.
  • T80U/Uds......180 vs. 193: 93%.
  • T90...........112 vs. 0: 0%.
  • Meðtaltals minnkun: 48%.
  • BMP 1/2/3....3668 vs. 6934: 53%.
  • BMD...........242 vs. 602: 40%.
  • Meðtaltal: 52%.
  • BTR 60/70/80...2371 vs. 3673: 65%.
  • MT-LB...........404 vs. 3695: 11%.
  • BTR-50..........40 vs. 119: 34%.
  • BRDM-2s........978 vs. 1314: 74%.
  • MT-LBus........911 vs. 1606: 57%.
  • Meðtaltals minnkun: 45%.
  • Mortars.......2924 vs. 0: 0%.
  • Towed Small...3033 vs. 6067: 50%.
  • Towed Medium..2302 vs. 4776: 48%.
  • Towed Large...845 vs. 2420: 35%.
  • SPG...........2627 vs. 4662: 56%.
  • MLRS...........304 vs. 1518: 20%.
  • Towed AA.......531 vs. 1010: 53%.
  • Meðtaltals minnkun: 41%.

Margir telja að megnið af eldri tækjunum - enn eftir í úti-geymslum.
Séu líklega ónýt. Þó tölur frá gerfihnöttum gefi í skyn fj. slíkra tækja.
--Séu þau ólíkleg að verða tekin til notkunar.

Ástand tækjanna er að sjálfsögðu stóra óvissan:

  1. Þeir sem meta hlutfall þess eftir er, hátt ónýtt.
    Búast við jafnvel að Rússar klári vopnabirgðir mikið til, 2025.
  2. Aðrir, sem leggja varlegra mat á hvert hlutfall ónýts er.
    Telja að Rússar klári megin vopnabirgðir sínar, 2026.

Málið er að allt þetta hefur verið varðveitt fyrir opnu.
Því veðrast - veðrun er af margvíslegu tagi, sbr. ryð, ónýt gúmmí, fastir mótorar og vélar.

  • Þar fyrir utan, nota rússn. herinn líklega útibyrgðirnar sem, varahluta-lager.
    Vegna fj. gamallra tækja enn í notkun, ekki verið framleidd í áratugi.
  • Myndirnar geta ekki metið, fj. þeirra tækja - þ.s. mikilvægir hlutir hafa verið fjarlægðir.

Eigin framleiðsla Rússa á tækjum er óveruleg. 80-90% af skilgreindri framleiðslu Rússa.
--Er skv. staðfestum heimildum, viðgerðir á eldri tækum sem tekin eru til notkunar úr, útigeymslum.

Auðvitað eftir því sem hratið er meira mæli eftir, er sífellt erfiðara að redda nothæfum tækjum.
--Krefst sífellt meiri fyrirhafnar - geri ég ráð fyrir. Þar til að - tilraunir til slíks verða tilgangslitlar.

 

 

Niðurstaða
Ég hef fylgst með Donald Trump síðan hann náði kjöri. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu. Hann ætli að skilja eftir -- sjálfstæða Úkraínu. Hefur einungis boðið - 10 ára tryggingu fyrir engri NATO aðild.

Meðan að, kröfur Rússa eru -- nær fullkomin afvopnun Úkraínu. Og að rússn. stjv. ráði því sem þau vilja ráða í landinu. M.ö.o. krafa þess að Trump afsali algerlega tilkalli til Úkraínu, fyrir hönd Vesturlanda.

Greinilega er gjáin milli hugmynda Trumps það víð. Að samkomulag virðist ósennilegt.
Því, geri ég nú ráð fyrir - áframhaldandi stríði. Það haldi áfram hugsanlega 2 ár til viðbótar.

Ég er á því að úhald Rússlands sé ekki endalaust. Ekki seinna en 2026 sé alvarlegur skortur margra vopnakerfa. Ef maður gefur sér að Trump haldi stuðningnum áfram enn á þeim punkti.

Gæti komið allt annað samnings-tilboð frá Rússlandi seinni part 2026.
---------------
Gleðilegt nýtt ár til allra.

PS: Institute For Study of War: 

  • Áætlar heildar-sóknar-árangur Rússa 2024: 4.200 ferkm. 
    Með því að taka tillit til þess, að Úkraína hefur misst ca. helming yfirráðasvæðis síns í Kharkiv í Rússlandi - síðan Rússlandsher hóf gagnsókn þar fyrir mánuðum síðan.
  • Heildar-sóknar-árangur Rússa innan Úkraínu einnar, enn metinn ca. 3.400 ferkm. sbr. ofan.
  • Úkraínuher staðhæfir nú, heildarmannfall Rússa látnir og særðir, 2024 hafi verið: 420.000.

 

Kv.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningarborðinu
Þegar orkuskorturinn heldur áfram að þrengja að lífskjörum almennigs í evrópu

https://www.bbc.com/news/articles/c4glyjx9m71o

Grímur Kjartansson, 1.1.2025 kl. 10:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur Kjartansson, meir en næg orka annars staðar frá.
Frekar viss að Evrópa samþykkir ekki að vera háð Rússlandi aftur. Eftir allt saman sýndi Pútín Evrópu einmitt fram á galla þess að vera háð Rússlandi. Pútín greinilega taldi, að slíkt mundi hindra Evrópu í því að veita stríðsaðgerð hans andstöðu. Klárlega misreiknaði Pútín sig.
Málið sem þú sérð ekki, er að 6 mánuði inn í stríðið voru 11 millj. Úkraínumanna á faraldsfæti innan Úkraínu. 5 millj. voru þá þegar flúnir til Evrópu. Evrópa bjóst við að 11 milljón manns gætu bæst við.
Það var þessi flóttamanna-flóðbylgja sem Evrópa hefur verið að stoppa með þeirri aðgerð að styðja Úkraínu. Ég skil ekki hvers vegna fólk eins og þér, sér ekki af hverju Evrópa er að þessu.
Bendi á, að Evr. sér stærstum hluta um fjármögnun Úkraínu, meðan Bandar. senda megnið af vopnum. Þ.e. Evr. er hefur fjármagnað -- húsnæði fyrir flóttafólk innan Úkraínu. Í dag hafa þær 11 millj. aftur fasta búsetu.
En það ástand varir ekki lengur -- ef Evrópa og Bandar. yfirgefa Úkraínu. Þá rís óhjákvæmilega sú flóðbylgja aftur.
Þ.e. sá veruleiki að innrás Pútíns - er samtímis hótun um að senda helming Úkraínubúa til Evrópu - er þvingar Evrópu til þeirrar andstöðu sem Evrópa viðhefur.
Vegna þess að þetta snýst um að hindra þá bylgju -- eru engar líkur á að 'orkuverð' knýi Evrópu til uppgjafar. Ef Pútín hinn bóginn, stígur skref til baka - samþykkir þ.s. líklega er krafan í dag, að Rússland samþykki að staðan á vígvellinum verði varanleg landamæri - að restin af Úkraínu - fái að verða hluti af Vesturlöndum. Þá mundi einnig hafa tekist að koma endanlega í veg fyrir þessa flóðbylgju sem ég tala um. Hagsmunir Evrópu eru einmitt þeir að hindra þessa flóðbylgju. Hún verður einungis hindruð, ef Pútin gefur það eftir að -- restin af Úkraínu fái að verða, Vesturlensk. Evrópa hefur ekkert raunverulegt val, því Úkraínubúar munu velja að flytjast búferslum til Evrópu. Sú flóðbylgja yrði greinilega ekki stöðvuð, hún klárlega helltist yfir. Þetta eru mun stærri hagsmunir - en það að orkuverð sé e-h hærra. Þess vegna mun það ekki gerast að orkuverð knýi Evrópu til uppgjafar.
Ég hef þetta allt í huga þegar ég met að stríðið haldi áfram.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.1.2025 kl. 14:56

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð
og mér þykir augljóst að þetta fyrrum hlutlausa ríki sé tilbúið í ansi mikinn kostnað til að tryggja eigið öryggi
og telji að það sé ekki mögulegt nema milli þeirra og Rússlands séu lifandi stuðpúðar

Stríð og verkföll enda með samningum með niðurstöðum sem hlutaðeigendur þurfa að sætta sig við. Helsta vandamálið er að gamall bekkjarfélagi minn segir að Pútin muni ekki virða neina samninga og við vitum að Trump túlkar allt eftir sínu hðfði 

Grímur Kjartansson, 1.1.2025 kl. 17:46

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ

Það sem líklega gerist er að Trump og co hætta bara að fjármagna striðið, skiljandi Evrópu eftir með það vesen.

Evrópa hefur ekkert efni á því... eða Frakkar, Bretar & Þjóðverjar. Enginn annar hefur raunverulegan áhuga á þessu brölti. Svo stríðinu er sjálfhætt á nokkrum mánuðum, jafnvel vikum.

Rússar fá það sem þeir vilja: úkraníu ekki í NATO.  Og allar auðlindir Úkraníu.

Evrópa fær þann hluta Úkraníu sem hefur engar auðlindir, og þarf að borga alla uppbygginguna þar. Sem þeir hafa ekkert efni á, vegan bírókratíu.

Á hinn bóginn, ef Evrópa heldur áfram í stríðinu, þrátt fyrir augljós vanefni, þá er hætt við hungursneitð þar, sem leiðir til byltingar.  Og byltingar eru mjög skemmtilegar.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2025 kl. 19:41

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur Kjartansson, þess vegna mun NATO krefjast trygginga af hálfu Rússa. Að sjálfsögðu vita allir að Rússlandsstj. er ekki unnt að treysta. Einfaldasta form tryggingar -- er NATO aðild. Að Rússl. samþ. - eftir NATO samþ. á móti að Rússar haldi því sem her þeirra heldur - að Úkrína þeir stjórna ekki. Gangi í NATO. M.ö.o. skipting Úkraínu. Ég held að þetta sé rökrétt niðurstaða. Rússar verða líklega nægilega veikir fyrir 2026 til að fallast á þá niðurstöðu. Rússar standa gegn NATO aðild Úkraínu því þeir vita að það þíði að Úkraína verði úr greipum þeirra farin. Það sé eina leiðin til að tryggja að stríðin taki enda. Sé ekki af hverju ástandið yrði minna stöðugt en á öðrum NATO landamærum. Rússar hafa hingað til ekki þorað að ráðast á NATO land. Þetta sé því einfalt -- NATO aðildin tryggi varanlegan frið þarna á milli. Sé því besta lausning. Á tæru að Rússar eru andvígir henni - af þeirri einföldu ástæðu, að þá vita þeir að þeir geta ekki frekað nartað í Úkraínu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.1.2025 kl. 02:14

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum hluta. Skiptingin hafi verið sú - megnið af peningum kemur frá Evrópu -- megnið af vopnum frá Bandar. Vegna þess að vopnaframleiðsla er mun öflugri í Bandr. Trump hefur þvert á móti lofað því -- ef Pútín hafnar samningum. Muni hann halda stuðningi við Úkraínu áfram. Hann lofar að ljúka striðinu. Hann stendur við það loforð -- með því að þvinga Rússland til eftirgjafar með því að viðhalda stuðningi við Úkraínu, þangað til Rússar lúffa. Það sé einungis tímaspurning hvenær það gerist. Mig grunar reyndar að fljótlega það liggur fyrir að Trump -- ætlar ekki að skrúfa fyrir Úkraínu. Í kjölfar þess, hefji Rússar endurskoðun sinnar afstöðu -- jafnvel strax nk. haust. Enda hafi það sennilega verið vonin hjá þeim að Trump skrúfaði fyrir -- þeir hafi viðhaldið sinni hörðu opinberu rússn. afstöðu á grunni þeirrar fullvissu, að hann gerði slíkt. Málið er að aðferðin til að fá Rússa til að gefa eftir - alltaf hefur verið sú að sýna hörku. Meðan þeir fyrirlíta linnsku og eftigjafir -- þó þeir þyggi þær alltaf ef slíkar bjóðast. Með því að sýna ákveðni og styrk, getur Trump innan 2ja ara knúið Rússland -- til stórfelldra eftigjafa. Enda tel ég víst að vopnabirgðir Rússa þverra ekki seinna en seinni helming 2026. Þeir geti einungis haldið stríðinu fram takmarkaðan tíma. Trump -- með hörku getur samtímis staðið við loforð sitt, og einnig tryggt að sjálfstæð Úkraína standi áfram. Og sennilega að auki þvingað Rússa til að sættast á NATO aðild Úkraínu -- mínus þess landsvæðis þeir fá að halda eftir. Takmörkuð skipting landsin fari fram. Megnið af Úkraínu gangi síðan í NATO. Og stríðin á þessu svæði taka enda - og landamærin verða eins stöðug og önnur NATO landamæri við Rússland.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.1.2025 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 928
  • Frá upphafi: 858701

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband