Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður hvaða ríkisstjórn verður mynduð. Hinn bóginn blasir við að til muna auðveldara verður að mynda hægristjórn! Held við fáum, hægristjórn!

Að sjálfsögðu átta ég mig á því að Kristrún fær fyrst keflið frá Forseta Íslands.
Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.
Og, þ.s. atkvæði leka auðveldlega milli hægri flokkar.
Væri afar erfitt fyrir hægri-sinnaðan samstarfsflokk, að gefa eftir af sinni stefnu.

  1. Alveg skýrt á máli Kristrúnar, að - hugmyndir hennar um að loka fjárlagatinu í ríkisfjarmálum, snúast megin hluta til um, skattahækkanir.
  2. Viðreisn, líklegasti hægri flokkurinn í samferð, flokkur með íhaldsama afstöðu til ríkisfjármála og skatta; er ekki líklegur til að samþykkja þær umtalsverðu hækkanir sem Samfylking og Flokkur Fólksins -- líklega þurfa, til að ná fram stefnumálum sínum.

Þorgerður Katrín greinilega í oddaaðstöðu!

Þorgerður Katrín stækkar friðunarsvæði hvala á síðustu dögum  starfsstjórnarinnar - Vísir

Ég held að - stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og FF -- endurtæki líklega farveg ríkistjórnar: Sjálfstæðisflokks, Framsóknarfl. og VG. -- þ.e. stöðugur ágreiningur, langar tafsamar viðræður um öll mál, mjög lengi að taka ákvarðanir.

Meðan að ég held að ágreiningsmál: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.
Séu fá og tiltölulega léttvæg -- þeir flokkar væru fljótir að komast að niðurstöðu sín á milli í skatta- og ríkisfjármálum -- mjög sennilega færu þeir í fjárlaga-niðurskurð.

  • Kristrún fær líklega keflið frá Forseta.
  • Það þíðir ekki að, önnur stjórnarmyndun geti ekki farið fram, samhliða.
    Þ.s. enginn bannar fólki að hittast í heimahúsum, eða einhverjum öðrum húsum.

------------------

Viðreisn hefur 15 þingmenn, út á 20,8% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkur með 14 þingmenn, út á 19,4% atkvæða.
Viðreisn með 11 þingmenn, út á 15,8% atkvæða.
Flokkur Fólksins með 10 þingmenn, og 13,8% atkvæða.
Miðflokkur með 8 þingmenn, og 12,1% atkvæða.
Framsókn 5 þingmenn, út á 7,8% atkvæða.

  • Stjórn: Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Miðflokks: 33 þingmenn.
  • Stjórn: Samfylkingar, Viðreisnar, Flokk Fólksins: 36 þingmenn.

Fljótt á litið virkar stjórnin með 36 þingmenn, starfhæfari: Hinn bóginn, held ég að slík stjórn yrðu stöðugt - klofin af hörðum og erfiðum ágreiningi - hún gæti því átt erfiðar með að ná málum fram. Og hún gæti klofnað á kjörtímabilinu.

Hinn bóginn, held ég að hægri-stjórnin: Gæti verið stjórn nánast án ágreinings.

 

 

Niðurstaða
Ég ætla því að gerast svo grófur að spá -- hægristjórn.
Því það verði mun auðveldar að mynda hana. Þeir flokkar séu miklu mun meira sammála en ósammála. Það sé algerlega öfugt við hugsanlega stjórnarmyndun -- Samfylkingar. Því - eiginleg vinstri-stjórn er ómöguleg - því þarf alltaf að vera, hægri-flokkur með í för.
Hafandi í huga að meginlínur FF og Samfylkingar: Eru skattahækkanir og útgjaldahækkanir.
--Þá blasir við mér slík stefnugjá milli hugsanlegra hægri-flokkar, burtséð frá því hvort það sé Viðreisn eða Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur.

Að slík stjórn væri líklega svo erfið í innra samstarfi, hún væri líklega nærri ósamstarfshæf.
Viðreisn hefur getað fylgst með samstarfs-örðugleikum: VG, Sjálfstæðisfl. og Framsóknar.
Að hafa horft á slíkt utan frá, ætti að vera næg aðvörun til Þorgerðar Katrínar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: Hinn bóginn, getur Samfylking ekki myndað stjórn - án einhvers hægri flokks.

Jú. Viðreisn + FF.  Viðreisn verandi woke glóbalista vinstriflokkur, 8 ára hóru-leigjandi kolefnistrúarmenn; og FF verandi popúlískur vinstriflokkur.  Vtlausir en göfugir.  Ekki góð blanda, það.

XD + Miðflokkur væri betra, stöðugra combo, sennilega það stöðugasta.  Það væri mest hægri blanda sem fengist.  Best fyrir okkur, fólkið.  Best fyrir XD.  XD ætti að leitast eftir þessu, svo þeir missi sem minnst fylgi.

Samfó + viðreisn + XD yrði einhverskonar glóbalista horrorshow.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.12.2024 kl. 20:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Hann myndaðist vegna klofnings í Sjálfstæðisflokki. Kjarninn í honum, eru Sjálfstæðismenn er voru og enn eru hlynntir ESB aðild. Það var aðildarmálið er klauf þarna Sjálfsæðisflokk. Viðreisn sannarlega enn er hægri flokkur. Annað, hvort menn eru hlynntir alþjóðavæðinu - sem greinilega getur ekkert stöðvað - eða andstæðir henni -- hefur ekkert með hægri eða vinstri að gera. Það eru til -- vinstri-menn sem eru henni andvígir. Það eru til -- hægri menn sem eru henni andvígir. Það eru til hægri menn og vinstri menn, sem eru henni hlynntir. Alþjóða-væðingin, m.ö.o. er -- klofnings-ás. Sem klýfur fylkingar hægri og vinstri. Eins og ESB málið, er annar klofningsás, er klýfur vinstri og hægri menn -- í með eða móti hópa ESB. WOKE -- ég hef ekki hugmynd hvað það orð þíðir. Aldrei séð skilgreiningu á því. Hægri-stjórn er möguleg á Íslandi. Getur orðið að veruleika, ef Viðreisn -- misteks að mynda stjórn með, Samfylkingu og FF. Líklega vakir að baki hjá -- Þorgerði, draumurinn um ESB. Það sé líklega hvers vegna Þorgerður er greinilega að gera öfluga tilraun til myndunar -- hægri-yfir til-vinstri stjórnar. Vonast greinilega eftir því að sannfæra FF - sem ekki er aðildarsinnaður flokkur -- um það að styðja aðildar-umsókn. Enn á eftir að koma í ljós, hve langt Þorgerður er til í að ganga í að fórna hægri sinnuðum sjónarmiðum um -- enga skattahækkanir, niðurskurð í ríkisfjármálum; á altari þess að gera líklega tilraun 2 til að koma Íslandi í ESB. En vart annað kemur til greina nú að vaki að baki hjá þorgerði. Ég nenni ekki þessari heimskulegu globalista umræðu -- heimurinn er globalist burtséð frá því hvað gerist. Globalismi hefur þegar haft algeran sigur ómögulegt að kollvarpa því -- nema að heiminum væri steypt í kjarnastyrrjöld. 1. Ef Bandar. taka upp einangrunar-stefnu, kollvarpar það ekki globalisma - það einfaldlega þíddi, að Kína tæki stjórnina á alþjóðakerfinu yfir. 2. Hvort ESB heldur áfram að stækka, skiptir engu megin máli lengur -- þ.s. Kína er nú stærsti keyrandinn á frekari globalisma. 3. Kína vill taka kerfið yfir - ekki kollvarpa því. Barátta Bandar. og bandamanna þeirra -- stendur nú um, hvort Kína eða Bandar. ráða heimskerfunum. 4. Globalismi hefur þegar fullkomlega haft sigur -- umræðan um andstöðu við globalisma er löngu löngu kjánaleg orðin.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2024 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 897
  • Frá upphafi: 858717

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 791
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband