Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í Rússlandi, þíðir hugsanlega að sókn Úkraínuhers í því héraði Rússlands hafi náð endimörkum!

Það er dæmigert aðgerð, ef her er að snúa sókn yfir í vörn - að sprengja brýr. Þá líklega verið tekin ákvörðun um að nota eitthvert tiltekið vatnsfall sem varnarlínu.
Brýr yfir það vatnsfall sprengdar, til að hægja eða hindra aðkömu andstæðings-hers.
Að sjálfsögðu þ.s. að sprengja brýr hindrar aðkomu eigin manna, er slíkt líklega vísbending þess, að her sé líklega að undirbúa vörn!

Á þessu videói er sýnd seinni brúin sprengd!

Greinilega fallegt svæði yfir að líta þ.s. brúin var sprengd.

ISW metur umráðasvæði Úkraínuhers, ca. 800 ferkm. - ríkisstj. Úkraínu segir það, ca. 1120ferkm.

Gæti stafað af því, að síðan 1. janúar 2024 hefur Rússland skv. ISW: ISW!

Russian forces have overall occupied 1.175 square kilometers of territory throughout the entire Ukrainian theater in the seven months from January and July 2024, as ISW recently assessed

ISW bendir auk þessa á, að Úkraína hafi ekki sent nægilegan mannafla, til að eiga raunhæfa möguleika á að hernema -- mikilvæga rússn. innviði í Kursk héraði.

There are no discernable operationally significant territorial objectives in the area where Ukraine launched the incursion into Kursk Oblast, and Ukraine has not committed the resources to the operation necessary to pursue actual operationally significant territorial objectives further into Kursk Oblast, such as seizing Kursk City.

Skv. því er tilgangur Úkraínu ekki sá, að hernema stór svæði í Kursk héraði.
Heldur einungis að koma sér fyrir á takmörkuðu svæði.

  1. Í von um að, Rússland -- í annan stað sendi fjölmennt lið til að þvinga Úkraínuher burt.
  2. Og á hinn bóginn, efli varnir meðfram öllum landamærum Rússlands við Úkraínu.

Líklega sé þetta trúverðugar ástæður, að skapa ógn við landamæri Rússlands.
Til þess einmitt, að Rússland efli sínar varnir almennt á landamærum við Úkraínu.

  • Því, Rússland hefur ekki takmarkalausan herafla - færri Rússn. hermenn væru þá til staðar fyrir Rússland, til að herja innan Úkraínu.
  • Vonin standi líklega til þess, að aðgerð Úkraínu - veiki sóknarbrodd Rússlands í A-Úkraínu.

Með þeim hætti, að Rússland dragi það mikið lið - annars vegar til að þvinga Úkraínuher frá Kursk, hinn bóginn til að verja eigin landamæri, til að hindra til frambúðar sambærilegar Úkraínskar aðgerðir: Að sóknarbroddur Rússlands veikist, hugsanlega verulega við það.

  • Höfum í huga, bæði löndin vilja vinna sigur - Úkraína að sjálfsögðu einnig.

Að mati ISW, hefur Úkraínu a.m.k. einhverju leiti tekist, að draga að rússn. her, sem Rússland ætlaði sér líklega að nota - í sókn Rússlands innan Úkraínu.

The Ukrainian incursion into Kursk Oblast has prompted the Russian military to redeploy up to 11 battalions from within Kursk Oblast and four Russian force groupings elsewhere in the theater to the frontline in Kursk Oblast so far.

ISW hefur það eftir bandar. embættismönnum frá PENTAGON, að það lið sé varalið sem Rússlandstjórn líklega ætlaði eða ætlaði að beita innan Úkraínu - ekki endilega strax, en næst þegar Rússland þyrfti liðsauka -- vegna mannfalls einna helst sem ástæða.
Þetta lið, dugi þó ekki til að þvinga Úkraínuher til að hörfa frá Kursk.
En þær liðsveitir hafi tafið sókn Úkraínu - síðan eftir því sem lið frá næstu héröðum bættist við, sé samt ekki talið að lið Rússa til staðar, dugir til að þvinga Úkraínuher í burtu.

Russian sources have claimed that Ukrainian forces are consolidating their positions within Kursk Oblast and building fortifications, although it is too early to assess how hard Ukraine forces will defend occupied positions within Russia against likely Russian counteroffensive operations.

Einhverjar vísbendingar þess, að lið Úkraínu sé farið að reisa varnarvígi - þó enn óþekkt að hvaða marki, Úkraínuher ætlar að gera tilraun til að - tefja yfirvofandi gagnsókn Rússa.
Sem við vitum auðvitað ekki meir um, en að hún sé sennilega yfirvofandi.
Liðsstyrkur sem til þyrfti, ekki enn sjáanlegur - þó.

The Wall Street Journal (WSJ) reported on August 17 that a source familiar with the Ukrainian operation in Kursk Oblast stated that Russian forces had redeployed "several" understrength brigades totaling 5,000 personnel from elsewhere in Ukraine to Kursk Oblast by midweek from August 6 to 13

ISW bendir á að WSJ birti um helgina grein, þ.s. liðsafnaður Rússa í Kursk héraði, er metinn ca. 5000.

Russian redeployments have allowed Russian forces to slow initially rapid Ukrainian gains in Kursk Oblast and start containing the extent of the Ukrainian incursion, but containment is only the first and likely least resource-intensive phase of the Russian response in Kursk Oblast.

Eins og ISW bendir á, er það að stöðva innrás Úkraínu - einungis fyrri kapítuli viðbragða Rússa.

WSJ reported that its source familiar with the Ukrainian operation stated that Ukrainian forces have up to 6,000 personnel within Kursk Oblast and that Russian forces will need substantially more personnel, possibly 20,000, to retake territory in the area.

20.000 er ekki endilega of hátt mat þeirra sem WSJ ræddi við -- ef Úkraínuher, undirbýr góð varnarvígi, og skuldindur sig til að halda þeim -- jafnvel gegn hörðum árásum.

  • Auðvitað, því lengur sem Úkraínuher er þarna - því stærri krafta Rússar þurfa til; því stærri áhrif hefur aðgerð Úkraínu.
  • Að Úkraínuher hefur sprengt báðar brýrnar yfir Seim á, á svæðinu - er augljóslega aðgerð Úkraínuhers, til að kaupa tíma - tefja aðgerðir Rússa.

 

Niðurstaða
Samræmi við þ.s. ég áður ályktaði, þá er aðgerð Úkraínuhers að ráðast inn í Rússland, afar djörf. Virðist augljóst að Rússar reiknuðu ekki með þessu. Ef marka má fregnir af upphafi aðgerðarinnar. Voru hermenn á vakt - alls ekki á verði. Að sögn úkraínskra hermanna, keyrðu Úkraínumen inn í landamæraþorp, þ.s. landamæraverðir sátu við borð - stóðu upp með forundran er Úkraínuher birtist. Viðbúnaður til varnar virðist nánast enginn hafa verið.
--Þó Rússar hefðu haft lið í héraðinu, var það greinilega ekki á tánum.

Forvitnilegasta spurningin er, hvort Úkraínumönnum tekst ætlunarverk sitt líklega.
Að þvinga Rússa til að stórefla varnarviðbúnað á landamærum sínum meðfram Úkraínu.
En það virðist ósennilegt að það sé mögulegt, án þess að fækka í liði Rússa innan Úkraínu.

Niðurstaðan á málinu liggur í engu enn fyrir. T.d. engu leiti ljóst enn.
Hvað marga liðsmenn Rússar ætla að senda til að þvinga Úkraínumenn burtu úr héraðinu.
Né hvenær þeir senda það lið. Auðvitað sést það þegar það birtist.
Það þíðir auðvitað - að hvaða marki aðgerð Úkraínu hefur áhrif, er ekki enn fram komið.

Besta hugsanlega niðurstaðan, væri að Rússar fækkuðu í liði sínu í Úkraínu.
Auðvitað er það einmitt það hvað Pútín líklega vill síst gera.
--Þess vegna gætu Úkraínumenn einmitt þurt að hanga í Kursk, dáldinn tíma. Verjast m.ö.o. með sínum dæmigerða harða hætti. Svo Rússar þurfi virkilega að hafa fyrir því. Til að draga einmitt inn - sem flesta rússn. hermenn í þann bardaga.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Olaf Shcolts STEINÞEGIR. 

Ekki hefur heyrst múkk frá Olaf Sholts i þessari innrás, og sú þögn sem að ríkir þar á þeim vængnum gefur til kynna, að þyskir offiserar hafi i raun skipulagt aðgerðina, enda þjoðverjar þekktir fyrir þetta svo kallaða Blitzkrieg, sem að akkurat er þarna að þyskri fyrirmynd. 

Ef að sagan er skoðuð, að þá er svo sannanlega hægt að sjá ÞYSKU TENGINGUNA ÞAR AFTUR. þar sem að þjoðverjar háðu stóra barátttu i Kurks héraði hérna í gamla daga. 

Sporin hræða segir umstaðar og í júni 11 , þá gaf Olaf sholts út yfirlýsingu að þeir væru á fullu við að senda vopn til Ukrainu, en sú yfirlýsing kom, 11 júni rétt áður en kursk innrásin var gerð, sem að var gerð 6 agust. 

Allt frá þeim degi hinsvegar, þá hefur Olaf Sholts, þagað þunni hljóði !!!!

Valla hægt að finna eitt einasta komment frá honum einstaðar síðan. 

Miðað við hvað athurðurin er stór, að þá er sú þögn sem að ríkir á meðal Olaf Scholts undarleg. 

Heimska úkrainu manna i þessu er sú, að aðgerðin gerði það að verkum, að Ukrainu menn söfnuðu saman heraflan á EINN OG SAMA STAÐIN. 

Valla hægt að finna auðveldara skotmark fyrir russa, þar sem að þeir vita nákvæmlega hvar heraflinn er staðsettur. 

Ég sá einn sem að sagði að á fyrstu 7 dogunum, þá hefðu 14000 úkrainumenn fallið í valin. 

Allar tölur virðast á reiki, en Maccdouglas, segir að það sé lítið gert úr tölum fallina Ukrainu manna, og þær séu alltaf talaðar niður, og alltaf látið eins og þeir séu alveg við það að vinna eitthvað stríð, sem þeir eru longu búnir að tapa, og allt er þetta hluti af að búa til einhverja imynd út á við með skipulogðum hætti, þannig að fólk fái aldrei réttar upplýsingar um hversu slæmt ástandið sé, og altaf þá eru það 3 eða 4 Ukrainu menn sem deyja, þrátt fyrir að það sú 300 og 400 menn i hverri áras russa á liðs aflan. 

Hversu margir Usa hermenn hafi dáið i þessu stríði og hversu Margir Russneskir hermenn hafi dáið i þessu stríði. 

Staðreyndin er sú, að það segir nokkuð mikið um hvað þetta stríð gengur út á frá hálfu Wasington, og það þarf reyndar þá ekki að útskýra það nánar, um hvað málið snýst frá hálfu Washongton dc. 

Since

Lig

Lárus Ingi Guðmundsson, 19.8.2024 kl. 11:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú heldur kannski að þetta sé bara aukaatrið í málinu Einar. En þessi árás Nató inn í Kursk ruddi úr vegi rússneskra stjórnvala einu laglegu hindrunin þeirra innanlands gegn því að beita kjarnavopnum gegn NATO.

Hvort sem það voru rússnesk stjórnvöld sem brugðust viljandi ekki við til að fá heimildina eða að Rússnesk stjórnvöld voru sofandi á verðinum og Nato er viljandi að fórna 10-15 þús.  slöfum til eggja Rússa til að beit kjarnvopnum skiptir í raun engu máli. Þetta er það eina sem á endanum breyttist með þessari innrás sem skiptir einhverju máli í stóru myndinni.

Guðmundur Jónsson, 20.8.2024 kl. 10:12

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þessi árás er að mörgu leiti tímamótaatburður og sitt sýnist hverjum um hvað gerðist þarna.
Sumir halda að þetta hafi verið dæmigerð Rússnesk "maskorovka" , það er að Rússar hafi viljandi ginnt Úkrainuher inn í Rússland.
Fyrir þessu eru sæmileg rök.
Í fyrsta lagi þá virðist hafa verið skilið eftir 40-50 Km svæði á víglínunni þar sem voru engar varnir. Það eru umtalsverðar varnir báðu megin við þetta svæði. Til dæmis hafa Úkrainumenn hvorki komist lönd né strönd í viðleitni sinni við að ráðast á Belgorod svæðið með sömu aðferð.
Í annan stað þá höfðu allar jarðsprengjur verið fjarlægðar af varnarbeltinu sem er afar sérkennilegt. Jarðsprengjur eru ekki fjarlægðar nema það standi til að gera árás  og þá aðeins sólarhring áður en árásin fer fram. Það er samt nokkuð augljóst að Rússar stefndu ekki á að gera árás þarna á næstunni.
Það er því ekki með öllu útilokað að Úkrainumenn hafi verið ginntir í þessa árás á Kursk svæðið.

Rússar hafa ýmiskonar hag af því að ginna Úkrainumenn í þessa árás.
Augjósast í þessu sambandi er að mjög takmörkuðum elítuher Úkrainu hefur nú verið stefnt til Kursk svæðisins. Þetta hefur leitt til þess að Úkrainuher hefur goldið afhroð á Donbass svæðinu og óreyndasti hluti Rússneska hersins hefur að mestu stöðvað framrás reyndustu hermanna Úkrainu í Kursk. 
Elítuher Úkrainu er nú upptekinn við að berjast um svæði sem hefur ekkert hernaðarlegt gildi á meðan Rússar sækja að tveimur borgum sem eru svo mikilvægar að sennilega hrynur vígstaða Úkrainu á öllu sunnanverðu og mið Donbass ef þessar borgir eru teknar.
New York er þegar fallin ,Toretsk er komin í vonlausa stöðu og Pokrovsk er komin í erfiða stöðu. Þetta eru allt lykilborgir í vörn Úkrainu og verða jafnframt lykilborgir í sókn Rússa þegar þær falla.
Enn má nefna að þessi innrás hefur geopólitískar afleiðingar.
Undanfarð hefur verið nokkur þrýstingur á Rússa frá bandamönnum þeirra um að semja um vopnahlé.
Vopnahlé á þessum tímapunkti væri Rússum afar óhagstætt og í þeirra huga kemur það ekki til greina.
Það er hinsvegar ekki auðvelt að hundsa algerlega tilmæli milvægra bandamanna eins og Kína og Indlands.
Ég geri ráð fyrir að þessi innrás hafi algerlega bundið enda á þennan þrýsting. 
Þó að ýmislegt bendi til að þetta sé "maskarovka" þá er ég samt afar efins um það.
Þó að Rússar séu meira fyrir innhladið en "lookið" þá er þetta engu að síður rasskelling sem er erfitt að sætta sig við.
Ég er því afar efins um að Rússar hafi viljandi lofað þessu að gerast ,en éhrifin eru samt hin sömu.

Það er annað sem vekur athygli mína.
Það er alveg ljóst að þesi aðgerð er engin skyndihugdetta. Undirbúningurinn hefur staðið í að minnsta kosti tvo mánuði ,en það er sá tími sem Úkrainskir hermenn hafa verið í Bretlandi að undirbúa innrásina.
Það sem sker sig algerlega úr hvað varðar þessa innrás ,er að þetta er í fyrsta skifti sem Úkrainskir hermenn fá beinann aðgang að upplýsingakerfi NATO.
Allar hersveitir Úkrainu hafa nú beinann aðgang að upplýsingakerfi Bandaríkjahers og NATO ,sem gerir þeim kleyft að fylgjast með vígvelinum af mikilli nákvæmni.
Þeir vita nú í rauntíma um staðsetningu Rússneskra hersveita og annars vopnabúnaðar.
Einstök Úkrainsk hersveit getur nú fylgst með hreyfingum Rússneskra hersveita í nágrenninu , jafnóðum og þær gerast.
Þessi aðgerð er því innrás NATO í Rússland.
Það er ekki ólíklegt að þessi aðgerð sé í raun einskonar generalprufa að innrás NATO í Rússland.
NATO er að prófa hvernig her Rússlands bregst við NATO innrás ,og eins og venjlega eru það Úkrainskir hermenn sem láta lífið.

Hvað er næst.
Úkrainumenn eiga eftir að taka meira land.
Þeir eru núna búnir að sprengja upp mikilvægar brýr í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að Rússar geti eða vilji verja svæðið sunnan við ána ,á milli landamæra Úkrainu og árinnar.
Rússar munu væntanlega gefa það eftir vegna þess hvað það yrði kostnaðarsamt að verja það og svæðið er ekki hernaðarlega miklivægt.
Allt þetta stríð hafa Rússar forgangsraðað mannslífum á undan landsvæðum.
Það er hinsvegr smá saman að myndast víglína á átakasvæðinu ,og það er Úkrainu ekki í hag.
Margir búast við að Rússar muni efna til einhverrar flugeldasýningar í bræði sinni.
Það finnst mér afar ólíklegt í ljósi þess að Rússar láta alltaf stjórnast af hernaðarlegum sjónarmiðum en ekki pólitískum flugeldasýningum.
Ég á ekki von á öðru en að næst hefjist hefðbundið Rússneskt stríð þar sem Rússar mala niður andstæðinginn í rólegheitum með stórskotaliði.

Á heildina litið hefur þessi innrás verið Rússum hagstæð.
Þrátt fyrir svolítið rauðar rasskinnar eftir flenginguna þá hafa áhrifin á mikilvægari svæðum átakanna verið afar góð.
Hvað eftir annað hefur vörn Úkrainska hersins brotnað niður á mikilvægum stöðum vegna skorts  á góðum hermönnum og jafnframt skort á búnaði
Áhrifin á alþjóðavettvangi hafa verið góð og innanlands hefur þetta aukið áhuga almennings á stríðinu. Jákvæðann áhuga frá sjónarhorni Rússneska hersins.
Almennt séð held ég að lenging víglínunnar komi Rússum til góða af því þeir hafa töluvert meira magn af hermönnum og búnaði


 









Borgþór Jónsson, 21.8.2024 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband