Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump -- skv. nýlegum skoðanakönnunum, virðast a.m.k. jafnir!

Sl. 2 vikur eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna dróg sig úr framboði, hafa verið rússibani.
Flestir vita vafalaust að Donald Trump var kominn með öflugt forskot á Biden, eftir afar slæma frammistöðu Bidens í kappræðum við Trump -- þ.s. Biden svaraði þvoglulegum málróm, virtist út á þekju í svörum!

  1. Hef heyrt marga spádóma um yfirvofandi sigur Trumps.
  2. Flestir þeirra er hafa spáð því, gjarnan sögðu Kamölu - enn vonlausari en Biden.
  • Ég hef heyrt fólk fullyrða, að Kamala fengi ekki meira fylgi en: 30% + eitthvað.
    Trump mundi algerlega kremja hana, og Demókrata, ef hún færi fram!

 

Góð mynd af báðum - getum ímyndað okkur kappræðu þeirra í milli!

Trump to skip ABC Harris debate, wants to debate on Fox News - WHYY
Ég hef beðið með að tjá mig, þar til að sá tími er kominn að ég held að spár í skoðanakönnum geti hugsanlega talist sæmilega áreiðanlegar!

RealClearPolling:

  • Donald Trump: 47,7%.
  • Kamala Harris: 46,9%.

FiveThirtyeight:

  • Donald Trump: 45,3%
  • Kamala Harris: 43,5%.

RealClearPolling: Trump yfir 0,8%.

FiveThirtyEight: Kamala yfir: 1,7%.

Ég hef fylgst með báðum vefsvæðum -- sl. 2 vikur.

Það sem ég geri, er ég nota meðaltalið milli niðurstaðna þessara vefsvæða.
Sl. föstudag, var meðaltalið -- í járnum, þ.s. svo lág tala að, það mundi kallast -tossup.-
En núna, er meðaltalið milli þeirra -- greinilega, aðeins Harris í vil.

Bæði vefsvæðin, birta niðurstöður byggðar á meðaltali lista kannana sem þau nota.
Að sjálfsögðu er niðurstaðan ætíð - viðkvæm gagnvart því vali.
Þess vegna held ég að meðaltalið milli þeirra - sé líklega nær sanni.
Því þá fjölga ég í reynd þeim fjölda kannana, sem eru í meðaltals-vikt.


Financial Times birti í vikunni áhugaverðar niðurstöður!
Eins og allir vita væntanlega, stendur baráttan í Bandar. um það að vinna fylki.
Financial Times, birti niðurstöður úr könnunum frá - lykilfylkjum.

  1. Michigan: Harris vs. Trump -- 50/50.
  2. Wisconsin: Harris vs. Trump -- 50/50.
  3. Nevada: Harris vs. Trump -- 49/51.
  4. Pennsylvania: Harris vs. Trump -- 49/51.
  5. Arizona: Harris vs. Trump -- 49/51.
  6. Georgia: Harris vs. Trump -- 48/52.

Skv. þessu er baráttan raunverulega spennandi orðin.
Þetta gerir kosninguna að því sem Bandaríkjamenn kalla -- tossup.
Með tæplega 3-mánuði til kosninga, er bilið orðið nánast ekki neitt.

  1. Ég virkilega held að rétt sé að líta svo á, Harris hafi jafnað stöðuna.
  2. Að skv. því hafi Demókratar gert rétt með að sannfæra Biden til að draga sig til hliðar.

 

Niðurstaða
Eftir því sem ég best fæ séð, er Harris til mikilla muna sterkari frambjóðandi en -- fylgismenn Trumps hér á Morgunblaðinu, hafa undanfarið staðhæft ítrekað.
Mér virðist ljóst af könnunum, Harris hafi a.m.k. jafnað stöðuna gegn Trump.
Ég er ekki enn tilbúinn að trúa því, að hún sé komin með forskot.
Málið er að óvissan í könnunum, þeirra úrslit eru allt yfir línuna - ef maður skoðar þær kannanir sem notaðar eru sem grunnur að niðurstöðum vefsvæðanna: RealClearPolling og FiveThirtyEight.
Að þ.e. afar afar erfitt að vita -- hver rétta skurðlínan milli þeirra kannana, akkúrat er.
Sannarlega eru slík vefsvæði tilraun til að -- sigta út pólitískan halla.
Eitt er að reyna annað er að takast ætlunar-verkið.

Þess vegna nota ég 2-þekktustu vefsvæðin af því tagi í Bandar.
Og tek meðaltalið þeirra á milli. Í von þeirri, það nálgist hina réttu miðlínu.
Miðað við þá línu - er hugsanlegt að Harris hafi nú þegar, aðeins meira fylgi en Trump.
Hinn bóginn, þá er það staðan í fylkjum er skiptir meira máli, en heildar-fylgi yfir landið.
---------------
PS: Vildi nefna það, nýtt meðaltal er komið frá, RealClearPolling:
Harris: 47%.
Trump: 46,8%.
Þetta er fyrsta sinn, sem RealClearPolling - sýnir Harris með meira fylgi.
FiveThirtyEight svæðið hefur sýnt Harris með töluvert meira forskot.

  • Þetta getur þítt, Harris sé að taka framúr Trump.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband