Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkraínu. Þ.s. Úkraína var með engin varnarvígi þar, var ekki erfitt að taka ræmuna. Er þetta allt og sumt sem Rússar ætla sér þarna?

Ég legg fram spurninguna, því gerfihnattamyndir sýna að Rússar halda ca. 4 km. bili yfir í varnarlínu Úkraínumanna -- sú varnarína ca. 12km. meðaltali frá landamærunum á því svæði.
Þeir 4 km. eru þá svokallað -- einskis-manns-land!

Ég er ekki með skýringu af hverju varnarlína Úkraínu - er 12km. fjarlægð frá þeim landamærum.

Russian Offensive Campaign Assessment, May 15, 2024

Kharkiv Oblast Administration officials stated on May 15 that constant Russian shelling makes it impossible for Ukrainian forces to establish fortifications within three to five kilometers of the international border in Kharkiv Oblast and that Ukrainian forces constructed the first and second lines of defense about 12 to 13 kilometers and 20 kilometers from the international border, respectively.

Þetta er skýringing sem Úkraína gefur upp -- getur verið sönn.
A.m.k. eins góð skýring og hver önnur.

Skv. því er varnarlínan -- 2 föld!

Engar vísbendingar eru enn, að Rússar ætli sér að ráðast að þeim varnarlínum.

  • Sl. þriðjudag, fóru Rússar að sprengja brýr fyrir framan sig, væntanlega til að tefja gagn-aðgerðir Úkraínumanna.
  • Hinn bóginn, gaf það strax vísbendingu þess, að Rússar ætluðu ekki frekar að sækja fram.

Talið er að lyðsstyrkur Rússa þarna sé ca. 35.000 -- mjög líklega ekki nóg, til að ógna að nokkru verulegu ráði, aðal-varnarlínum Úkraínu þarna.

Það getur hreinlega verið, Rússar ætli pent að sitja þarna með þann her.
Verða viðvarandi ógn, sem Úkraínumenn geta ekki leitt hjá sér.
Þannig, Úkraína verði stöðugt að hafa - lið til að mæta huganlegum aðgerðum.

 

Niðurstaða
Þ.s. ég nefni í þessum pistli, er hver sé - observed - staða mála.
Rússar réðust fram í NA-Úkraínu, tóku þ.s. ég kalla - low hanging fruits - getur verið að ætli sér ekki meira. Kannski er þetta svokallað -- buffer -- til að draga úr hugsanlegum aðgerðum Úkraínu, yfir landamærin á því svæði. Það má vel vera það sé allt og sumt sem sé tilgangurinn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta minnir dálítið á litla sókn franska hersins í upphafi Seinni heimsstýrjaldarinnar, sem eftir á að hyggja virtist ekki hafa neinn tilgang. 

Í bók Max Hastings um styrjöldina er þessi gervisókn Frakka útskýrð með því að þetta litla gervistríð hafi haft í raun verið einn hlutinn af svikum Vesturveldanna við Pólverja. 

Þau stóðu að vísu með semingi við loforðið um að segja Þjóðverjum stríð á hendur en gerðu það þó ekki samtímis. Hitler fékk vopnaverksmiðjur Tékka ókeypis í Munchenarsamningunum og Vesturveldin græddu ekkert á þeim. 

Yfirherstjórn Frakka og Breta bar ekkert skynbragð á það gildi sem sem heitið Leifturstríð hafði í ótrúlegum hraða slíks hernaðar og áttu enga nothæfa áætlun né herafla til að sækja úr vestri inn í Þýskaland. 

Ómar Ragnarsson, 16.5.2024 kl. 23:08

2 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Napoleon þar sem að hann sveiflaði sverðinu fram og til baka inn i Moswku, að þá var það samt þannig að sá maður sem að fór fyrir hernum, og taldi sig vita meira um Russa heldur en allir aðrir, var samt SEINASTUR AF ÖLLUM TIL ÞESS AÐ FATTA AÐ HANN VAR  BÚIN AÐ TAPA STRÍÐINU GEGN RUSSUM. 

Það var ekki fyrr en hann var orðin EINN AFTIR, að hann áttaði sig á þvi. 

kv

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 17.5.2024 kl. 17:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rússneskar 152 mm fallbyssur draga svona 18 km, svo 12 km er líklega rétt utan *nákvæms* færis fyrir þá.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.5.2024 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband