Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið stríð gegn Íran!

Eftir að Íran hefur gert beina árás á Ísrael í fyrsta sinn - nokkru sinni.
Þá er rétt - tel ég - að velta upp, hugsanlegu beinu stríði milli landanna.

  1. Vandi Ísraels við beint stríð - geri ráð fyrir, með hefðbundnum vopnum.
    Er landfræðileg staðsetning Írans er þíðir ísraelskur her þyrfti að sækja langan veg að landamærum Írans, gegnum önnur lönd - fyrir utan, að ísraelskur her þyrfti að berjast allan tímann á þeim landsvæðum, sá her þyrfti að hertaka áður en hann kemst að Íran.
  2. Ísrael er lítið land - auk þess að vera fámenn þjóð í samhengi Mið-Austurlanda.
    Þó Ísraelsher sé afar vel vopnum búinn og stór miðað við stærð ísraelsku þjóðarinnar, þá þíðir fámenni Ísraela það -- að sá her er ekki stór samanborið við þann mannfjölda, Íran + svæðis-bandamenn Írans, geta sent fram.
    Fyrir utan það, að Íran og bandamenn Írans, mundu líklega vera í vörn.
    M.ö.o. Ísrael þyrfti að taka á sig það blóðbað og áhættu, að sækja á.
  3. Þar fyrir utan, má treysta því fullkomlega, að Íran og bandamenn, mundu viðhalda gríðarlega umfangsmiklu skæru- og hryðjuverka-taktík-stríði, gagnvart her Ísraels, á öllum þeim svæðum sem Ísraelsher mundi þurfa að hertaka/hernema, til að komast að Íran.
  • Það er hið stöðuga mikla mannfall sem Ísrael yrði fyrir, óhjákvæmilega -- en því stærra landsvæði sá her tæki, því dreifðari yrði liðsstyrkur sá hers - og því greiðari leið, bandamanna Írans; að ástunda - velheppnað skærustríð.
  • Fyrir utan, að Ísraelsher, væri með sífellt fjölmennari hernumda íbúa, líklega afar óvinveitta Ísraelsher, undir sinni hernámsstjórn -- íbúa er mundu án vafa, styðja skæru-stríð bandamanna Írans, gegn Ísraelsher.

Ég tel einfaldlega að, Ísrael geti ekki mögulega höndlað slíkt mannfall.

  1. Þannig, að bardagastyrkur Ísraelshers mundi þverra yfir tíma.
  2. Er þíddi, á einhverjum punkti, stöðvast sóknin - því þeir geta ekki meira.
  3. Síðan, með frekara mannfalli, yrði Ísraelsher að hefja - óhjákvæmilegt undanhald.
  • Ég tel einfaldlega, að ísraelska þjóðin, hafi ekki nægilegt mann-afl, til að stöðugt fylla inn skörðin þegar mannfallið verður óhjákvæmilega; m.ö.o. að það komi óhjákvæmilega að því, að of fáir séu til að manna raðir hersins til að halda þeim svæðum - þeir hafa hernumið.
  • Þannig, að eini valkosturinn verði - þvingað undanhald.

Þegar það undanhald hefst, verði stríð Írans vs. Ísraels, óhjákvæmilega tapað af Ísrael.

Iran warns Israel, US of ‘severe response’ in case of retaliation

Why and how did Iran launch a historic attack on Israel?

How Israel foiled Iran’s attack

Trump lays blame for strike on Israel on Democrats

 

Kort er sýnir landslag landa!

Middle East Maps - Perry-Castañeda Map Collection - UT Library Online
Eins og allir vita, sendi Íran stóra loftárás á Ísrael!
Sannarlega sýna fréttir að einungis ein persóna lét lífið í Ísrael.
Vegna þess að nær allt sem Íran sendi var skotið niður.

  1. Hinn bóginn, eins og Úkraínustríðið sýnir og sannar; þá skiptir einnig máli hve mikið magn er til af þeim varnar-eldflaugum sem loftvarnarkerfi nota.
  2. M.ö.o. sérhvert sinn, sem árás er gerð, gengur á birgðir þeirra varnar-eldflauga sem kerfin nota.
  3. M.ö.o. ef það fer í stríð, má reikna með stöðugum dróna-árásum frá Íran; sbr. Úkraínu-stríðið, sbr. upplyfun Úkraínu þessa dagana.
  4. Ef það gengur á birgðir varnar-flauga, þá minnkar skilvikni loftvarna-kerfa.
  5. Þau auðvitað hætta að virka, ef það eru enga varnar-flaugar eftir.
  • Þetta þíðir, að þó Ísrael hafi staðið sig mjög vel - þetta sinn.
  • Þá getur það verið, t.d. árás no. 20 - nái mun betur í gegn.

Það er einmitt hvað Rússar hafa verið að gera Úkraínu-mönnum.
Stöðugt endurteknar árásir; sl. vikur og mánuði er greinilegt að Úkraínu skortir varnar-flaugar, ekki að þeir eigi engar eftir - einfaldlega að þ.e. greinilegt að þeim er skotið upp í minna mæli en hefur verið um töluvert skeið.

  • Á einhverjum punkti, fara sem sagt árásir Írana að valda raunverulegu tjóni og mannfalli. Í þeim orðum, er ég að gera ráð fyrir, stríði.
  1. Slíkt stríð er líklega óhjákvæmilega góðar fréttir - heilt yfir fyrir Rússland.
  2. Þó svo að - slíkt stríð mundi óhjákvæmilega, þíða að -- Íranar geta ekki lengur sent dróna til Rússa, því þeir þurfa að nota þá sjálfir.
  • Þ.s. það óhjákvæmilega flækir stöðu Vesturlanda, að halda uppi - tveim stríðum.

 

Við skulum samt ekki reikna með því að - beint stríð hefjist!
Pælum samt áfram í þeim möguleika!

  1. Hezbollah, Ísrael mundi náttúrulega fyrst hefja stórárás á landsvæði Líbanons, til þess að vinna sem mest tjón á - flokki Guðs - eins og mér skilst að nafnið þíði.
  2. Hinn bóginn þarf að muna að, borgarastríðið í Sýrlandi gerbreitti hernaðarstöðunni.

Eftir það stríð er Sýrlandsstjórn afar háð stuðningi Írans. Það mikið, að líklega er Sýrlandsstjórn ekki lengur - sjálfstæður gerandi.

Íran beitti Hezbollah í því stríði, fjölmennt lið þess skæruhers barðist með ríkisher Sýrlands; síðan þá ræður Hezbollah landsvæði innan landamæra Sýrlands, meðfram landamærum Sýrlands og Líbanons. Hezbollah hefur nær eins mikið sjálfræði í Sýrlandi og Líbanon.

Það liggur því afar beint við fyrir Hezbollah, að hörfa yfir til Sýrlands. Meðan, að umfangsmiklu skærustríði yrði viðhaldið áfram af Hezbollah á öllum þeim svæðum innan Lýbanons, Hezbollah hefur stuðning íbúa innan Lýbanons.

Líklega í kjölfarið mundi Ísraelsher, sækja yfir þau landamæri til að halda áfram stríði við Hezbollah -- þá reikna ég með því, Sýrlandsher mundi taka einnig þátt.

Að auki, á ég von á að, Íran sendi til leiks -- vopnaða Shíta hópa frá Írak.
Ég á ekki von á að, eiginlegur her Írans, mæti enn á þeim punkti.

  1. Íran mundi treysta á sína bandamenn, vopna þá stríðum straumum, en halda sínum formlega her, að baki.
  2. Skærustríðið mundi sísfellt stækka, eftir því sem Ísraelsher stækkaði sitt hernám.

 

Ég held að þetta dugir til sigurs fyrir Íran - í venjulegu stríði!
Ég held að - eiginlegur her Írans, hafi ekki ástæðu til að mæta.
Fyrr en, undanhald Ísraelshers hefst.

  1. Ég held að umfangsmikið skæru-stríð, höfum í huga líklegt gríðarlegt umfang þess; eitt og sér dugi, til að valda Ísrael nægilegu mannfalli.
  2. Til þess, að þvingað undanhald hefjist.
  • Ég hef enga trú á að, Bandaríkin -- mæti með hermenn til að berjast í því stríði.
  • Enn síður líklegt að Evrópa sendi hermenn.

Seinnihluti stríðsins yrði -- sóknin í átt að landamærum Ísraels.
Vegna kjarnavopna-eignar Ísraels, ósennilegt að ráðist yrði yfir þau landamæri.

  1. Hinn bóginn, eftir slíkan ósigur og mannfall.
  2. Og auðvitað í ljósi sigurs Írans.

Mundu valdahlutföll í Mið-Austurlöndum - raskast.
Ísrael, væri ekki svipur hjá sjón á eftir.

Meðan, að Íran -- mundi fullkomlega ráða svæði frá eigin landamærum upp að landamærum Ísraels. Þó löndin - Líbanon, Sýrland, Írak - halda áfram að vera til.
Væru þau ekki sjálfstæðir gerendur heldur leppríki í því samhengi.

 

Eftir það væru líklega 2 valdamiðjur í Mið-austurlöndum!

  1. Íran og bandamenn.
  2. Saudi Arabía, og bandamenn Saudi-Arabíu.

Ísrael væri líklega of veikt á eftir, til að teljast - valdamiðja.
Mig grunar sterklega að, Saudi Arabía og Arabaríkin - haldi sig utan stríðs.

Bandaríkin líklega halda áfram stöðvum við Persaflóa.
Staða þeirra væri þó óhjákvæmilega veikari á eftir þó.

 

Niðurstaða
Ég ætla ekki að spá því að stríð verði. Né að spá í líkur þar um.
Hérna var ég einfaldlega að tjá mig um skoðun á sigurlíkum Ísraels ég hef haft í nokkur ár. Meginástæða þess að Ísrael geti ekki unnið, ég virkilega tel það ómögulegt.
Sé að Íran sé það langt staðsett á landakortinu frá Ísrael, að ólíklegt sé að her Ísraels geti hreinilega sókt alla leið að landamærum Írans. Rétt að nefna eins og kortið sýnir, að Íran þar fyrir utan er afar fjöllótt -- ímyndum okkur Afganistan með meiri mannfjölda.

En eins og ég sagði, trúi ég ekki að Ísrael megni að sækja svo mikið sem alla leið að þeim landamærum -- því Ísrael þarf að sækja svo langa leið, allan tímann í gegnum óvinveitt lönd, til að komast að þeim landamærum.

Gervallan þann tíma, gæti Íran spilað þann líklega leik að halda eigin her til baka, meðan að -- bandamenn Írans blæða her Ísraels.

Það kemur í ljós hvort ríkisstjórn Ísrael er það vitlaus að hefja það stríð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stríðið er þegar hafið, en það er unnið á annan hátt.

Árásin er ekki á fólkið.  Það er gert viljandi.

Athugaðu hvað það kostaði mikið að verjast seinustu árás.

Skoðaði hvað Ísrael fékk langan tíma til að undirbúa sig.  Íranir sögðu þeim að þeir væru að skjóta á þá, og svo liðumargir klukutímar á meðan sprengjurnar voru að ferðast á áfangastað.

Allt frekar billegar sprengjur.

Það mun taka langan tíma og kosta formúgu að endurhlaða Iron Dome.  Svo geta Íranir bara gert þetta aftur.

Þetta og Úkraníu-stríðið er að gera vesturlönd skotfæralaus og auralaus.  Þau geta ekki projectað völdum eins mikið.  Þau munu missa öll ítök í Afríku, þar sem þau hafa geta fengið ódýr hráefni.

Þetta gengur allt út á að gera vesturlönd gjaldþrota.  Og þau eru að spila með á fullu, skjótandi af sér fæturna við hvert tækifæri.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2024 kl. 17:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Grímur - gersamlega hlægileg hugmynd að, Úkraínu-átök, geri Vesturlönd auralaus.
Eftir allt saman er kostnaður t.d. mun minni, en það kostaði að halda uppi Afganistan í 20 ár.
Eða hvað það kostaði Bandar. að vera í Írak í nærri áratug, eftir fyrirskipaða innrás G.Bush.
Árlegur kostnaður fram til þessa, er minna en ca. 5% af -- árlegum hernaðarútgjöldum Bandar.
Varðandi skotfæri -- er það eiginlega greiði við Vesturlönd, þ.s. þau eru síðan stríðið hófst, að efla framleiðslu skotfæra; tja - Vesturlönd voru frekar sofandi hvað varðar þörf fyrir slíka framleiðslu. 
Það er hvað ég meina með -greiða- þ.s. innrásin vakti Vesturlönd af blundinum væra.
Innrás Rússa, m.ö.o. flýtir til muna fyrir -- endurvígvæðingu Vesturlanda, er annars hefði líklega beðið nokkur ár til viðbótar; þetta einnig minnir Vesturlönd á - það að Kína er einnig hratt að efla sinn vígbúnað. Vestrænir pólitíkusar voru samt, hikandi við það að taka ákvarðanir um eflingu heralfa; en innrás Rússa, hefur afnumið það hik.
--Þess vegna held ég, heilt yfir, sé innrásin greiði við Vesturlönd, þ.e. styrki samstarfið, efli hergagnaframleiðslu þeirra, styrki þau fremur en hitt. Þú mátt dreima eins og þú vilt um meint gjaldþrot, líkindi þess eru minni en það -- að ef þú mundi stíga út úr húsi á skýlausum degi og fá í þig eldingu úr himinblámanum.
--Hinn bóginn, er Pútín að prenta mikið peninga í ár - m.ö.o. ca. 1/3 af aukningu útgjalda í ár til hersins, er kostaður með hreinni prentun. Það þíðir, að möguleiki á óðaverðbólgu í Rússa-landi, hefur skapast. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2024 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 859312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband