Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dollara sekt hann fékk á sig skv. dómi í New-York! Spurningin er hvort dómurinn í New-York hefur stórfellt eignarnám í eignum Trumps, eða ekki!

Þetta mál er greinilega alvarleg krísa fyrir Donald Trump, þ.s. að Trump nýlega hefur viðurkennt, að honum sé ómögulegt að afla sér -- skammtíma láns, sem tryggingu fyrir sektar-greiðslunni!

  1. Málið er, að Trump hefur áfrýjað dómnum, en skv. reglum -- ber honum samt sem áður, að leggja inn, tryggingu fyrir sektar-greiðslunni. 
    Að sjálfsögðu fyrir allri greiðslunni.
  2. Þess vegna voru auðvitað starfsmenn Trumps, að falast eftir láni fyrir allri upphæðinni -- því skv. gildandi reglum, verður að leggja fram slíka tryggingu.
  3. Trump hefur formlega óskað eftir því, við áfrýjunar-dómstól, að beðið verði með -- innheimtu skuldar. En það er ekki sjálfsagt endilega, þ.s. að tíminn sem Trump hefur formlega til að leggja fram trygginguna, er fljótlega að renna út.
  • Ef það gerist, þá getur dómurinn í New-York, einfaldlega hafið innheimtuferli, þ.s. lagt yrði hald á eignir Trumps -- þær seldar á bruna-útsölu, auðvitað á undirverði.
  • Dómurinn, væri einfaldlega að sækja peningana -- ekki endilega víst, að dómurinn líti svo á, að honum beri að - leita eftir, besta verði fyrir þær eignir.
  • Í versta hugsanlega tilviki, mundi dómurinn -- pent taka yfir eignir, hverja eftir annarri, selja jafnharðan -- taka ekkert tillit til markaðssjónarmiða.

Fjárhagslegt tjón Trump gæti orðið fyrir bragðið -- miklu meira, en 464 milljón Dollarar.
Ég get meira að segja ímyndað mér, að dómurinn mundi þvinga fram sölu, bróðurparts eigna Trumps.

Eftir slíkt högg, gæti viðskipta-veldi Trumps verið fyrir bý.
Spurning hvort hann gæti viðhaldið þeim lífstíl hann hefur verið vanur.
Að auki, má velta fyrir sér hvort möguleikar til að fjármagna kosninga-baráttu, gætu skaðast.
Þar fyrir utan, velti ég fyrir mér, hvort hann gæti í kjölfarið, jafnvel lent í hallæri með fé -- til að borga sínum lögfræðingaher, er ver hann í fjölda dómsmála!

  1. Punkturinn í þessu, er sá -- að þetta getur leitt til stærstu krísu, Trump hefur nokkru sinni lent í.
  2. Það á eftir að koma í ljós, hvort að áfrýjunar-dómstóll, samþykkir beiðni Trumps -- að fresta öllum innheimtu-aðgerðum; meðan málið er í frekari dóms-meðferð.

Ætli það væri ekki málefnalegri útkoma.
Að samþykkja slíkan frest!

En ég auðvitað ræð engu í New-York.

Trump laments $464M judgment

Trump can’t post $464M bond in New York civil case

 

Niðurstaða
Ég held að verulegar líkur séu á slíkum innheimtuaðgerðum er gætu gert viðskiptaveldi Trump, hugsanlega slíkan skaða að -- því biði hugsanlega bani. Kemur í ljós hvort áfrýjunardómur samþykkir ósk hans um, frest á innheimtu-aðgerðir. Eins og ég benti á, held ég að málefnalegra væri, að samþykkja þá beiðni. Frekar en að fara strax í aðgerðir er gætu hugsanlega lagt Trump fjárhagslega í algera rjúkandi rúst.

Bendi fólki á, fyrst að Trump tekst ekki að fá nokkurn til að lána sér slíkan pening.
Er Trump líklega ekki, milljarðamæringur.
En greinilega meta aðilar á markaði það svo, að fjárhagsleg staða veldis Trumps, réttlæti ekki lán að slíkri stærðargráðu.
--Ergo, skv. því líklega er Trump ekki raunverulega, milljarðamæringur skv. dollaramælingu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband