Vegna mikillar umræðu um, vinsældir Donalds Trump vs. óvinsældir, Joe Bidens -- ætla ég að skoða nánar tiltekið, ÓVINSÆLDIR BEGGJA! Óvinsældir þeirra beggja er hugsanlega þ.s. er áhugaverðast í ljósi nk. forsetakosninga í Bandar. á nk. ári!

Sjálfsagt vita flestir - í augnablikinu hefur Donald Trump á bilinu 2ja til 4ja prósenta forskot á Joe Biden, í nokkrum lykilfylkjum sem báðir þurfa að hafa sigur í.
Mig grunar að, krísan í Mið-Austurlöndum hafi bælt e-h fylgi Bidens, þ.s. fj. Demókrata sé líklega óánægður með - afstöðu Bidens til Ísraels/Gaza krísunnar.
--Líkur að margir Demókratar, vilji að aukinn þrýstingur sé settur á Ísrael, að fylgja mannréttindarmarkmiðum skv. sáttmálum SÞ.

Biden and Trump Could Both Lose in 2024 - WSJ

Hvað meina ég,óvinsældir?
Skv. Fivethirtyeight -- eru vinsældir Trumps vs. óvinsældir: Do Americans have a favorable or unfavorable opinion of Donald Trump?.

40,8% líkar vel við Trump.
54,5% líkar ekki við Trump.

-13,7%.

Fivethirtyeight, vinsældir vs. óvinsældir Bidens eru: How unpopular is Joe Biden?.

38,9% líkar vel við Joe Biden.
54,8% líkar ekki við Joe Biden.

-15,9%.

  1. Þ.s. er nýtt við þetta, Biden er nú - ívið óvinsælli.
  2. Hinn bóginn, er munurinn ekki, rosalega mikill.

Þ.s. hrópar á er, báðir eru klárlega óvinsælir, a.m.k. 13% fleirum mislíkar við báða!

  • Ég held að þær óvinsældir skipti máli - Trump er ekki að ráði vinsælli en áður.
    Ég meina, hann hefur lengi verið stöðugur nærri ca. 40%.
  • Biden á hinn bóginn, hefur farið niður -- hinn bóginn ekki stórt.
    Þ.s. fyrir nokkrum mánuðum, voru báðir ca. jafn vinsælir vs. óvinsælir, en Biden örlítið minna óvinsæll þó.

Þ.s. þessar stöðugu óvinsældir geta þítt er hugsanlega það.

  1. Að, það geti verið, að það sé erfitt fyrir þá báða, að verulega auka fylgi sitt.
  2. Ég meina, stöðugleiki óvinsælda beggja - þ.e. ca. 12% að jafnaði nettó óvinsældir hjá báðum, a.m.k. sl. 12 mánuði.
  3. Geti bent til þess -- að margir kjósendur séu með mótaða andstöðu gegn þeim báðum.
    M.ö.o. að, það sé ólíklegt að þeir geti að ráði lagfært hlutfallið - sér í hag.

Þetta eru auðvitað vangaveltur - hinn bóginn, er það ekki rosalega ósennilegt, að margir kjósendur - hafi það skírt mótaða andstæða afstöðu, sem ég nefni.

 

Allir ættu að vita, Robert F. Kennedy Jr. hefur boðið sig fram til forseta!

Robert Kennedy Jr., a Noted Vaccine Skeptic, Files to Run for President -  The New York Times

Mig er farið að gruna að, framboð Kennedy's geti ráðið niðurstöðunni 2024.

  • Einfaldlega með því, hvaðan hann tekur einna helst fylgi.
  • Á tæru virðist, að augljósar óvinsældir Trumps og Bidens, veiti Kennedy - tækifæri á fylgi, hugsanlega langt umfram þ.s. menn vanalega eiga von á; þegar óháð framboð eiga í hlut.

Það á eftir að ráðast, hvort Biden fremur eða Trump fremur, verða fyrir barðinu.
--Sumt a.m.k. í stefnu Kennedy's sbr. andstöðu hans við, bólusetningar - gæti höfðað fremur til einstaklinga, sem ef til vill mundu kjósa Trump - eða Trump á möguleika á að sveigja til sín.
--Anti-Vaxer afstaða hefur tiltölulega lítið fylgi meðal Demókrata.

Hinn bóginn er auðvitað möguleiki, ef margir Demókratar verða reiðir Biden, að þeir kjósi Kennedy sem form af mótmælum.

Hið minnsta get ég trúað, að Kennedy nái meira fylgi en nokkur annar -- fyrir utan, Ross Pierot.

Það séu óvinsældir meginframbjóðendanna tveggja, sem veiti Kenndy slíkt tækifæri.

 

 

Niðurstaða
Það sem er eiginlega merkilegat við stöðuna í Bandaríkjunum, að virkilega geti meginflokkarnir tveir -- ekki gert betur; en að setja fram 2 frambjóðendur.
Þ.s. það á við báða, að meir en helmingur kjósenda hefur að virðist mótaða afstöðu, um fyrirlitningu.

Framboð Kennedy's gæti leitt til þess, að forseti Bandaríkjanna nái kjöri.
Með innan við 40% greidd atkvæði. Gæti orðið ein af lélegustu kjörum forseta Bandar. í sögu Bandaríkjanna. Þannig að burtséð frá hvor næði kjöri væri það með veika stöðu.

  • Mér sýnist að ef annar hvor flokkurinn kæmi fram með, betri frambjóðanda en Biden eða Trump, mundi slíkur geta náð yfirburða sigri.
  • En mér virðist líkur á slíku nær engar, með - einungis Trump eða Biden í boði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag Einar. Við vitum báðir að Joe Biden verður ekki í framboði og annar kandidat skýst inn í kosningabaráttuna.

En annars er merkilegt að þú reynir að verja einn óvinsælasta forseta Bandaríkjanna fyrr og síðar. Og þann lélegasti.  Nenni ekki að draga fram kannanir til að sýna það en get gert það ef þú vilt.

Hér koma nokkrar góðar spurningar:

En segir þú að forsetatíð Joe Bidens einkennis af sigrum? Er landamærastefna hans í suðri að skila árangri? Er utanríkisstefna hans að skila árangri? Var undanhaldið í Afganistan sigurbraut?  Hefur Joe Biden tekist að stilla til friðar í Úkraníu eða sigra Rússa? Er allt í besta lagi í Miðausturlöndum? Er stefnan gagnvart Íran gera gagn og Íranir ekki að virkja fyrstu kjarnorku sprengju sína?

Er efnahagsstefna hans að bera árangur? Er glæpafaraldurinn í rénum? Fer fátækt minnkandi? Fara skuldir ríkisins lækkandi? Er verðbólgan að minnka? Er enginn orkuskortur í landinu? Er spilling að minnka (og þar á meðal hans)? Heldur þú að hann verði ekki ákærður fyrir spillingu (og landráð)? Verður Biden skarpari með tímanum og elliglöpin hverfi á næsta ári?  Þetta eru allt álitlegar spurningar sem þú ferð létt með að svara!

Birgir Loftsson, 7.11.2023 kl. 08:09

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hustler sonur hans á eftir að fella Biden. Hvernig þeir urðu ríkir í Úkraínu ert stórt mál.

Guðmundur Böðvarsson, 7.11.2023 kl. 09:20

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

Myndi franska kosningaKERFIÐ ekki bara henta betur þarna í amerkíkunni

þar sem  að fleiri ættu kost á því að bjóða sig fram 

framhjá þessu tveggja blokka-kefi sem að þar er?

Dominus Sanctus., 7.11.2023 kl. 12:43

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hvergi í heiminum hefur verið eins dýrt að fara í forsetaframboð og í USA - því hafa menn þurft að reiða sig á kosningavélarnar

en auglýsinga og smafélgasmiðlaheimurinn hefur gjörbreyst undanfarin ár svo ef einhver þekkt persóna leikari (sjá Úkraínu) eða athafnmaður (Tesla - Elon Musk?) byði sig fram þá er aldrei að vita hvða gerðist.
Að því sögðu þá er ég sammála þér Einar Börn - sá minna óvinsæli af þessum 2 mundi vinna sem er sorglegt en hversu oft gerist það líka í íslenskri pólitík

Grímur Kjartansson, 7.11.2023 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband