Harðir bardagar sl. 3 vikur um borgina Avdiivka í SA-Úkraínu, þó án stórra tilfærsla á víglínum -- Úkraína hefur opnað nýja víglínu á Kherson svæðinu í S-Úkraínu, með óvæntri landgöngu!

Árás Rússa á  Avdiivka virðist töluvert stór - mannfall er talið mikið, að flestum talið umtalsvert meira á hlið Rússa; þ.s. Rússa-her ræðst eina ferðina enn, að úkraínsku borgarvirki.

RUSSIAN OFFENSIVE CAMPAIGN ASSESSMENT, OCTOBER 21, 2023

Ef marka má fréttir, gerðu Rússar nýjar árásir um helgina eftir að hafa endurskipulagt lið sitt -- að talið er.

  1. Meginhreyfingarnar á víglínunni, voru 1-vikuna.
  2. Síðan þá, hefur víglínan virst nærri alveg föst.
  • Rétt að benda á, að Rússar réðust einnig að Aviivka sl. vetur.

Víglína Úkraínu við þá borg - hélt. Öfugt við þ.s. gerðist við Bakhmut.

  1. Víglína Úkraínu þarna, er a.m.k. að hluta, frá átökum 2014.
  2. Avdiivka hefur alveg samfell síðan Febr. 2022, verið í víglínu átaka, frá því að ný innrás Rússa hefst Febr. 2022.

Sem þíðir, Úkraína hefur haft langan tíma til að byggja varnarlínur upp.
Advdiivka er því sennilega eins vel varin og nokkur staður í Úkraínu.

Rússar hafa samfellt síðan Febr. 2022, stefnt að töku -- Donbas.
Eins og sést á mynd, ráða Úkraínumenn -- enn hluta af víglínu, frá 2014.
--Sá hluti er einmitt við borgina, Avdiivka.

  • Vegna þess þarna hefur verið barist með hléum alveg frá 2014.
    Á ég ekki endilega von á rússn. gegnumbroti þarna.
  1. Ég hallast frekar að því, að Rússar séu að ógna Avdviivka.
  2. Í von um að, Úkraínumenn -- færi lið þangað.

Þ.e. klassísk taktísk nálgun í stríði.

 

Myndin sýnir stöðuna ágætlega: Gult hvar Úkraínumenn hafa hörfað blátt þ.s. Úkraínumenn hafa aftur tekið með gagnsókn! Dökkrauða svæðið á myndinni sýnir svæði sem Rússar náðu 2014.


Varðandi mannfall í Úkraínustríði!
Troop Deaths and Injuries in Ukraine War Near 500,000, U.S. Officials Say

Russia’s military casualties, the officials said, are approaching 300,000.
The number includes as many as 120,000 deaths and 170,000 to 180,000 injured troops.
The Russian numbers dwarf the Ukrainian figures, which the officials put at close to 70,000 killed and 100,000 to 120,000 wounded.

Þetta er mat PENTAGON -- ca. Ágúst 2023.

Mat PENTAGON á styrk herjanna:

Ukraine has around 500,000 troops, including active-duty, reserve and paramilitary troops, according to analysts.
By contrast, Russia has almost triple that number, with 1,330,000 active-duty, reserve and paramilitary troops — most of the latter from the Wagner Group.

Aftur matstölur PENTAGON ágúst 2023.

Styrkur Úkraínuher er ca. þ.s. ég hef sjálfur talið her Úkraínu.
Þ.e. ca. 500.000.

Einfaldlega vegna þess að Úkraína hafi ekki næg vopn + flutningagetu fyrir stærri her.
Úkraína hafi samt í - almennu herútboði - þjálfað verulega flr. en 500.000.

Hernum sé einfaldlega haldið við 500.000 -- fólki bætt við eftir þörfum.

  1. Rétt að nefna, Rússar þurfa að viðhalda setuliði á herteknu landi.
  2. Úkraína hefur ekki þörf fyrir slíkt þ.s. íbúar almennt standa með ríkisstj. landsins.

Ekki er vitað hve fjölmennt setulið Rússa her.
Meina, sá her sem einfaldlega þarf að vera dreifður um herteknar byggðir.
--Til að tryggja, þau svæði rísi ekki upp gegn Rússum.

M.ö.o. líklega nýtist ekki allur liðsfjöldi Rússa til árása.

  • 90 - 95% af her Rússa er talinn vera í Úkraínu.

Flestir er ræða mál Úkraínu, eru sammála því - að nær allur Rússaher sé í landinu.

  • Sem skýri t.d. af hverju, Rússar þurftu að sætta sig við það - að Azerbadjan, hertók Nagorno-Karabak nýverið, m.ö.o. vann fullan sigur í átökum við Armeníu.

Azerar einfaldlega notfærðu sér, Rússaher er bundinn í Úkraínu, þannig Rússland gat ekkert gert!

 

Staðan á Kherson svæðinu Úkraínu

Lítið er vitað um árás Úkraínu yfir Dnieper/Dniepr!
Hersveitir Úkraínu virðast hafa tekið - Krynki, við bakka fljótsins, Rússa-megin.
Bardagar virðast einnig vera í skóglendi rétt handan við, Krynki.

  1. Bardagar þarna hafa nú staðið liðlega viku - þarna gæti hugsanlega verið veila í víglínu Rússa, þ.s. má vera Rússar hafi ekki reiknað með atlögu.
  2. Hinn bóginn er liðsstyrkur Úkraínu þarna ekki þekktur - óþekkt því að hvaða marki Úkraínu-her getur gert sér mat úr þessu.

En fyrst að Úkraínumenn hafa verið þarna, lengur en viku - er einhver flutningsgeta.
Ef Úkraína, getur sett upp bráðabirgðabrú yfir fljótið, gæti flutningsgetan vaxið.

Rússar auðvitað geta einnig fært til lið. A.m.k. hafa þeir ekki haft það lið enn þarna, er getur hrint atlögu Úkraínu. En það gæti breyst á nokkrum dögum til viðbótar.

 

Niðurstaða
Bardagar á Zaporizhia svæðinu hafa ekki hætt - enn er hart barist þar. Sama á við nærri Bakhmut, þ.s. Úkraínumenn halda enn í gangi gagnsókn.
Hinn bóginn, hafa litla hreyfingar verið á þeim víglínum dáldinn tíma.

Þ.s. nýlegt er - árás Rússa að Adiivka borgarvirkinu, árás er virðist töluvert stór.
Hinn bóginn, hefur sú borg verið á víglínu átaka í Úkraínu, samfellt frá 2014.
Rússar hafa ítrekað ráðist að þeirri víglínu við þá borg, frá Febr. 2022.

Síðast á undan, gerðu þeir harða atlögu að víglínum við Avdiivka sl. vetur.
Án þess að komast í gegnum varnirnar við þá borg.

Það blasir a.m.k. ekki neitt augljóslega við, að Rússar komist þarna í gegn, núna.
Mannfall er þó greinilega mikið, en stjórnendur Rússa virðast sætta sig við það.

Flest bendi til að, þeim árásum verði haldið áfram a.m.k. um einhverja hríð.

 

Ég nefni nýja árás yfir Dniper/Dniepr, vegna þess að þ.e. nýjasta tilraun Úkraínu.
Engin leið er að meta líkur á því að sá vinkill skili árangri.

  • Varðandi mannfallstölur - eru þær örugglega a.m.k. ekki of háar.
    Bardagar hafa verið ítrekað gríðarlega harðir.
  • Þ.s. Rússar eru mun oftar síðan Febr. 2022 í árásar-ham.
    Er rökrétt að Rússa-her hafi ca. 2-falt mannfall.

 

Eitt sem mér finnst merkilegt:
Árás Rússa á Adviivka hefst eftir að þeir fá vopnasendingu frá Norður-Kóreu.

Mig grunar það sé ekki tilviljun.
Það bendi til að Rússar hafi haft liðið tilbúið - en skort nægar birgðir til að hefja árás, fram á þann punkt.

Spurning hvort að Rússar eru að spæna þær birgðir upp með hraði?
Þannig - þeir hugsanlega þurfi að enda sóknina, vegna skotfora-skorts.
Ég meina, ef þ.e. ástæðan fyrir tímasetningunni - birgðirnar frá NK.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta hættir þegar Bandaríkin fara á hausinn.

"Ekki er vitað hve fjölmennt setulið Rússa her.

Meina, sá her sem einfaldlega þarf að vera dreifður um herteknar byggðir.

--Til að tryggja, þau svæði rísi ekki upp gegn Rússum."

Þeir gera ekki uppreisn.  Þeir eru Rússar... að eigin sögn.

Þeir þurfa ekki að beita ema 1/3 af hernum í einu, geta róterað.

Hérna: https://www.youtube.com/watch?v=dKb6OpGAEqM

Ásgrímur Hartmannsson, 22.10.2023 kl. 20:22

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Á tímabilinu 14. - 20. október hafa Úkraínumenn misst 11 Mig-29 þotur en 7 þeirra voru skotnar niður þann 18. október á innan við 15 klst. tímabili. Hingað til hefur Úkraínumönnu tekist að koma þessum þotum undan árásum Rússa með aðstoð AWACS flugvéla sem sér þegar óvinaflugvél nálgst þær. Þessar þotur hafa verið notaðar til að styðja við aðgerðir Úkraínuhers á víglínunni en eru nú farnar að tína tölunni. Skýringin er sögð vera ný yfirborðsefni á SU-57 sem gera það að verkum að AWACS vélarnar sjá hana ekki hvað þá aðrar orrustuvélar. 

Helgi Viðar Hilmarsson, 23.10.2023 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 857450

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband