Er Ísrael að falla í gildru Hamas Samtakanna? Hamas samtökin hljóta að stefna að einhverskonar sigri - spurningin er þá, hvaða form af sigri?

Kenningin sem ég set fram er sú - Hamas ætlar sér sigur á Ísrael.
Samtímis veit Hamas mæta vel, hernaðarsigur á Ísrael er Hamas um megn.

Spurningin er þá, hvaða form af sigri á Ísrael ætla Hamas samtökin sér?

  1. Ég legg til, að morðárásin á Ísrael, hafi nákvæmlega þann tilgang.
    Að egna Ísrael til að fremja -- stórfelld hryðjuverk á Íbúum Gaza-strandar.
  2. Markmið Hamas með þessu, væri einmitt það -- að græða á þeirri hliðar-atburðarás sem þá gæti farið af stað, á kostnað Ísraels.
  3. Það er mikilvægt að skilja, Hamas eru afar róttæk samtök, ég tel að í augum samtakanna, séu íbúar einfaldlega -- peð, í markmiði samtakanna, að valda Ísrael tjóni.
  4. Hvaða tjón væri það þá?
  • Ef, Ísrael -- drepur mjög mikinn fjölda Gazabúa, t.d. 100.000 eða flr.
    Eða, ef Ísrael, gerir tilraun til -- að þjóðernis-hreinsa, allar 2,3millj. íbúa Gazastrandar til Egyptalands; eða a.m.k. mikinn fjölda Gazabúa.
  1. Þá getur það hugsast, að Hamas takist -- að ræsa, stríð milli Ísraels og Arabalandanna, en Egyptaland mun t.d. alls ekki sætta sig við það, ef Ísrael leitast við, að senda alla íbúa Gaza-strandar til Egyptalands.
  2. Eða, til vara, að stórskaða samskipti Ísraels og Arabalandanna til langs tíma - m.ö.o. eyðileggja alla þá vinnu, er hefur farið fram sl. 20-30 ár.
    Í því, að bæta samskipti Ísraels og Arabalandanna.

 

Ísrael hefur gefið íbúum Gaza-borgar skipun um flótta suður!:
UN Calls Israel Army’s Evacuation Order In Gaza Impossible.

UN Calls Israel Army’s Evacuation Order in Gaza ‘Impossible’

En ef, Hamas tækist - að egna Ísrael, til slíkra hryðjuverka á íbúum Gaza-strandar.
Annaðhvort með miklum fjölda-drápum, og/eða tilraun til að smala þeim til Egyptalands.
Þá held ég pottþétt, að Hamas mundi líta á þá útkomu - sigur yfir Ísrael!

  1. Ef marka má nýjustu fregnir, hefur Ísrael gefið rýmingar-skipun til íbúa Gaza-borgar, þeim er skipað að yfirgefa borgina á 24klst.
    Yfirlýsing frá stofnunum SÞ - segir þetta ómögulegt, fyrir 1,1mn.
  2. Skv. viðtölum við íbúa á erlendum fréttamiðlum er hræðsla meðal fólksins, að Ísrael ætli að smala -- Gaza-standar-íbúum, Suður til Egyptalands.

Ég stórfellt efa að -- Egyptaland sé til í að, sætta sig við slíkt.
Að sjálfsögðu er ekki vitað, að ríkisstjórn Ísraels ætli að, tæma alla Gaza-strönd.

Hinn bóginn, væri það slíkur atburður, að -- möguleiki á beinu stríði milli Egyptalands og Ísraels, þrátt fyrir - mörg ár af formlegum friði við Ísrael, er ekki hægt að útiloka.

Her Egyptalands, er mjög nærri því að vera jafn vel vopnum búinn og her Ísraels.
Hinn bóginn ræður Ísrael yfir kjarnavopnum, ekki Egyptaland.

  1. Vandi Ísraels, er náttúrulega sá, að þ.e. ekki hægt að útrýma Hamas -- því að Hamas liðar einfaldlega henda frá sér vopnum sínum, fela sig meðal íbúa.
  2. Þannig séð, er ekki órökrétt -- að tæma Gaza til Egyptalands.
    Ef maður skoðar málið eingöngu út frá því markmiði, að losna við Hamas úr Ísrael.

Hinn bóginn, sé ég ekki hvernig Ísrael getur sloppið við -- alvarlega rymmu við Egyptaland; her Egyptalands virkilega er ekki verr vopnaður en hver annar NATO her.
Bandar. hafa veitt Egyptalandi, eins og Ísrael, yfir milljarð dala í hernaðaraðstoð ár hvert samellt lengur en 30 ár -- Egyptalandi alla tíð síðan, Egyptaland samdi formlegan frið við Ísrael skv. Camp David samkomulagi fyrir löngu síðan!
--Her Egyptalands er því ekki sá her lengur, sem Ísrael vann sigur á 1973.

 

Niðurstaða
Hvernig gæti Hamas notfært sér - málið, ef við gefum okkur að Ísrael gangi það langt, að það leiði til -- fullra slita í samskiptum við Arabalönd, m.ö.o. öll vinna sl. 30 ára til að sætta Ísrael og Arabalönd, verði unnin fyrir gíg?

  1. Hamas líklega verður mun hættulegra í kjölfarið fyrir Ísrael.
    Því, að ef maður gefur sér -- Hamas tekst að egna Ísrael, til óskaplegra ógnar-aðgerða gegn íbúum Gaza. Það stórum - það sjokkerandi - að öll samskipti Ísraela og Araba, fara 30 ár aftur í tímann -- jafnvel í fullt - regional war.
  2. Þá öðlast Hamas væntanlega þ.s. Hamas hefur ekki haft, þ.e. stuðning ríkisstjórna Arabalandanna, eftir að þau söðla snögglega um -- og snúast gegn Ísrael aftur.
    Það sem leiði þá útkomu fram, verði óskapleg reiði-bylgja íbúa þeirra landa.
    Er knýi stjórnvöld alla þeirra landa, til að ganga það langt.
    Ef Ísrael annað af tvennu, drepur mjög mikinn fj. Gaza-strandar-fólks, eða virkilega leitast við að tæma ströndina til Egyptalands.

Útkoman verði - stórsigur Hamas.

M.ö.o. að Hamas takist að svo egna Ísrael, til blindrar bræði, að Ísrael í þeirri bræði -- færi allt til Hamas á silfur-fati, sem Hamas hefur svo lengi dreimt um.
Ég meina, Hamas hefur verið afar einangrað - eftir Kalda-Stríðinu lauk, hafa Arabalöndin nær öll stigið skref smám saman til samskipta við Vesturlönd, frið við Ísrael - ef ekki endilega fullar sættir. Sem hefur þítt, öll Arabaöndin hafa hundsað Hamas.
--En, ef Arabalöndin og Ísrael verða allt í einu óvinir aftur, þá eru líkur á að Hamas fái allan þann stuðning Hamas hefur svo lengi dreimt um -- þökk þannig séð, Ísrael.

Getur það verið, að Ísrael sé að labba í gildru Hamas?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að Hamas hafi ekki hugsað þetta alla leið.

Það sem gerist: Ísraeilar leita uppi og finna eins marga af þesusm 40.000+ Hamas liðum og skjóta þá niður.  Ekkert þjóðarmorð, og tala látinna verður lægri en 50K.

10-15 árum síðar verður vaxið upp nýtt sett af terroristum, og sagan endurtekur sig.

Á meðan gerast allskonar áhugaverðir hlutir í heiminum.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.10.2023 kl. 20:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, Grímur - þeir þurfa ekki annað en að, fela vopnin eða henda þeim frá sér, og þá er það leit í heystakk að umfangi 2.3milljónir. M.ö.o. þ.e. nákvæmlega enginn séns, að Ísraelar -- skjóti þá alla. Þar með heldur enginn möguleiki, þeir útrými Hamas. Ég virkilega held ekki að stjórnendur Hamas séu heimskir - þannig séð. Þeir hljóta hafa vitað nokkurn veginn akkúrat - hvað Ísraelar mundu gera. Ekki gleyma því, ríkisstjórn Ísraels er róttækasta hægri-stjórn þar hefur setið nokkru sinni. Þannig, það sé sennilega ca. enginn möguleiki, að Hamas hafi ekki reiknað með -- viðbrögðum ríkisstjórnar Ísraels. Sem einmitt bendir til þess, að fyrst að Hamas -- samt ákvað að, hleypa öllu af stað. Að það bendi til þess, að Hamas -- vonist til svakalegra voðaverka af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hafandi í huga, hve rosalega róttæk ríkisstjórn Ísraels er -- þá getur það vel reynst vera, að Hamas hafi ekki rangt fyrir sér, með það hvað ríkisstjórn Ísraels sennilega mun gera - né hvaða afleiðingar það síðan líklega hefur. Mig grunar, að Hamas hafi reyknað þessa ríkisstjórn út -- stóli á hvað hún líklega gerir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.10.2023 kl. 21:18

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hafa augun á boltanum. Það falla ámóta margir vikulega í Rússlandi/Úkrainu undanfarna mánuði og hafa fallið í átökum Isarel/Palistina undanfarin 70 ár. 

Kalli Kóngur og Bidenfjölskyldanf eru komnin upp að vegg og þurfa að beina fjölmiðlum frá Úkrainu. 

https://www.bitchute.com/video/Nxlgj2wdJHlk/  Þessum fír væri alveg trúandi til fórna nokkur hundruð löndum sínum til að hjálpa vium sínum ?

Guðmundur Jónsson, 14.10.2023 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband