24.6.2023 | 13:28
Er ríkisstjórn Pútíns að falla í dag sunnudag? Fregnir herma að Vagner liðar séu innan við 500km. fjarlægð frá Moskvu borg!
Í morgun urðu fréttamenn Reuters þess vitni, að rússneskar þyrlur skutu á Vagner liða, nærri rússnesku borginni Voronesh.
Voronesh, er einungis liðlega 500km. frá Moskvu -- nýjustu fregnir benda til þess, að farið sé að víggyrða M4 veginn, í grennd við Moskvu borg.
Russian soldiers have set up a machine gun position on the southwest edge of Moscow, according to photographs published by the Vedomosti newspaper.
Photographs also showed armed police gathering at the point where the M4 highway which mutinous Wagner mercenaries are moving along reaches the Russian capital.
Nýjustu fregnir benda til þess að Vagner liðar sú nú - ca. 400km. frá Moskvu.
Lipetsk governor Igor Artamonov: I urge residents not to leave their homes and refuse to travel by any means of transport.
Þetta virðist staðfesting þess, að Vagner liðar séu í - Lipetsk héraði.
Ca. 400km. frá Moskvu.
Átök Yevgeny Prigozhin og Vladimir Vladimirovich Putin skekja nú Rússland!
Þessir tveir menn berjast nú um völdin yfir Rússlandi!
- Skv. fregnum, féll Rostov An Don í SA-Rússlandi þegar í gærkveldi til Vagner liða -- sú borg er auðvitað, ca. 1.100km. frá Moskvu.
- Blaðamaður Reuters, varð vitni þess að rússneskar herþyrlur skutu á Vagner her, í grennd við borgina, Voronesh. Á laugardags morgun.
- Nú berast fregnir um það, að hafin sé uppsetning víggirðinga - við M4 veginn til Moskvu, en Vagner liðar - fregnir benda til - nálgast nú borgina eftir þeim vegi.
Miðað við þetta, ef hægir ekki á sókn Vagner liða, gæti Vagner herinn náð að borgarahliðum Mosvku, áður en Sunnudagur er úti.
- Hafið í huga, að á einum degi tekur vagner herinn, Rostov An Don - virðist nú á laugardag ekki einungis hafa, Voronesh.
- Vagner herinn, virðist einfaldlega storma áfram - beint til Mosvku.
- Það þíði, að Vagner herinn ekur einfaldlega pent eftir rússn. vegum, að virðist mestu án nokkurrar minnstu mótspyrnu -- fyrir utan, stöku loftárás.
Þetta er hvað er möguleiki Prigozhin til sigurs!
- Af kænsku, var Prigozhin búinn fyrir 7 vikum að -- hverfa frá Úkraínustríðinu, búinn að draga Vagner herinn til búða, innan Rússlands.
- Það virðist ljóst, að Vagner herinn - fór á laugardag þaðan, og hóf síðan sókn sína í átt að Mosvku.
Mistök Pútíns auðvitað eru fjölmörg, en ekki síst þau að hafa fært nær allan rússn. herinn til Úkraínu -- er líklega útskýrir algeran skort á mótspyrnu, Vagner herinn nú mætir innan Rússlands.
Auðvitað getur blandast við, að Prigozhin hafi nú verulega samúð aðila innan rússn. herja, að jafnvel hafi hann samið á laun við - aðila, að skipta sér ekki af.
Sergey Surovikin í gærkveldi gaf út tilfinningaríka yfirlýsingu!
Im addressing the leadership, commanders and fighters of Wagner. Together with you, we have traveled a difficult and hard path. We fought together, took risks, suffered losses and we won together.
We are of the same blood. We are warriors. I urge you to stop, the enemy is only waiting for the internal political situation to worsen in our country,
You cant play into the hands of the enemy in this difficult time for the country.
While it is not too late, please obey the will and the orders of the Russian Federations president that was elected by the masses,
Stop the columns, bring them back to the points of permanent dislocation and communication areas.
Solve all the problems peacefully under the leadership of the Commander in Chief of Russian Federation.
Yfirlýsing Surovikin - staðfesting þess, að raunverulegt stríð væri hafið í Rússlandi.
Það stórmerkilega er það, að Vagner herinn mæti að virðist, nánast engri mótspyrnu.
Það fer enginn her - meira en 500km. á einum degi, án þess að mótspyrna sé ca. engin.
Niðurstaða
Það ótrúlega virðist blasa við að Pútín stjórnin er að hrynja. Þ.e. ekki síst, alger skortur á viðspyrnu gegn Vagner hernum, sem bendi til yfirvofandi falls Mosvku stjórnarinnar. Fregnir um, víggirðingar nærri Mosvku borg - gefa ekki vísbendingu um, alvarlegar varnir.
Skv. þessu, gæti Vagner her einfaldlega tekið Mosvku borg.
Áður en dagurinn er úti.
Að sjálfsögðu vekur það spurningar um stríðið í Úkraínu.
Snöggt hrun - valdstjórnarinnar í Mosvku.
En líklega tekur það Prigozhin - vikur að ná fulli einingu innan Rússlands um nýja valdstjórn undir hans stjórn.
Á meðan, gæti töluvert kaos ríkt í Rússlandi.
Auðvitað getur slíkt ástand haft áhrif á stríðið í Úkraínu, með hætti er gagnast stjórnvöldum Úkraínu - þá daga og vikur sem það tekur, nýja valdstjórn í Kreml, að ná fullum tökum á Rússlandi.
Nk. dagar og vikur geta því reynst örlagaríkir.
------------
Ef marka má nýjustu fregnir, hefur Prighozhin - hætt við árás á Moskvu, einungis 200km. frá Moskvu:
We set off on June 23 on our march for justice. In 24 hours we moved 200km to Moscow. During that time we didnt spill a single drop of blood of our fighters. Right now the moment has come when blood could be spilled. Therefore, understanding all the responsibility for the fact that Russian blood will be spilled n one side, we are turning our convoy around and going back to our basecamps, according to the plan.
Það virðist að, Rússneskur varnarher hafi náð að koma sér fyrir - við brú, þ.s. Vagner herinn hefði þurft að fara yfir, til að ná til nágrennis Moskvu. Þannig, að bardagi blasti við - varnarherinn hefði örugglega sprengt brúna. Þannig, Vagner herinn, hefði væntanlega þurft að - hafa bráðabirgðabrú meðferðis. En, punkturinn er, hefði þurft að brjótast yfir ána, undir skothríð. Verulegt mannfall augljós afleiðing.
Kannski var hann ekki viss að hafa sigur í þeim bardaga. Hver veit.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.6.2023 kl. 20:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 858784
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna rétt undir kvöld bárust fregnir af því að fyrir milligöngu Lukashenko leiðtoga Hvíta Rússlands hefði náðst samkomulag um að Prigozhin dragi Wagner lið sitt til baka eftir að hafa sótt fram hundruði kílómetra á einum degi og náð innan við 200 km fjarlægð frá Moskvu. Þessi stórfurðulega atburðarás er svo ótrúleg að ég á varla orð. Hvert verður framhaldið?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2023 kl. 18:11
Guðmundur Ásgeirsson, búinn að sjá sömu frétt - algerlega sammála því, þetta er öldungis furðuleg atburðarás. Verða örugglega einhverjir eftirmálar, en það má vera Vagner sveitirnar hafi einungis verið 200km. frá Mosvu. Hinn bóginn, virðist sem að rússn. her hafi náð að koma sér fyrir - þ.s. Vagner liðar hefðu þurft að brjótast yfir á. Í yfirlýsingu, talaði Prigozhin um það, að hann hefði staðið frammi fyrir því að verulegur fjöldi Rússa mundi láta lífið. Eins og hann hafi, hikað - er hann stóð frammi fyrir, þeirri 'loka' vörn sem líklega var þarna við ána, rétt áður en kemur að nágrenni Mosvku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2023 kl. 19:31
Varla bjóst Prigozhin við því að geta leitt lið sitt alla inn á Rauða torgið og labbað inn um dyr Kremlar mótstöðulaust.
Eitthvað meira hlýtur að búa að baki atburðarásinni en hefur komið fram opinberlega, svona lagað gerist ekki bara upp úr þurru.
Ein kenning er á floti um að þetta sé plott til að hjálpa Putin að sjá hverjir standi með honum og losa sig við þá sem gera það ekki.
Svo verði Prigozhin "afgreiddur" á viðeigandi hátt seinna við hentugt tækifæri. Hann ætti kannski að halda sig frá gluggum...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2023 kl. 19:44
Samkvæmt Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Moskvu, felur samkomulagið í sér að:
- Prigozhin fer í útlegð til Hvíta Rússlands og verður ekki ákærður (afdrif hans óljós að öðru leyti).
- Liðsmenn Wagner sem tóku þátt í uppreisninni verða ekki ákærðir (afdrif þeirra óljós að öðru leyti).
- Liðsmenn Wagner sem tóku ekki þátt verða teknir í rússneska herinn (fallbyssufóður á vígstöðvunum í Úkraínu).
Þetta hlýtur að þýða endalok Wagner og að Prigozhin sækist eftir íbúð á jarðhæð í Hvíta Rússlandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2023 kl. 20:46
Guðmundur Ásgeirsson, ég held að Prig. hafi virkilega verið að gera tilraun til að taka völdin í landinu. Stundum eru hlutirnir - eins og þeir líta út. Hinn bóginn, hafðu í huga -- megnið af rússn. hernum er í Úkraínu. Meðan, Prig. var búinn að færa einkaher sinn heim til Rússlands fyrir nokkrum vikum. Mundu einnig ræðu Prig. hélt fyrir 7 vikum -- er hann sagði, stríðið tapað, nema gripið yrði til örþrifaráða af Rússlands hálfu. Í ræðunni, talaði hann um þörf fyrir að - Rússland yrði að, Norður-Kóreu með stjórnarhætti - að það þyrfti að hervæða allt þjóðfélagið og allt atvinnulífið; aðeins þannig -kannski- gæti stríðið unnist. Ég ætla að meina, að Prig. hafi sl. 7 vikur síðan hann flutti þessa ræðu, stefnt að valdatöku í Rússlandi. Hann hafi ætlað sér að hrinda þeirri áætlun í verk - hann talaði um í þeirri ræðu. Þetta hafi verið -high stakes gamble- eins og allar valdaránstilraunir eru. Það var alveg séns, fyrst hann náði að keyra 900km. - átti einungis 200km. eftir, að hann einmitt gæti þetta, labbað inn í Moskvu. Veit ekki hvar sá her var sem Kreml fann - sem náði á undan Vagner liðum, að taka sér stöðu -- réttu megin við ána, 200km. frá Moskvu. En ef Kremlverjar hefðu ekki fundið þann her - sá hefði ekki náð í tæka tíð á staðinn, hefði það einmitt getað virkað þannig, að Prig. hefði labbað inn í Moskvu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2023 kl. 21:34
Nei, greining þín reyndist röng.
Birgir Loftsson, 24.6.2023 kl. 23:04
Birgir Loftsson, auðvitað eftir að Vagner liðar keyrðu 900km áreynslulaust innan Rússlands -- vissirð þú allt fyrirfram samt sem áður.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2023 kl. 23:25
Ég á mjög erfitt með að trúa að einhver sem var harðákveðinn fram í rauðan dauðann að ræna völdum hafi bara hætt við svona allt í einu.
Mig grunar sterklega að eitthvað fleira hafi búið að baki og þræðirnir séu í raun flóknari en þeir líta út fyrir á yfirborðinu.
Kannski á tíminn eftir að leiða betur í ljós hvernig var raunverulega í pottinn búið, en kannski mun það aldrei koma fram.
Ef Prig. dettur ekki út um glugga og lifir vel það sem eftir er giska ég á að þetta hafi verið sviðsetning, á einhverju.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2023 kl. 23:49
Ég verð að játa að ég er alveg jafn áttavilltur í þessu máli og aðrir.
Var þetta tilraun til valdaráns ,eða var þetta blekkingaleikur.
Rússar eru þekktir fyrir stórkostlegar leiksýningar af þessu tagi á stríðstímum.
Persónulega hallast ég að þvi að um það hafi verið um að ræða að hrekja yfirstjórn hersins úr embættum sínum ,en ekki beinlínis valdarán.
Ég held að Prigozhin hafi ekki fyllilega áttað sig á stöðu sinni og hélt að hann hafi meiri stuðning meðal almennings og her en hann hefur.
Hann er töluvert vinsæll vegna framgöngu Wagner á vígvellinum,en hinsvegar held ég að flestir Rússar átti sig á að hann er með öllu óhæfur til að stjórna landinu.
Prigozhin er greinilega afar óstöðurgur persónuleiki og hefur ekkert í slíkt að gera..
.
Þessi dagur hefur enn og aftur leitt í ljós hvað Putin er andsnúinn hráu ofbeldi.
Hann reynir alltaf til þrautar að semja áður en að kemur til ofbeldis.
Í þetta skifti þá endaði þetta með samningum.
Það merkilega er að þegar upp var staðið þá náði Putin öllu fram sem hann hefur verið á höttunum eftir að undanförnu,en það er ekki að sjá ennþá allavega að hann hafi þurft að fórna neinu sem hann var ekki tilbúin að gera hvort sem er.
Endirinn var sem sagt sá að Wagner er leyst upp ,eins og Putin hafði verið að stefna að.
Á sama tíma er Progozhin orðinn valdalus í landinu,líkt og Putin stefndi að.
Herlaus Progozhin er ekki neitt.
.
En það voru líka tveir bónusvinningar.
Í fyrsta lagi þá fóru þeir á kreik sem hafa verið að reyna að grafa undan Putin að undanförnu ,ásamt þeim sem sem hafa með einhverjum aðstoðað Úkrainumenn varðandi skemmdarverk og jafnvel morð í Rússlandi.
Þessir menn fá væntanlega heimsókn á næsu dögum.
Sama gerðist í Hvíta Rússlandi.
NATO ríkin settu sína menn í Hvíta Rússlandi þegar í startholurnar til að framkvæma valdarán í landinu ef það skapaðist einhver óreiða í Rússlandi.
Það er lítill vafi að margir sem starfa í þessum geira í Hvíta Rússlandi hafa komið upp um sig.
.
Á heildina litið hafa bæði Putin og Lukashenko styrkt stöðu sína og Prigoshin fær nú tækifæri til að hvílast og ná andlegri heilsu..
Putin leysir sín mál án þess að styggja aðdáendur Prigozhins og þessir aðdáendur eru nú líka afar vinveittir Putin fyrir vikið.
Flestir þeirra skilja að Putin hefði getað leyst þetta með ofbeldi og gjöreytt Wagner og drepið Prigozhin.
.
.
En hver verða áhrifin á alþjóðavettvangi.
Það er ekki gott að segja. Ef horft er til vesturlanda þá er mál af þessu tagi spunnið út ystu æsar á þann veg að Putin standi nú veikari af því að það var gerð valdaránstilraun.
En það er ekki endilega rétt. Þeir þjóhöfðingjar sem standa af sér valdaránstilraun standa oftast sterkari eftir en áður.
Það er af því að nú hefur andstæðingurinn veikst. Hann tapaði jú baráttunni um völdin og í þessu tilfelli þá naut valdaránstilraunin ekki samúðar almennings..
Ég tala ekki um ef að valdaránstilraunin rennur út í sandinn án átaka.
Það er frekar líklegt að ríki sem standa utan innsta hrings Bandaríkjastjórnar líti svona á málin.
Það eru að minnsta kosti 137 ríki sem fylgja Rússlandi að málum á alþjóðavettvangi.
Mér finnst ekki líklegt að það breytist neitt vegna þessara atburða.
Það er jafnvel ekki óhugsandi að alþjóðlegur stuðningur við Putin aukist enn meira á heimsvísu ,af því að hann hefur enn og aftur sýnt að hann er tilbúinn að leysa erfið mál með samningum í stað ofbeldis.
Borgþór Jónsson, 25.6.2023 kl. 09:11
Allt sem komið hefur frá þessum fugli, Prigósjín er leiksýning. Það áttu allir að vita fyrir þessa "uppreisn". Það sem er ógnvænlegt við þetta er að fjölmiðlar á vesturlöndum virðast allir sem einn bíta á agnið aftur og aftur.
Það sem líklega að gersat þarna er að það er verið ða sá falskri von í Natoliðið og fá það til hada áfram vonlausri sókn þar sem Rússneski herinn er að þurrka það út í róleg heitum. Því lengur sem þetta heldu áfram því minna verður eftir af úkrainuvandamáli Rússa þegar yfir líkur.
Guðmundur Jónsson, 25.6.2023 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning