Við erum að ræða um einn valdamesta mann Rússlands, Yevgeny Prigozhin -- því eru orð hans óskaplega áhugaverð: Síðast ekki síst, hvað hann sagði!
- Fyrst um mannfall, skv. Prighozin of talsmanni hans er mannfall: 10.000 fangar + 10.0000 málaliðar, m.ö.o. 20.000.
Í þeim orðum er ekki gefin upp tala um, særða.
Nema, að talsmaður Prighozhin -síðar- gaf í skyn, að illa særðir væru ca. svipaður fjöldi.
Sem gefur töluna: 40.000 -- fallnir og særðir.
Þetta er auðvitað, langsamlega hæsta tala yfir mannfall, sem nokkru sinni hefur verið gefin upp í Rússlandi, hingað til -- í einni orrustu.
Þetta er auðvitað staðfesting þess, sem allir skynsamir menn hafa grunað, að bardagarnir um Bakhmut er stóðu í 9 mánuði, hafi verið afar blóðugir fyrir Rússa.
Igor Girkin, hæddist af Prigozhin: Hlekkur.
At the time of the beginning of the siege of Bakhmut, there were 35,000 fighters in the ranks of PMCs.
For the entire time of the SVO, 50,000 people were recruited among prisoners.
20% of them (10,000 prisoners) died in battle.
Another 10,000 full-time PMC fighters also died.
For reference: for 10 years of the Afghan war from 1979 to 1989. The Soviet Army lost 15,051 servicemen.
I hope to explain what a meat assault is not necessary.
Girkin hefur margsinnis bloggað um herstjórn Rússa -- gagnrýnt þ.s. hann kallar kjötárásir -- hann t.d. notaði oft samlíkingu við, Verdun í Frakklandi þ.s. var fræg orrusta í Fyrri Heimsstyrrjöld, talaði um að -- hverju þorpi væri breytt í Verdun -- hann vísar til aðferða ekki einungis, Prighozhin, heldur einnig rússn. hersins.
--M.ö.o. hann hefur talið þær aðferðir, leiða til óþarflega hás mannfalls.
Hann er auðvitað að ítreka þá gagnrýni, er hann bendir á það hve tiltölulega fáir létu lífið í her Sovétríkjanna - 10 ár í Afghanistan, það að yfirmaður Vagner hefur þar með viðurkennt, að hafa tapað á 9 mánuðum í bardögum um Bakhmut, fleiri hermönnum en Sovétríkin misstu 10 ár í Afghanistan.
Bloggari er kallar sig, Moscow Calling - var mun vinsamari Prighozhin: Moscow Calling.
Unlike the official authorities with the position there are no losses or they are, but this is a secret, Prigozhin may well present the losses as a positive indicator for himself. Firstly, the people love decisive and tough leaders, and a leader who achieves results no matter what is a good leader in the Russian mentality.
Secondly, 20 thousand dead fit into the reasonable estimates that were voiced earlier - about 40 thousand dead and wounded. The ratio of 1:1 between the dead and the wounded also fits well into the horrific situation of military medicine, which simply does not extend the normal ratio of 1:3-4.
In any case, Prigogine data do not contradict common sense, which always happens if you try to take any official report on faith.
Takið eftir -- Moscow Calling, segir stríðstölur Rússa ótrúverðugar.
Orð hans eru þau, að hann fagnar því að Prigozhin -- komi fram með trúverðugar stærðir yfir mannfall; ólíkt því er ávallt eigi við um opinberar tölur.
Mjög sterk orð, fullyrðir beinlínis þær séu ávallt ótrúverðugar.
Mér finnst mjög áhugavert að rússn. bloggari -- þori að segja slíkt blákalt.
Hann vill meina að trúverðugleiki - Prighozhin styrkist, hann sé maðurinn sem hafi róað á móti storminum, haft sigur þrátt fyrir mikla erfiðleika.
Þakkar honum fyrir sannleikann með öðrum orðum.
Igor Girkin, ræðir mannfall Wagner í öðru bloggi: Hlekkur.
So H.V.P. says that the Wagner received 50,000 special contingents from places of deprivation of liberty. Of these, 10 thousand were killed. Fine. Let us say.
But earlier, the same little man said that 26,000 zeks received an amnesty and returned to the national economy.
We subtract 10 and 26 from 50 thousand ... And where are the other 14 thousand???
Rétt að taka fram -- að talsmaður Prighozhin, síðar útskýrði að, ca. svipaður fjöldi og tala fallinna, væru þ.s. hann nefndi: Ílla særðir.
20.000 fallnir + 20.000 særðir = 40.000.
En þegar Girkin skrifar þessa færslu, var sú útskýring greinilega ekki fram komin.
Girkin síðan vísar í -- almennt viðmið um stríð:
Just based on the realities of the current war (the main losses - up to 98% - from artillery fire) - for two killed, there are about three seriously, wounded, of which one will return to duty in a few months (if he has the desire and motivation to do so, which also does not always happen), one more - within a year or a year and a half, and the third will remain a cripple for life and will be unfit for service at all.
--Einmitt, að vanalega eru særðir -sinnum 3- tala fallinna.
Þetta er almennt viðmið um stríð, a.m.k. síðan Fyrri Styrrjöld.
Thus - at the very minimum - "Wagner" suffered irretrievable losses on the way from Popasnaya to the western outskirts of Bakhmut - 40 thousand people.
Talsmaður Prighozhin -- hefur síðan staðfest að vangaveltur Girkin eru réttar: 40.000.
Þetta er auðvitað gríðarlegt mannfall á 9 mánuðum.
Ótrúlegt sbr. að Sovétríkin á 10 árum í Afghanistan 15.051.
Þessir tveir menn hafa staðfest að mannfall Rússa í Bakhmut var óskaplegt.
Þannig að -- NATO lönd lugu engu þar um! - Ummælir Prighozhin um stríðið almennt:
We came aggressively, walked all over the territory of Ukraine in our boots in search of Nazis. While we were searching for Nazis, we knocked out everyone we could. We approached Kyiv screwed up and withdrew. Then on to Kherson, we screwed up and withdrew, -- And somehow it is not shaping up for us.
The most likely scenario for us in a special operation would not be a good one, -- Prighozhin telur að Úkraínuher muni á næstunni gera afar harðar árásir að Rússlandsher sbr. -- They will attack Crimea, they will try to blow up the Crimean bridge, cut off the supply lines. So we need to prepare for a tough war.
Hann segir í meginatriðum, að Rússar hafi hafið stríðið með hamagangi, en gert mörg mistök -- er hafi kostað Rússa stórfellt, það hafi leitt til þess að stríðsgæfan sé að snúast gegn Rússlandi.
--Því þurfi Rússland, að hefja undirbúning strax undir allsherjarstríð. - Hvað um Úkraínu sjálfa?
The special military operation was done for the sake of denazification and demilitarization. Thus, the denazification of Ukraine, which we talked about, we made Ukraine a nation that is known to everyone all over the world...Ukraine has become a country that is known absolutely everywhere.
Hann viðurkennir að -- málstaður Úkraínu hafi vegna innrásar Rússa, fengið heimsfrægð.Rússar hafi kert Úkraínu fræga alls-staðar. - Hvað um her Úkraínu?
Of course, out of correctness I should say the Russian army [is the second best], but I think the Ukrainians today are one of the strongest armies. They have a high level of organization, a high level of training, a high level of intelligence, they have various weapons, ... if they had 500 tanks at the beginning of the special operation, [now] they have 5,000 tanks. If they had 20,000 people able to fight skillfully, now 400,000 people know how to fight. How did we demilitarize it? It turns out that the opposite is truewe militarized her hell knows how,
Prighozhin viðurkennir - þ.s. opnberir rússn. fjölmiðlar hingað til vilja ekki viðurkenna -- að Úkraínuher, hefur ekki veikst í stríðinu -- hann hefur stórlega elfst -sjálfsagt vegna stórfelldra vopnasendinga NATO- hann sé því nú einn öflugasti her heimsins.
Úkraínski herinn auk þessa hafi nú mikla færni. - Síðan spáir Prighozhin hugsanlegri byltingu í Rússlandi: En ráðleggur hvernig enn sé unnt að koma í veg fyrir hana. Prighozhin m.ö.o. vill:
We didnt come up with this special operation. But we saluted and said if weve gone to fuck with the neighbors, we must fuck with them to the end. And it turns out that the men are fighting, while someone else just likes to get their kicks --- The children of the elite smear themselves with creams, showing it on the internet, ordinary peoples children come in zinc (vísar til líkkista rússn.hersins), torn to pieces, ...Society always demands justice, and if there is no justice, then revolutionary sentiments arise.
Hann vísar til elítunnar í Rússlandi, sem ekki taki beinan þátt í stríðinu.
Hann meinar að það óréttlæti að börn hennar lyfi í vellistingum og leiki sér, meðan börn alþýðunnar farist í stórum stíl -- leiði til byltingar, ef ekki sé snúið um stefnu.
This dichotomy can end with revolution as in 1917, when first the soldiers will rise up, and then their loved ones There are now tens of thousands of relatives of those killed. There will probably be hundreds of thousands,
---- Hann spáir rosalegu mannfalli í framtíð.
Að alþýðan rísi upp og hefji dráp á elítu Rússlands, nema að vent sé strax um stefnu. Hann er ekki að tala fyrir friði - heldur allsherjarstríði, þ.s. enginn Rússi fái að skjóta sér undan.
--Þannig verði réttlæti fullnægt, meinar hann.
I recommend to Russias elite to gather your fucking youths, send them to war, and then when you go to the funeral, when you start burying them, then people will say, now everything is fair.
Þannig verði byltingunni forðað, meinar hann. - Þetta sé vegna þess, að Úkraína hafi stórfelfst síðan stríðið hófst, því þurfi Rússland - ef Rússland á ekki að tapa, að hefja strax allsherjar-hervæðingu, og í því samhengi megi ekki undanskilja nokkurn Rússa; annars verði bylting.
--Ég hef orð Prighozhin sjálfs fyrir þessu. Þetta er ekki, vestrænn áróður.
We must stop building new roads and infrastructure facilities and work only for the war, to live for a few years in the image of North Korea, --- If we win, we can build anything. We stabilize the front and then move on to some kind of active action.
Hann meinar að staða Rússa sé það slæm í stríðinu -- að til slíkra örþrifaráða þurfi að grípa, ef stríðið eigi ekki að enda illa fyrir Rússa.
Ég verð virkilega að segja að -- mér finnst mat Prigozhin á stöðu Rússlands, óskaplega forvitnilegt!
Ekki síst vegna þess, að hann hreinilega hrekur meira eða minna allar fullyrðingar opinberra rússneskra fjölmiðla um stöðu Rússlands, og stöðu Úkraínu í stríðinu!
Niðurstaða
Ég fæ ekki betur séð en að Prigozhin nokkurn veginn viðurkenni nær allt þ.s. Vestrænir fjölmiðlar og, leynistofnanir NATO landa hafa sagt um stöðu stríðsins.
M.ö.o. að NATO lönd hafi engu logið.
Prigozhin, viðurkennir að hafa tapað á 9 mánuðum, fleiri mönnum en Sovétríkin 10 ár í Afganistan.
Hann viðurkennir að þvert á fullyrðingar Rússn. miðla um annað -- hafi Úkraína stórfelfst síðan stríðið hófst, líklega gjafir NATO um margt því að þakka.
Að auki, viðurkennir hann það að staða Rússlands í stríðinu -- núna, sé slæm.
Að ef ekki sé gripið til örþrifaráða fljótlega, muni Rússland líklega fara hallloka í stríðinu.
Prigozhin, samt telur stríðið enn vinnanlegt.
En einungis með því örþrifaráði að stríðsvæða allt hagkerfið undir hernaðarframleiðslu, senda alla rússn. karlmenn óháð stöðu í stríðið -- hann spáir hundruða þúsunda mannfalli (hann meinar af Rússlands hálfu); en að kannski geti Rússland unnið með þess lags örþrifaráði.
Þar fyrir utan, vill hann taka upp -- alræðisfyrirkomulag, telur það nauðsynlegt, segir að Rússland verði að verða eins og Norður Kórea.
- Ég sé ekki betur en að Prigozhin, hafi kollvarpað nokkurn veginn öllum stríðsáróðri Rússa -- þ.s. teiknuð er upp allt önnur mynd en sú, Prigozhin teiknar.
- Meðan að sú mynd Vestrænir fjölmiðlar teikna, er miklu mun nær þeirri mynd af stöðu Rússlands í stríðinu, Prigozhin teiknar.
Prigozhin virðist hreinlega viðurkenna það að Vestrænir fjölmiðlar, og Vestræn stjórnvöld hafi -- alls ekki verið að íkja í þeirra fregnum af stríðinu.
Til viðbótar -- dáist ég af hugrekki karlsins!
Ég meina, margir hafa verið handteknir/fangelsaðir í Rússlandi fyrir minna.
En að kollvarpa meira eða minna, áróðri stjórnvalda um stöðu Rússlands og Úkraínu.
Meira að segja er nokkuð um að menn séu drepnir fyrir slíkt.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úr því að þú lítur á Progozhin sem áreiðanlega heimild þá er vert að benda á að hann segir að Úkrainumenn hafi misst 120.000 hermenn í Bakhmut,fallna og særða.
Það er í sjálfu sér ekki útilokað í ljósi þess að það voru 32 Úkrainsk stórfylki sem tóku þátt í bardögunum á einhverjum tímapunkti.
Sum oftar en einu sinni ,eftir að hafa verið endurnýjuð.
Fullmannað stórfylki getur talið 8000 manns eða 256.000 manns samtals.
Miðað við hvernir Úkrainski herinn haga hernaði sínum er 50% manntjón fyllilega raunhæft. Fallnir og særðir þar að segja.
Þessi orusta á eftir að fara í sögubækurnar vegna stærðar sinnar og við skulum ekki gleyma því að Úkrainumenn töpuðu henni á öllum sviðum.
Þeir urðu fyrir þrisvar sinnum meira tjóni en andstæðingurinn og töpuðu borginni að lokum.
Þó að Bandarísk hernaðaryfirvöld séu ekki upp á marga fiska ,þá er vert að hrósa þeim fyrir að þeir vöruð við þessu strax í upphafi orustunnar.
Þetta með Progozhin er hið dularfyllsta mál.
Kallinn hangir allan daginn í fjölmiðlum og dælir úr sér hernaðarleyndarmálum eins og enginn sé morgundagurinn ,og enginn segir neitt.
Eins og þú bendir á þá væru svona menn að öllu eðlilegu komnir fyrir herrétt og búið að skjóta þá. Gildir þá einu hvaða her það væri.
En kallinn leikur ennþá lausum hala og eykur í ef eitthvað er.
Þetta er hreilega of gott til að vera satt frá sjónarmiði NATO.
Oft á tíðum er það einmitt þannig að það sem er of gott til að vera satt,er ekki satt.
Við skulum hafa í huga að Rússar vilja fá Úkrainumenn í sókn.
Það er af því að það er lang auðveldast fyrir þá að eyða Úkrainska hernum þegar hann er í sókn. Þá er hann berskjaldaður fyri stórskotalið og flugvélum.
Hvað er betra til að lokka andstæðinginn í sókn ,heldur en að þykjast vera veikur og óviðbúinn.
Það er meira en líklegt að þetta sé ástæðan fyrir að Progozhin er ekki kominn í grjótið eða búið a stilla honum upp við vegginn.
Ég held að Úkrainsku yfirmenn hersins viti þetta,enda eru þeir skólaðir í Sovéska skólanum.
Það er ástæðan fyrir að þeir þumbast við og finna allskonar afsakanir til að fresta sókninni.
Pólitíska ástandi í NATO ríkjunum kallar hinsvegar á einhver afrek og það ræður örugglega úrslitm.
Við fáum væntanlega sókn innan hálfs mánaðar.
Ósigur Úkrainumanna verður svo túlkaður sem sigur í fjölmiðlunum okkar eins og ósigur þeirra í Bakhmut.
Vert er að hafa í huga að Rússneski herinn sem slíkur er nánast ósnertu.
Hann hefur hvergi tekið þátt í mannskæðum átökum.
Hann hefur að mestu sinnt landamæragæslu og skotið fallbyssuskotum yfir víglínuna.
Það verður spennandi að fylgjast með þegar Úkrainumenn verða loksins reknir til að gera sókn.
Bandaríkjamenn segjast vera búnir að undirbúa þessa són í fjóra mánuði. Það verður eitthvað.
Ég veðja á að þeir komist í gegnum tvær víglínur,en þá verði þeir bensínlausir ef svo má segja.
Þetta verður eins og sókn Úkrainumanna á vængjunumvið Bakhmut.
Að sunnanverðu komust þeir í gegnum víglínu Rússa og öll viglína Rússa hörfaði.
Þetta gerðist í tvígang að sunnanverðu og einu sinn að Norðanverðu.
Þá var allt lok lok og læs og nú eru Úkrainumenn byrjaðir að tapa aftur því sem þeir unnu.
Mannfall þeirra var mikið,eða um 1700 manns ,segir Progozhin og ekki lýgur hann.
Borgþór Jónsson, 27.5.2023 kl. 20:23
Borgþór Jónsson, -Úr því að þú lítur á Progozhin sem áreiðanlega heimild- Boggi minn, maðurinn veit hvað hann hefur sjálfur misst, um það hlýtur hann að vera áreiðanleg heimild.
-hann segir að Úkrainumenn hafi misst 120.000 hermenn í Bakhmut,fallna og særða- Ekki sénst hann viti hvað Úkraínumenn misstu, þ.s. hann var ekki með augun á þeirri hlið.
-Miðað við hvernir Úkrainski herinn haga hernaði sínum er 50% manntjón fyllilega raunhæft.- Eins og vanalega snýrðu hlutum á haus. Úkraínumenn voru í vörn allan tímann - í varnarvígum. Þú skilur hvernig varnarvígi virka - eða hvað? Meira að segja rússn. herinn, telur þau ekki gagnslaus, eftir allt saman er rússn. herinn búinn að grafa mjög mikið af þeim. Ég skal segja þetta einfalt svo að barn skilur - þá kannski er það nægilega einfalt fyrir þig. Herinn sem verst í vígi - tekur minna manntjón. M.ö.o. það getur ekki verið nokkur skynsamur vafi -þverhausar eins og þú teljast ekki til skynsamra- að Úkraínumenn, vegna þess að þeir voru í vörn allan tímann - í vígum er veita a.m.k. nokkur skjól - þar á meðal fyrir stórskotahríð -- menn hafa kunnað að gera Skotgrafir síðan WW1. Að sem sagt, Úkraínumenn höfðu minna manntjón. En herinn sem sækti að. Vegna þess -aftur hef ég þetta einfalt eins og fyrir barn- að herinn sem sækir að - er þá ekki í vígi -- sannarlega hafa Úkraínumenn einnig stórskota-lið, og þeir kunna að beita því - þegar hermenn sækja fram, þá fara þeir úr hvaða því vígi þeir áður voru í - eru þá án skjóls fyrir stórskotahríð og annarri skotrhíð. Þetta gerður rússn. hermennirnir statt og stöðugt. Þannig, að það getur enginn skynsamur maður haldið því fram að það sé sennilegt, að manntjón Úkraínu hafi verið meira en Rússa. Það skiptir engu þó Rússar hafi flr. byssur -- vígi veita vörn gegn stórskota-hríð, nema skotin detti beint ofan í skotgröfina, sem gerist afar sjaldan. Aftur, meira að segja rússn. herinn veita þetta -- sem skýrir af hverju -- rússn. herinn er nú að grafa fullt af skotgröfum. Því þeir vita að að þeim verður sókt. Og þá að sjálfsögðu snúast spilin við, og Rússar fá að leika þann aðila, er hefur skjól af því að vera í vígi -- og þá má vel vera að manntjón Úkraínu verði meira. Það er meira að segja afar sennilegt. Þegar sókn Úkraínu loksins hefst.
-Þessi orusta á eftir að fara í sögubækurnar vegna stærðar sinnar og við skulum ekki gleyma því að Úkrainumenn töpuðu henni á öllum sviðum.- Nei manni, þessi orrusta var ekki íkja stór. Hún bar bara löng. Ég meina, manntjón Rússar -- í Bakhmut getur hafa verið 100þ. fallnir + særðir, þ.s. 40.000 skv. skilgreiningu vagner - 20.000 fallnir + illa særðir. Telur einungis manntjón Wagner. Rússn. herinn var einnig þarna, a.m.k. fyrrin hluta bardagans -- var mikið af rússn. -regular- hermönnum. Og þeir hafa örugglega alls ekki haft minna manntjón -- en Wagner. 100.000 fallnir og særðir -- er mögulegt umfang manntjón Rússa, ef allt væri talið. Þú komst fyrst með töluna - 100.000. En þ.e. klassískt að Rússar komi með -projection- þ.e. varpi eigin tölu yfir á hinn aðilann.
-Þeir urðu fyrir þrisvar sinnum meira tjóni en andstæðingurinn og töpuðu borginni að lokum.- Þetta er fantasía úr rússn. opinberum miðlum -- tókstu ekki eftir því, bloggarinn Moscow Calling -- sagði opinbera rússn. miðla, alltaf óáreiðanlega. Hann m.ö.o. sagði að þeir væru alltaf að ljúga. Þú ættir kannski að hlusta á þann -rússn.- bloggara í staðinn. Fyrst að hann segir rússn. almenna miðla alltaf ljúga. Hefur hann greinilega e-h af starfandi heilastarfsemi. Þ.s. líklegur sannleikur er, að Rússar urðu fyrir 3-svar sinnum mannfalli Úkraínu. Rússar stunda þetta -projection- dæmi, þeir vita hvað þeir hafa misst -- ljúga síðan það sé tjón hins aðilans.
-Vert er að hafa í huga að Rússneski herinn sem slíkur er nánast ósnertu.- Nenni ekki að svara þér frekar -- því seinni hluti færslu þinnar var hrein froða. Sem sagt, þú getur ekki samþykkt sannleikann - þegar hann kemur frá Rússa - Wagner karlinn sagði þér - segir þér; Rússar hafi tapað stríðinu. Þ.e. einmitt þ.s. Wagner karlinn sagði -- stríðið er tapað. Auðvitað veit Wagner karlinn þetta -- síðan vegna þess að greinilega fór heilinn þinn í graut - vegna þess að þú vilt ekki trúa þessu, þó Wagner karlinn segi þér þetta blákalt.
Málið er að þ.s. Wagner karlinn segir -- er sá sannleikur -- Úkraínski herinn hefur aldrei verið sterkari. Að sjálfsögðu þíðir það, að Úkraínski herinn hefur ekki verið að bíða það -tjón- nokkurs staðar nærri þeim skala, sem rússn. opinberir fjölmiðlar - froða upp. Moscow-Calling, bloggarinn tjáir það skýrt - opinberu fjömiðlarnir í Rússl. ljúga.
Og hann þakkaði Wagner karlinum fyrir sannleikann. Það ættirðu einnig að gera.
Þess vegna segir Wagner karlinn, að Rússland verði að safna nýju liði - hervæða allt landið, og hann spáir mörg hundruð þúsunda manntjóni. Venga þess að hann veit það þegar -- að stríðið er tapað fyrir Rússland, nema allt samfélagið fari í stríð. M.ö.o. hann vill líklega senda 2.000.000 manna her t.d. nk. vor til Úkraínu, líklega reiknar með því að þá verði her Úkraínu það öflugur, að bardagar muni drepa kannski 1/3 af þeim her.
En það þíðir, að Wagner karlinn er að segja stríðið annars tapað. Þú ættir að taka heilann úr buxtnastrengnum, og skilja þetta. Að sjálfsögðu er stríðið tapað vegna þess að Rússn. herinn beið gríðarlegt manntjón í Úkraínu.
Þ.e. alger þvættingur að það sé til fjölmennur rússn. her í Rússlandi enn ósnertur í dag.
Sannleikurinn er þvert á móti sá, að líklega er varla nokkur her eftir innan Rússlands.
Rússn. herinn sé útbrunnið skar.
Svo rosalegt hafi manntjón Rússa verið þennan vetur -- að Rússn. herinn sé búinn, sprunginn. Þetta veit Wagner karlinn. Þess vegna kallar hann eftir algerri hervæðingu -- því Rússland þurfi að búa til nýjan her, ef Rússl. ætlar að halda stríðinu áfram.
Rússn. herinn sem til var, sé nú nær allur skotinn í spað í ÚKraínu. Það sé sá sári sannleikur - sem Wagner karlinn er í reynd að benda á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.5.2023 kl. 00:30
Ég les ekki Rússnesska fjölmiðla ,en ég tel alveg víst að þeir ljúgi.
Sama gegnir um fjölmiðla Vesturlanda. Það kemur aldrei satt orð út úr þeim.
Það voru aldrei neinir Rússneskir hermenn í Bakhmut og lengst af þá sáu Wagne líka um að verja vængina.
Síðustu vikurnar þá tæóku Rússnneskir hermenn við vængjunum og Wagner herti sóknina í borginni sjálfri.
Sama gegnir um Solidar. Það voru bara Wagner liðar þar og líka í Popasnia.
Tétéarnir sáu um Mariupol eins og þú kannski manst.
Rússnesskir hermenn hafa aldrei tekið þátt í stórorustu af neinu tagi.
Það er rangt að sóknarher þurfi að vera þrisvar sinnum stærri en varnarliðið.
Hið rétta er að sóknarherinn þarf að hafa þrisvar sinnum meira "firepower". Rússar höfðu mun meira en þrisar sinnum meira "firepower" í Bakhmut.
Fyrir það fyrsta þá höfðu þeir að minnsta kosti þrisvar sinnum meira magn af stórskotaliði og að auki höfðu þeir flugher ,sem Úkrainumenn höfðu ekki.
Endalokin urðu þau að Úkainumenn töpuðu orustunni með miklu mannfalli.
Fyrir utan að hafa meira Firepower þá nutu Rússar þess að auki að geta skotið á andstæðinginn frá þremur hliðum.
Í bardaga af þessu tagi þá falla 90% hermanna fyrir stórskotaliði. Sá sem hefur stærra stórskotalið vinnur.
Þetta er hinsvegar seinlegt af því að það getur tekið marga daga að hreinsa óvininn út úr einhverju húsi.
Það sem gerði málið enn verra fyrir Úkrainsku hermennina var að þeim var skipað að verja allar stöður til síðasta manns. Hvert einasta stórhýsi og hverja skotgröf.
Það getur ekki endað nema á einn veg.
Rússar berjast ekki svona.
Ef að þeir sjá fram á mannfall þá bakka þeir strax til að forðast mannfall.
Ekki bara þeir sem eru að fara halloka,heldur öll víglínan. Þeir bakka í næstu stöðu.
Á meðan dynur skothríðin á sóknarhernum sem er þá oftast á berangri.
Þetta er ástæðan fyrir að Úkrainumenn misstu 1700 manns þegar þeir sóttu gegn vængjunum við Bakhmut.
Wagner sótti ekki stöðugt fram eins og þú segir.
Þeir voru oft stopp dögum og jafnvel vikum saman. Það var af því að þeir voru að brjóta niður andstöðuna með stórskotahríð,ÁÐUR en þeir sóttu fram.
Nú berast þær gleðifréttir a Ivan Khurs hafi komið algerlega óskemmdur til hafnar eftir að Úkrainumenn sprengdu hann í loft upp að eigin sögn.
Skipinu var fagnað af lúðrasveit.
Borgþór Jónsson, 28.5.2023 kl. 02:50
Borgþór Jónsson, -Það voru aldrei neinir Rússneskir hermenn í Bakhmut- þá veistu ekki eins mikið og þú heldur. Orrustan um Bakhmut hófst í reynd í Maí 2022, þó flestir miða við Ágúst 2022 -- það var rússn. -regular- herinn, sem sá um bardaga er leiddu Rússland, að svæðum í grennd við Bakhmut -- Wagner tekur yfir þegar Rússar eru nærri borgarmörkum. Meðan, rússn. herinn heldur áfram orrustum fyrir Sunnan og Norðan Bakhmut. Spurningin er -hvar þú setur akkúrat mörkin við- hvað við köllum orrustuna um Bakhmut. Það fórust margir rússn. -regular- í bardögum í þeim fyrri hluta, áður en Wagner er úthlutað sem verkefni -- að taka borgina sjálfa. Þar fyrir utan, þá fórust áfram margir rússn. -regular- í bardögum á svæðum, fyrir Norðan og Sunnan, þ.s. þeir bardagar héldu áfram. A.m.k. fyrstur 3-mánuðina á þessu ári. Hinn bóginn virðist að dregið hafi mjög máttinn úr rússn. hernum -- þegar kemur fram í miðan Apríl. Síðan Apríl, er eins og að rússn. -regular- herinn, grafi sig niður -- virðist frá þeim punkti fókusa á lagningu hindrana, og að grafa skotgrafir. Ca. frá miðum Apríl - fram til loka bardaga um Bakhmut - eru árásir Wagner, nánast eina sóknar-aðgerð Rússa í gangi. Þetta er einföld -observation- ég fylgdist með því á kortum, hvernig staðan breyttist viku frá viku, hvar bardagar voru og hvar ekki -- þ.e. greinilegt að rússn. herinn, hættir að mestu sóknar-aðgerðum ca. um miðan Apríl. Meðan, að það virðist greinilegt, að Wagner hafi skipanir um að klára Bakhmut -hvað sem það kostaði.- Enda sást það á kortum og fréttum, að linnulausir bardagar voru allan loka-mánuð orrustunnar um Bakhmut.
-Rússnesskir hermenn hafa aldrei tekið þátt í stórorustu af neinu tagi.- Það er þvættingur. Rússn. herinn var beið gríðarlegt manntjón í bardögum á sl. sumri, þ.e. vorsókn Rússa það ár - þ.s. borgirnar Lysichansk og Sivierodonetsk - voru teknar fyrir rest. Þeir bardagar voru stærri - en orrustan um Bakhmut, þ.e. mannfjöldinn í bardögum meiri og manntjón án vafa -- verulega meira. Vesturveldi áætla manntjón Rússa - 2022 200.000.
1. Fyrst í bardögum um, veturinn á undan vorinu 2022, þ.s. rússn. -regular- herinn háði harða bardaga með miklu mannfalli, í atlögu að borginni Kharkiv - og auðvitað í tilraunum til að taka Kiev -- þú kannski mannst eftir -lestinni löngu- þ.s. 40km. löng röð af rússn. farartækjum, frá skriðdrekum - liðsflutningatækjum á beltum yfir í herbíla -- sat föst í nokkrar vikur undir stöðugum árásum; talið að í þeim bardaga einum hafi rússn. -regular- herinn, misst 20þ. látna a.m.k. -- 3-faldan þann fjölda líklega særða. Það telur ekki mannfall -regular- rússn. hersins, í tilraunum rússn. hersins er sókti nærri borgarhliðum Kiév frá Hvíta-Rússl. - né mannfall -regular- rússn. hersins í bardögum nærri Kharkiv. Þar fyrir utan, réðist -regular- rússn. herinn að varnarlínum úkraínska hersins í Donetsk og Lugans, og auðvitað í S-Úkraínu. Þeir bardagar voru allir harðir -- allir mannskæðir, fyrir báða aðila þ.e. Rússa og Úkraínumenn.
2. Fullyrðing þín að rússn. herinn sé nær ósnertur er svo fáránlega úr korti við veruleikann -- að sú fullyrðing á ekkert annað en hlátur skilið. Það var einmitt vegna gríðarlegs manntjóns rússn. -regular- hersins í bardögum -- sl. árs. Að Pútín fyrirskipaði -herútboð- þú kannski mannst eftir því. En það var einmitt, til þess að mæta því mikla manntjóni. Þar fyrir utan, skipaði Pútín einnig -- Wagner sveitum að hefja þátttöku í stríðinu. Og þess fyrir utan, dróg hann Téténa inn í það. Fyrir vorsókn rússn. hersins 2022 -- tíndi Pútín til allt þ.s. Pútín gat fundið, af viðbótar liði. Sú vorsókn var síðan gríðarlega óskaplega dýr fyrir rússn. herinn. Án nokkurs vafa var mannfall -regular- rússn. hersins í bardögum um Lysichansk og Sivierodonetsk -- a.m.k. 2-falt yfirlýst mannfall Wagner sveitanna, hugsanlega svo mikið sem 100.000 fallnir og særðir.
3. Þú þarft að skilja -- að Pútín afhendi Wagner Bakhmut, vegna veikleika rússn. hersins. Vegna þess, að rússn. herinn er nærri útbrunninn þegar á þeim punkti, vegna óskaplegs manntjóns bardaganna á undan. Það er greinilegt nú, að Rússland á nær engan her eftir. Ég meina, nær engan her eftir innan Rússlands. Nema, að nýr her sé auðvitað búinn til.
Það auðvitað skýrir ályktanir Wagner karsins. Hann er að segja stríðið tapað. Þ.e. alveg skýrt af hans orðum. Nema, og einungis nema að gripið sé til -neyðaraðgerða- sbr. algert herútboð - taka allt hakgerið undir stríðið. Ath. Wagner karlinn segir einungis að stríðið vinnist þá kannskli. Sem skýrt segir, að ella telur hann það tapað. Sú ályktun hans getur ekki verið skýrari. Ég held að Wagner karlinn viti þetta líklega mun betur en þú.
-Ef að þeir sjá fram á mannfall þá bakka þeir strax til að forðast mannfall.- Jesús kristur - hvílík steypa. Rússar óðu í gegnum Lysichansk og Sivierodonetsk algerlega burtséð frá mannfalli. Ég skil ekki hvernig þú ferð að því að fylgjast með fregnum en samt missa af því að Rússn. herinn háði gríðarlega harða bardaga -- hvern á eftir öðrum frá Febr. 2022 -- Júlí 2022. Undir júlílok lauk sóknaraðgerð rússn. -regular- hersins í Lysichansk eftir fall hennar, en Sivierodonetsk féll rétt á undan. Þá hafði rússn. herinn einmitt barist með þeim hætti mánuðum saman -- sem þú staðhæfir hann geri ekki.
-Það var af því að þeir voru að brjóta niður andstöðuna með stórskotahríð,ÁÐUR en þeir sóttu fram.- Þú bullar stöðugt. Þú greinilega vilt ekki hugsa - þ.e. ljóst. Meira að segja þegar Wagner karlinn -- segist hafa haft 40.000 manna manntjón. Þá bullar þú slíkri ræpu. Þú einnig hundsar ábendingar um það, að Úkraínumenn vörðust í veg víggirtum vígum -- sem veita skjól gegn stórskotahríð. Þannig, að þ.s. þú fullyrðir að hafi gerst er einfaldlega ómögulegt. Þar fyrir utan, gerðu Wagner liðar mörg áhlaup sem hrundið var, eins og þú hafi einfaldlega ekki lesið nokkra frétt um átökin meðan þau stóðu yfir -- þ.s. samfellt í 6 mánuði gerðu Wagner liðar yfirleitt 3-4 áhlaup per dag, beittu Fyrra-Stríðs aðferðum -- þess vegna talar Girkin um -kjötárásir- þ.s. þvert á það glundur þú skrifar, voru sóknar-aðgerðir Rússa sl. 6 mánuði gríðarlega mannskæðar. -
Þetta er ástæðan fyrir að Úkrainumenn misstu 1700 manns þegar þeir sóttu gegn vængjunum við Bakhmut.- Bein spurning, Wagner karlinn hefur viðurkennt 40.000 Wagner liðar féllu eða særðust. Þú segir, 1700. Greinilega veit Wagner karlinn, betur en þú að hann hafi misst 40.000. Þú einfaldlega hundsar upplýsingar -- sem passa ekki við þ.s. þú vilt trúa.
Meira að segja þegar, Wagner karlinn hefur persónulega viðurkennt. Ef þú getur ekki einu sinni samþykkt - þ.s. einn helsti herforingi Rússa segir. Þá ertu vonlaus með öllu.
Ef þú heldur áfram að loka augunum og eyrum eins og þú gerir -- nenni ég ekki að tala við þig frekar.
En þ.e. greinilegt að rússn. herinn hefur beðið óskaplegt tjón, þ.e. almennt talið að milli 90-95% af rússn. hernum sé þegar í Úkraínu, þ.e. þ.s. eftir er af rússn. her. M.ö.o. sé engin umtalsverður her til í Rússlandi.
Þess vegna auðvitað segir Wagner karlinn að Rússland þurfi að gera allsherjar mobilization - m.ö.o. búa til nýjan her.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2023 kl. 18:24
Progozhin hefur enga kunnáttu í hernaði frekar en ég og hefur greinilaga frekar lítið vit á honum.
Hann er bara naflaskoðari sem heldur að þessi stríðsátök snúist um herflokkinn hans ,sem þau gera ekki.
Hann er bara lítið peð í þessu stríði, peð sem hefur afar takmarkað hlutverk.
Hann er stöðugt eins og uppblásinn hvalur,en þegar á hólminn er komið þá hlýðir hann eins og þægur hundur.
Hann tilkynti með látum að hann ætlaði að yfirgefa Bakhmut 25. maí ,en þegar Surovikin hafði hringt í hann og gert honum ljóst að hann skyldi hlýða ellgar hafa verra af ,þá lyppaðist hann niður og það eru ennþá Wagner liðar í Bakhmut í einhverskonar samfélagsþjónustu.
Það verður þó að viðukenna ,að það er trúlega ekki þægilegt að fá símtal frá Surovikin, þannig að honum er vorkunn.
.
Varðandi þessar orustur sem þú nefnir þá voru það í engu tilfelli Rússneski herinn sem tók þessar borgir.
Það voru LPR, DPR, Wagner og Téténar.
Rússneski herinn hefur aldrei barist í borg.
Jafnvel Úkrainumenn halda því fram að Rússar hafi ekki misst nema 4.000 manns fallna við Kharkow ,sem er væntanlega tíföld raunveruleg tala að venju.
Rússar segja að 276 Úkrainumenn hafi fallið.
Ástæðan fyrir þessu litla mannfalli var að það var aldrei gerð tilraun til að taka borgina.
Rússneski herinn umkringdi borgina á tímabili,en herinn réðist aldrei á hana. Það var aldrei nein orusta um Kharkow.
.
Wagner var ekki skipað að taka Bakhmut vegna þess að Rússneski herinn var að niðurlotum kominn,heldur af því að hann ræðst aldrei á borgir.
Ástæðan fyrir þessu er að Rússneski herinn er mjög vélvæddur ,en hefur lítið fótgöngulið.
Þetta hentar yfirleitt ágætlega á víglínu,en ekki mjög vel í innanbæjarbardögum.
Málið hefur verið leyst með því að fá fótgöngulið annarsstaðar frá. DPR,LPR,Wagner og Téténa.
Nú mjög nýlega hefur verið stofnuð svona deild innan Rússneska hersins og ég held að hún sé við störf á norður svæðinu þar sem þeir hafa undanfarna daga ráðist yfi Oskl ána og tekið þar tvö bakkaítök og eitt þorp.
Sumir telja að þetta sé liður í að einangra Úkrainska herinn sem hefur að undanförnu verið að ráðast á þorp í kringum Belgorod.
Það virðist sem varnir Úkrainumanna séu veikar á þessu svæði,allavega tóku þeir þessi bakkaítök frekar auðveldlega og þorpið tóku þeir að mestu án bardaga.
.
Það sem Rússneski herinn hefur gert er að berjast á víglínum þar sem þeir hafa haft gríðarlega yfirburði í stórskotaliði allan tímann,og það endurspeglar hlutföllin í mannfallinu.
Þeir hafa líka þjónustað Wagner LPR, DPR og Téténa með stórskotalið ,eldflauga árásir og loftárásir eftir þörfum.
Gríðarlega stór meirihluti þeirra hermanna sem farast eða slasast gera það vegna stórskotaárása.
Rússar hafa miklu stærra stórskotalið .og miklu betra stórskotalið.
Tos 1 flaugarnar eru í algerum sérflokki í þessum efnum ,og Úkrainumenn hafa ekkert slíkt. Í þokkabót hafa Rússar stóraukið gildi TOS 1 með því að tvöfalda drægi þeirra þegar það var nokkuð liðið á stríðið.
Það er óhugnanlegt að sjá myndir af valnum eftir slíka árás .
Úkrainsku hermennirni liggja bara dánir út um allt og það sér ekkert á þeim, Ekkert blóð og ekki neitt.
.
Herútboðið fór fram af því að herinn sem fór upphaflega inn í Úkrainu var alltof lítill. Hann var ekki nema þriðjungur af heraflæa Úkrainumanna ,reyndar tæplega.
Þrátt fyrir smæð sína þá tókst honum að afvopna Úkrainska herinn að mestu.
Þegar NATO fór hinsvegar að ausa inn þungavopnum í Úkrainu,þá var ljóst að það þyrfti stærri her.
Það var gert
Eins og stendur er ekki að sjá að það sé nein þörf fyrir stærri her.
Það er alveg galið að vera með stærri her en þarf til verksins. Það kostar peninga og það veldur samfélagslegum og efnahagslegum vandræðum að óþörfu.
Nýlega var upplýst að Rússar notuðu bara 3% af þjóðarframleiðslu til að fjármagna stríðið.
Þetta voru smá vonbrygði fyrir NATO ríkin,en þetta sýnir að Rússar eru að gera þetta hárrétt.
Progozhin og Girkin hafa stóra vöðva,en ekki að sama skapi stórann heila.
Þeir eiga erfitt með að horfa út fyrir naflann á sér og sjá heildarmyndina.
Það er ekki fyrir taugasjúklinga að standa í stríði.
Borgþór Jónsson, 5.6.2023 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning