Ég legg til að fólk leggi eigið mat á það hvort orrustan sé búin - sbr. að Úkraína staðhæfir að orrustan sé ekki búin, hinn bóginn virðist a.m.k. Bakhmut mjög nærri öll í höndum Rússa skv. korti MilitaryLand.Net.
Staðan Bakhmut, 21/5 sl.
Sbr. mynd, þá annaðhvort - hörfaði Úkraínuher frá stöðu Úkraínuher hélt fram að sl. föstudegi, eða að stórárás Wagner - bardagar sl. laugardag, þvinguðu fram 'flótta' Úkraínumanna frá þeim stöðum.
A.m.k. greinilega halda Úkraínumenn nú einungis afar litlu svæði.
Einhverjar íbúðahúsagötur -- líklega alfarið í rúst.
- Kortið sýnir hreyfingar úkraínskra hersveita frá Bakhmut -- upp í hæðirnar fyrir ofan Bakhmut, þ.s. líklega Úkraínumenn geta viðhaldið skothríð á stöðvar Rússa fyrir neðan.
Líklega er ekkert eftir fyrir neðan, nema rústir hvort sem er. Ásamt rússn. hermönnum
Mynd sýnir stærri yfirlitsmynd - svo atburðir skiljist í samhengi!
Var þetta þess virði fyrir Rússland?
Skv. mati Bandaríkjanna -- höfðu Rússar misst ca. 20.000 látna, og 80.000 særða, m.ö.o. samanlagt ca. 100.000 í bardögum í A-Úkraínu -- 5 mánuði frá Des. 2022 - loka Mars 2023.
Mat Bandaríkjanna, að mannfall Úkraínu væri líklega -- ca. helmningur.
Þ.e. 50.000 ca. heildarmannfall, vs. 100.000 ca. heildarmannfall Rússa.
- A.m.k. er yfirgnæfandi líkur á meira mannfalli Rússa.
Vegna þess, að Rússar taka stöðugt meiri áhættu.
Því rússn. hermenn - stöðugt stigu upp úr varnarvígum.
Til að sækja að vígum Úkraínuhers. - Að sjálfsögðu, þegar hermenn - stíga úr vígum sínum.
Til að sækja að andstæðingum sínum - þá eiga þeir meira í hættu.
En hermenn, sem skýla í vígum síns hers.
- Ef einhver efast um þann sannleik.
Þá bendi ég viðkomandi á, að Rússar sjálfir hafa reist miklar víggirðingar á sinni hlið víglínunnar í Úkraínu. - Greinilega telur því her Rússlands -- að víggirtar línur veiti vörn og skjól.
Annars væru Rússar tæpast að verja miklu púðrí í uppsetningu víga á sínum línum.
Auðvitað -- ef Úkraínumenn hefja sókn!
Getur þetta snúist við, að Úkraínumenn hafi meira mannfall.
Það ætti a.m.k. ekki að þurfa að rífast um það, að mannfall Rússa hefur verið meira -- þá mánuði sem orrustur hafa staðið frá Des. 2022 - að dregur að lokum Maí 2023.
Vegna þess, að Rússar hafa statt og stöðugt sókt beint að vígum Úkraínuhers.
Eftir stöðuga bardaga -- 9 mánuði!
Er erfitt að trúa öðru en að vart standi steinn yfir steini í Bakhmut.
Spurningin er um markmið Rússa!
- Ef einungis átti að taka Bakhmut, þá má kalla þau endalok rústirnar séu ca. fallnar, árangur.
Auðvitað á móti, er allt í rúst - mjög líklega.
Nær enginn býr þarna lengur.
Og Rússar hafa tapað verulegu liði - og líklega miklu af vopnum. - Hinn bóginn, ef tilgangurinn var hertaka -- alls Donetsk héraðs.
Sem mig rámar að hafi verið yfirlýstur tilgangur - seint á sl. ári.
Þá er árangur rússn. hersins, afar langt frá því markmiði - ennþá.
Var eitthvað gagn fyrir Úkraínumenn af bardögum í Bakhmut?
- Það má vera, því eftir allt saman geta sömu rússn. hermennirnir ekki verið á tveim stöðum samtímis.
Ef maður ímyndar sér, Úkraína hefði hörfað frá Bakhmut - án þess að veita harkalega mótspyrnu, blasir auðvitað við - að rússn. herinn sem þar hefur barist, hefði þá ráðist að Úkraínu á öðrum stað. - M.ö.o. með því að verjast, berjast í Bakhmut, hafi Úkraína einnig haldið þeim rússn. her -- í og við Bakhmut.
Það má alveg kalla það, tilgang í sjálfu sér.
Að í staðinn, var ekki einhver annar úkraínskur staður lagður í rúst.
Það má því kalla það árangur - að Rússar hafi ekki komist lengra en, að taka Bakhmut.
Hugtakið varnarsigur kannski.
Vakti athygli einungis var einn skriðdreki í Sigurdags hersýningu Pútíns!
Spurningin sem þetta eðlilega vekur, hvað á Rússland mikið eftir af hergögnum?
- 9. maí sýningin var miklu smærri en hingað til í tíð Pútíns.
- Á sl. ári var hún mun veglegri - með miklu flr. hertækjum, fj. skriðdreka.
- Að eini skriðdrekinn var -- T34 - vakti nokkra kátínu, og spurningar.
- Ekki leiða hjá sér heldur að, Rússland seint á sl. ári tók T55 skriðdreka í notkun í Úkraínu-átökum, en þeir eru smíðaðir frá 60. áratug 20. aldar, fram til 1980.
Það er því ekki að undra að menn velta fyrir sér -- hvort Rússlandsher sé nær útbrunninn.
Það má vel hugsa sér það, að Bakhmut sé síðasta borgin í Úkraínu, sem falli til Rússa.
Prigozhin lýsti því yfir, hann ætli að draga lið sitt frá Bakhmut!
Prigozhin also said Wagner would decamp from Bakhmut later this week, leaving Russias army to defend the city...
- Það að yfirmaður Vagner sveita, segist draga lið sitt frá Bakhmut.
- Auðvitað vekur upp enn frekari spurningar.
Hinn bóginn er Prigozhin yfirlýsingaglaður - maður veit því ekki, hvað maður getu tekið mark á.
Niðurstaða
Það eru vísbendingar að Úkraínuher hafi safnað liði - rétt Vestan við Bakhmut.
Það má alveg ímynda sér, að Prigozhin, ætli að hörfa með lið sitt - nærri strax.
Því hann telji að styrkur þess liðs Úkraínuher hafi í hæðunum A-megin.
Sé það mikill, að ekki sé um annað að ræða.
Þá auðvitað væri -- taka Bakhmut, einungis táknrænn atburður.
Því staðan sé líkleg að breytast fljótlega.
Hinn bóginn, veit enginn hvað Úkraína ætlar að gera, nema það að -- flestir telja, þar á meðal Prigozhin sjálfur -- að Úkraínuher ætli sér að sækja fram.
Hvar sú sókn fer fram, veit enginn -- hver veit.
En kannski er það, beint í kjaftinn á her Rússa á Bakhmut svæðinu.
Ég meina, kannski metur Úkraínuher að her Rússa á því svæði, sé það veiklaður eftir blóðtökuna undanfarið -- að þar sé hugsanlega besta tækifæri Úkraínuhers.
Ég ætla ekki að spá nokkru þar um, samt sem áður.
Á hinn bóginn virðist að Bakhmut sé nokkurn vegin öll, fallin eftir 9 mánuði.
Orrusta sem varð umtalsvert lengri en orrustan um Stalingrad í Seinna Stríði.
Það er einungis ákvörðun Prigozhin að -- hörfa frá Bakhmut.
Sem vekur spurningar, hvort að Prigozhin, viti hvar Úkraína ætlar að sækja fram.
Hann kannski veit það nú.
Sem geti þítt, að ef stórsókn Úkraínu á sér stað þar um slóðir.
Að Rússar haldi Bakhmut í afar stuttan tíma!
Hvað gerist á tíminn eftir að leiða fram!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú lest greinilega bara fréttir af MSM sem eru ritskoðaðar af WEF genginu og NATO. Allt sem frá Þessu liði hefur komið varðandi þessi átök frá 2014 er áróður sem á sér litla og oft enga stoð í raunveruleikanum.
Eins og staðan er núna hefur NATO tapað minnst 2/3 af herafla sínum í Úkrainu og það blasir ekkert við þeim annað en skilyrðislaus uppgjöf í hefðbundnu stríð á næstu misserum. Eina spilið sem þau eiga eftri er að grípa sjálf til kjarnavopna.
Guðmundur Jónsson, 22.5.2023 kl. 19:28
https://www.youtube.com/watch?v=wZmL5fkZjZo
Guðmundur Jónsson, 22.5.2023 kl. 20:21
Guðmundur Jónsson, Gummi hættu þessu helvítis rugli.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2023 kl. 00:29
Wagner er ekki að hörfa frá Bakhmut,þeir eru að fara vegna þess að þeir eru búnir með verkefnið sem þeim var falið.
Í staðinn fyrir þá eru eð komaaðrir hermenn.
Þetta er nokkuð merkilegur atburður í ljósi þess að þetta er eina dæmið um að einkafyrirtæki hafi sigrað í stórorustu gegn þjóðarher.
Það er býsna vel gert hjá Wagner,en hlýtur að vekja spurningar um gæði Úkrainska hersins.
Það er líka vert að vekja athygli á því að Rússneskii herinn hefur orðið fyir sáralitlu manntjóni ennþá ,einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki tekið þátt í stórorustu ennþá.
Manntjón Úkrainumanna er margfalt miðað við manntjón Wagner.
Til að reyna að verjast Wagner þá tefldu Úkrainumenn fram þrjátíu og tveimur stórfylkjum.
Þau voru ekki öll á sama tíma,en þau tóku öll þátt á einhverju tímabili.
Eins og komið hefur fram í viðtölum við Úkrainska hermenn var manntjónþessara stórfylkja allt að 70%
90% af Úkrainumönnum sem féllu ,létu lífið vegna stórskotahríðar Wagner,Rússneska hersins og flughers. Þetta kemur fram í viðtölum við Úkrainska hermenn.
Þetta leiðir síðan hugann að því hvernig þessi orusta var háð ,og af hverju hún var svona langdregin.
Annað sem þarf að hugleiða er af hverju borgin er svona illa farin.
Það eru tvennskonar skipanir í gangi í þessu stríði.
Úkrainska skipunin er um að halda landsvæði ,hvað sem það kostar.
Rússneska skipunin er um að láta alltaf af hendi landsvæði til að koma í veg fyrir mannfall.
Þetta eru hlutir sem við sem fylgjumst daglega með átökunum höfum margoft orðið vitni að.
Í Bakhmut byrtist þetta á eftirfarandi hátt.
Úkrainumenn víggirða húsaröð.
Rússar skjóta á hana með stórskotaliði á meðan einhver er uppistandandi.
Úkrainumenn senda fleiri hermenn í húsaröðina til að halda henni.
Svona gat þetta gengið dögum saman ,og stundum jafnvel vikum saman.
Músíkantarnir biðu rólegir á meðan.
Þetta var hægt vegna þess hversu gríðarlega yfirburði Rússar hafa í stórskotaliði.
Þeirra stórskotalið er ekki bara stærra,heldur hafa þeir líka öflugri skotfæri. Stærri byssur,fleiri byssur,stærri Stalinorgel og jafnvel Stalinorgel sem Úkrainmenn hafa alls ekki aðgang að. Á seinni stigum bættist svo Rússneski flugherinn við.
Þegar Úkrainumenn hættu að senda menn fram þá færðu Músíkantarniir sig fram um eina húsaröð.
Þetta kostaði jú eitthvað mannfall,en ekkert á við það sem Úkrainumenn urðu fyrir vegna stórskotaárásanna.
Úkrainumenn höfðu reyndar líka stórskotalið,en það var miklu minna og miklu lakara að gæðum.
Þegar Wagner sótti fram varð að sjálfsögðu mannfall hjá báðum aðilum,en megin mannfallið varð vegna stórskotaliðs.
.
Það er ýmislegt sem rennir stoðum undir þetta,til dæmis þegar Progozin gjörsamlega umturnaðist þegar Wagner missti um 100 hermenn tvo daga í röð.
Þetta var auglóslega margfalt mannfall miðað við það sem hann átti að venjast.
Á sama tímabili voru Úkrainumenn að missa á milli 3-400 hermenn dag eftir dag og það virtist ekki valda neinni ógleði að heitið getur.
Ég held að Selenski sé búinn að gera sér grein fyrir að stórsókn í Zaparozia er feigðarflan og verður svanasöngur Úkrainska hersins.
Það er ástæðan fyrir að hann fer stöðugt undan í flæmingi þegar kemur að því að hefja sóknina.
Biden skipaði honum hinsvegar að hefjast handa, á G7 fundinum í Japan.
Sóknin verður því fljótlega sett í gang.
Biden borgar og það er hann sem ræður ef það kemur upp ágreiningur.
.
.
Borgþór Jónsson, 23.5.2023 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning