Bretar hafa afhent Úkraínu Storm-Shadow flaugar með 250km. drægi -- þetta er líklega verulegt áfall fyrir Rússa, þ.s. Storm-Shadow flaugar eru stealthy, hafa öfluga bunker-busting sprengihleðslu!

Storm-Shadow flaugarnar virðast framleiddar í tveim útgáfum, þ.e. útgáfa til útflutnings 250km. drægi, útgáfa Bretar framleiða fyrir sjálfa sig, með 500km. drægi.
Bretar hafa afhent Úkraínuher, flaugar með 250km. drægi.
Ástæða fyrir vali á smærri týpunni, getur einfaldlega hafa snúist um það.
Hvor útgáfan Mig-29 orrustuvélar Úkraínuhers geta borið.
Mig-29 er ca. á stærð við F-16 vélar, báðar voru þróaðar ca. á svipuðum tíma.
Meðan Kalda-Stríðið enn stóð yfir, hinn bóginn hefur F-16 gengið síðan í gegnum margar kynslóðir, samhliða því -- að nútíma Rússland, hefur ekki uppfært Mig-29 að sama skapi.
Úkraínskar Mig-29, eru sovésk-smíðaðar slíkar, urðu eftir á landi Úkraínu, 1993.
Árið þegar Sovétríkin leystust upp, og fj. svokallaðra Sovétlýðvelda urðu sjálfstæð.
Úkraína auk þessa, hefur -- Mig-29 frá Póllandi, Þýskalandi, og Slóvakíu.
En NATO lönd er áttu slíkar er döguðu uppi á þeirra landsvæðum í lok Kalda-Stríðs.
Hafa afhent sínar vélar er þeir enn áttu í geimslum, til Úkraínu.

Mig-29 undir merkjum flughers Rússlands!

VVS 100th IMG 0691 (7727464290) (cropped).jpg

  • Lengd 17,32m.
  • Vænghaf 11,36m.
  • Flatarmál vængja 38m2
  • Þyngd á væng per fermetra 403kg.
  • Knýr per þyngd 1,09.
  • Hæð frá jörðu 4,73m.
  • Tómaþyngd 11 tonn.
  • Hámarksflugtaksþyngd 18 tonn.
  • Dæmigerð flugtaksþyngd 14,9 tonn.
  • Burðaþol 4 tonn.
  • Drægi 1490km, drægi í orrustu 700-900km.
  • Hámarkshraði 2.450km/klst. eða MAC 2,3.
  • Hámarksklifur 330m/sek.
  • Hámarkshæð 18km.
  • G-takmörkun +9.

Storm-Shadow flaugin!

Storm Shadow

  • Lengd 5,1m
  • Þvermál 0,5m
  • Vænghaf 3m.
  • Drægi 250km. eða 500km.
  • Dæmigerð flughæð 30-40m.
  • Hraði 1000km eða MAC 0,8-0,95
  • Flugleiðsögn: inertial eða GPS. Lokaleiðsögn - infrarauð myndavél.
  • Sprengihleðsla, 1000lb eða 450kg. bunker-busting.

The BROACH warhead features an initial penetrating charge to clear soil or enter a bunker, then a variable delay fuze to control detonation of the main warhead.

  • Flaugarnar voru fyrst notaðar 2003 í Írak. Eru í framleiðslu enn.

Ekki er vitað hversu margar flaugar Bretar hafa afhent til Úkraínu!

Áhugaverð frétt CNN!


Sjá einnig frétt: Why Storm Shadow Missiles Will Terrify Russia.

Það sem mestu máli skiptir!

  1. Drægi Storm-Shadow flauganna, er umfram allt þ.s. NATO lönd fram til þessa hafa afhent til Úkraínu.
    --Bandar. hafa afhent Úkraínu, flaugar með 94km. drægi, fyrir HIMAR skotpalla.
    --Einnig nýrri flaugar -small-diameter bombs- með 145km. drægi.
  2. Storm-Shadow, hefur afar afar öfluga sprengihleðslu, sérhönnuð til að taka út neðanjarðar sérherta staði, sbr. skotfæra-geymslur, stjórnstöðvar, o.s.frv.
  3. Sbr. frétt að ofan, CNN -- í flugi þá fylgja þessar flaugar landslaginu, notast við rafrænt kort af landslaginu á flugleið -- þær eru torséðar á radar, gerðar til að fljúga undir radar -- hafa inertial og GPS leiðsögn. Inertial líklega backup.
  4. Þetta eru í reynd, fljúgandi drónar - þó vanalega séu þetta kallaðar, eldflaugar.
    Hraðinn er ekki rosalegur, þ.e. ca. 1000km/klst. hámark. Hinn bóginn, leggur NATO áherslu á að hafa tæki torséð á radar -- frekar en að hafa þau, hraðskreið.
    Ég hugsa að Rússar muni eiga í miklum vanda með að -- skjóta þær niður.
  5. Eins og frétt CNN útskýrir -- er ekkert svæði í Úkraínu á valdi Rússa, utan skotfæris - Storm-Shadow.

Þetta er því alger bylting fyrir Úkraínuher, að fá þær flaugar.
Og samtímis, gríðarlegt áfall fyrir Rússaher.

  • Ég reikna með því, að Úkraínuher beiti þeim mjög fljótlega!

Það hefur örugglega verið áhugavert verkefni fyrir tæknifræðinga Breta.
Að fá Sovétsmíðuð og nú yfir 30 ára tölvukerfi Mig-29 véla Úkraínuhers.
Til að tala við, miklu mun fullkomnari tölvur -- Storm-Shadow flauganna.

Það hefur líklega falið í sér, afhendingu á einhverjum búnaði.
Sem líklega einungis tilteknar Mig-29 vélar hafa fengið.
M.ö.o. gæti að einhverju leiti hafa verið skipt um tölvubúnað um borð í nokkrum þeirra.

Það fylgir ekki sögunni, nákvæmlega hvernig Bretar fóru að þessu.
En þeir hafa fundið leiðina að takmarkinu, annars hefðu þeir ekki tilkynnt málið.

 

Niðurstaða
Hrein og tær bylting fyrir Úkraínu, að fá vopn sem nær alls staðar þ.s. Rússar hersitja svæði innan Úkraínu. Þar fyrir utan, er sprengihleðsla vopnsins stór og öflug, ásamt því að vera sérhönnuð til að taka út -- niðurgrafna sérherta staði. Þ.s. vopnið er torséð á radar, skv. bestu tækni NATO ræður yfir, er afar ólíklegt að Rússar hafi einhverja verulega möguleika til að granda vopninu á flugi, í leið átt að skotmarki.

  1. Ég á von á að á næstunni, muni vopnageymslur Rússarhers í Úkraínu, springa í tætlur hver á eftir annarri.
  2. Þar fyrir utan, getur Úkraína ráðist á sér-styrkar stjórnstöðvar Rússahers.

Þetta hlýtur að teljast stórfellt reiðarslag fyrir Rússaher.
Ég reikna með því, að tilkoma Storm-Shadow, bæti mjög verulega.
Möguleika Úkraínuhers, þegar Úkraínuher loksins ræsir vorsókn sína.

  • Spurning hversu vel Rússarher berst án, skotfæra.

En ef allar skotfærageimslur eru sprengdar, þá gæti Rússarher lent í mjög alvarlegri krísu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Friðrik Hansen Guðmundsson, nennti ekki að hlusta til enda -- því þessir menn svo augljóslega vita ekki neitt hvað þeir eru að tala um. En tala eins og þeir viti -- það var einfaldlega svo margt sem þeir staðhæfðu, sem er ekki rétt.

1. Lagi, ef Rússar væru þetta öflugir - þeir halda, væru Rússar löngu búnir að gereyða flugher Úkraínu, en rúmu ári eftir að stríðið hófst - hefur þeim ekki tekist það.
2. Þessar flaugar eru sannarlega ekki ofurhraðfleygar, þeir láta sem að ekkert mál sé að skjóta þær niður - en þ.e. fullkomið kjaftæði, því þvert á móti, eru þessar flauga með því erfiðasta að skjóta niður sem til er, málið er að Rússarnir munu aldrei vita akkúrat hvaða skotmark er næst - þær eru stealthy, þeor snúa út úr - en stealthy má einnig kalla low observable - þ.s. allt og sumt sem stealth gerir, radarsvörun er smækkuð - ísl. orðið torséðar á radar er nákvæmlega rétt túlkun - þ.s. stealth hönnun gerir radarsvörun afar litla, þá gerir sú afar smáa radarsvörun það gerir mjög erfitt fyrir þann er leita með radar, að veita þeim eftirtekt - flugvél þarf auðvitað fyrst að finna þær, áður en mögulegt er að prófa interception - þar fyrir utan, ef eldflaug er beitt, þarf flaugin sjálf að ná nægilegri radarsvörun og þ.e. alveg óvíst að rússn. flaug sem dæmigert er notuð, geti notað þá litlu radarsvörun sem er til staðar, m.ö.o. er alls óvíst að rússn. flugvélin geti yfir höfuð skotið þessar stýriflaugar niður - þó þær fari ekki ofurhratt eru þær mjög lágt - fylgja landslaginu, radararnir þurfa eins og ég sagði - að greina afar smátt skotmark, frá landslaginu -- skotmark sem þeir vita ekki akkúrat hvar er, né að hvaða skotmarki þær stefna; þannig að vandi við að skjóta þær niður -- er margalf eriðari en þessir, sófaspekúlantar halda.
3. Þ.e. síðan fyrst og fremst skoplegt, hvernig þeir ímynda sér að Bretar geti ekki tekið sjálfstæða ákvörðun -- fordómar sem eru algengir meðal þeirra er styðja Rússa, m.ö.o. láta sem NATO sé það sama og Varsjár-bandalagið sáluga var. Sú umræða, hljómaði sem tvær kaffihúsakerlingar að spjalla.
4. Þ.e. augljóst að þeir eins og þeir framast geta, eru að leitast við að gera sem minnst úr þessum stýriflaugum. En, einmitt vegna hve stealthy þær eru, er afar ósennilegt að rússn. loftvarnir nái að skjóta þær niður -- aftur, sama vandamálið og með rússn. orrustuvél, að radarsvörun flauganna er afar afar smá, það þíðir að radar-operator sér einungis litla ögn, innan um aðrar radar-svaranir, svörun sem er mjög mikið smærri en svörun frá flugvél -- mjög líklega þ.s. svörunin er það smá, þá birtist depillinn einungis þegar flaugin er komin afa nálægt, því lílklega nemur radarinn ekki ögnina fyrr, en radargeislinn er orðinn þéttur m.ö.o. flaugin komin bísna nálægt. Þá er aftur sama vandamálið, að gagnflaugar þurfa sjálfar að ná radarmiði, nokkuð sennilegt að skynjarar þeirra hafi ekki getu til að læsa miði, á þetta ofursmáa radarsvörun. Það sé því afar ósennilegt að -- Rússar nái að skjóta þær niður, nema í algerum undantekningum. 
5. Þ.e. síðan skondið hvernig þeir ákveða að þessar flaugar séu ekki decisive - þ.s. þeir augljóslega vita nákvæmlega ekki neitt um það. Samtímis, og þeir eru haldnir miklum ranghugmyndum um þær flaugar, sem og sennilega getu Rússa til að tækla þær -- skondið að þeir haldi að Sunak hafi áhyggjur af hugsanlegum pyrring Rússa. Sérstaklega fyndið, hvernig þeir tala um það, að þetta framlengi stríðið -- þ.s. megin áhyggjur þeirra greinilega eru þær, að hugsanlega komi gjafir sem þessar frá NATO í veg fyrir að Rússar geti haft sigur. Eða hvernig annars er stríðið framlengt, nema með þeim hætti -- að sigur Rússar er hindraður. Og augljóslega láta margir lífið, þ.e. margir Rússar munu láta lífið -- þegar sprengi-geymslu Rússar springa, og Rússn. herinn lendir í verri skotfæra-skorti, en nú þegar.
6. Þ.e. einnig skondið, hvernig þeir tönnslast á því, Bretar séu brjálaðir - reckless, o.s.frv. En Bretar og aðrar NATO þjóðir, fela í engu þann tilgang, að hindra alla möguleika á sigri Rússa yfir Úkraínu. Ég stórfellt efa að Bretar - Þjóðverjar o.flr. séu gríðarlega áhyggjufullir yfir hugsanlegum gagnaðgerðum Rússa.

Í alvöru, geta Rússar ekki mikið gert Bretum, eða Þjóðverjum, eða V-Evrópu. Rússar þegar hafa lokað á öll viðskipti, og V-Evrópa hefur lokað á öll viðskipti við Rússa. Eina sem ég er sammála þessum mönnum, að Rússar munu ekki ráðast með vopnum á NATO lönd -- en það þíðir, að NATO löndin hafa ekkert til að hafa áhyggur út af, er kemur að hugsanlegum gagnaðgerðum Rússa. Þvert á móti því sem þessir menn halda. Þá held ég að þessar flaugar skipti gríðarlega miklu máli fyrir stríðið. Að tilkoma þeirra, sé í engu minna mikilvæg -- heldur en gjafir NATO á skiðdrekum og stórskotavopnum til Úkraínu. Þ.e. eiginlega stórfurðulegt -- að halda því fram, að tilkoma eldflauga með drægi alls staðar innan svæða Rússa í Úkraínu -- skipti litlu máli. Þvert á móti er ég handviss að þetta muni hafa stór áhrif á stríðið. Kv.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.5.2023 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 859312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband