Pútín undanfarin 20 ár hefur grætt ca. hálfa bandar.trillj. dollara á sölu vodka til rússn. almennings -- Pútín því er sem blóðsuga á rússn.þjóðinni, því hann græðir á því sem drepur rússn.þjóð í stórum stíl!

Rökin eru einföld -- Rússland býr við áfengisvanda á skala sem erfitt er að skilja.

  1. Ef allir Rússar eru taldir - börn, aldraðir, karlar og konur!
  2. Er meðalneyslan, hálf-flaska af vodka, per dag.

Að sjálfsögðu þíðir það líklega, að rússn. karlmenn að meðaltali.
Drekka - heilflösku af vodka daglega. Þ.s. ég geri ráð fyrir að börn drekki ekki.
Og að sjúkir og mjög aldraðir -- geri það líklega mun minna mæli, en meðaltalið.

  • Það getur ekki annað verið en, að þessi óskaplega áfengisneysla.
    Sé stór hluti skýringar þess, að rússn. karlmenn -- hafa lágan meðal-aldur.

Rússn.karlmenn 2020 lífslíkur meðaltali 66.5 ár!

undefined

 

Til samanburðar eru lífslíkur karla á Íslandi miklu betri! Ca. 80 ár!

danir1

Þar af leiðandi  engar ýkjur Pútín er eins og blóðsuga á rússn.þjóðinni!
Putinka er Vodka sem selt er undir nafni Pútíns, hann fær söluágóða!

Bottles of Putinka vodka sitting on a shelf.

Ég meina, að Pútín ber persónulega -- stóra hluta sök þess.
Að gríðarlegur fjöldi rússn. karlmanna ár hvert, deyja af skorpulyfur.
Ásamt öðrum slæmum fylgikvillum sem fylja og mikilli áfengisdrykkju!

Russia Has a Vodka Addiction. So Does Vladimir Putin – But Not the Same Way.

Þessi merkilega rannsóknar-grein, birtir þann sannleik.
Að Pútín fljótlega eftir valda-töku, tók yfir rekstur aðal-vodka-framleiðanda Rússl.
Putinka vodkað, var markaðs-sett, sem ódýrara vodka.
Augljóslega beint til þeirra, sem eiga litla peninga.
Og varð fyrir bragðið, fljótlega mest selda vodkað í Rússlandi.
Af því fær Pútín samfellt síðan, sölu-ágóða!

Pútín hefur síðan, látið hina og þessa sjá um rekstur vodka-framleiðsunnar fyrir hann.
En, það breyti því ekki, að gróðinn af áfengis-dauða Rússa!
Streymir beint til Pútíns, sem þar með græðir beint á því eitri er drepur svo marga!

On Dec. 31, 1999, while the rest of the world was fixated on Y2K, ailing Russian President Boris Yeltsin tearfully concluded his annual New Year’s address by announcing he was stepping down as president, appointing Putin, his little-known prime minister, in his stead. In the months that followed, Putin stood for election in his own right, winning the presidency handily.

One day before his formal inauguration, on May 6, 2000, Putin signed a directive that would begin the reconsolidation of Russia’s top revenue-generating industries. But Putin’s first target wasn’t oil or natural gas, or diamonds or gold or nickel. It was vodka.

On that date, Putin created a new company called Rosspirtprom — an acronym for Russian Spirits Industry — to seize control of the means of vodka production. It was a move that not only helped Putin amass enormous wealth over the coming two decades, but was a critical first step in cementing his grip on the Russian economy and the Russian people, who would help line his pockets while his vodka helped ruin their health.

Takið eftir -- yfirtaka Vodka-iðnaðarins, var fyrsta yfirtakan sem Pútín fyriskipaði.
Og hann hefur síðan, haft þann gróða persónulega fyrir sjálfan sig.

Samtímis og að Pútín kemur í veg fyrir, að nokkuð sé gert til að draga úr vodkasölu.
M.ö.o. hindrar allar aðgerðir til að draga úr áfengisdauða!

  1. Þ.s. Pútín hefur ríkt í Rússlandi samfellt síðan 2000.
    Í dag eru 23 ár síðan.
  2. Þá ber Pútín -- nær alla sök á þeim stórfellda áfengis-vanda sem er til staðar.
    Er leggur gríðarlegan fj. Rússa í gröf ár hvert.
  3. Nægan fjölda, til að leiða fram -- hinar lágu lífslíkur Rússa.
  • Sannarlega var áfengis-vandi til staðar fyrir.
    En Pútín, hefur stoppað allar aðgerðir gegn þeim vanda.
  • Og hann lyfir sjálfur persónulega eins og púkinn á fjósloftinu.
    Einmitt á því eitri, er leggur það marga í gröf.

Ég treysti mér ekki að nefna tölur um hve marga Rússa, Pútín þar með hefur með þeim hætti óbeint drepið -- líklega margfalt fleiri en þeir Rússar er dáið hafa í Úkraínu.

 

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki sjálfur að skrifa lengri grein um málið.
Læt duga að vekja athygli á merkilegri rannsóknar-blaðamennsku.
Er sýnir nýja vídd á það hversu ógeðsleg padda Pútín er.
Hann virkilega græðir á því er veldur ótímabærum dauða líklega milljóna Rússa, sl. 20 ár.
Ég virkilega meina, að ótímabær dauði af völdum þess óskaplega áfengisvandamáls sem sé til staðar, hljóti að hlaupa á milljónum -- yfir 20 ára tímabil.
Til þess að framkalla það ástand, að lífslíkur rússn.karlmanna eru -- einungis 66 ár.

Eftir 23 ár við völd -- er sanngjarnt að leggja sökina á herðar Pútíns.
Ekki síst vegna, hvernig hann með tærum hætti græðir á því sem drepur þá.
Samtímis og hann hindrar allar aðgerðir til að stemma stigu við áfengisbölinu.
Því slíkar aðgerðir mundu óhjákvæmilega minnka hans persónulega gróða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Einar, þú vitnar í svokallaða rannsóknar-blaðamennsku, eins og hún sýni eitthvað um Pútin.

Þú ættir að kynna þér rannsóknarblaðamennsku svokallaðra RSK-miðla, til að sjá hvers virði slík blaðamennska er.

Vladimir Pútín segir að Kristindómurinn sé grundvöllur Rússneska ríkisins. Og það segir hann satt.

Honum ber fyrst og fremst að þakka hvernig Kristindómurinn hefur risið á ný í Rússlandi.

Pútin vitnar gjarnan í að upptaka kristninnar, fyrir meira en 1.000 árum á því landsvæði sem síðar varð Rússland, marki upphafið að myndun rússnesku þjóðarinnar.

Pútin segir: „Við sjáum að mörg Vestur-Evrópulöndin hafna nú sínum eigin rótum, þar með töldum kristnum gildum, sem eru grundvöllur vestrænnar siðmenninga.

Ef þú vilt kalla fólk pöddur, hví kallar þú ekki leiðtogana sem koma saman í Hörpu, eftir fáa daga, pöddur.

Þarf rannsóknarblaðamennsku til að upplýsa ómennsku þessa liðs?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 11:39

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Örn Ragnarsson, Gummi -- rökin fyrir því að Pútín geti ekki verið kristinn - eru einföld. Pent þau, enginn sann-kristinn maður mundi hegða sér gagnvart eigin þjóð með slíkri tærri illmennsku og hann gerir, sbr. að vísvitandi drepa milljónir af eigin þjóð með eitri samtímis og hann græðir á þeirri eiturspúun persónulega - hindrar allar aðgerðir til að stemma stigu við þeim eitrunarvanda, því þær aðgerðir mundu minnka hans persónulega gróða. Það sé enginn hinn minnsti möguleiki, að slíkur maður -- sé kristinn. Slíkur maður, einfaldlega lýgur því. Þeir Rússar innan rússn.kirkjunnar -- sem vinna með Pútín, í fullri vitneskju um hræðilega glæpi Pútíns gegn hinni rússn. þjóð, eru þar með glæpamenn gagnvart hinni rússn.þjóð sjálfir. Það sé enginn möguleiki á öðru en því, að Pútín -- sé fullkomlega cynical í notkun sinnig á hinni rússn. kirkju. Fregnir um mikla spillingu innan kirkjunnar, þeirra sem eru Pútíns menn innan hennar, virðast áreiðanlegar -- þannig að flest bendi til þess, að menn innan rússn. kirkjunnar nánir Pútín -- séu pent hluti af glæpa-klíku Pútíns, og fullkomlega meðsekir Pútín. Í því verki Pútíns, að níðast stöðugt hinni rússn.þjóð. Ég vona að einhvern-tíma muni rússn.lýðurinn, rísa upp þessu glæpahyski, og steypa þeim -- og að sjálfsögðu í leiðinni, stranglega refsa meðvirku glæpamönnunum innan rússn.kirkjunnar, sem cynically hjálpa Pútín við hans glæpaverk gegn hinni rússn.þjóð. Burtséð frá glæpum Pútíns gegn Úkraínu, virðast glæpir hans gegn eigin þjóð stórfellt stærri. 
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.5.2023 kl. 17:40

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Pútin hefur endurreist Rússland á þessu 20 ára valdaferli sínum og er því elskaður af Rússum.

En hann vill auðsjáanlega ekki loka áfengisverslunum í landinu frekar en við hérna heima. Það gerir Pútín ekki að glæpamanni, heldur sver hann sig í ætt við okkur Íslendinga.

Í Mbl.is í dag mál lesa að Trump hafi látið hafa eftir sér nýlega að hann sýni stríðsbrölti Rússa skilning og að með einföldum samningaviðræðum gæti hann endað stríðið á 24 klukkustundum.

Telur hann rétt að Rússar fái í sinn hlut ákveðin landsvæði í Úkraínu.

Ég er ekki viss um að fundurinn í Hörpu muni sýna vilja til að leita til Dónalds Trump um að verða milligöngumann í samningaviðræðum við Pútín, en það væri æskilegt til binda endi á stríðið í Úkraínu.

Með atbeina Trump tæki aðeins sólarhring að ljúka stríðinu.

En þar sem Katrín og Þórdís virðast ráða ferð, mun stríðið halda áfram og breiðast út.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2023 kl. 19:50

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

... hvað finnst þér þá um ÁTVR?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.5.2023 kl. 21:35

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Jæja, Herra stjórnmála-og Evrópufræðingur.

Oft hef ég lesið og skoðað vandaðar og smekklega unnar færslur þínar, en líkt og ég hef reyndar haft á orði við þig áður, þá hefur gjarna sá böggull fylgt skammrifi að innihald viðkomandi ummfjöllunar og eftirfylgjandi niðurstaða eru gjarna einhliða áróður, líklega ættaður beint einhverju skúmaskoti Pentagon, án þess að ég viti nákvæmlega upprunnan og er þessi aumkunarverða færsla þín að þessu sinni skínandi dæmi um það.

Jónatan Karlsson, 7.5.2023 kl. 15:21

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jónatan Karlsson, ehem - ef menn hafa ekkert að segja, betra að segja ekki neitt. Til íhugunar.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.5.2023 kl. 21:42

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, í tilviki ÁTVR -- renna allar tekjur til ríkisins. Ekki sbr. Rússland, að þ.e. ein persóna er notar áfengis-sölu sem persónulega tekjulynd, samtímis og viðkomandi ræður ríkinu sjálfu.
Þ.e. einkar óviðkunnanlegt sbr. Pútín, hvernig hann nálgast málið - sbr. hann hindrar allar aðgerðir til að minnka neyslu, og ólíkt Íslandi er verðlag á áfenginu lágt, á Ísl. er verðlag viljandi haft hátt -- til að lágmarka neyslu, þar með afleiðingar áfengis-drykkju.
Þar fyrir, fjármagnar hátt áfengis-verð á Ísl. - tekur er renna til ríkisins, víðtæka upplýsinga-gjöf sem veit er, til að stuðla almennt að lágmörkun neyslu, allra vímugjafa.
Til viðbótar, fjármagnar ÁTVR ásamt öðrum skatt-tekjum, heilbrigðis-kerfið, í baráttu þess við vímuvanda almennt.
Neysla á áfengi er gríðarlega miklu mun minni á Íslandi.
Sem er sönnun fyrir áratuga-langri baráttu. Sem fer m.a. fram í gegnum ÁTVR -- til að halda aftur af neyslu, hafi virkað.

Ég vona þú getir séð mun á því -- að ein persóna - gerir engar tilraunir til að stuðla að neyslu-minnkun, eða halda uppi áróðri gegn neyslu - að ein persóna heldur verðinu lágu í eigin landi, lágt verð greinilega hvetur til neyslu -- ofurneyslan sem Pútín gerir enga tilraun til að minnka, veldur síðan rússn. almenningi miklu heilsu-tjóni - stuðlar að lágum meðal-lífslíkum, sbr. gröfin að öfan -- m.ö.o. eins og ég bendi á; ef Pútín beinlínis að drepa eigin þjóð, a.m.k. að töluverður leiti. Það allt í persónulegu-eiginhagsmunaskyni.

ÁTVR er ekki ljótt mál, þ.s. greinilega hefur aðferðin á Ísl. stuðlað að miklu mun minni neyslu - þar með eru alvarleg heilsumál tengd neyslu ekki eins víðtæk á Íslandi -- það sést einfaldlega með því að sjá línuritið að ofan hver miklu hærri lífslíkur á Ísl. eru.

Ég sé því að sjálfsögðu ekkert athugavert við ÁTVR. Meðan að ég sé að sjálfsögðu mikið að nálgun Pútín, að hann geri ekkert til lágmörkunar neyslu - hvetur frekar til aukningar hennar -- -- slík stefna yfir 23 ár; og það eru engar íkjur að Pútín hefur drepið þar með, óbeint - mikinn fj. Rússa.. Að sjálfsögðu er því framferði Pútíns, hræðilegur glæpur.

Meðan að ÁTVR á Íslandi getur ekki með sanngyrni talist glæpsamlegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.5.2023 kl. 21:55

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Örn Ragnarsson, meira að segja þú getur ekki verið svo vitlaus að taka mark á Donald Trump - jafnvel þó Bandar. drægu sig alveg úr stríðinu, mundi stríðið ekki stoppa á 24 klst. Ég á von á að yfir nk. 12 mánuði, muni verða umtalsverð aukning á vopnasendingum frá Evrópusambandinu, fjármagnað af ESB sjálfu -- en sambandið hefur sl. mánuði skipulagt aðferð þ.s. sambandið sjálft kaupir vopn af aðildarríkjum, þar með fjármagnar vopnasendingar. Það kerfi er einfaldlega -- að fara smám saman í gang. Þar fyrir utan eru vopnaverksmiðjur í Frakkl. - Bretl. - Hollandi - Þýskal. - Belgíu og kannski víðar, að vinna sig upp skref fyrir skref. Ég á því von á að innan nk. 12 mánaða, framleiði Evrópa meira af hergögnum en Rússland. Þannig, að Evrópa geti -- haldið Úkraínu uppi. Ef maður ímyndar sér það afar ólíklega að Trump hefði sigur 2024.

Ég endurtek glæpir Pútíns gegn eigin þjóð eru stórfelldir. 1. Pútín persónulega tekur til sín tekur af áfengis-sölu. Meðan að á Ísl. streyma þær allar til ríkisins. 2. Áfengisverð er viljandi haft mjög hátt - sem greinilega virkar afar vel, þ.s. áfengisneysla er gríðarlega miklu mun minn á Íslandi en í Rússlandi -- þ.e. sönnun þess að aðferðin virkar, þ.e. hátt verð stuðlar að lágri neyslu, þar með lágmarkar heilsuvanda af áfengisneyslu -- að sjálfsögðu er það mikilvægt atriði í því, hve meðalæfi er mun hærri hér á Íslandi en í Rússlandi, að neyslan er miklu mun minni per haus. 3. Pútín, aftur á móti viljandi heldur verðinu lágu -- Pútín vínið er með því ódýrasta í boði - öfugt við Ísl. er hann að hvetja þar með til sem mestrar neyslu. Og það sést vel á mun lægri æfilíkum að sú gríðarlega neysla -- drepur mjög marga Rússa fyrir aldur fram, sem ella hefðu lyfað lengur. 4. Þ.e. vegna þess að Pútín, hirðir tekjurnar persónulega - greinilega hindrar allar aðgerðir til þess að stemma stigu við neysluvandanum. Sem klárlega gerir framferði Pútíns glæpsamlegt. 5. Yfir 23 ár, hefur alveg augljóslega framferði Pútíns -- drepið gríðarlega marga Rússa. Alveg á tæru, miklu mun flr. Rússa, en hafa farist í Úkraínu -- mjög líklega eru þeir flr. en 1 milljón yfir 23 ár. Ég ætla ekki að krita við þig frekar um þetta - hvernig Pútín - græðir á því persónulega, hvernig hann tryggir að sem flestir neyti eitursins og því að sem flestir láti lífið af hliðarkvillum áfengisneyslu -- er akkúrat þ.s. ég hef sagt við þig, stórfelldir glæpir gegn eigin þjóð. Því endurtek ég það sem ég sagði, að ég vona að Rússar muni steypa þessum glæpamanni, þessum kvalara eigin þjóðar af stalli. Ég neita að trúa því að Rússar almennt elski hann - þó svo að einhverjar kannanir í Rússlandi þ.s. hræddir Rússar svar auðvitað, því annars gætu þeir verið handteknir, já ég elska Pútín. Mig grunar þvert á móti Pútín sé í dag vaxandi mæli hataður af almenningi Rússlands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.5.2023 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 857482

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband