Vísbendingum fjölga er benda til að Rússar ætli að innleiða T54/55 línuna í Úkraínustríð - fyrsta framleiðsluár T54 var 1947, uppfærð útgáfa T55 fór í framleiðslu ca. um svipað leiti og svokölluðu Kóreustríði lauk. T55 er þá
Hinn bóginn, var þessi lína skriðdreka lengi í framleiðslu, a.m.k. fram á 9. áratug 20. aldar, og í notkun í varasveitum Sovét-hersins, a.m.k. fram að hruni Sovéts, 1993.
- Aldurinn, er því á bilinu 76 - 40 ára.
- Þetta voru góðir skriðdrekar, á 6. áratug 20. aldar.
En úreltust á 7. áratug 20 aldar. - Er leiddi til þess að Sovétríkin þróuðu nýjar kynslóðir skriðdreka.
Í dag eru þessi tæki fullkomlega úrelt.
Og því með afar takmarkað notagildi til hernaðar.
Myndir náðust af T55 skriðdrekum fyrir nokkrum dögum á flutningalest!
T54/55: Línan skipti út T34 skriðdrekum er framleiddir voru í Seinni-Styrrjöld.
Ég á afar erfitt með að ímynda mér, Bandaríkin nota -- M47/M48 línuna.
En þeir voru samtíma, Bretar á sama tímabili notuðust við -- Centaurion.
Byssa: 100mm. ryffluð!
Það væntanlega þíðir, sú byssa notar ekki sömu skot og 100mm smoothbore byssa, T62.
Spurning hve mikið af þeim skotum, Rússar enn eiga.
Brynvörn: 205mm turn framan - 100mm. búkur framan.
Þynnri allsstaðar annarsstaðar.
--Stórfellt efa, sú bynvörn haldi skotum frá -- nýrri skriðdrekum.
Þ.e. öllum týpum - er þróaðar hafa verið eftir 1960.
- Það er magnað ef þ.e. satt, að Rússar ætla að taka þessa forngripi í notkun.
- Það væri í sjálfsögðu augljós vísbending örvæntingar.
Ef það staðfestist síðar meir, notkun þessara úreltu tækja.
- Þ.e. ekki hægt að ímynda sér, bardagi milli þeirra.
Og nýrra þróaðrs skriðdreka. - Sé jafn leikur.
Skipti þá sennilega ekki máli - hvort um er að ræða, T72. Eða e-h enn nýrra.
T54/55 safngripur!
Ég sá e-h halda því fram, að þ.s. T54/55 séu ódýrari en Vestrænar skriðdreka-flaugar.
Sé það ekki svo slæm hugmynd, að Rússar beiti þeim.
En það leiðir hjá sér, að í hvert sinn ferst -- 4. manna áhöfn.
Ekki má heldur gleyma því, að allir skriðdrekar þróaðir eftir 1960, hafa betri vopn.
Samtímis betri brynvörn, og að sjálfsögðu betri miðunarbúnað.
Skriðdreka-bardagar yrðu afar ójafn leikur.
- Augljóslega ef Rússar beita þessum tækjum af einhverju verulegu leiti.
Veldur það miklu mannfalli meðal raða Rússa sjálfra. - Þ.s. þessi tæki, eiga svo litla möguleika.
Að það sé eiginlega morð á áhöfnum þeirra, að notast við þá.
Það verður forvitnilegt að vita hve marga T54/55 Rússar eiga.
A.m.k. 30 ár í geymslu fyrir beru lofti í öllum veðrum, hefur vart farið vel með þá.
Getur þar af leiðandi vel verið -- flestir séu ónýtir af ryði og annarri tæringu.
Breska varnamálaráðuneytið, telur árásir Rússa í Bakhmut fjara út!
Það hefur verið sjáanlega minni kraftur í árásum Rússa -- a.m.k. í nokkra daga.
Það getur vel þítt að, Rússneski herinn sé að niðurlogum kominn.
Auðvitað einnig þítt, að verið sé að færa lið til -- til standi að fókusa á annað.
Eina sem við vitum, að árásir hafa virst minni í sniðum -- liðlega viku.
All annað er hrein ágiskun -- en kannski eru þær að minnka.
Vegna þess að Rússn. herinn sé að niðurlotum kominn.
Ljósmynd tekin af skjá -- Bakhmut 25/3.
Staðan í Bakhmut þann 4/3 sl. til samanburðar!
Í mars mánuð, hörfaði Úkraínuher innan Bakhmut -- að línu þ.s. á liggur í gegn.
Það var stærsta breytingin innan borgarmarka Bakhmut!
Þar fyrir utan, hafa Rússar víkkað töluvert út svæðið þeir ráða, Norðan við Bakhmut.
Úkraínuher virðist hafa náð að hindra að Rússar næðu -- að ráði lengra Vestur.
Og klárlega hefur Rússum ekki tekist að umkringja Bakhmut.
- 8 mánuðir nú ca. síðan bardagar um Bakhmut hófust.
Langsamlega lengsta orrusta stríðsins. - Stalingrad Pútíns?
Átökin hafa verið afar hörð -- síðan 2023 hófst.
En, Rússar virðast ekki enn -- vera augljóslega að ná, Bakhmut.
Mannfall hefur án vafa verið mjög mikið -- tugir þúsunda a.m.k. hjá Rússum.
Óþekkt hve margir Úkraínumenn hafa farist - samhliða.
- Þ.s. Rússar hafa verið að ráðast fram, Úkraínumenn -- í vörn nær allan tímann, á ég frekar en hitt von á að Rússar hafi misst - fleiri.
- En varnarlið vanalega býður minna tjón -- svo fremi vörnin heldur velli.
Ef vörn brotnar, þannig flótti skellur á - undanhald ekki skipulagt, getur slíkt snúist við.
Niðurstaða
Ef Rússar taka T54/55 í notkun, þá er það viðurkenning Rússa á því, að þeir hafi beðið gríðarlegt tjón á sínum skriðdreka-flota, þ.s. eiginlega geta vart aðrar ástæður verið til staðar. Ég meina, tæki 40-70 ára gömul. Eru það úrelt.
Framleiðsla fyrstu útgáfu, hefst 1947, rétt eftir 1950 heft framleiðsla T55.
Framleiðslu hætt, 1981. Líklega í notkun til 1993. Örugglega ekki eftir það.
Get ekki slegið því föstu að Rússar séu komnir að niðurlotum á Bakhmut svæðinu.
Eina sem vitað, að stærð og umfang árása Rússa voru ívið minni í sl. viku.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærir skriðdrekar. Ég las að þeir þoli kjarnorkustríð betur en nýir drekar.
Guðmundur Böðvarsson, 27.3.2023 kl. 17:55
Ætli þeir noti etta ekki bara sem mobile artillery. Þeir eiga örugglega fleiri vöruhús full af skotfærum, sem nýtast ekki í neitt annað.
Svo er þetta: https://www.zerohedge.com/geopolitical/zelensky-admits-ukraine-already-ran-out-ammo
Þú veist: magn er form af gæðum.
Leðjutímabilið er að enda. Rússinn er að fara að gera eitthvað.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2023 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning