Rússar virðast ætla taka í notkun 70 ára gamla, T54/55 skriðdreka í Úkraínu! Árás Rússa á Bakhmut A-Úkraínu -- getur verið að kulna! A.m.k. sjáanlega veikari í rýflega viku!

Vísbendingum fjölga er benda til að Rússar ætli að innleiða T54/55 línuna í Úkraínustríð - fyrsta framleiðsluár T54 var 1947, uppfærð útgáfa T55 fór í framleiðslu ca. um svipað leiti og svokölluðu Kóreustríði lauk. T55 er þá
Hinn bóginn, var þessi lína skriðdreka lengi í framleiðslu, a.m.k. fram á 9. áratug 20. aldar, og í notkun í varasveitum Sovét-hersins, a.m.k. fram að hruni Sovéts, 1993.

  • Aldurinn, er því á bilinu 76 - 40 ára.
  • Þetta voru góðir skriðdrekar, á 6. áratug 20. aldar.
    En úreltust á 7. áratug 20 aldar.
  • Er leiddi til þess að Sovétríkin þróuðu nýjar kynslóðir skriðdreka.

Í dag eru þessi tæki fullkomlega úrelt.
Og því með afar takmarkað notagildi til hernaðar.

 

Myndir náðust af T55 skriðdrekum fyrir nokkrum dögum á flutningalest!

Image

T54/55: Línan skipti út T34 skriðdrekum er framleiddir voru í Seinni-Styrrjöld.
Ég á afar erfitt með að ímynda mér, Bandaríkin nota -- M47/M48 línuna.
En þeir voru samtíma, Bretar á sama tímabili notuðust við -- Centaurion.

Byssa: 100mm. ryffluð!
Það væntanlega þíðir, sú byssa notar ekki sömu skot og 100mm smoothbore byssa, T62.
Spurning hve mikið af þeim skotum, Rússar enn eiga.

Brynvörn: 205mm turn framan - 100mm. búkur framan.
Þynnri allsstaðar annarsstaðar.
--Stórfellt efa, sú bynvörn haldi skotum frá -- nýrri skriðdrekum.
Þ.e. öllum týpum - er þróaðar hafa verið eftir 1960.

  1. Það er magnað ef þ.e. satt, að Rússar ætla að taka þessa forngripi í notkun.
  2. Það væri í sjálfsögðu augljós vísbending örvæntingar.

Ef það staðfestist síðar meir, notkun þessara úreltu tækja.

  • Þ.e. ekki hægt að ímynda sér, bardagi milli þeirra.
    Og nýrra þróaðrs skriðdreka.
  • Sé jafn leikur.

Skipti þá sennilega ekki máli - hvort um er að ræða, T72. Eða e-h enn nýrra.

 

T54/55 safngripur!

Victory park (Kazan) (262-14).jpg

Ég sá e-h halda því fram, að þ.s. T54/55 séu ódýrari en Vestrænar skriðdreka-flaugar.
Sé það ekki svo slæm hugmynd, að Rússar beiti þeim.
En það leiðir hjá sér, að í hvert sinn ferst -- 4. manna áhöfn.

Ekki má heldur gleyma því, að allir skriðdrekar þróaðir eftir 1960, hafa betri vopn.
Samtímis betri brynvörn, og að sjálfsögðu betri miðunarbúnað.
Skriðdreka-bardagar yrðu afar ójafn leikur.

  1. Augljóslega ef Rússar beita þessum tækjum af einhverju verulegu leiti.
    Veldur það miklu mannfalli meðal raða Rússa sjálfra.
  2. Þ.s. þessi tæki, eiga svo litla möguleika.
    Að það sé eiginlega morð á áhöfnum þeirra, að notast við þá.

Það verður forvitnilegt að vita hve marga T54/55 Rússar eiga.
A.m.k. 30 ár í geymslu fyrir beru lofti í öllum veðrum, hefur vart farið vel með þá.
Getur þar af leiðandi vel verið -- flestir séu ónýtir af ryði og annarri tæringu.

Breska varnamálaráðuneytið, telur árásir Rússa í Bakhmut fjara út!

Image

Það hefur verið sjáanlega minni kraftur í árásum Rússa -- a.m.k. í nokkra daga.
Það getur vel þítt að, Rússneski herinn sé að niðurlogum kominn.
Auðvitað einnig þítt, að verið sé að færa lið til -- til standi að fókusa á annað.

Eina sem við vitum, að árásir hafa virst minni í sniðum -- liðlega viku.
All annað er hrein ágiskun -- en kannski eru þær að minnka.
Vegna þess að Rússn. herinn sé að niðurlotum kominn.

Ljósmynd tekin af skjá -- Bakhmut 25/3.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_3.jpg 

Staðan í Bakhmut þann 4/3 sl. til samanburðar!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_2.jpg

Í mars mánuð, hörfaði Úkraínuher innan Bakhmut -- að línu þ.s. á liggur í gegn.
Það var stærsta breytingin innan borgarmarka Bakhmut!
Þar fyrir utan, hafa Rússar víkkað töluvert út svæðið þeir ráða, Norðan við Bakhmut.

Úkraínuher virðist hafa náð að hindra að Rússar næðu -- að ráði lengra Vestur.
Og klárlega hefur Rússum ekki tekist að umkringja Bakhmut.

  1. 8 mánuðir nú ca. síðan bardagar um Bakhmut hófust.
    Langsamlega lengsta orrusta stríðsins.
  2. Stalingrad Pútíns?

Átökin hafa verið afar hörð -- síðan 2023 hófst.
En, Rússar virðast ekki enn -- vera augljóslega að ná, Bakhmut.

Mannfall hefur án vafa verið mjög mikið -- tugir þúsunda a.m.k. hjá Rússum.
Óþekkt hve margir Úkraínumenn hafa farist - samhliða.

  • Þ.s. Rússar hafa verið að ráðast fram, Úkraínumenn -- í vörn nær allan tímann, á ég frekar en hitt von á að Rússar hafi misst - fleiri.
  • En varnarlið vanalega býður minna tjón -- svo fremi vörnin heldur velli.
    Ef vörn brotnar, þannig flótti skellur á - undanhald ekki skipulagt, getur slíkt snúist við.

 

Niðurstaða
Ef Rússar taka T54/55 í notkun, þá er það viðurkenning Rússa á því, að þeir hafi beðið gríðarlegt tjón á sínum skriðdreka-flota, þ.s. eiginlega geta vart aðrar ástæður verið til staðar. Ég meina, tæki 40-70 ára gömul. Eru það úrelt.
Framleiðsla fyrstu útgáfu, hefst 1947, rétt eftir 1950 heft framleiðsla T55.
Framleiðslu hætt, 1981. Líklega í notkun til 1993. Örugglega ekki eftir það.

Get ekki slegið því föstu að Rússar séu komnir að niðurlotum á Bakhmut svæðinu.
Eina sem vitað, að stærð og umfang árása Rússa voru ívið minni í sl. viku.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Frábærir skriðdrekar. Ég las að þeir þoli kjarnorkustríð betur en nýir drekar.

Guðmundur Böðvarsson, 27.3.2023 kl. 17:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ætli þeir noti etta ekki bara sem mobile artillery.  Þeir eiga örugglega fleiri vöruhús full af skotfærum, sem nýtast ekki í neitt annað.

Svo er þetta: https://www.zerohedge.com/geopolitical/zelensky-admits-ukraine-already-ran-out-ammo

Þú veist: magn er form af gæðum.

Leðjutímabilið er að enda.  Rússinn er að fara að gera eitthvað.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2023 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband