Engin merki enn um nýja stórsókn Rúss! Bardagar í Donetsk héraði A-Úkraínu, hafa þó verið harðari sl. 2 mánuði! Rússar náðu einu þorpi í grennd við Bakhmut í sl. viku, sækja hægt en örugglega inn í borgina sjálfa!

Staðan í Bakhmut er sú - að Rússar eru nú komnir í Yhahidne - sambærilegt við það að ef maður að óvinaher væri staddur í Kópavogi á leið að Reykjavík - Yahidne sem sagt, samhangandi byggðalag við, Bakhmut.
--Þ.e. sóknar-broddurinn sem sjá má efst á myndinni.

Sjá einnig vef: MilitaryLandNet.

Þessi ljósmynd tekin af tölvuskjá - sýnir stöðuna í Bakhmut!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_1.jpg

Eins og sjá má, eru Rússar einnig að berjast - Austarlega í Bakhmut borg, og Sunnarlega í henni.
--Þetta hefur ekki verið hröð þróun, sbr. Rússar náðu fyrst að Bakhmut á Austur-væng, fyrir ca. 2-mánuðum, og að Suður-væng, ca. fyrir mánuð.
--Sóknin að Norður-væng hennar, er nýrri - hefur staðið síðan snemma í Janúar, en er nú sl. viku, við það að ná alveg að ystu mörkum Bakhmut úr þeirri átt.

  1. Eins og sést er, er staða Bakhmut að verða afar þung, með Rússa-her brátt á 3-hliðum, Úkraínumenn virðast þó enn -- verjast þar af mikilli hörku.
  2. En, spurningar vakna augljóslega hvort Úkraínu-her dragi sig ekki þaðan fljótlega.

Hins-vegar sést á myndinni, að enn er nokkuð í að Bakhmut sé umkringd!

  1. Rússar eru afar nærri járnbrautarlínu, sem glittir í á myndinni er liggur Austur vs. Vestur frá borginni.
  2. Hinn bóginn, nokkru ofar á myndinni ekki eins sjáanlegt -- er enn fær vegur er liggur einnig Austur vs. Vestur.

Sá er enn í sæmilega öruggri fjarlægð frá rússaher.

  • Miðað við þetta, gæti það hugsast að Úkraínuher, haldi út t.d. einn mánuð enn, eða jafnvel tvo.
  • Eða, Úkraínuher gæti ákveðið að hörfa t.d. innan 2-ja til 3-ja vikna.

Þ.e. auðvitað betra að fara áður en öllum aðflutningaleiðum er lokað.

 

Af hverju ég segi, ekki merki enn um nýja-stórsókn!
Er sú, þó svo að bardagar hafi síðan í Janúar -- verið ívið harðari en ca. 2-mánuðina þar á undan, þá lítur það dæmi samt ekki út -- sem þessi mikla rússn.stórsókn er var boðuð.

Hörðustu bardagarnir séu í Donetsk héraði, þ.e. grennd við Bakhmut, og svæðum nokkrum sunnan og norðan við þá borg!
--Samt í því, eins og megin-fókus Rússa sé á töku, Bakhmut borgar.

  1. Orusturnar eru ekki, eins stórar og orrustur t.d. í Maí-Júlí 2022.
    Þegar barist var um, Lycychansk, og Sievirodonetsk.
  2. Að auki, sé lið Rússa -- greinilega ekki eins fjölmennt í núverandi árásum, eins og í sumar.

Í Sumar þá náðu Rússar 2-borgum, á ca. 3-mánuðum.
Bardagar um Bakhmut -- hafa nú staðið í um yfir 7 mánuði.
--Bakhmut ekki enn fallin!

  1. Ég held það verði að skoðast sem augljós veikleika-merki Rússn.hersins.
    Að eftir þetta langan tíma, þ.e. 7 mánuði, sé rússn.herinn.
  2. Enn að berjast um Bakhmut.

M.ö.o. bardagarnir eru ekki á stærð við bardaga sumarsins -- a.m.k. ekki enn.
Ég vil ekki tala um -- sýnilega nýja stórsókn, nema umfang bardaga stækki a.m.k. slatta.

Rússneskur bloggari gerir lítið úr yfirlýsingu stjórnarsinna í Moskvu!

Wanted Russian rebel Igor Girkin scorns MH17 trial - BBC News

Igor Girkin -- hæddist af yfirlýsingu Medvedev, 24/3 sl.

Medvedev virðist hafa talað um góðan árangur af átökum, samtímis lýst yfir bjartsýni um fullnaðarsigur Rússa -- Girkin greinilega ekki sammála: Hlekkur.

The case when it would be better not to read this news at all.
Since what Luntik assures usually comes out exactly the opposite ... But it is impossible not to mention Dmitry Anatolyevich - he is the only one from the inhabitants of the Planet of the Pink Ponies who dared to remind the population of the Russian Federation that today is exactly one year of our amazingly implemented NWO... Newspaper.ru Medvedev expressed confidence in Russia's victory in the special operation in Ukraine Dmitry Medvedev, Deputy Chairman of the Security Council of the Russian Federation, said that Russia would win the special military operation and regain its territories. The politician wrote about this in his Telegram channel.

Hann útnefnir sem sagt -- Medvedev sem íbúa plánetunnar, bleikir hestar.
Ég geri ráð fyrir - plánetan bleikir hestar - sé Ríkisstjórn Rússlands.
En Medvedev er í ríkisstjórn Rússlands.

Enginn annar í ríkisstjórn Rússlands virðist hafa séð ástæðu að minnast sérstaklega dagsins 24/3/2023 -- m.ö.o. akkúrat 1 ár frá upphafi innrásar í Úkraínu.

  • Áhugavert hvernig Girkin, kemst ítrekað upp með að hæðast að yfirlýsingum rússn. yfirvalda, þeim er tengjast málefnum stríðsins í A-Úkraínu.
    Sem Girkin telur ganga miklu mun verr, en rússn. stjv. hingað til staðhæfa.

Menn eins og Girkin, eru forvitnilegir -- því svo ákveðnar gagnrýniraddir eru ekki margar innan Rússlands, það forvitnilegasta -- hann fái enn að komast upp með að tjá sig þannig.

 

Niðurstaða
Breytingar milli vikna í Úkraínu eru ekki risastórar -- stöðugt er barist vítt á víglínunni í Donetsk héraði A-Úkraínu, stöðugir bardagar samfellt sl. 7 mánuði.
Það sem er öðruvísi en þegar bardagar voru heitastir milli Maí 2022 og Júlí 2022.
Er einmitt, að bardagar þó stöðugir séu!
Eru þó enn sem komið er síðan Júlí 2022 -- ekki eins stórir og sl. sumar.

Ég er þarna að vísa til -- sóknartilburða Rússa!
Það þíðir á mannamáli, að enn bólar ekki á nýrri stórsókn Rússa.
--Er átti að hefjast!

  1. Því lengri tími liður án þess að bardagar stækki verulega.
  2. Fær mann að velta fyrir sér, hvort Rússa-her sé kannski of veikur til að hefja nýja stórsókn.

Of snemmt enn þó að ákveða slíkt.
Orðrómur um nýja rússn. stórsókn hefur verið stöðugur sl. 2 mánuði.
--En, enn er hún ekki sjáanleg.

Ath. eitt, það hefur verið aukning í bardögum sl. 2-mánuði.
Ef þ.e. allt og sumt sem Rússlandsher nú getur.
--Þá tja yrði maður að álykta að Rússlands-her sé hugsanlega þegar úrbræddur.

Vandamálið er alltaf að maður getur einungis ályktað út frá stöðunni sem er.
Kannski hafa verið tafir í liðssöfnun í Rússlandi.
Og stórsóknin hefjist einfaldlega - síðar.

En því lengur líður án þess að á henni bólar, því skeptískari verð ég.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður engin stórsókn eitt eða neitt af einum eða neinum á þessum árstíma.

Kannski í apríl.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2023 kl. 14:27

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hér  þarf að benda á nokkur atriði.

Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei minnst á það einu orði að þeir hyggist framkvæma stórsókn.
Þetta eru bara bollaleggingar vestrænna spekúlanta og reyndar Rússneskra bloggara.
Það er ekkert að gerast á vígvellinum sem bendir til að Rússar hyggi á stórsókn.
Ástæðan fyrir þessu er að stríðið í Úkrainu gengur nákvæmlega eins og Rússar vilja að það gangi.
Þeir eru að mala niður Úkrainska herinn aftur og aftur án þess að verða fyrir miklu mannfalli.
Nú eru Úkrainumenn að fá afhent þriðja settið af hergögnum eftir að hafa tapað síðustu tveimur.
NATO er að verða vopnlaust þannig að það verða stór vandræði með að útvega næsta sett eftir að Úkrainuher hefur glatað þessum.
Nú erSelenski að betla um að fá nýjann flugher.
Þeir eru búnir að tapa sínum eigin og fengu þá afhentann flugher nokkurra A-Evrópuríkja ,og nú eru þeir flugherir búnir .
Nú vill Selenski fá afhenta flugheri V Evrópuríkja.
En eins og stundum er sagt: Flugherir V Evrópu brenna eins og aðrir flugherir.
:
Rússar fara reyndar sjaldnast eftir því sem ég segi,en mér finnst afar ólíklegt að Rússar hefji stórsókn fyrr en þeir eru búnir að veikja Úkrainuher mun meira.
Rússar vilja forðast mannfall og þess vegna er stórskotaliðið notað til að grisja her Úkrainu.
Þetta gengur ágætlega ,til dæmis þá missa Úkrainumenn 17 brynvarin ökutæki á dag að meðaltali,500 á mánuði.
Og nú líður ekki sá dagur sem mannfall (látnir) Úkrainumanna er undir 600-1000.
Þessi gríðarlega aukning í mannfalli þeirra stafar af því að Rússar hafa aukið þrýstinginn yfir alla víglínuna ,án þess að það sé um stórsókn að ræða.
Það eru Rússar sem alfarið ráða vígvellium í dag.
Þeir ráða hvar er barist og hvernig.
Eitt af því sem er miklvægt fyrir Rússa ,er að átökin fari fram á Donbass svæðinu. Þetta er svæðið sem hentar þeim best varðandi aðdrætti og aðra þjónustu við herinn.
Ef Úkrainumenn flýja vestur fyrir Dnépr ,þá verða allir þessir hlutir miklu erfiðari fyrir Rússneska herinn.
Þess vegna eru landvinningar ekki efst á óskalista þeirra.
Ég geri ráð fyrir að vestrænir hernaðarsérfræðingar geri sér grein fyrir þessu í dag,en Vestrænir bloggarar gera það ekki.
.
Rússar hafa aldrei sagt að þeir hugi á stórsókn.
Vegna þess að Rússar gefa ekkert uppi um áætlanir sínar hafa Vestrænir bloggarar,fréttemenn og svokallaðir "sérfræðingar" tekið að sér að tala fyrir þá.
Það eru allskonar bollaleggingar í gangi. Það virðist þó eins og þessir sérfræðingar allir hafi alltaf rangt fyrir sér.
.

.
Sumir hafa tekið miklu ástfóstri við mann að nafni Igor Girkin.
Girkin þessi er með miðlungs gráðu sem vígvallarforingi og hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd hernaðarins í Úkrainu.
Ástæðan fyrir nýfenginni ástsælni hans meðal Vestrænna bloggara er þessi gagnrýni frekar en að tillögur hans séu sérstaklega góðar.
Reyndar eru tillögur hans flesta afar slæmar.

.
Það eru margar gildar ástæður fyrir að þessi aumingja maður hefur verið fjarlægður algerlega frá allri herstjórn og hefur nú ofan af fyrir sér með því að blogga.
Það er vandséð að sjá hver tillagna hans er verst ,en hugsanlega er það tillagan um almennt herútboð og efnahagur Rússlands verði settur á "War footing" eins og það er kallað.
Þetta er alveg glórulaus hugmynd.
Aðgerð sem þessi hefur afar alvarlegar afleiðingar fyrir ríki sem gerir þetta.
Ekki eingöngu fylgja þessu gríðarleg fjárútlát fyrir ríkissjóð,heldur er þetta stórskaðlegt fyrir atvinnulífið í landinu.
Við þessar aðstæður er blómi landsins upptekinn við að stunda hernað og mata gríðarstórann her á aðföngum.
Það er engin þörf fyrir þetta fyrir Rússa.
NATO er ekki andstæðingur af þeirri stærðargráðu að Rússar þurfi að grípa til svona aðgerða.
Vissulega væri það flott að fara með tveggja milljón manna her eða meira til Úkrainu og láta öllum illum látum.
Þetta er vond tillaga og hugsanlega ein af ástæðunum fyrir að Girkin er haldið úti í kuldanum.
Tilagan er vond,sérstaklega í ljósi þess að Rússar eru að vinna stríðið án þess að leggja svona mikið í sölurnar.
.
Önnur álíka vond tillaga hefur komið frá Girkin ,er að í stað þess að taka virkisborgir Úkrainumanna þá skuli sótt inn í eyðurnar á milli borganna og borgirnar séu skildar eftir umkringdar ,á meðan sóknarherinn heldur áfram. Umsátursherinn sjái svo um að klára borgirnar.
Þetta er hugsanlega enn verri hugmynd en almenn herútboð. Það er svo óteljandi margt að þessu.

Kannski ber fyrst að nefna að það þarf gríðarlega stórann her til að framkvæma þetta. Sennilega meira en tvöfalt stærri en þarf til að vinna stríðið með hefðbundnum hætti.
Í annan stað þá er byggðin á Donbass svo þétt að ef sótt er fram með þessum hætti þá verður sóknin undir áföllum frá báðum hliðum og aðdrættir í kjölfarið á því.
Gefum okkur að þetta hefði verið gert við Bakhmut.
Hvað mundi gerast ef 20.000 manna herlið í Bakhmut sleppur úr herkvínni að baki víglínunnar.
Þetta Úkrainska herlið mundi gera útaf við Rússneska sóknarherinn. Svoleiðis hlutir hafa gerst.
Nei Girkin er ekki góður skipuleggjandi og hann ber með sér að vera vanstilltur og ofsafenginn.
Maður sem berst með hnefunum en ekki höfðinu.
Hann lagði til dæmis til strax í byrjun átakanna að það yrði beitt vígvallarkjarnorkuvopnum.
Að hasn sögn var ekki hægt að sigra Úkrainska herinn án þess að nota þau.
Við meigum vera ævarandi þakklát fyrir að Rússneska ríkinu og hernum er stjórnað  af færu og hófsömu fólki ,en ekki ofstopamönnum eins og Girkin.
Því miður er Vesturlöndum ekki stjórnað af fólki af sama kaliperi.
Nú er svo komið að eina friðarhreyfingin á Vesturlöndum eru æðstu yfirmenn herjanna.
Það eru þeir sem hafa ítrekað stoppað af heimskulegustu hugmyndirnar sem hafa komið frá Vestrænum stjórnmálamönnum.
.
NATO lagði upp í þessa helför með þá trú að með samþættum hernaði sem byggðist á vopnuðum átökum í Úkrainu,efnahagshernaði af áður óþekktri stærðargráðu og pólitískri útskúfun á heimsvísu ,væri hægt að leggja Rússland að velli og hluta það í sundur.
Allir þessir þættir hafa brugðist.
Mikill meirihluti ríkja heimsins og enn stærri meirihluti mannkyns ,neitar algerlega að taka þátt í þessum leik.
.
Hernaðurinn gengur svo illa að það eru sífellt vaxandi umræða um það á vesturlöndum að það þurfi að semja.
Maður heyrir æ sjaldnar stórkallalegar yfirlýsingar um að málið verði einungis leyst á vígvellinum.
.
Efnahagsstríðið hefur brugðist algerlega.
Þó að Rússar hafi mátt þola nokkurn samdrátt þá er  augljost að vandræði Evrópu eru miklu meiri, langvarandi og alvarleg.







 

Borgþór Jónsson, 28.2.2023 kl. 20:26

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ég stórfellt efa þú sjálfur trúi ruglinu þú skrifar - því ég ætla ekki að trúa, að þú sért virkilega þetta vitlaus - :
1. Stríðið gengur stórvel - nema í augum blindra - Rússland hersytur í dag, 17% af Úkraínu -- þ.e. helmingur af því landi, Rússland hersat af Úkraínu, í Apríl 2022. M.ö.o. Úkraínu hefur tekist annað af tvennu, að hertaka þau svæði - eða þvinga Rússa til undanhalds. Þetta eru allt, stórsigrar - nema í augum staurblindra, er geta ekki séð sannleikann, hversu augljós sá er.
2. Rússlands-her, getur hafa orðið fyrir -- allt að 500.000 tjóni, ef særðir og fallnir eru taldir -- eða eins og NATO nú áætlar, 200.000 þ.e. særðir og fallnir; áætlun NATO er mjög varfærin - svo það eru neðri mörkin, eftir mörkin er þ.s. Úkraína heldur fram. Sannleikurinn liggur líklega þarna á milli - einhvers staðar.
3. Það þíðir, að Rúss. hefur misst, 100% af sínum innrásarher -- þ.e. ef maður miðar við upphaflegan fj. febr. 2022, en auðvitað hafa Rússar sent aðra hermenn á móti föllnum og særðum; fíflíð í Kreml - Pútín - en síðan hann hóf þessa heimskulegu innrás - er hann fífl í mínum huga, því innrásin er sennilega heimskulegasta aðgerð, sem nokkur leiðtogi Rússl. hefur hafið -- -- síðan Nikulás 1, Rússa-keisari, hundsaði aðvaranir Frakka og Breta ca. 1850, her hann hóf innrás í Tyrkjaveldi -- samstundir lýstu Frakkar og Bretar yfir stríði, því stríði lauk með fullkominni auðmýkingu Nikulásar 1 -- lést hann áður en því stríði var alfarið lokið, brotinn maður. Þetta er þ.s. líklega býður Pútíns, algert niðurbrot, því auðmýkjandi ósigur blasir við hans her með vaxandi öryggi. En blindir menn auðvitað vilja ekki sjá.
3. Þetta algera rugl þitt um - NATO hafi hafið einhverja helför - sýnir hvílíka fíflsku þú lest í þessum rússn. fjölmiðlum; eftir allt saman hefst stríðið með fyrirskipun Pútín um innrás Rússa-hers -- það mun enda daginn, sem Pútín fyrirskipar Rússa-her, að hörfa út fyrir landamæri Úkraínu. Ég reikna fastlega með því, sá dagur komi, að Pútín gefi þá auðmýkjandi skipun, komi einhverntíma á nk. sumri, fyrir nk. haust a.m.k. Því þannig er ástand rússn. hersins orðið -- tja, mörg vopnakerfi eru að klárast - Rússl. betlar nú vopn hjá Írönum, N-Kóreu, og Kína -- vegna þess, að innan nk. 12 mánaða, verða vopnabúr Rússa galtóm. Draumur Pútíns er enn sá, að Kína opni sínar vopnabirgðir - en ég á ekki von á því; þ.s. Kína græðir stórfellt á veikingu Rússlands. A)Eignast alla Mið-Asíu sem hjálendur. B)Veiklað Rússl. yrði Kína afar auðvelt í taumi, Kína gæti farið með rússn. auðlyndir -- sem sínar eigin. Væntanlega í kjölfarið yrði Rússl. lítið meir en kínv. leppríki.
4. Pútín með draumóra enn, hann sé Pétur mikli -- nei, hann er Nikulás I. seinni tíma, eða jafnvel -- Nikulás II. Þegar er ljóst, að Pútín hefur rústað - öllu legacy Péturs mikla - þ.e. Pétur gerðir Rússl. að evrópsku stórveldi, frá þeim tíma - tók Rússl. þátt í fj. styrrjalda í Evr. - í sömu keppni um auð og völd - og önnur evr. stórveldi -- -- Pétur kom Rússlandi á heims-kortið. Pútín, er að binda endi á feril Rússlands sem stórveldi, sem mikilvægs herveldis. Það verður - legacy - Pútíns, að hafa endað Rússland. Rússl. verður enn til, þjóðin í landinu hættir ekki að vera þarna -- en aldrei aftur verður Rússl. stórveldi að nýju, frekar en Svíþjóð hefu verið síðan það tapaði fyrir Pétri. Nú eins og Pétur vann Svía, er Pútín að tapa fyrir NATO - í óbeinu stríði við NATO um Úkraínu. Alveg í spegli við Pétur, er gerði Rússl. að stórveldi - endar ósigur Pútíns, stórveldis-feril Rússlands. Þaðan í frá, verði Rússland -- einungis fátækt niðurbrotið land, með gamla drauma.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.3.2023 kl. 20:59

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það sem þú hefur ekki áttað þig á enn er að stríð snýst ekki um að taka landsvæði,heldur að eyða her andstæðingsins.
Sóknin í Karkov og kherson voru ekki sigrar.
Úkrainumenn tóku töluvert landsvæði ,en þeir misstu yfir 20.000 manns og stórann hluta af brynhernum sem þeir voru nýlega búnir að fá frá Tékklandi og Póllandi.
Úkrainski herinn tók því landsvæði ,en stóð eftir mikið veikari en fyrir árásina.
Ástæðan fyrir miklu tjóni Úkrainumanna var að þegar þeir yfirgáfu skotgrafirnar þá stóðu þeir varnarlausir gegn flugher Rússa.
Úkrainumenn höfðu engann flugher til að vernda brynherinn.
Einn Úkrainski hermaðurinn lýsti þessu þannig. "Rússnesku flugvélarnar komu svo þétt að það var engu líkara en þær þyrftu ekki að lenda til að taka nýjar sprenngjur"
Hann var að tala um sókn Úkrainumanna á Karkov svæðinu.
Þessar sóknir voru því tap fyrir Úkrainumenn þegar upp var staðið. Herinn þeirra stóð eftir mikið laskaður eftir þetta ævintýri.
Á Kherson svæðinu bökkuðu Rússar út úr stöðunni með litlu sem engu manntjóni eða missi hergagna og herinn sem þar var ,var sendur til annarra starfa.
.
Annað sem byrgir þér sýn er að þú notast við ævintýralegar tölur um mannfall Rússa sem eru uppspuni.
Enginn veit með vissu hvert mannfall stríðsaðila er,en BBC og Mediazone hafa reynt að áætla þetta.
Þeirra niðurstaða er að mannfall Rússa um miðjann febrúar hafi verið liðlega 14.000 manns. Þetta rímar nokkurn veginn við þær einu tölur sem Rússar hafa gefið upp um eigið mannfall.
Ekki var gerð tilraun til að áætla fjölda særðra,enda er það að mestu marklausar tölur hvort sem er.
Margir þeirra sem særast gróa sára sinna og fara aftur á vígstöðvarnar.
Doglas McGregor hefur sagt eftir upplýsingum sem hann hefur frá CIA að mannfall Úkrainumanna hafi verið 157.000 í byrjun febrúar.
Í báðum tilfellum er verið að tala um hermenn sem hafa látist í átökunum.
Þetta er vissulega meiri munur en ég hafði gert mér í hugarlund,en þetta endurspeglar hinsvegar þann mikla mun sem er á getu þessara herja.
Rússneski herinn hefur einfaldlega margfalt "firepower" á við Úkrainska herinn og það endurspeglast eðlilega í mannfalli.
Þetta fellur líka að jöfnunni sem fjallar um þessa hluti ,en samkvæmt henni er ekki línulaga samhengi á milli "firepower" og mannfalls.
Her sem er með helmingi meira "firepower" er ekki að fella hemingi fleiri andstæðinga ,heldur er hlutfallið hærra.
Rússar hafa meira en fimm sinnum meira "firepower" en Úkrainumenn þannig að útlitið er mjög dökkt fyrir þá.
Það kemur þeim hinsvagar til góða að þeir hafa gríðar öflug víghreiður til að verjast,en þegar þeir hætta sér út úr þessum víghreiðrum er voðinn vís.
Víghreiðrin endast heldur ekki endalaust undir stórskotahríð.

.
En hvers vegna er logið svona stórkarlalega í almenning?
Ástæðan er sú að ef það væri sagt rétt frá þá mundi enginn heilvita maður taka í mál að senda hergögn og peninga til Úkrainu.
Biden ,Blinken og Nuland er hins vegar alveg sama hver vinnur stríðið.Þau vilja bara að það sé stríð þarna á meðan einhver Úkrainumaður er ofan moldar.
Göbbels sagði einhverntíma að ef menn ætluðu að ljúga þá væri best að ljúga stórt.
Þess vegna er logið stórt í okkur um mannfall Rússa.

Rússar vilja ekki vera heimsveldi.
Þeir voru nýlega hluti af einu slíku og lærðu sína lexíu af því.
Þeir eru hinsvegar stórveldi og hafa undanfarið styrkt verulega stöðu sína sem slíkt.
Aðeins tvö af fimmtíu og fjórum ríkjum Afríku styðja aðför Bandaríkjanna að Rússlandi.Þvert á móti eru þau að styrkja verulega samband sitt við Rússland.
Sum þessara ríkja eru meira að segja farin að  henda gömlu nýlenduveldunum út úr landinu.
Á sama tíma hengja þau sínar æðstu orður á Lavrov. Lavrov er frábær diplomat sem hefur verið óþreytandi að fara um heiminn og kynna málstað Rússa,með góðum árangri.
Ég man ekki eftir neinu Suður Amerísku ríki sem tekur þátt í aðförinni. Það má þó vera að eitthveert þeirra geri það.
Mjög fá Asíuríki taka þátt ,og Suður Kórea og Japan eru hálfvolg í sínum stuðningi. Japan hefur til dæmis ekki hætt að taka þátt í uppbyggingu LNG stöðva Rússa,svo eitthvað sé nefnt og reglur S Kóreu hafa svo margar undantekningar að þær eru eins og gatasigti.
Meira að segja Georgía neitar að taka þátt,þrátt fyrir að það kostaði þá möguleikana á ESB aðild.
.
Rússa skortir ekki vopn til að vinna Úkrainustríðið ,en þeir þurftu nausynlega að halda útflutningi sínum á floti.
Ríki heims hafa tekið höndum saman um að veita Rússum þennan stuðning.
Nýlega upplýsti Bloomberg að reglur vesturlanda um hámarksverð á Rússneska olíu hafi mistekist algerlega. Rússar selja olíu á miklu hærra verði en reglur NATO ríkjanna segja til um.
Það hlálegasta af öllu er samt að NATO ríkin brjóta sjálf þessar reglur og kaupa mikið magn af Rússlandi í gegnum þriðja aðila,á verði sem er mun hærra en þeirra eigin reglur segja til um.
Reglur ESB um skipatrygingar urðu til þess að Rússaar keyftu rúmlega 100 tankskip,stór og smá, og sigla nú um öll heimsins höf og dæla olíu um borð í önnur skip ,sem sigla svo með olíuna til Evrópu og Bandaríkjanna.
Það liggur floti af svona skipumm úti fyrir strönd Grikklands við þessa iðju.
Rússnesku skipin sigla með olíuna út á Miðjarðarhaf,enda eru þau undanþegin eftirliti Tyrkja.
Þar taka svo Grísku skipin við og blanda olíuna með annari olíu og sigla til Evrópu og Bandaríkjanna.


Við sjáum ekki inn í vopnabúr Rússa ,en fram að þessu hefur ekki sést neinn bilbugur á þeim.
Eina sem Rússa skortir er meira af drónum. 
Mér segir svo hugur að maraþonfundir leiðtoga Kína .Hvíta Rússlands og Rússlands þessa dagana fjalli einmitt um það mál.
Rússar hafa ekki þurft á hjálp að halda fram að þessu og ekkert bendir til að það breytist,en komi sú staða upp þá er enginn vafi á að Kínverjar munu veita þá hjálp.
Kínverjar vita að líf þeirra liggur við.
Falli Rússland og verði hlutað sundur eins og áætlanir Bandaríkjamanna og NATO gera ráð fyrir,þá á Kína enga von eftir það.

.
Kínverjar munu því veita Rússlandi alla þá aðstoð sem þeir þurfa. 
Það ýtir enn frekar við Kínverjum að Bandaríkjamenn eru byrjaðir að skipuleggja staðgengisstríðið gegn Kína ,sem á að hefjast 2025 eftir þeirra áætlun.
Vandræðin í átökunum við Rússland kunna þó að fresta þessu til 2027.
.
Hryðjuverk Bandaríkjamanna og Norðmanna á Nordstream leiðslunum sýnir svo ekki verður um villst að þeir aðilar sem stjórna þessum átökum hafa engar bremsur.
Þeir eru ákveðnir í að verja þetta fallandi heimsveldi þó að það skilji allan heiminn eftir í rúst.




 



Borgþór Jónsson, 3.3.2023 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 859312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband