NATO virðist hafa sæst á varfærnar tölur, þ.s. heildarmanntjón Rússa sé metið 200.000.
Þá meinar NATO, særðir + fallnir. Ég hef heyrt töluvert hærri tölur en það!
Á móti metur NATO í dag, manntjón Úkraínu, særða og fallna, 100.000.
--Sú tala er aftur á móti ca. á þeim slóðum ég hef heyrt frá öðrum áttum, hæsta matið sem ég tel hugsanlega áreiðanlegt, er 160.000.
--Ath. ég hef heyrt umtalsvert hærri tölur um mannfall Rússa, ég tel koma til greina.
Þess vegna álít ég mat NATO nú birt, varfærið m.ö.o. síst of hátt.
- Í upphafi innrásar í Úkraínu, réðst Rússland fram með milli 200-300þ.
Ef maður notar hærri töluna, væri það mannfall upp á 2/3 hluta upphaflegs innrásarhers. - Hinn bóginn, hafa Rússar bætt töluverðu liði við, þannig viðhaldið stöðugum liðsfjölda nokkurn veginn.
- Á sama tíma, birta Rússar stórfellt ýktar tölur sem þeir halda fram um mannfall Úkraínu -- tölur langt langt yfir því sem sé sennilegt.
- Rússar hafa auðvitað - hvatir - til að íkja mannfall, Úkraínu.
Þeir gjarnan, staðhæfa að fj. útlendinga þ.e. annarra en Úkraínu-manna, falli reglulega, sem líklega eru einnig íkjusögur -- til að væntanlega styðja málflutning í Rússn.fjölmiðlum, að Rússland berjist við NATO.
--En það eru engir NATO hermenn, í bardögum.
--E-h fj. sjálfboðaliða, ca. 10.000 samanlagt frá fj. landa, eru taldir vera þarna, á eigin vegum, m.ö.o. þeir berjast í einkennisklæðum Úkraínuhers, undir stjórn herforingja Úkraínu. Þeir eru því, hluti af her Úkraínu. Staða þeirra m.ö.o. í engu önnur, en staða hvers annars hermanns í Úkraínu-her.
Donbas svæðið A-Úkraínu!
Eftir 3-vikur af harðari bardögum virðist ljóst ný sókn Rússa, hafi ekki þann liðsstyrk er sennilega dugi til verulega sóknar-árangurs gegn Úkraínuher!
Þetta sjáist af niðurstöðum bardaga þess tímabils --: MilitaryLandNet.
Vegur MilitaryLandNet -- birtir enn betri kort af bardagasvæðunum. Opna hlekk og skoða!
- Þ.s. sést á þeim kortum, að það sé fyrst og fremst í grennd við borgina Bakhmut að Rússar séu í stöðu til að ógna mikilvægu byggðalagi!
- Eins og kort MilitaryLandNet sýni, sé sókn Sunnan við Bakhmut, komin nærri mikilvægri járnbrautarlínu, nái kannski á nk. dögum að skera hana.
- Þar fyrir utan, sæki annar sóknar-broddur Norðan að Bakhmut, enn sé þó byggðalagið Yahidne á milli -- ef Úkraínuher verst þar af hörku, gætu Rússar enn þurft töluverðan tíma að ná að Bakhmut úr þeirri átt.
- Enn er þó sæmilega öruggur vegur milli Bakhmut -- er liggur Austur/Vestur.
Engin Rússn.sókn enn nærri þeim veg.
En ef Suður/Norður sóknar-broddarnir ná alveg að Bakhmut, væri sú borg umkringd úr 3-áttum, en nú a.m.k. 2-mánuði, hefur rússn. her verið alveg upp-við Bakhmut, beint í Austri, þar verið nú um nokkurt skeið harðir bardagar í A-úthverfum borgarinnar.
- Samanlagt hefur það tekið Rússa -- nú ca. 7 mánuði að ná þessari stöðu!
Ath. samanlagt hafa Rússar náð ca. 700ferkílóm. á þeim tíma, á því svæði. - Berum það saman við, 6000ferkílóm. Úkraínumenn tóku annars staða á sama tíma.
Talið -- a.m.k. 30.000 Rússar hafi orðið fyrir líftjóni eða óvígir á þeim tíma.
Einungis í bardögum um Bakhmut og í grennd við Bakhmut.
Þúsundir Úkraínumanna hafa auðvitað einnig særst eða látist!
--Talið er samt sem áður, manntjón Rússa í þeim bardögum sé umtalsvert hærra.
- Vegna þess, talið er staðfest Rússar hafi beitt: Fyrra-stríðs taktík.
- M.ö.o. vegna mikils fj. fanga, ca. 40þ. fangar taldir hafa tekið þátt í bardögum á Bakhmut svæðinu -- og talið, megin-þorri þeirra hafi fallið eða særst.
- Vagner sveitirnar hafi beitt, Fyrra-stríðs taktík, þ.s. fangarnir hafi ekki fengið nokkra hina minnstu herþjálfun.
Ekki talið mannfall fanganna - sé pent talið af Rússa-her.
- Punkturinn er sá, að á öðrum vígsstöðum í Úkraínu, fyrir utan Bakhmut.
- Virðist að varnir Úkraínu, haldi.
- Meira segja Bakhmut, gæti hugsanlega haldið enn -- mánuð eða 2 til viðbótar.
En sennilega hörfa Úkraínumenn þaðan fyrir rest!
Takið eftir, Úkraína á enn eftir ca. sama fj. skriðdreka!
Meðan skriðdrekum Rússa hefur fækkað ca. um helming!
Kom fram í máli varnarmálaráðherra Bretlands, sókn Rússa sé það veik, að lítið sé að óttast að verulegar breytingar verði á víggstöðunni út af henni!
- There is no evidence to date of a great, big Russian offensive, Wallace said. What we have seen is an advance on all fronts, but at the expense of thousands of lives . . . We should actually question the assertion that they [the Russians] can go on.
- He cited reports that 3,000 Russian soldiers had died during a three-day attack last week on the southern Ukrainian town of Vuhledar.
- *Russia still has significant forces at its disposal, Wallace said. But what we have discovered is that when they muster them, they get whacked . . . Theyre struggling.
Þó það virðist rétt að Rússar komist lítið áfram -- ath. margir mánuðir af sókn.
Hafa skilað Rússum einungis 600 ferkílóm. gegnt a.m.k. 30.000 særðum og föllnum.
Talið að Úkraínumenn hafi -- líklega misst, líklega ekki meir en ca. helming sama fj.
--Hugsanlega minna en helming á móti.
Þá þíði það ekki, að Úkraína geti keyrt í gegnum Rússa-her!
- Hvort að gjafir NATO á yfir 100 skriðdrekum, breyta þeirri stöðu á eftir að koma í ljós.
- En ef við sjáum ekki aukinn kraft í tilraunir Rússa, þá líklega mun víggstaðan ekki stórfellt breytast, áður en Úkraínumenn -- hafa a.m.k. 100 Leopard 2, og 14 Challenger 2 skriðdreka.
Það mun alveg örugglega skipa máli - þ.s. þessar tvær týpur taka þeim skriðdrekum Rússa langt fram, sem enn hafa sést í átökum í Úkraínu.
- Talið að Rússar hafi misst, a.m.k. helming T72 skriðdreka, og marga T80.
Military Balance.
- Ástæða þess að Úkraína - þrátt fyrir 12 mánuði af stríði.
Hafi enn ca. sama fj. skriðdreka sbr. v. febr. 2022. - Er ekki síst, mikill fj. rússn. skriðdreka Úkraína tók herfangi.
Í bardögum í grennd við Kíev - þ.s. Úkraínumenn náðu hundruðum skriðdreka óskemmdum.
Margir segja í gríni -- Rússland sé duglegra en nokkurt annað land, að sjá Úkraínu fyrir vopnum.
Vefurinn Oryx - hefur í marga mánuði tekið saman eigin tölur um tjón Rússa og Úkraínu: Attack On Europe: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
- Skriðdrekar: destroyed: 1027, captured: 548.
M.ö.o. Úkraína tók 548 Rússn. skriðdreka!
Það auðvitað þíðir: Rússar hafa misst nærri 1.600. - Yfir 3000 brynvarinna liðsflutningafarartækja á beltum.
Oryx birtir einnig eigin tölur um farartækja-tjón Úkraínu: Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
- Skriðdreka-tjón Úkraínu sé:467.
M.o.ö. -- Úkraína hefur tekið flr. skriðdreka herfangi, en samsvarar tjóni Úkr. - Ef marka má Oryx -- er heildar-herfang Úkraínu, 867 hertekin tæki.
Móti sé heildartjón Úkraínu á öllum brynvörðum herfarartækjum: 2979.
--Nettó talan m.ö.o. ca. 2.100. - Það séu einkum, liðsflutninga-tæki, rýflega 2000 stykki.
Þetta samt sem áður framkallar það áhugaverða:
- Úkraína hefur ekki færri skriðdreka en áður.
- Meðan Rússa, hafa misst -- nærri helming, virks skriðdreka-flota síns.
Það sé ekki af ástæðulausu -- Rússland hafi virkjað hundruði af T62 skriðdrekum.
Yfir 50 ára gömlum!
- Vegna þess skriðdreka-framleiðsla í Rússl. sé óveruleg, þá gengur Rússland til að bæta tjón á gamlar birgðir.
- Talið að hátt hlutfall þeirra, séu líklega ónýt.
Eftir gjarnan yfir 20. ár af því að vera geymd fyrir opnu.
Eins og flestir vita, þá skemmast tæki - ef þau eru mörg ár óhreyfð fyrir vindum og veðrum.
Sumir hafa nefnt -- Rússar eigi 5.000 slíka.
En, mjög margir þeirra líklega ónýtir eftir mörg - mörg ár, óvarðir fyrir veðri og vindi.
- Þess vegna talið, Rússa skorti í vaxandi mæli, skriðdreka.
Það sé hluti af hverju, Rússar í vaxandi mæli -- beiti: Human-wave-attakcs. WW1 style.
Auðvitað leiði skriðdreka-skortur einnig til, Rússar eigi trautt um gegnumbrot.
Tjón Rússa sé trúverðugt -- því her Rússa hegðar sé eins og maður bíst við, her er hafi orðið fyrir miklu tjóni, hegði sér!
- Eins og sagt er, ef það kvakar eins og önd -- o.s.frv.
Rakst á áhugaverða gagnrýni hjá Rússneskum stríðsbloggara!
Ég get ekki metið sannleiksgildi þessa: Hlekkur.
VETERAN'S NOTES A catastrophic situation has developed with the monetary allowance of the participants of the NWO. The scale of the problem is simply indecently huge. This problem exists in every military unit.
In every battalion, in every company and every platoon. Total non-payment of the promised and due monetary allowance. Volunteer units such as BARS are particularly affected in this regard. People who volunteered for the front in the spring - in the summer of 2022 are simply marinated and strangled by the bureaucracy. People wait half a year for a seal on a piece of paper to prove that they are combatants. Then the circles of hell begin in the military registration and enlistment offices for registration of the status of the WBD.
The circles of hell lie in the fact that the bureaucratic machine in the warring units is simply disgusting. But the most egregious case that I know is when a person was mobilized on September 22, 2022, and on September 26 he was already in Svatovo. We talked with him at the end of January and at that time he did not receive a penny from the MO! On the card he only received a salary from his previous place of work. But that's not all.
In November, he was injured. There is a certificate in form 100. But they refuse to pay compensation, citing the fact that they consider the injury not severe enough! It's just thrash. A man was called up for mobilization, he has been fighting for almost half a year, he was wounded and he is not paid! And I personally know dozens of such stories. People grumble. Discontent and anger build up. If the situation does not change, it will lead to a social explosion in the veteran community. Do you need it!?
It is necessary to take tough measures to normalize the situation in this sector. It is necessary either to return the financiers in part, or to take other measures. But it can't go on like this. Next will be an explosion.
En ef þetta vandamál hann nefnir er -- ósjaldgæft.
Þá auðvitað spyrst það út meðal þeirra sem - hugsanlega íhuga auglýsingar yfirvalda þ.s. Rússum er boðið peningur, gegn því að bjóða sig fram til stríðs.
M.ö.o. vandamál af þessu tagi, gæti auðvitað skaðað -- tilraunir yfirvalda í Rússl. til að, fá fólk til þess að bjóða sig fram, gegn borgun.
--Þannig, aukið líkur á því, að rússn. yfirvöld þurfi að, þvinga fleira fólk í herinn.
Ég tel mig í engri aðstöðu til að meta sannleiksgildi þessara umkvartana.
--Ath. hlekkurinn að ofan, vísar beint í rússn. texta.
Niðurstaða
Það virðist ólíklegt að ný sókn Rússa leiði til verulegra breytinga á vígsstöðu Rússlands gagnvart Úkraínu í A-Úkraínu, þ.s. sóknar-tilraun Rússa er í gangi.
Því þrátt fyrir harðari árásir nú í ca. 3 vikur, séu hreyfingar á línum einungis á litlu svæði í grennd við Bakhmut í A-Úkraínu, þ.s. Rússar sækja virkilega á hraða snigilsins að borginni Bakhmut.
Átök um þá borg haf staðið samfellt í 7 mánuði, og geta staðið í kannski - viðbótar 2 mánuði. Ef maður gefur sér, að sókn Rússa að þeirri borg stoppi ekki.
--Yfirgefa Úkraínumenn hana fyrir einhverja rest.
Það áhugaverða er að Úkraínumenn, enn eiga ca. sama fjölda skriðdreka og fyrir febr. 2022, meðan að skriðdreka-eign Rússa áætlað hefur minnkað ca. um helming.
--Það sem geri tjón Rússa, tilfinnanlegra en tölurnar sýna.
Sé að þeir skriðdrekar hafi verið þau tæki, sem Rússar höfðu varið peningum til að uppfæra tæknilega -- í staðinn m.ö.o. taka þeir í notkun: óuppfærða T72.
Og að auki, hafa þeir í noktun einhver hundru af 50 ára T62.
--M.ö.o. gæðastandard rússn. skriðdreka í stríðinu, hafi farið verulega aftur.
Meðan hafi gæðastandard Úkraínskra skriðdreka ekki minnkað.
Og eftir að þeir fá kannski um 150 vestræna-skriðdreka.
--Þá mun koma í ljós, hvaða áhrif svo miklu mun öflugari tæki hafa á stríðið.
- Vegna þess að Úkraína, hervæddi strax í upphafi stríðs.
Þá hefur Úkraína í dag, líklega ekki tapað gæðastandard eigin herliðs þrátt fyrir mannfall. - Meðan hegðan rússn. hersins sýni, gæðastandard rússn. hersins hafi greinilega farið aftur.
Það sýni einfaldlega notkun einfaldra bardaga-aðferða.
Er hafi einkennt aðferðir rússn. hersins a.m.k. sl. hálft ár.
En því lakara liðið er, því einfaldari þurfa aðferðirnar að vera.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mannfjöldatölur þínar eru gjörsamlega rangar.
18.000 fallnir Rússar á móti 200.000 Úkra.
Þetta er svo vitlaust að ég ætla ekki að skrifa meira.
Arnar Loftsson, 20.2.2023 kl. 13:25
Þar sem Rússaher er ~320K-370K manns, þar af 25-30% í fríi, helmingurinn að gæta landamæra og ~10% í hernaði annarsstaðar (Sýrland, td...) á dreg ég stórlega í efa að þeir hafi náð að:
A: nota 200-300K manns í einhverja innrás.
B: náð að missa 100K í téðri innrás.
Það er einfaldlega dæmi sem virkar ekki.
Tölur Arnars hér fyrir ofan hljóma sennilegri.
Vgena þess að: Sovét doctrine segir að það þurfi ekki að nota nema 120K manns í neinu stríði á nokkrum tíma. Af þeim hóp er 1/3 alltaf í fríi.
Nú eru Rússar að byrja að fá úr þjálfun fyrsta batch af 400K auka-mannskap. Geri fastlega ráð fyrir að þeir verði allir komnir Í Sumar.
Fer ekki í græju pælingar, veit lítið sem ekkert um skriðdreka.
Það væri passlegt fyrir Rússa að gera innrás einhverntíma í Apríl, og ná restinni af þessu landi sem þeir ætluðu alltaf að taka.
Spái ég.
Viltu veðja? 1 Bjór?
Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2023 kl. 20:31
Arnar Loftsson, sá er trúir sprenghlægilegum tölum Rússa -- er smábarn. Enska orðið -naive- nær ekki að lýsa almennilega slíkri fíflsku.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.2.2023 kl. 22:32
Ásgrímur Hartmannsson, Grímur ef þú virkilega trúir þeirri steypu rússl.stj. heldur fram um eigið mannfall - á það sama við þig, að orðið -naive- sé langt í frá fullnægjandi lýsingar-orð, til að lýsa fávisku af svo hraplega alvarlegu tali.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.2.2023 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning