31.12.2022 | 14:38
Vísbendingar nú er ári lýkur hafi Úkraína haft sigur í 5 mánaða löngum slag um Donetsk hérað í A-Úkraínu!
Vísbendingarnar eru þær, að her Rússa í Donetsk héraði er hefur gert linnulitlar árásir sérstaklega á svæði nærri borginni -- Bakhmut, en einnig víðar í Donetsk héraði; sé nú orðinn nær uppiskroppa með hermenn!
Sl. 2 vikur hafi árásir af hálfu Rússa verið til muna - liðsminni.
Vísbending þess, að her Rússa á því svæði, sé magnþrota.
- Mig hefur grunað -allan tímann- að þær árásir væru mistök, líkt þeim við -Battle of the Bulge- Des. 1944, er Þjóðverjar geistust fram í Ardenna-fjöllum, þá.
- En niðurstaðan var fyrst og fremst sú, að her Hitlers eyddi upp sínu, síðasta varaliði ásamt því að þynna til muna, varnir hers Hitlers á Vestur-Vígsstöðvum.
Í kjölfarið þíddi það, er sókn bandamanna fór aftur af stað, að þá var lítt um varnir í Þýskalandi, þannig her Bandamanna rauk fram -- suma daga sækja fram 100km. per dag.
Ég á ekki endilega von á slíku af hálfu Úkraínumanna, hinn bóginn -- þá rökrétt bætir það vígsstöðu Úkraínu -heilt yfir- að her Rússa, eyði upp sínum liðsstyrk.
ISW:Russian Offensive Campaign Assessment, December 30
Igor Girkin/Strelkov -- lengi einn helstu leiðtoga svokallaðrar uppreisnar í A-Úkraínu
Áhugaverð skoðun: Igor Girkin/Strelkov: - hlekkur á færslu Girkin/Strelkov.
Strelkov Igor Ivanovich: In other sectors of the front, the Russian command does not need such a goading, there it itself, voluntarily drives to the slaughter the last remnants of the infantry, no longer very combat-ready due to previous losses. The Russian military has an incredible talent for turning any village with a couple of landings and a pig farm into Verdun (Verdun var orrusta í Fyrri-Styrrjöld, alræmd fyrir blóðbað), on which their own, not enemy, units are grinded. Why? Yes, because BUSV, the Combat Charter of the Ground Forces, these people have not opened and read almost never. And more than any "Javelins" and "Haymars", more than any "NATO satellite groups" are fighting against us, bitch, the Combat Charter of our own Ground Forces, on which our valiant command wanted to shit. And dill - they read it and creatively processed it, taking into account the available new technologies.
In the text about radio communications, I described the main problem of command and control in the Russian army, because of which the army cannot really advance, cannot maneuver, cannot even fully repel enemy attacks. Nothing larger than the -remnants of a motorized rifle battalion- in the RF Armed Forces cannot be controlled as a single organism. And, of course, in this situation, the battalion commanders and company commanders of these -remnants- become well-deserved heroes, who, if possible, take out the entire star and drag the party in their area. Although more often, alas, they do not drag. And they are buried with their subordinates when, after half a dozen assaults, organized one worse than the other, ours still capture another piece of land and collect their rotten remains.
From the fact that the Russian army can do nothing but, bleeding, take another village, surrendering a district center or an entire region on the other flank, the Russian army made an amazing conclusion - let us take more villages! And arranged the maximum possible Verdun along the entire front line, including the very infamous Pavlovka in the DPR. And, of course, Bahmut. How could it be without him. How not to kill the last remnants of combat-ready infantry about him? It is not possible at all. These fucking bastards need to get a positive for the news somewhere! Here, we freed another 100 meters of such and such a village. And whoever is the first to report on the complete liberation of the village - that order.
I think that the Ukrainian command, too, later, already in captivity, will give these people the appropriate orders. -Gold and very dark amber- (c) Because on the eve of the winter offensive of the Armed Forces of Ukraine, it is almost impossible to provide the Armed Forces of Ukraine with some more significant service than killing the remnants of our infantry and the remnants of our tanks. Although no, I'll call. Can! It was provided to the dill by the organizers of mobilization in the Russian Federation, who drove the lion's share of those mobilized into -rifle regiments- without heavy weapons and artillery, the same state as the regiments of the Donbass -mobiks-. These absolutely uncontrollable due to the lack of normal command personnel and, of course, the lack of communications, the units are simply created in order to devour the human resource and do not represent any combat value. They are simply created for the Armed Forces of Ukraine to locate them by clusters of constantly turned on cell phones, bug their analog -Baofengs- and strike precisely at them, inflicting strikes on their neighbors, battered formations of the regular troops of the Russian Federation and the Republics during 10 months of the war. flank and rear.
Could these people be replenished with personnel units, in which motivated officers and sergeants, military equipment remained? It could be. It was possible to eliminate that monstrous patchwork that the RF Armed Forces are fighting with, when units of various military units, the National Guard, -private traders-, -leopards-, -Akhmads- crowd one or two kilometers? It could be. But no one did. The enemy has been rendered a large-scale service, worthy of a military tribunal, which, of course, will not happen.
- Eftir því ég best fæ séð, hefur spádómur Girkin/Strelkov ræst.
- Þ.e. skv. því hann segir, miðað við hans túlkun á aðferðum Rússa-hers í Donetsk héraði -- þá hafi Rússa-her þar, eytt upp miklu af sínu liði.
Án þess að fara nærri því að ná yfirlýstum markmiðum. - Takið eftir, hve orðljótur herra Girkin/Strelkov er í textanum.
Hann virkilega hefur ekki gott álit á þeim, er hafa leitt þær árásir. - Hann hreinlega segir -- yfirmenn Rússa-hers vinna skemmdarverk á eigin her.
Að þeir ættu skilið verðlaun frá Úkraínu-mönnum.
Því þeir hafi gert Úkraínu stórfelldan greiða, með því að eyða upp - nýliði Rússa.
- Orð Girkin/Strelkov eru ca. 2ja vikna gömul nú.
- Girkin/Strelkov telur greinilega í textanum að ofan, að Rússar hafi nú gereytt sínum nýliðum, rétt áður en -- sókn Úkraínuhers hefst.
- Ef hann hefur rétt fyrir sér, að Úkraína hefji öfluga sókn á ný-árinu.
Mundi það styrkja samlíkingu mína, við Des. 1944.
Það er sterkur orðrómur að Úkraína, sé með sókn í undirbúningi í Luhansk héraði, til að taka Kreminna þ.s. er mikilvæg samgöngumiðstöð því mikilvægur hlekkur í varnarlínu Rússa þar, í von um að þvinga Rússa til verulegs undanhalds á því svæði.
Rétt að taka fram, bardagar í Donetsk hafa ekki hætt, aftur á móti virðast árásir Rússa sl. 2 vikur hafa ívið minni lyðsstyrk - smærri hópar fara fram í hvert sinn!
Það er megin-vísbending þess, að lið Rússa sé komið að þrotum!
Pútín getur auðvitað sent flr. nýliða á svæðið - þannig endurtekið leika.
Svo fremi, her Rússa hafi -- vopn fyrir fleiri nýliða.
Frétt RÚV bendir til slíks: Rússar líklegir til að herða árásir sínar á nýju ári.
Ath. Það tekur samt nokkurn tíma, að safna liði að nýju - senda til Úkraínu.
Er getur þítt, að Úkraína - hafi glugga a.m.k. jan. og febrúar.
Áður en, nýr liðssafnaður Rússa, ef maður gerir ráð fyrir, nýrri liðssöfnun.
Nái að vera myndaður, vopnaður - síðan sendur á vígsstöðvarnar í Úkraínu.
--Girkin/Strelkov getur því haft rétt fyrir sér, er hann spáir nýrri sókn Úkraínuhers.
- Ef marka má, Girkin/Strelkov -- var vopnabúnaður nýliðanna skorinn við nögl, þ.e. rifflar líklega Kalashnikov.
- Fjöldi liðsforingja skorinn við nögl - liðið með lítinn undirbúning.
- Árásir hafi því verið á einföldu formi - sbr. líkinguna við: Verdun.
M.ö.o. sennilega - human-wave.
Sem í samhengi Fyrra-Stríðs var afar mannskæð aðferð.
100 árum síðar, miðað við nútíma-vopnabúnað, líklega enn mannskæðari.
Þá að sjálfsögðu fyrir -- árásina.
Eftir mánuði af slíku blóðbaði -- sé ekki órökrétt, að Rússar séu búnir að klára sitt lið, aftur - eins og júlí.
- Ef nýr liðssafnaður Rússa, er kominn til leika í mars/apríl: getur samt verið að Úkraínumenn hafi náð að lagfæra vígsstöðuna, í jan./feb. - jafnvel einni góðri sókn.
- Þreittur her Rússa, akkúrat núna, gæti vel hugsanlega gefið eftir, ef bankað er fast á hann -- áður en Rússum vinnst tími til, að safna liði að nýju.
Ég held að ég sé sammála Girkin/Strelkov -- að líklega hafi myndast sóknar-gluggi fyrir Úkraínuher, jan. til feb. a.m.k.
Niðurstaða
Igor Girkin/Strelkov hefur verið tengdur átökum í Úkraínu, síðan 2014 -- er hann var einn af helstu leiðtogum svokallaðrar uppreisnar, með stuðningi Rússa-hers. Hann virðist hafa boðið sig fram til átaka, feb. 2022 -- bjartsýnn um árangur af nýrri innrás.
Miðað við hvernig hann talar um herstjórn Rússa, aðferðafræði með öðrum orðum -- er ljóst að í dag, sé hann orðinn vonlítill um sigur.
Lýsingar hans af aðferðum Rússa, í Donetsk átökum sl. 5 mánuði, er stórfellt áhugaverð.
Ég sé enga ástæðu til að draga í efa, þær lýsingar séu réttar!
- Að Rússar hafi beitt Fyrra-Stríðs aðferðafræði.
- Það komi líklega til, vegna þess að lið það sem hvatt var í herinn af Pútín, hafði nánast enga -- þjálfun.
- Samt var það lið, sent nánast strax til átaka.
Þegar menn eru með, herlið nær algerlega án þjálfunar - samtímis vopnabúnaður skorinn við nögl, skv. lýsingu Girkin/Strelkov, of fáir yfirmenn að auki, til að stjórna liðinu almennilega.
Þá geta menn ekki búist við, flókinni aðferða-fræði.
Ég talaði einmitt um það, fyrir mánuðum -- að gæðastandard Rússa-hers hafi farið niður.
Mér virðist að aðferðir Rússa-hers í Donetsk, sýni fullkomlega fram á það mat hafi verið rétt.
- Girkin/Strelkov meinar að Rússa-her hafi eytt sínu liði, í tæka tíð fyrir sókn Úkraínuhers.
- Við skulum sjá, hvort sú spá -- Girkin/Strelkov reynist rétt.
Bendi á, hann er ekki vinur Úkraínu - hann vill að Rússl. ráði svæðinu.
Hann sé, úrkola vonar um sigur, greinilega - eftir að hafa orðið vitni, að aðferðum Rússahers, með eigin augum.
Einmitt vegna þess, að hann -- vill raunverulega að Rússar vinni.
En trúir ekki lengur á sigur -- tel ég ummæli hans hafa trúverðugleika.
Ég meina, hann er vitni - hann greinilega er ekki fylginn Vesturlöndum.
Ástæður þess hann hefur tapað trúnni á sigur, sé aðferðafræði Rússa-hers.
- Sem skv. orðum Girkin/Strelkov -- komi nærri landráðum við Rússland.
Vegna þess, að hann óttast -- að þær aðferðir stefni í að færa Úkraínu, sigur.
Kemur í ljós grunar mig fljótlega á nýárinu hvort bölsýni Girkins/Strelkov.
Reynist á rökum reist.
Gleðilegt nýtt ár til allra!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
RUSSAR ERU EKKI Í STRIÐI VIÐ UKRAINU LENGUR, HELDUR ER RUSSAR Í STRÍÐI VIÐ Nato ríkin eins og þau leggja sig.
Stóra myndin i þvi dæmi, er verðbólgan.
Eyðlieggingar máttur verðbolgunnar er mikill og gríðarlegur.
Nato rikin hafa sent vopn til Ukrainu, en fengiið eyðikeggarmatt verðbolgunar i staðin heim að dyrum.
það vita Russar. Kinnverjar lika.
Sem dæmi um örvæntinguna, að þa´er þjoðverjar búnir að selja stóran hlut af einni stærstu uppskipunarhöfn sinni til kínverja til þess að létta á fjárhagnum.
Ruusar eru á endanum sjálfir sér nogir með allar grunstoði, en það hið sama e hægt að segja um Usa og Evropu.
það er alveg sama þótt Esb snúi sér frá Russlandi, að þá munu þeir áfram verða háðir öðrum.
Sam er með Usa og Oliuna.
I Usa, að þá´hefur engin endurnýjun átt sér stað i oliugreianunm, vegna þess að loftslags liðið sem að er og hefur verið með algerlega óraunhæfar væntingar um þesi orku skipti, hefu nánast þvi ekki verið neitt annað en eyðileggjandi afl í Usa. Disil oliu skortur.
Stríðið í Ukrainu er löngu hætt að snúast um Ukrainu og hefur aldrei snúist um Ukrainu.
Ukraina var notuð og misnotuð, af hálfu Joe Biden og Romversk kaþolskuj krijunnar fyrst og fremst með það að markmuði að koma hoggi á Russa og þar á meðal a´Grisk kaþolsku kirkjuna i leiðinni, til þess að fyrurbyggja að Grisk kaþolski hlutin færi að auka styrjk sinn gagnvart Romversk kaþolsku kirkjunni.
Nato Ríkin hafa tapað Gríðarlegum fjárhæðum í gegnum verðbólguna, sem að heldur áfram að murka lifið úr þegnum Nato ríkjuanna, þar sem að þeim er rikjum er fornað í þessu valdabrolti Romversk kaþolsku kirjkunnar um allan heim.
Usa eiga ekki Sádi Araba að lengur.
þegar að Saudi Arabar eru farnir að súa sér til kína og Russlands eins og fréttir hafa verið um, að þá gefur það glögglega til kynna, að þar liggur ákveðin vendipunktur fyrir framtíðina sem að gefur glögglega til kynna, að það séu meiri háttar breytingar að verða á heimsskipulaginu, þar sem að Rikin í Austri eru að fara að taka yfir stjorn heimsins og Usa er fattikst sé búið að missa þann status.
Dæmi ,, Saudar hafa keypt oliu af Russum á afslætti allan timan a´meðan á Striðinu hefur staðið og selt hana sem sína eigin og sparað sína eigin með hagnaði og sparað þannig sína eigin.
Ukrainu stríðið er logu hætt að snúast um Ukrainu, og hver vinnur og hver tapar þar á þeim bænum, heldur er snýst það stríð fyrst og fremst um Stríð Romhvers kaþooslku elítunnar, gegn Russlandi, Kina og jafn vel indlandi og fleirum er ekki eru þá og þegar undir þeirra stjórn.
það er nefnilega Truarbragða stríð í gangi.
Truarbrgða stríð eru ljótustu stríðin.
Ukrainu stríðið er einungis byrjuin á mjog ljótum pakka sem á eftur að vinda verulega upp á sig, og þeir sme að ætla að rétta hlut sinn við í þeim ljóta pakka er hin ,, Hnignandi ,, Romversk kaþolska kirkja sem að ætlar að viljandi að reyna að koam 3 heimstyrildinni af stað og hagnast all verulega á KOSTNAÐ ÞJÓÐRÍKJANNA.
Rétt eins og washington dc, var það apparat sem að hagnaðist hvað mest á Fyrr og seinni heimstyoldini.
2 heimstyraldir i gamla daga.
Alltaf fékk RÓM AÐ VERA Í FRIÐI. Wasington græddi síðan hvað mest á þessu sem lika er fyrst og fremst kaþolska kirkjan.
Nú ætlar Joe BBiden , meðlimur Vatikansins ásamt fleirum slíkum að endurtaka leikin fyrst og fremst með hagsmuni Romversk kaþolsku kirkjunnar i huga, en láta þjóðríkin BORGA BRÚSAN.
ÞAÐ NEFNILEGA LJÓTUR PAKKI Í UPPSIGLINGU OG UKRAINA VAR FYRSTA FORNARLAMBIÐ ÁSAMT RUSSUM BUSETTUM Í UKRAINU.
Af hverju heldr fólk að Nato og Esb sé með hofuðstöðvar i Belgiu, eða Brussel.
það eru hvergi nokkurstaðar eins margar kaþolska kirkjur per ferkilómeter landsvæðis eins og í Ukrainu.
Sem umlykja Nato og Esb höfuðstöðvar í Brússel, með kaþolsku kirjuna í Auasturriki gnæfandi yfir þessu öllu sama.
þesi fáguðu Austurrikis menn.
það versta við þetta allt saman að við erum með Austurrikis mann í utanríkis ráðuneytinu núna og við erum með Katrinu, femi nasista sem er með glyju yfir fornum tima þyskalands, hvert sem hún litur, og svo eru við með Sigurð Inga ,, undir áhrifum frá Dönsku Nasista klíkunni.
þetta fólk kom allt upp um sig, þegar að ZELENSKY HÉLT RÆÐU Á ALÞINGI.
Það er nefnilega Stutt í Ný nazista skrílin á Islandi, sem gera allir það sama og Joe Biden, þar sem að þeir skreyta sig með ,, KRATA ,, nafinu.
kv
lig
Lárus Ingi Guðmundsson, 31.12.2022 kl. 15:27
smá leiðréting.
það eru hvergi nokkurstaðar eins margar kaþolskar kirkjur per ferkilometer landsvæðis eins og í BELGIU !!!!
Belgiu ætlaði ég að segja, en ekki Ukrainu.
Lárus Ingi Guðmundsson, 31.12.2022 kl. 15:33
Árið félagar.
Ég óttast hreinlega að Lárus Ingi hafi með u.þ.b. fyrsta tre/kvarti athugasemdar sinnar slegið Einar Björn út af laginu, en vonandi þó ekki til frambúðar.
Ég sjálfur kinkað ótt og títt kolli framan af, en þegar átök austur og vestur deildar Kaþólsku kirkjunar fóru að taka völdin, þá tóku á mig að renna tvær grímur, því eftir minni bestu sannfæringu, þá eru það helst gamal-ríkir gyðingar með Rothschild gengið í forystu og nýríkir arabar sem helst halda um stjórnlínur vestrænu valdhafana og hafa því örlög okkar allra í hendi sér, líkt og flugurnar á veggjum herbergjana í Davos gætu örugglega staðfest.
Jónatan Karlsson, 1.1.2023 kl. 08:36
Lárus Ingi Guðmundsson, óskaplegir draumórar eru þetta:
1) Kína er ekki að taka yfir heiminn. Þ.e. algerlega öruggt núna. Það kemur til vegna þess að hagvöxtur í Kína er að nema staðar -- Kína er að ganga í gegnum sama ferli og Japan á 10. áratugnum - sbr. fólksfj.þróun er orðin neikvæð - það hefur mikinn áhrif á hagvöxt, sbr. Kína þarf ekki lengur að stækka borgir - fjölga vegum - járnbrautum, né öðru er tengist infrastrúktúr - þess í stað kemur fólksfækkun, þ.s. smám saman verður Kína með, infrastrúktúr umfram eigin þarfir -- -- Kína er að verða fyrir því, að ca. 1/3 af hagvexti Kína sl. 30 ár, er að detta út. Það þíðir á mannamáli, að Kína verður nk. ár -- ekki með hagvaxtartölur umfram Evrópu eða Bandaríkin. Sem þíðir á mannamáli, að Kína verður aldrei -- drottnandi ríki heimsins. Er þíðir, að Austrið - eins og þú kallar það - er alls ekki að taka yfir heiminn.
2)Þ.e. rétt hjá þér, að Saudi er ekki eign Bandar. - Saudi hefur ekki verið eign Bandar. eiginlega nokkru sinni - né eru Evr.lönd eign Bandar. -- Saudi er bandamaður Bandar., þ.e. einnig Tyrkland, og fj. annarra landa. Það að vera bandamaður Bandar. -- þíðir ekki að vera eign Bandar. Evrópa er einnig með gríðarl. viðsk. v. Kína -- Saudi má selja olíu til Kína - Saudi má taka við Kínv. í opinberar heimsóknir, tja eins og mörg Evr. ríki hafa einnig gert. Þessi hugmynd að -- Saudi leggi sér að Kína. Er ekki frekar sennileg, en að Evrópa leggi sig að Rússlandi, eða að Kína. Þessi lönd eiga viðskipti -- eins og þau eiga einnig viðsk. v. Bandar. Það hefur með engum hætti þá miklu þíðingu -- sem þú ímyndar þér. Saudi er ekki að - hallast að Rússlandi, ekki heldur að hallast að Kína.
3)Þú gerir alltof mikið úr þeirri verðbólgu sem er til staðar -- og þú greinilega skilur ekki, að Evrópa er á leiðinni að kúpla sig frá olíu og gasi, einnig kolum -- blaður þitt um olíu er í öllum atriðum rangt. Þvert á móti er það olíuiðnaður Rússl. sem er gamaldags, er eftir á í tækni. Meðan að olíuiðnaður Bandar. er líklega sá fullkomnasti í okkar heimi. Eiginlega skarar hann langt fram -- með tækniforskot.
4)Síðan er það fullkomlega rangt, að Rússland skorti ekkert -- þvert á móti hefur öllu hnignað í Rússl. undir stjórn Pútíns. Stjórnun Pútíns, eru glötuð ár fyrir Rússl. -- þ.s. rússn. iðnaði hefur hrakað stórfellt. Einfaldur samanburður á Kína 2000 og Rússl. 2000 -- ef þú þorir. En það ár var rússn. hagkerfið enn, stærra en það kínv. Í dag er kínv. hagkerfið sennilega meir en 20-falt stærra. 2000 hafði Rússl. enn möguleika að fylgja Kína í hagþróun ásamt uppbyggingu iðnaðar með sambærilegum hætti. Pútín -- gerði það ekki.
Í þvi felst gríðarlegt glatað tækifæri Rúss. -- þess í stað hefur iðnaði Rússl. eiginlega hnignað sérhvert ár undir hans stj.
5) Þvert á móti, er Rússl. gríðarl. háð öðrum löndum. Vegna frumstæðs ástands rússn. iðnaðar, er Rússl. þvert á móti -- afar háð innflutningi. Þeir geta t.d. sjálfir ekki lengur framl. grunnþætti tölvubúnaðs -- þeir eru háðir innflutningi frá Vesturl. með örtölvur, án þeirra geta þeir ekki framleitt, flókin vopnakerfi. Því þeir vörðu ekki fjármagni -- frá 2000 til að, byggja upp iðnað er væri fær um að framleiða þess lags tækni.
6)Þ.e. langt í frá - æðislegt - að vera gas-útflutnings-land, eða olíu-útflutnings-land. Og hafa hent frá sér nær öllum þeim iðnaði er áður var í landinu. Rússl. þarf nú að smiggla inn, tölvubúnaði, framhjá útfl.banni vesturlanda, til að geta smíðað vopn. Þeir eru að taka tölvur úr þvottavélum, uppþvottavélum, þó slíkar tölvur séu ekki hannaðar fyrir -- vopnakerfi, og örtölvur úr slíkum búnaði henti ekki vel til að stjórn vopnum -- því Rússl. er desperat því það skortir nú allar grunn-bjargir fyrir tölvur. Viðskiptabannið hefur því þvingað Rússl. til að taka í notkun mikið af T62M skriðdrekum, og sambærilega gömlum vopnakerfum -- því 50 ára gömul vopn, eru nægilega frumstæð, til að Rússland ráði við að halda þeim við, eða smíða þau.
7) Þú sérð ekki þá miklu hnignun Rússl. sem Pútín er sekur um. En það ástand sem þú lýsir - er einmitt niðurstaða 20 ára af alvarlegri hnignun, m.ö.o. Rússland í dag hefur ekkert annað en, úreltan vopna-iðnað, fyrir utan olíu og gas. Evrópulönd standa Rússlandi langtum framar, Bandar. eru ljósárum framar Rússlandi. Þ.e. Kina einnig.
8)Þ.e. einmitt hætta Rússl. að vera með -- miklu þróaðri lönd, og miklu öflugari -- Vestan megin og Ausan megin. Rússland hefur ekki roð við, hvorki Kína -- né Vesturlöndum. Þessi hugmynd þín um -Austrið- er -- greinilega merki þess að þú lest, rússn. draumóra. Rússl. er ekki í bandalagi við Kína - Kína er ekki bandar. Rússl. -- Kína stendur ekki með Rússl. -- nema í orði. Þ.e. fylgst afar vel með því hvort Kína geri nokkurn skapaðan hlut til að hjálpa Rússl. ----- þ.e. fullkomlega umborið að Kína kaupi olíu og gas. Þar fyrir utan, er Kína ekkert að hjálpa né að aðstoða Rússl.
9)Þvert á móti er niðurst. sl. árs -- gríðarleg eingangrun Rússl. Það að Rússl. er að kaupa vopn af Íran. Sýnir örvæntingu Rússl. -- áhugavert að Rússl. geti ekki fram. dróna. Slíkir eru ekki rosalega merkileg tækni í dag -- en rússl. getur ekki lengur framleitt þá sjálft. Sem undirskorar hnignun Rússl. Að einungis Íran vill hjálpa Rúss. -- undirskorar einangrun Rússl.
10)Sannleikurinn er sá -- þ.e. ekkert: Austur. Kína er þarna sannarlega. En þ.e. greinilega ljóst, fyrst að Kína hefur ekki hjálpar Rússl. -- þá eru draumórar Rússa um svokallað Austur -- hrundir. Þ.e. ekkert Austur. Þ.e. sannarlega Kína. En -Austur- eins og rússn. fjölmiðlar skilgreina það -- er ekki til. Augljós ákv. Kína að beygja sig undir vilja Vesturlanda -- Vestrið er enn drottnandi. Það eru engar horfur á að það breytist fyrir 2100.
11) Þessi verðbólga þú talar um, líður hjá - tekur ca. 2 ár fyrir Evrópu að klára að kúpla sig frá Rússl. Sama tíma, hefur Rússl. aukið sölu á olíu til Indlands og Kína. Olíuverð hafa farið lækkandi aftur. Gas verð í Evr. eru einnig komin yfir hápunkt. Þessi verðbólga á nk. mánuðum -- líður síðan hjá. Eftir 6 mánuði verður hún líklega alveg kláruð. Þessi kostnaður sem þú talar um -- er óverulegur.
12)Þ.e. rangt hjá þér að stríðið snúist ekki um Úkraínu - að sjálfsögðu snýst það um Úkraínu. Rússl. getur hvatt herinn sinn heim, hvenær sem er.. Og stríðinu verður þá lokið. Stiðið stendur yfir eins lengi og Rússl. viðheldur her -- innan landamæra Úkraínu. Meðan það ástand varir, styðja Vesturlönd Úkraínu. Sannarlega skiptir Úkraína máli -- Úkraína er það hnoss sem bæði Rússland á annan vega og Vesturlönd á hinn veg, vilja. Úkraína er einmitt kjarni stríðsins. Rússl. þarf ekki annað en að senda her sinn heim.
13)Þ.e. Rússl. sjálft sem skapar Vesturl. þá aðstöðu, að styðja Úkr. með vopnum -- að hjálpa Úkrínu að veikja eyða her Rússl. Þar með veikja Rússl. Rússl. sjálft nánar tiltekið Pútín, ákvað þann herleiðangur -- ásamt allri þeirri áhættu fyrir Rússl. og hann sjálfan því fylgir. Ég lofa því, að Vesturlönd munu ekki hætta að dæla vopnum til Úkraínu -- enda er stríðið það frábært tækifæri fyrir Vesturlönd að veikja Rússland. Það væri óraunsætt að ætla að Vesturlönd -- hætti sinni aðstoð við það land. Þ.s. Úkraína vill ganga í Vesturlönd -- þarf Vestrið ekkert annað að gera en að senda vopn. Rússl. á hinn bóginn hefur ekki styrk til að þvinga það fram að Úkraína tilheyri Rússlandi aftur.
14)Þegar hefur her Rússl. hnignað mikið -- í stríðinu. Ég stórfellt efa að Rússl. endist í Úkraínu, 6 mánuði til viðbótar. Reikna fastlega með fullum sigri Vesturlanda -- hugsanlega svo snemma sem nk. vor, algerlega pottétt fyrir nk. haust. Þá verður þessi verðbólga sem þú talar - - þegar history.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.1.2023 kl. 14:31
Vel svarað. Kv. TN.
Theódór Norðkvist, 1.1.2023 kl. 22:54
Það er oft gaman að lesa góðar stjórnmálagreiningar á þessari síðu. Ég ætla ekki að deila um mörg þau efni sem hér er heitast deilt um, verðbólgu, eða heildarstöðu herjanna og góðan árangur Úkraínu með hjálp Vesturveldanna. Margt af því er augljóslega rétt, annað þesslegt að maður þyrfti að grúska mikið í heimildum til að kynna sér málin og vera alveg viss.
En það er eitt í svari Einars Björns Bjarnasonar til Lárusar sem ég vil biðja Einar að útskýra betur.
Hann heldur því fram að Rússlandi hafi eingöngu hnignað undir stjórn Pútíns og eftir að hann komst til valda. Ég er vissulega ekki Evrópufræðingur eða stjórnmálafræðingur, en ég hef hlustað á Útvarp Sögu og þar hefur fólk haldið því fram árum saman að Pútín hafi komið Rússlandi uppúr fátækt og fólk hafi það býsna gott þar. Sérstaklega hefur Haukur Hauksson fréttaritarinn í Rússlandi komið með slíkar fréttir.
Í sjálfri wikipediu er talað um mikla aðdáun á Pútín heimafyrir og að hann hafi komið á stöðugleika.
Einar Björn ætti að draga hér fram í pistlinum einfalda tölfræði sem sýni fram á hnignun í tíð Pútíns, tölur eru oft meira sannfærandi en langt mál.
Að öðru leyti er hann búinn að útskýra margt ágætlega í þessum pistli.
Eftir stendur að Pútín getur ekki verið eins ómögulegur og hér er haldið fram, fyrst hann hefur þennan stuðning heimafyrir.
Ingólfur Sigurðsson, 1.1.2023 kl. 23:41
Þetta er einhver heimskulegasta blogg sem ég hef ....
Hér er skrifað af algjörri fávisku. Af manni sem veit nkl. ekkert um Rússland.
hér er mitt blogg ....ekki einn einasti heilvita maður trúir að Rússar muni tapa stríðinu....
https://arnarlofts.blog.is/blog/arnarlofts/entry/2285749/
Arnar Loftsson, 2.1.2023 kl. 01:40
Ingólfur Sigurðsson, Ok svokallað efnahags-undur var:
1. Er Rússl. lenti í fjárhags- og efnahags-vandræðum, áður en Pútín tók við - hitti það á tímabil er olíuverð var tímabundið mjög lágt. Það orsakaði greiðsluþrot ríkisins á þeim tíma - því Rússl.stj. lenti þá í vanda með gjaldeyris-skuldir. Vandræði með gjaldeyri-skuldir, tengjast nær alltaf -- tekju-vandræðum á gjaldeyris-hlið.
2. Fáeinum mánuðum eftir Pútín tekur við, fer olíuverð aftur hækkandi - við það bötnuðu tekjur Rússn.ríkisins, og batnandi tekjur gerðu ríkinu einnig mögulegt - að endursemja um skuldir, lengja í greiðslum og losna þannig úr greiðsluvanda. Þetta var engin sérstök snilld - Pútín einfaldlega -- kom inn í botni alþjóðlegrar kreppu, er einnig lagði Rússl. á hliðina. Skömmu eftir hann tekur við, snýst efnahags-hjólið við, utan landamæra Rússl. - sem auðvitað koma í engu við hver var við völd í Kreml. Og það gerir stjórninni fært, að hefja enfahagslegan viðsnúning.
3. Síðar, datt Pútín í lukku-pott, George W. Bush -- réðst inn í Írak. Stríð v. Persaflóa, orsakaði mikla verðsveiflu á olíu. Verð á olíu rauk upp og var í 11 ár yfir 100 dollurum per far. Alveg fram á sumar 2015. Þetta eru árin -- þ.s. efnahagur Rússl. blómstraði þ.e. þegar eftir olía hækkar 2003 - og þangað til að olía lækkar aftur, sumarið 2015.
4. Um þetta réði sem sagt, sveiflur í oliuverði á heims-mörkuðum. Sem í engu komu því við hvernig Pútín stjórnaði.
------------
Ég kem ekki auga á nokkra ákvörðun Pútíns í efnahagsmálum, er getur talist sniðug. Hann ríkis-væddi aftur, stóran hluta af hagkerfi Rússlands -- eiginlega gerði hagkerfið stórum hluta, Sovéskt að nýju. Sannarlega eru til, skilgreind einka-fyrirtæki, en þau eru ekki að mínu mati --- raunveruleg einka-fyrirtæki. Nær allur svokallaður einka-rekstur í Rússl. -- sé á vegum, sama fólksins er situr á ríkis-jötunni í Rússl. -- einka-fyrirtækin þeir einnig eiga, gegni þau hlutverki fyrst og fremst -- að vera leið fyrir þá einstaklinga; að koma fé úr ríkis-sjóði í þeirra eigin vasa. Dæmigert að þeir láti ríkisfyrirtækin þeir stjórna -- -- gera samninga við einka-fyrirtæki þeir eiga sjálfir. Sitjandi beggja vegna borðs, þá séu þeir samningar -- eins spilltir og ég lýsi.
Að hámarka olíu og gas-vinnslu. Þ.e. bora meira.
Ég er á hinn bóginn ekki að íkja neitt þegar ég tala um -- ár Pútíns sem aftur-hald.
Í tíð hans, var áherlsan: Gas og olía.
Eiginlega ekkert annð. Meðan öðrum þáttum hagkerfisins hnignaði. Þá meina ég, öðrum framleiðslu-þáttum.
-----------
Meðan verðlag olíu var mjög hátt milli 2003 og 2015 -- dugði þetta samt fyrir verulegum hagvexti.
Þ.e. olíu-tekjur og gas-tekjur, borguðu fyrir -- vaxandi neyslu. Og samtímis, stækkun ríkis-apparats.
Vandinn á hinn bóginn er -- að síðan 2015 eru olíu- og gas-tekjur Rússlands, fullnýttar.
Það útskýri, af hverju efnahagslega Rússland hefur samfellt síðan 2015 verið staðnað.
--Þ.e. ef þú leggur 2015 - 2022 saman, er nánast enginn mælanlegur hagvöxtur í Rússlandi.
Þ.e.vegna þess, að áhersla Pútíns var olía- og gas, og síðan ekkert annð.
Meðan, eiginlega nær all annað rét á reiðanum og hnignaði.
--Þá vísa ég til framleiðslu-iðnaðar.
Fyrir bragðið, er Rússland með ótrúlega einhæfa útflutnings-atvinnuvegi.
--Olía - gas - vopn - korn - já, áburður.
Rússland flytur ekki út nokkrar iðnvörur -- fyrir utan vopn.
Þá vísa ég til þ.s. flokkast sem -- neyslu-vörur.
Fyrir 140 millj. manna þjóð -- er þetta ótrúlega einhæft hagkerfi.
Ég fæ ekki séð annað en að réttmætt sé að nefna þetta -- glataðan tíma.
--Það væri líklega nærri eins stórt og hagkerfi Bandar.
Þess í stað, er það ca. 1/20 af hagkerfi Bandar.
Þetta er þ.s. ég meina með glötuð tækifæri.
--Pútín gat gert Rússl að raunverulegu nútíma-hagkerfi. Ef hann hefði endurtekið sama plan, og hann sá í framkvæmd öll sömu árin í Kína.
Hann á hinn bóginn, reyndi aldrei að byggja upp -- iðnað í Rússlandi sín valdaár.
Þ.s. ég man eftir Sovétríkjunum -- þá man ég eftir sovéskum varningi er raunverulega var keyptur.
--Aftur á móti, er nær ekkert selt frá Rússlandi í dag -- nema, korn - olía - gas, já áburður.
Hagkerfi Rússlands hefur að mörgu leiti -- af-iðnvæðst undir hans stjórn.
Stalín gerði Sovétríkin að iðn-ríki. Pútín, hefur stórum hluta -- af iðnvætt Rússland.
--Þannig mörgu leiti bakkað aftur fyrir ár Stalíns, hvað stöðu rússn. iðnaðar varðar.
Ég er að meina, að Rússland sé minna iðnvætt í dag, en 1953 er Stalín lést.
Þegar Kína sömu ár -- varð að stærsta iðnhagkerfi heims.
Og Pútín hefði getað fylgst samskonar stefnu.
Undir hans stjórn hafi Rússland misst af lestinni -- hnignað fremur en hitt, dregist hlutfallslega verulega mikið aftur úr, ef maður ber saman við þau lönd; er Rússland árum áður bar sig við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2023 kl. 02:24
Það á rækilega við hér í þessum vangaveltum, að fæstir hlutir eru hvorki skjanna hvítir né heldur kolsvartir, heldur öllu fremur GRÁIR.
Nákvæmar og lýsandi færslur Einars Björns eru fræðandi, en því miður ætíð ansi einhliða með NATO og bandarískum hagsmunum, eftir því sem ég best minnist og á hinn veginn koma þeir Lárus Ingi og loks Arnar Loftsson sem er alveg í andstöðu og mótsögn við Einar Björn.
Við Theódór og Ingólfur teljumst líklega nokkuð gráir og litlausir í þessu samhengi.
Því miður gefa bloggfærslur Arnars ekki færi á að móttaka athugasemdir, frekar en nokkura annara bloggara á borð við Björn Bjarnason, sem greinilega eiga það sameiginlegt að hafa lítinn eða engan áhuga á svörum eða spurningum einhverra bjána úti í bæ.
Jónatan Karlsson, 2.1.2023 kl. 08:02
Jónatan Karlsson, ha - ha, þú mátt auðvitað setja kíkinn fyrir blinda augað ef svo er þinn vilji. Þ.e. ekkert grátt v. stríðið í Úkraínu - nákvæmlega ekki nokkur hrærandi hlutur -- sumir hlutir eru ekki gráir. En þeir sem trúa ekki á nokkurn skapaðan hlut, ímynda sér að heimurinn sá allur grár -- vegna þess að þeir trúa ekki á nokkurn skapaðan hlut sjálfir -- sjá hvorki gott né ill, því í þeirra augum, er gott vs. slæmt ekki til. Afskaplega vesældarleg sýn það, að afneita góðu og slæmu - ímynda sér að rétt vs. rangt sé ekki til. Svakalega ertu - amoral fyrirbæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.1.2023 kl. 23:48
Ég get ekki fallist á að éhg sé grár og litlaus í málefnum Úkraínu og Rússlands. Við Jónatan höfum mæst það oft í umræðum um rússnesku innrásina, að hann á að vita hvar ég stend í þeim málum. Ég geri mér fulla grein fyrir því hver er árásaraðilinn og á hvern var ráðist, þó það virðist vefjast fyrir sumum öðrum.
Theódór Norðkvist, 3.1.2023 kl. 10:11
Greiningin hjá þér er svona vitlaus Einar ,af því að þú ert með kolvitlausar tölur um mannfall herjanna.
Mannfall Úkrainumanna er ca 6 sinnum meira en Rússa.
Fyrir þessu eru einfaldar ástæður.
Rússar hafa skotið 6-9 sinnum fleiri stórskotum af öllu tagi,auk þess sem þeir hafa notað langdrægar flaugar til að eyða stórum skotmörkum af ýmsu tagi.
Önnur ástæða er að Úkrainumenn hafa bætt sér upp skort á fallbyssum og eldflaugum með því að hafa mun fjölmennara lið á vígstöðvunum.
Fjölmennt lið þýðir fleiri skotmörk fyrir Rússa og meira mannfall Úkrainuhers.
Um miðjann Oktober var staðan sú að Rússar höfðu misst tæp 20 þús fallna en Úkrainumenn liðlega 100 þús.
Einnig hefur verið nokkuð mannfall hjá Pólska hernum sem blandar sér í átökin í auknum mæli.
Bardagarnir fara nú að mestu fram á Bakhmut svæðinu.
Solidar kemur til með að falla innan viku ef fer fram sem horfir og fyrirsjáanlegt er að Bakmut kemur til með að falla.Líklega innan mánaðar.
Þetta verður reiðarslag fyrir Úkrainsku vörnina. Bæði hefur mannfall þeirra verið gríðarleg,enda svæðið hreinlega krökkt af Úkrainskum hermönnum. 60.000 manns ,en Rússar sækja á 40.000 mönnum.
Úkrainumenn eru líklega með um 40.000 hermenn innan borgarmarka Bakhmuth ,og þegar þeir neyðast að lokum til að flýja þá verður það slátrun líkt og gerðist í Lysishansk.
Í dag eru aðeins þrír vegir opnir frá Bakhmut og þar af eru tveir sem eru í góðu skotfæri fyrir litlar fallbysssur og skriðdreka Rússa .
Þriðji vegurinn er líka í skotfæri en ekki eins opnu.
Það er hinvegar sveitavegur sem ber ekki mikla umferð.
Þá er næst síðasta varnarlína Úkrainumanna fallin og Kramatorsk og Slaviansk verða næst.
Slaviansk verður frekar auðveld bráð ,en Kramatorsk erfiðari.
Eftir það er leiðin greið að Dnépr.
Borgþór Jónsson, 7.1.2023 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning