Harðir bardagar sl. daga í Úkraínu: Í Donetsk þ.s. Rússar hafa sókn, á móti sækir Úkraínuher fram í Lugansk og Suður-Úkraínu! Sl. viku virðast sóknarlínur lítt hafa færst, þrátt fyrir harðar orrustur!

Rússar virðast verjast með betra skipulagi sl. 2-3 vikur, sem skýrist kannski af því -- Rússar verja í dag minna landsvæði. En sl. 2-mánuði, hefur Úkraína náð að minnka heildar-landsvæði er Rússar halda í niður í 17% af heildar-landsvæði Úkraínu.
Víglínur eru samt ennþá, yfir 1.000 mílur að lengd.
Með minna landsvæði, geta Rússar betur varist með það lið þeir hafa.
Að auki, má vera að -- Rússar hafi nú ívið betri herstjórnendur í Úkraínu.

  1. Þ.s. Úkraína, sækir nú fram á - tveim víglínum.
  2. Rússar á einni.
  • Má vera, mannfall halli nú á Úkraínu.
  • Hinn bóginn, hefur Úkraína nú - a.m.k. 4 sinnum stærri her.
    Auðvitað í Úkraínu.
    Þannig, að líklega hefur Úkraína nú, frekar efni á mannfalli.

Úkraína, er að rembast við að ná sem mestum árangri í sókn.
Áður en eiginlegur vetur hefst í Úkraínu.

Heimildir:

  1. Institute For Study of War.
  2. MilitaryLandNet.

Rússland fullyrðir að eigin her hafi orsakað mikið mannfall í liði Úkraínu.
Hrundið mörgum árásum -- á sama tíma, lætur Úkraína ekkert uppi.

  • Miðvikudag, óskaði landstjóri Rússa á Kherson svæðinu, eftir því formlega við yfirvöld Rússlands, að brottflutningur almennra borgara hæfist sem fyrst.
    Landstjóri Rússlands útskýrði ekki ástæður þessa, fyrir utan að halda því fram að Úkraínuher hefði gert sprengju-árásir á svæðum er ógnaði skv. fullyrðingu landstjórans, lífi og limum íbúa.

Kherson svæðið í Úkraínu!

Frétt Reuters - 2ja daga gömul:
Kherson plan is for 'deportation', not 'evacuation - Ukrainian official.

  • Ég held það sé alveg ljóst, að stjórnvöld Rússlands, hefðu ekki formlega samþykkt aðgerðina, ef engin veruleg ástæða væri að ætla; að sókn Úkraínu næði að skila árangri.
    Úkraína, stefnir að því að hrekja lið Rússa, yfir Donets fljót, sem sést á mynd sem blá lína að baki víglínu Rússa þar.

Það eru deildar meiningar - hvað Rússum akkúrat gengur til.

  1. Sem dæmi, fullyrða sumir aðilar -- að Rússum gangi til, að þvinga íbúa til Rússlands; m.ö.o. sé hafið svokallað -ethnic cleansing.-
  2. Einnig hef ég heyrt haldið fram, að Rússar séu að flytja á brott, aðila er hafi unnið með Rússlandi, er gætu verið í hættu síðar meir.

Ég legg ekki fram nokkra skýringu sjálfur. Enda engin leið að vita hvað er í gangi.
Það væri a.m.k. rökrétt, að flytja brott svokallaða -collaborators.-
Hinn bóginn, gæti einnig verið rökrétt, að þvinga brottflutning íbúa, pent til þess að þeir íbúar geti ekki hugsanlega aðstoðað Úkraínuher, með marvíglegum hætti.

Það ætti fljótlega að sjást á umfangi brott-flutnings, hvað sé í gangi.
En það ætti ekki að vera mögulegt að fela, að ef sá er afar stórfelldur.

Donbas svæðið, þ.e. Lugansk og Donetsk!


Skv. MilitaryLandNet:

Ukrainians are slowly, but surely advancing towards Svatove. The enemy attempted to regain lost positions in the direction of Lyman, but was not successful.

Russian forces increased the number of attacks in Donetsk Oblast, primarily in the vicinity of Donetsk, but the main force remains focused on Bakhmut.

  1. Á þessari mynd, er sókn Úkraínu í Lugansk, í efsta horninu.
  2. Meðan, svæðið nærri Bakhmut þ.s. Rússar hafa beitt hörðum árásum nú í 2-vikur, er fyrir miðju.

Eftir því sem best fáist séð, haldi varnir Úkraínu, í Donetsk gegn sókn Rússa við Bakhmut - Rússar hafi tekið 4 þorp vikuna á undan, en í sl. viku hafi bardagar verið harðir áfram; en að virðist án nokkurra tilfærsla á víglínum.

Á sama tíma, séu Úkraínumenn -- að nálgast Svatove í Lugansk héraði.
Sem sé a.m.k. ekki minna mikilvæg, en Bakhmut.
Sú sókn seiglist fram, meðan Rússar efli þar varnir.

 

Niðurstaða

Má segja að þoka stríðsins rýki nokkuð þá viku sem er liðin, þ.s. aftur virðast Úkraínumenn - lítið vilja segja. Meðan að Rússar virðast í dag, mun tunguliprari en þeir voru almennt talið -- mánuðina á undan. Það geti verið breyting.
Hinn bóginn, sé varlegt að treysta yfirlýsingum Rússa.
Að Úkraínumenn, séu aftur í -- þagnar-bindindi, þarf ekki að þíða mikið.

Sennilega er markverðasti atburðurinn, beiðni landstjórnanda Rússa á Kharkiv svæðinu, um brottflutning. Ekki er vitað - akkúrat hverja á að flytja á brott. Né er fjöldi þeirra þekktur.

Orðræðan á netinu hefur verið hvöss -- :

  • allt frá ásökunum að Rússar ætli að stunda þjóðflutninga á Úkraínu-búum, ásökun um þjóðernis-hreinsanir m.ö.o. Tilgangur að gera her þeirra auðveldar fyrir að berjast á svæðinu.Þ.e. þurfa ekki samtímis, að gæta sín gagnvart óvinveittum almennum borgurum.
  • yfir í að, menn reikna með því, að Rússum gangi einungis til, að bjóða þeim er hafi unnið með Rússum, þann valkost að fara yfir á Krímskaga.

Hvað akkúrat sé í gangi ætti að blasa fljótlega við. T.d. ætti umfang flutninga, annað-hvort að útiloka sögur um þjóðflutninga, eða styðja við þær.
En það ætti ekki vera mögulegt að dylja það ef flutningar á fólki eru stórfelldir.

Við á litla Íslandi getum einungis haldið áfram að fylgjast með.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband