Síðan sókn Rússa í A-Úkraínu, nam staðar undir lok júlí. Hafði stríðið í Úkraínu virst á leið í kyrrstöðuhernað. Hinn bóginn, hóf Úkraínuher árásir á rússnesk skotmörk í Úkraínu - í ágúst. Þeim árásum á hinn bóginn, fylgdi ekki strax nokkur sýnileg sókn!
Hinn bóginn, sagðist Úkraínuher hafa hafið stórsókn nærri Kherson -- undir lok ágúst.
Hinn bóginn, voru úkraínsk yfirvöld nærri alfarið þögul sem gröfin, um árangur!
Við upphaf sl. viku -- virtist enn óljóst að hvaða marki, árangur hafði náðst!
- Þá hefst hin óvænta leiftursókn í héraðinu út frá Kharkiv borg.
- Sú leiftursókn virðist hreinlega hafa brotið hinn rússn. her á svæðinu.
Sá her virðist sl. 2-3 daga, pent á hreinum flótta.
Lítið virðist um bardaga í gær og dag, Rússar á hröðum flótta frá héraðinu.
- Sl. 2. daga - bæta Úkraínumenn 1.000 ferkílómetrum per dag, komnir í 3.000 ferkílómetra af herteknu landi, eða frelsuðu -- skv. fréttum sunnudags, vs. 2000 á laugardag, og 1000 á föstudag.
- Miðvikudagur og fimmtudagur, virðist þegar bardagarnir voru er brutu rússn. herinn á Kherson svæðinu -- síðan, virðast Úkraínumenn, hreinlega elta hraðan flótta.
--Rússn. herinn á svæðinu, virðist veita litla mótspyrnu, heilt yfir litið sl. 2 daga.
According to Major General Igor Konashenkov, Russian soldiers located in the areas of Izyum and Balakliia, -- have been regrouped and transferred to the neighbouring Donetsk region in order to increase efforts in the Donetsk direction.
Verður áhugavert að sjá, hvort Rússaher í Izium, nær að hörfa - áður en Úkraínuher nær að umkringja þann her, og hugsanlega eyðileggja.
Úkraínuher gæti tekið -- Izyum í dag, eða ef Rúsar eru seinir að hörfa, umkringt fjölmennt rússn. herlið, er var statt í grennd við þá borg, áður en sókn Úkraínuhers út frá Kharkiv svæðinu, hófst sl. miðvikudag.
Aljazeera - Russia-Ukraine live news: Ukraine counterattack shocks Russia
Ukraine top general: 3,000 square kilometers of territory regained
Kharkiv offensive: Ukrainian army says it has tripled retaken area
Kort tekið frá MilitaryLandNet - Úkraínsk síða!
Annað kort frá UnderstandingWarOrg - bandarísk síða!
Til samanburðar, staðan þriðjudag 6/9 sl. - degi áður sókn hefst!
- Mestan áhuga vekur -- líkleg orrusta um Izyum, er gæti orðið í dag.
- En ef marka má fregnir, er í borginni ca. 10þ. manna rússn. liðsafli.
Þ.s. talið er hugsanlegt, að sá liðsafli verði umkringdur í Izyum.
Ef Úkraínumönnum tekst það -- tekst síðan að halda umkringdum.
--Þá gæti það verið sambærilegt við áfall þýska hersins 1943, er svokallaður 6. her var eyðilagður í borg, er þá hét -- Stalingrad.
- Ef sá rússn. her verður eyðilagður.
Ef marka má rússn. skýrendur -- væri það mesta hernaðaráfall Rússa.
Síðan 1943, er rússn. her gerði síðustu vel heppnuðu skyndisókn þýska hersins.
--Sú sókn um tíma, náði að stöðva sókn Rauða-hersins/sovéska-hersins. - En að umkringja, Izyum -- virðist sennileg nálgun hers Úkraínu.
Er hann er nú þegar kominn að mörkum Izyum.
Frekar, en að lagt verði strax -- til atlögu að rússn. hernum þar.
Ósigrar Rússa við á Kharkiv svæðinu sl. 4 daga, eru þegar þeir mestu.
Síðan rússn. her hörfaði frá -- Kíev svæðinu í byrjun apríl.
- Ekki er enn ljóst, að stóri rússn. herinn í -- Izyum, verði umkringdur.
En rökréttara væri, að hörfa fyrir þann her!
--Skv. yfirlýsingu Igor Konashenkov hershöfðingja Rússlandshers, frá laugardag, hefur sá her nú skipanir - að hörfa inn á Donetsk svæðið, væntanlega til að styrkja varnir þar.
The Ukrainian counteroffensive in Kharkiv Oblast is routing Russian forces and collapsing Russias northern Donbas axis. Russian forces are not conducting a controlled withdrawal and are hurriedly fleeing southeastern Kharkiv Oblast to escape encirclement around Izyum. Russian forces have previously weakened the northern Donbas axis by redeploying units from this area to Southern Ukraine, complicating efforts to slow the Ukrainian advance or at minimum deploy a covering force for the retreat. Ukrainian gains are not confined to the Izyum area; Ukrainian forces reportedly captured Velikiy Burluk on September 10, which would place Ukrainian forces within 15 kilometers of the international border.[1] Ukrainian forces have penetrated Russian lines to a depth of up to 70 kilometers in some places and captured over 3,000 square kilometers of territory in the past five days since September 6 more territory than Russian forces have captured in all their operations since April.
- Takið eftir -- þetta er meira landsvæði Úkraína tekur síðan sl. miðvikudag!
En Rússar náður að taka af Úkraínumönnum -- í bardögum er stóðu frá maí til loka júlí. - Það var einmitt hvað vakti atygli mína sl. sumar.
Hve rosalega hægar allar hreyfingar rússn. hersins voru.
--Allt á hraða snigilsins.
Kort frá BBC.CO.UK
Sókn Úkraínuhers - sl. 5 daga, er á hinn bóginn, fyrirbærið leiftursókn.
Málið er - tel ég - að snigils-hraði Rússa í Donbas-sókninni sl. sumar.
--Sýndi skýr merki hnignunar rússn. hersins.
Ég held einnig, að Rússn. herinn - þvert á fullyrðingar rússa-sinnar staðhæfa - hafi orðið fyrir gríðarlegu manntjóni í þeirri sókn!
--Það manntjón, sé nú að sýna sig í því!
Að þegar Rússlands-her færði lið til Khersons svæðisins, til að verjast sókn Úkraínuhers þar, þá leiddi sú hreyfing til -- hættulegrar þynningar varnarliðs Rússa, í Donbas.
--Vegna þess, af völdum þess mannfalls, hafi Rússar einfaldlega ekki nægilegt lið eftir í Úkraínu -- til að almennilega verjast flr. en einni sókn í einu.
- Ég tel m.ö.o. að sókn Rússa sl. sumar -- hafi brotið bakbein hins rússn. hers.
- Rússn. herinn geti í dag, einungis fókusað á einn punkt -- ekki tvo.
Á meðan, greinilega hafa Úkraínumenn -- liðs-styrk, til að fókusa á 2-punkta.
Á einföldu máli þíði það, að Rússland hafi ekki lengur liðsstyrk.
--Til að verja þau svæði sem þeir enn halda í Úkraínu.
- Þ.e. ef þeir mæta einni sókn - með að styrkja þann punkt.
- Veiki þeir annan, og þá sendi Úkraínumenn -- árás á það svæði, einnig.
Ég held því, að þetta sé upphafið af -- reglulegu undanhaldi hers Rússlands!
- Úkraínuher, muni án vafa viðhalda sókninni á Kherson svæðinu - þ.s. bestu liðssveitir rússn. hersins í dag virðast vera.
- Þar eru að sögn, afar harðir bardagar - mikið mannfall beggja vegna.
En Rússlandsher, sé að hörfa skipulega, þeir bardagar líklega halda áfram.
- Málið er, að með því að halda Kherson sókninni áfram - hindra Úkraínumenn Rússa, að færa lið þaðan -- til að styrkja varnir á öðrum svæðum.
- Þ.s. að Úkraínumenn, hafa greinilega liðsstyrk fyrir 2-sóknir í einu.
Meðan, Rússa vantar liðsstyrk -- til að verjast meira en, einni sókn.
- Þá rökrétt, nk. mánuði, ráðist Úkraínumenn fram -- á hverjum staðnum eftir annan í Donbas.
Ég reikna nú með því Úkraína smám saman taki aftur, allt Donbas svæðið. - Meðan, að megnið af her Rússa, er fastur í S-Úkraínu, að verjast þar stórum úkraínskum her - sú sókn Úkraínuhers, líklega hafi þann tilgang einan.
--Að halda stórum rússn. her þar föstum.
Tja, ef sá her hörfar þaðan, þá taka Úkraínumenn -- Kherson, og jafnvel meira.
Svo rússn. herinn þar, getur ekki farið -- því þá storma Úkraínumenn þar fram!
Rússar m.ö.o. séu í þeirri klemmu, geta hvorki sleppt né haldið.
Niðurstaða
Skv. mínum skilningi, erum við hvorki meira né minna en að sjá straumhvörf í stríðinu í Úkraínu. Endurtek, ég tel nú sókn Rússa í Donbas sl. sumar - hafi sýnt augljósa veikleika rússn. hersins, sbr. hve allt saman gekk rosalega hægt!
Nú á einungis 5 dögum, hafa Úkraínumenn -- snúið það rækilega í sókn, að stærra landsvæði hafi fallið á það skömmum tíma, en Rússar voru að berjast um allt liðlangt sumar.
Munurinn á leiftursókn Úkraínuhers - og snigilssókn Rússlandshers, sé ekkert smáræði.
Snigils-hraði Rússlandshers, hafi ekki verið einhver -- dularfull snilld.
Heldur, skýrt veikleika-merki.
- Líklega hafi sú sókn, brotið bakbeinið í rússn. hernum, þ.e. mannfallið hafi verið slíkt, rússn. herinn við þá sókn veikst það mikið!
- Nú sé komin sú staða, Rússlandsher í Úkraínu - hafi ekki styrk til að fókusa nema í eina átt í senn.
- Aftur á móti, hafi Úkraínuher - nú 2-fókuspunkta.
Þ.s. þeir eru einnig með fjölmenna sókn í gangi nærri Kherson borg. - Sú sókn, haldi rjómanum af rússn. hernum í Úkraínu, föstum í varnarstríði.
Harðir bardagar þar, valda skv. fregnum miklu manntjóni beggja.
- En Úkraínuher, getur nú tekið það manntjón - því hann sé í dag miklu fjölmennari.
Og á sama tíma, haldið uppi -- öðrum sóknar-punkti annars staðar. - Samtímis, og rússn. herinn virðist ekki geta varist sterkri sókn nærri Kherson.
Og samtímis, tryggt varnir -- varnarlína sinna á öðrum svæðum.
Það þíði, að héðan í frá vænti ég þess, að Úkraínuher muni halda bardögum á Kherson svæðinu til streitu - þó sókn þar sé ekki að ná sambærilegum árangri og Kharkiv sóknin, skipti líklega meira máli, að sú sókn heldur afar fjölmennum rússn. her þar föstum.
--Því, ef Rússar færa lið þaðan, þá gæti það gerst að sókn Úkraínu við Kherson, nái sambærilegu gegnumbroti og her Úkraínu hefur náð nærri Kharkiv.
Þ.s. ég er að segja, að Rússar hafi nú þegar tapað stríðinu í Úkraínu.
Restin sé þ.s. mætti á ensku kalla -- mop-up.
--Þ.e. rússn. herinn haldi áfram að berjast, en það verði varnarátök, meðan að regulega héðan í frá þvingi endurteknar skyndisóknir Úkraínu, fram snöggt undanhald.
En klárlega muni Úkraínuher - hér eftir, notfæra sér það, að sá her geti nú haldið uppi -- tveim sóknum í einu.
Ég hugsa að þær sóknir muni líklega fókusa á Donbas svæðið, í kjölfar sigursins á Kharkiv svæðinu.
Donbas líklega falli -- í skrefum smám saman, nk. mánuði, aftur til Úkraínu.
Hugsanlega getur rússn. herinn nærri Kherson haldið velli lengi, en á einhverjum tíma, muni sóknir Úkraínumanna -- ná að ógna hans stöðu, þ.e. að -flanka- þann her.
--Ég meina, að er restin af umráðasvæðum Rússa falla skref af skrefi, þá á enda nái hinn hluti sóknarhers Úkraínu, sóknar-vinkli er gerði stöðu þess rússn. hers einnig vonlausa.
Héðan í frá tel ég ekki nokkurn vafa um, að Úkraínuher hefur fullan sigur í stríði nk. veturs!
- Nánast það eina sem Rússland líklega heldur, er Krímskagi.
Vegna þess, að eiðið inn á skagann, sé það mjótt.
Að Rússar hljóta að geta varist þar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rússar undir stjórn Pútíns réðust inn í Úkraínu, sjálfstætt og fullvalda ríki, frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og lögðu stóran hluta Úkraínu undir sig.
Úkraínumenn hafa hins vegar náð að hrekja Rússa frá norðurhluta Úkraínu og eru nú byrjaðir á að hrekja þá frá suðurhlutanum, þrátt fyrir að rússneski herinn sé miklu stærri en sá úkraínski.
Rússar haga sér eins og villimenn í þessu stríði og Úkraína er ekki hluti af Rússlandi, eins og margir Rússar og aftaníossar þeirra hér á Íslandi virðast halda.
Það er því ekki að ástæðulausu að NATO-ríkin, sem eiga landmæri að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu, óttist innrás Rússa í þessi ríki.
Og grundvallarregla NATO er einn fyrir alla og allir fyrir einn.
Finnland og Svíþjóð hafa því sótt um aðild að NATO.
En NATO-ríkin hafa engan áhuga á að ráðast á Rússland og það vita Rússar að sjálfsögðu mætavel.
Og með því að aðstoða Úkraínu við að hrekja rússneska herinn frá landinu eru NATO-ríkin að sjálfsögðu ekki að ráðast á Rússland.
Ísland er eitt af stofnríkjum NATO og mikill meirihluti Íslendinga styður samkvæmt skoðanakönnunum aðild Íslands að þessu bandalagi 30 ríkja í Norður-Ameríku og Evrópu.
Og Vinstri grænir eru eini þingflokkurinn á Alþingi sem ekki styður aðild Íslands að NATO.
Gjörspilltir öfgahægrikarlar stjórna nú Rússlandi og þessi rumpulýður heldur því fram að Úkraínu sé stjórnað af nasistum með gyðing við stjórnvölinn, forseta Úkraínu.
Her Rússa er einnig gjörspilltur, myrðir almenna borgara í Úkraínu í stórum stíl, nauðgar þeim, sprengir íbúðarhús þeirra í tætlur og stelur frá þeim.
Hagar sér því að öllu leyti eins og nasistaher Hitlers.
Allt með mikilli velþóknun mörlenskra öfgahægrikarla og -kerlinga, stuðningsmanna Pútíns.
Þorsteinn Briem, 11.9.2022 kl. 14:58
Þorsteinn Briem, ég held að Úkraínuher sé í reynd stærri en her Rússlands, þessar mundir. Þá vísa ég til herafla sem hafi bardagaþjálfun og vopnabúnað er dugi til slíks.
Meint stærð Rússlandshers hafi einmitt verið það -- meint stærð. Hann var auglýstur sem 900.000, en minna en helmingur þess, hafi í reynd verið bardagahæfur her. Restin, meir í átt við -- vopnað innra öryggis-lið. Nokkurs konar þrælvopnuð lögregla. Meir en helmingur svokallaðs Rússa-hers, hafi verið einungis til að viðhalda ótta innan-lands. Ekki með vopn né þjálfun, fyrir -- raunverulega bardaga.
Pútín hafi sent til Úkraínu, nær allan þann her Rússland átti, er hafði vopnabúnað og þjálfun til eiginlegra bardaga við annan her. Sá her sé nú í rjúkandi rústum, er skilji Rússland nú eftir -- með nánast engan bardagahæfan her eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.9.2022 kl. 15:07
"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours."



Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.
Þar af leiðandi greiði ég einungis 2.800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.
Í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu, niðurgreiðir ríkisstjórn Viktors Orbán verð á bensíni á bensínstöðvum til bifreiðaeigenda sem eru með ungversk bílnúmer.
"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.
He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."
Borgarstjórn Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, er hins vegar frjálslynd vinstristjórn.
Hungary Today, 8.9.2022 (síðastliðinn fimmtudag):
"The Financial Times recently published a lengthy article analyzing energy prices in Europe, concluding that the average price of electricity for British households is at least 30 percent higher than many of its European neighbors, while Hungary has the cheapest gas.
According to the British business and economics newspaper, the situation is so bad in their country because they rely more heavily on natural gas for energy production, which hits consumers hard.
"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours."
The article also looked at Hungary, where the utility costs reduction means that household bills are still much lower than in other parts of Europe. The paper admitted as much, writing that "Hungary has by far the lowest household gas cost."
The Financial Times also added that despite criticism from other European Union members of the relationship with Moscow, Prime Minister Viktor Orbán has signed a number of agreements with Russia that ensure lower-priced gas supplies.
Indeed, the Hungarian government has a long-term contract with Russia for the purchase of gas, and Foreign Minister Péter Szijjártó recently announced that Gazprom will deliver up to 5.8 million cubic meters more gas per day to Hungary via Serbia than the amount stipulated in the long-term contract."
9.3.2022:
Bandaríkin banna innflutning á rússneskri olíu - Evrópusambandið ætlar að minnka innflutning á rússnesku gasi um tvo þriðju fyrir árslok
24.8.2022:
Bretar hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi
31.5.2022:
"Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi í gærkvöldi um að banna stóran hluta af innflutningi á rússneskri olíu til að draga úr tekjum Rússlands á tímum stríðsins í Úkraínu.
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að aðgerðirnar muni strax ná utan um 75% af innfluttri olíu frá Rússlandi og um 90% í árslok.
Innflutningsbannið inniheldur þó tímabundna undanþágu frá innfluttri olíu frá Rússlandi sem fer í gegnum olíuleiðslur (e. pipelines).
Undanþágan er til þess fallin að veita Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi svigrúm til að bregðast við aðgerðunum, samkvæmt frétt Financial Times."
Evrópusambandið minnkar innflutning á rússneskri olíu strax um 75% og 90% fyrir árslok
29.3.2022:
Bandaríkin munu auka sölu á gasi til Evrópusambandsríkjanna fyrir árslok
Fólk sem býr í Evrópusambandsríkjunum greiðir misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.
Fuel prices in Europe in August 2022
"The gasoline price freeze [í Ungverjalandi] was announced on November 11, 2021, and came into effect on November 15.
The decree set the price cap for 95-octane gasoline at 480 forints [nú um 170 íslenskar krónur eða 1,20 evrur fyrir lítrann af bensíni]."
30.7.2022:
"The limit on prices [í Ungverjalandi] was introduced last November as prices rose even before the invasion of Russia in Ukraine and set the retail price for both 95-octane gasoline and diesel."
"A government decree [í Ungverjalandi] published on Saturday also showed the government will increase a windfall tax [hvalrekaskatt] on the profits of MOL to 40% from 25% as of Aug. 1.
A series of windfall taxes on banks and certain companies was introduced in May in a bid to raise some 800 billion forints [nú um 284 milljarða íslenskra króna]."
26.8.2022:
"The Hungarian National Atomic Energy Authority has granted an important milestone for the construction permit for the expansion of the Paks nuclear power plant, which means that the actual construction phase can begin and the new units can be operational by 2030."
Í Ungverjalandi búa um 9,7 milljónir manna og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur mikla trú á sólarorkunni, eins og kjarnorkunni.
6.9.2022 (síðastliðinn þriðjudag):
Residential solar tender brought forward for Hungarian families - The first round of the call was met with a record number of over 43 thousand applications
Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og Bretlands og græða á hærra orkuverði.
Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri á hærra orkuverði.
30.8.2022:
Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins
Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu. Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.
4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):
"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."
Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun
Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.
Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.
4.9.2022 (síðastliðinn sunnudag):
"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.
Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."
"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýjanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."
Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana
Um 70% raforkunotkunar Svía koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og um 30% frá kjarnorkuverum.
Og um 80% af raforkunotkun Austurríkismanna en tæplega helmingur raforkunotkunar Þjóðverja kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Tæplega 70% af raforkunotkun Dana koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum og árið 2020 komu að meðaltali 37,5% af raforkunotkuninni í Evrópusambandsríkjunum frá endurnýjanlegum orkugjöfum.
Kjarnorkuver eru í Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni, í Hollandi, Belgíu, Finnlandi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Slóveníu, Rúmeníu og Búlgaríu.
Og einnig í Bretlandi og Sviss, sem ekki eru í Evrópusambandinu.
6.9.2022 (síðastliðinn þriðjudag):
Closure of Last Two German Nuclear Power Plants Postponed
Í Frakklandi koma um 70% af raforkunotkuninni frá kjarnorkuverum, í Ungverjalandi og Slóvakíu um 50%, í Belgíu, Tékklandi, Slóveníu og Búlgaríu um 40%, í Finnlandi um 34% en á Spáni og í Rúmeníu um 20%.
Nuclear Power in the European Union - March 2022
"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."
Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan.
"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."
Þorsteinn Briem, 11.9.2022 kl. 15:24
Skemmtilegt videó, ábending - horfa: https://www.rferl.org/a/ukraine-russia-battlefield-advances-zelenskiy/32030132.html.
KV.
Einar Björn Bjarnason, 13.9.2022 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning