Getur það mögulega virkað, að Vesturlönd beiti verðþaki á alþjóðleg olíuviðskipti Rússlands? Tilboð Vesturlanda til Indlands, Brasilíu, Kína -- greinilega er: ódýrari Rússnesk olía! Mundu þau virkilega ekki geta hugsað sér, ódýrari olíu?

Buyers Cartel -- það er, samtök kaupenda-ríkja um að þvinga fram lægra kaupverð!
Getur augljóslega einungis virkað, ef nægilega margir kaupendur taka þátt!
G7 ríkin, þ.e. Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin.
Ákváðu í umliðinni viku, að standa fyrir nýju samsæri gegn Rússlandi.
Hugmyndin - eins og fram hefur komið - að þvinga fram lægri olíuverð frá Rússlandi.

G7 finance ministers agree to Russian oil price cap

How would a G7 price cap on Russian oil work?

  1. Skv. mínum skilningi, þá mundu aðildarríki - Verðklúbbsins - neita að kaupa olíu af Rússlandi, nema skv. verði sem þau mundu ákveða.
    Tilgangur augljóslega, að lágmarka olíutekjur Rússlands.
    En þó, stendur til að Rússland hafi nægar olíutekjur, til að halda útflutningi, m.ö.o. ekki síst - að tekjur séu nægar, svo Rússl. viðhaldi olíumannvirkjum.
    --Greinilega ætlast G7 ekki til þess, að það myndist óskapleg verðsprenging á alþjóða olíumörkuðum.
  2. Frekari þvingun, mundi fela með sér bann við því, hjá aðildarríkjum klúbbsins.
    Að trygginga-félög í aðildarlöndum, tryggi olíuflutninga-skip, fyrir flutninga á olíu frá Rússlandi til kaupenda, nema að olían sé á -- verði klúbbsins.
  • Bendi fólki á, Rússland á alltof fá olíu-flutninga-skip, til að geta eingöngu notað eigin skip.
    Rússland, treysti á skip, í eigu einka-fyrirtækja, mörg hver eru Vestræn; er eiga skip er yfirleitt sigla undir, henti-fánum.
    --Þess vegna, gæti mögulega sú þvingun virkað.
  • Köllum það, rússn. skammsýni, að hafa ekki smíðað nándar nægilega nægilegan fjölda eigin skipa.
    --Reikna með því, Pútín hafi ekki sagt rússn. olíu-iðnaði frá því, hann væri að undirbúa innrásar-stríð, stríð er gæti ógnað þeirra alþjóðlegu viðskiptum.

Þ.e. einfaldlega ódýr kostur, að leigja skip -- samanborið við að eiga og reka eigin.
Rússn. fyrirtækin voru orðin því vön, eftir 1993, að það væri engin vandi að -- leigja skip, eftir þörfum.
--Rússn. olíu-iðnaður, sé því ekki -- undirbúinn fyrir, þvingunar-aðgerðir af þessu tagi.

 

Af hverju ættu Brasilía, Indland og Kína -- hafna enn ódýrari rússn. olíu?
Klárlega veit ég ekki hvort G7 tekst að fá stærstu hagkerfin utan G7 klúbbsins til þátt-töku, en sbr. fyrirsögn að ofan!

  1. Þá er þátt-taka alls ekki augljóslega órökrétt fyrir þessi lönd.
  2. Þ.s. að með þátt-töku í verðklúbbnum; nú ímynda ég mér að með þeirra þátt-töku, væri verðklúbburinn það stór að Rússland ætti engan kost annan en að selja þeim löndum olíu áfram.
    --> Þá kaupa þau lönd áfram olíu frá Rússlandi, en fá hana ennþá ódýrar.

Ef einhver staðhæfi að það komi ekki til greina, að þau lönd samþykki þátttöku.
Þurfa viðkomandi að halda því fram!
--Að þessi lönd, geti alls ekki hugsað sér, ódýrari olíu -- meina, enn ódýrari.

  • Það eru bestu rökin fyrir því, klúbburinn geti virkað:
    Að hann virki með, sjálfelskum markmiðum landa.
    --Hver slær hendi á móti, enn ódýrari orku?
  • Þá auðvitað meina ég, þau lönd eru ekki vinir Rússlands:
    Þau séu einfaldlega að kaupa olíuna.
    Út af efnahagslegum sjálfelskum rökum.
    --En ef svo er, af hverju mundu þau þá, hafna þátt-töku í samsæri G7?

 

Niðurstaða
Að sjálfsögðu á það eftir að koma í ljós, hvort samsæri G7 landa virkar.
En, sbr. ábendingu mína, gengur það alls ekki gegn -- sjálfselskum markmiðum landa.
Að taka þátt í slíku samsæri.
Ég reikna að sjálfsögðu með því - tilgangur: Indlands, Kína, Brasilíu.
Sé fyrst og fremst, eiginhagsmuna-tengdur.
M.ö.o. þau séu ekki, að kaupa þá olíu -- vegna sérstakrar vináttu við Rússland.
Heldur þau þau kaup, einungis -- eigin-hagsmuna-tengd, þ.e. efnahagslega hagstætt fyrir þau lönd hingað til að kaupa þá olíu.
--Þannig, að tilboð G7 til þeirra: Mundi þá gera þau kaup, ennþá hagstæðari.

Því bendi ég fólki á, sem styður Rússland, að útskýra: Af hverju ættu þau lönd, alls ekki vilja taka þátt, þar eð þátt-taka líklega leiði til lækkunar orku-kostnaðar þeirra landa?
--Er ekki einmitt buddan, mönnum helst kær?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkisstjórn Viktors Orbán í Ungverjalandi, sem er hægristjórn, niðurgreiðir þar verð á bensíni á bensínstöðvum til bifreiðaeigenda sem eru með ungversk bílnúmer. cool

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

Fólk sem býr í Evrópusambandsríkjunum greiðir misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.

Undirritaður greiðir til að mynda jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna á mánuði fyrir gas og rafmagn í hundrað fermetra og fjögurra herbergja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. cool

Og þessi orkureikningur mun ekkert hækka næsta árið. Það eru nú öll ósköpin og þetta er heldur ekki há upphæð fyrir Ungverja.

Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og græða á hærra orkuverði. cool

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, rétt eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri með hækkandi orkuverði.

30.8.2022 (síðastliðinn þriðjudag):

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins cool

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu. Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.


4.9.2022 (í dag):

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs." cool

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun í morgun

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt á sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.


Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins. cool

Og fiskverð í verslunum hér á Íslandi er mjög hátt, enda þótt við Íslendingar flytjum út gríðarlega mikið af fiski.

4.9.2022 (í dag):

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar. cool

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýtanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030." cool

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

Þorsteinn Briem, 4.9.2022 kl. 15:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The gasoline price freeze [í Ungverjalandi sem er í Evrópusambandinu] was announced on November 11, 2021, and came into effect on November 15. cool

The decree set the price cap for 95 octane gasoline at 480 forints [nú um 169 íslenskar krónur eða 1,20 evrur fyrir lítrann af bensíni]."

30.7.2022:

"The limit on prices [í Ungverjalandi] was introduced last November as prices rose even before the invasion of Russia in Ukraine and set the retail price for both 95-octane gasoline and diesel." cool

"A government decree [í Ungverjalandi] published on Saturday also showed the government will increase a windfall tax [hvalrekaskatt] on the profits of MOL to 40% from 25% as of Aug. 1.

A series of windfall taxes on banks and certain companies was introduced in May in a bid to raise some 800 billion forints (nú um 282 milljarða íslenskra króna)." cool

Þorsteinn Briem, 4.9.2022 kl. 18:38

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Briem, erm - það að til staðar sé mismunandi orkuverð innan ESB, tengist ekki því atriði ESB sé ekki ríki - heldur því, að orkukerfi ESB er ekki nægilega samtengt - til þess að það sé mögulegt fyrir eitt verð að myndast. T.d. hefur margsinnis komið fram í fréttum, að þ.e. ekki eitt heildstætt orkuverð innan Svíþjóðar né Noregs; þetta virðist vera orðið að deilumáli innan beggja landa - því að megnið af vatns-afli virðist norðarlega í báðum löndum, þannig samfélög þar gjarnan með rafmagn þannig til komið - þá hefur það gerst í seinni tíð, vegna gríðarlegra hækkana á gasi, einnig líklega einhverju leiti því einnig að Suður-hlutar beggja landa eru tengdir við orkukerfi landanna næst Svíþjóð og Noregi - frá Sunnan-megin. Að orkuverð í Svíþjóð og Noregi, er nú -- ca. 2/3 lægra á afskekktari Norðlægum svæðum þeirra. Alveg öfugt við þ.s. áður fyrr var, þannig starfsemi er nú að færa sig Norður í báðum löndum, eða svo segja nýlegar fréttir. Þ.e. m.ö.o. dýpt og umfang tenginga orkukerfa, þ.e. hvort staðir séu tengdir saman í annan stað og hins-vegar, hvort flutnings-geta þeirra tenginga er næg. Er ræður því, hvort sama orkuverð er til staðar. Eða að orkuverð á svæðum þróast með ólíkum hætti.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.9.2022 kl. 01:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2022:

Bandaríkin banna innflutning á rússneskri olíu - Evrópusambandið ætlar að minnka innflutning á rússnesku gasi um tvo þriðju fyrir árslok

24.8.2022:


Bretar hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi

31.5.2022:


"Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi í gærkvöldi um að banna stóran hluta af innflutningi á rússneskri olíu til að draga úr tekjum Rússlands á tímum stríðsins í Úkraínu.

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að aðgerðirnar muni strax ná utan um 75% af innfluttri olíu frá Rússlandi og um 90% í árslok.

Innflutningsbannið inniheldur þó tímabundna undanþágu frá innfluttri olíu frá Rússlandi sem fer í gegnum olíuleiðslur (e.pipelines).

Undanþágan er til þess fallin að veita Ungverjalandi, Slóvakíu og Tékklandi svigrúm til að bregðast við aðgerðunum, samkvæmt frétt Financial Times."

Evrópusambandið minnkar innflutning á rússneskri olíu strax um 75% og 90% fyrir árslok

Þorsteinn Briem, 5.9.2022 kl. 15:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"As of 2019, nuclear energy accounted for 26 percent of the electricity generated in the European Union, compared with 19 percent for natural gas, 17 percent for coal, 13 percent for wind, 12 percent for hydro, 5 percent for biofuels, and 4 percent for solar."

Vindorka, vatnsorka og sólarorka var því samtals 29% af raforkuframleiðslunni í Evrópusambandinu árið 2019 og vindorkan var þá orðin meiri en vatnsorkan. cool

"Renewable energy sources include wind power, solar power (thermal, photovoltaic and concentrated), hydro power, tidal power, geothermal energy, ambient heat captured by heat pumps, biofuels and the renewable part of waste."

File:Share of energy from renewable sources in gross electricity consumption, 2020 F2.png

Þorsteinn Briem, 5.9.2022 kl. 16:31

7 Smámynd: Borgþór Jónsson


Þú sendir út beiðni til mín að svara af hverju svona hámarksverð virkar ekki.
Fyrst er kannski að skoða af hverju það er ekki hægt að stöðva olíuviðskifti með því að Vesturlönd hætti að tryggja skip og viðskiftin sem fara fram í sambandi við olíuflutninga.
Þó að stærstu tryggingafélög í heimi séu á Vesturlöndum og mest í London,þá eru það ekki einu tryggingarfélögin í veröldinni.
Ef London neitar að tryggja skip með einhvern ákveðinn farm ,þá stækka bara önnur tryggingafélög og allir græða nema London.
Sú tíð er löngu liðin að allir utan Evrópu séu ósjálfbjarga aumingjar.

Borgþór Jónsson, 5.9.2022 kl. 22:04

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þá er það hámarksverðið sjálft.
Áætlunin gengur út á að setja hámarksverð og Rússar geri ekki neitt. Rússar eru hinsvegar þekktir fyrir allt annað en að gera ekki neitt.
Ef sett er þak á olíuverð til Rússa sem virkar,kemur það til með að lækka allt olíuverð í heiminum.. 
Við meigum ekki gleyma að Rússland er annar stærsti olíuútflytjandi heims.
Ef Rússar fara að selja olíu á 50 dollara þá hefur það óhjákvæmilega áhrif á allt olíuverð
OPEC ríkjunum líkar ekkert sérstaklega vel við þessa hugmynd,og Saudar hafa nú þegar tilkynnt að ef til þessa kenmur þá muni þeir draga úr olíuframleiðslu sinni. Saudar ráða OPEC og það er enginn vafi að önnur OPEC ríki munu gera það líka. Þau hafa engu að tapa.
Rússar hafa sagt að þeir muni ekki afgreiða olíu til þeirra ríkja sem taka þátt í verðþakinu.
Ef öll ríki verða knúin til að hætta að kaupa Rússneska olíu þá hverfa meira en 8,3% af allri olíu af olíumarkaði,bara með brotthvarfi Rússlands.
Ef að OPEC ríkin skifta svo með sér 1,7 prósentum ,þá erum við að horfa á 10% samdrátt í framboði.
Ef það verður 10% samdráttur á olíumarkaði sem er nú þegar þaninn þá verða afleiðingarnar verulegar.

Einhverjir olíuspekingar eru að gera því skóna að ef Rússar draga sig út af markaði þá þýði það 190 dollara olíuvreð.
Ef OPEC ríkin draga að auki úr framleiðslu þá þýði það verð yfir 300 dollurum,fyrst og fremat vegna taugaveiklunar vegna þess að menn geta aldrei vitað hvað OPEC ætlast fyrir.
Hér verður að hafa í huga að OPEC ríkin hafa engu að tapa.
Hækkað olíuverð kemur til með að skila þeim margfalt á við magnið sem þeir missa,og það er mikilvægt fyrir þessi ríki að halda frumkvæði sínu hvað varðar verðlagningu.
Það eru engar líkur á að OPEC ríkin vilji afhenda þetta vald til G7 ríkjanna.
Það er meira en ólíklegt að kaupendur geti farið að ráða verðlagi á vöru á seljandamarkaði.

Þessar hugmyndir ráðamanna okkar eru því enn ein sjálfsmorðsárásin fyrir okkar hönd. Afleiðingarnar af þessu væru skelfilegar.
Þetta er svipað og árásir Úkrainumanna á Khersonsvæðinu.

Atburðir síðustu mánaða hafa sýnt það sem ég hef verið að benda á lengi ,að Rússland er eitt mikilvægasta ríki heims og án vafa það mikilvægasta í Evrópu.
Fólk getur auðveldlega lifað án ZF gírkassa frá Þýskalandi,en það getur illa lifað án matar og olíu frá Rússlandi.
Það er ástæðan fyrir Að mikill meirihluti ríkja vill ekki styggja Rússland. Rússland er líka orðið ríki sem önnur ríki eru farin að leita til sem verndara gegn yfirgangi NATO ríkjanna.
Heimurinn er að breytast hratt.
Það eru bara örfá ár síðan að 90% ríkja heimsins skelltu saman hælum og fóru í réttstöðu í hvert skifti sem Bandaríkin tóku sér fyrir hendur að kúga eða ráðast á eitthvað ríki ,nánast alltaf að ósekju.
Fyrir stuttu þá voru bara 58 ríki sem studdu fordæmingu Vesturlanda gegn Rússlandi hjá SÞ

Mér finnst afar óliklegt að þetta plott nái fram aðð ganga,en mér finnst hinsvegar alls ekki útilokað að forystumenn okkar taki sér fyrir hendur að valda íbúum Vesturlanda enn frekara tjóni en orðið er með því að hrinda þessu í framkvæmd einhliða.
Þessu fólki er hreinlega ekki sjálfrátt.
Nú eru komnar fram hugmyndir á verðþaká Rússneskt gas til Evrópu.
Það þýðir einfaldlega að Rússar loka fyrir allar gasleiðslur till Evrópu með það sama.
Það er meira en líklegt að ESB hrindi þessu í framkvæmt. Engin tillaga er svo vitlaus að ESB samþykki hana ekki að lokum.








Borgþór Jónsson, 5.9.2022 kl. 23:07

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, risastórt geisp - algerlega út í hött, Rússland hætti öllum útflutningi á olíu, ef það gerðist að - Kína, Brasilía, Indland - samþykktu að taka þátt í samsæri gegn Rússlandi, að þvinga fram mun lægra verð. Þú gerir þér ekki grein fyrir því, greinilega - það væri gríðarlega kostnaðar-samt, að loka lindunum. Það þyrfti að setja sérstaka tappa í þær, og það væri síðan aftur kostnaðar-samt, að koma þeim aftur af stað. Þar fyrir utan, er óvíst að það næðist sama upp-flæði aftur.
Þar fyrir utan, má ekki gleima óskaplegum stríðskostnaði Rússa - þeir þurfa á þessum tekjum. Þú gleymir því, að Pútín er við það - að loka á gas-viðskipti, við stærstu hagkerfin í Evrópu. Við það, droppar hann stórfelldum tekjum - þegar eru gas-brunnar í biðstöðu, þ.e. verið að brenna gasinu beint í loftið; Rússar fá nákvæmlega ekki neitt fyrir það gas, og þeir fá nákvæmlega ekki neitt fyrir mun meira af gasi, ef þeir skrúfa enn meir fyrir -- er virðist í farvatninu.
Þannig, að við bætum ofan á, aðgerð gegn olíutekjum Rússa -- þá færi að sverfa afar harkalega að. Ef Pútín ætti, að skrúfa fyrir alla olíubrunna Rússlands -- þá pent hefði Rússl. nær engar útfl.tekjur eða mjög mikið minnkaðar, er setti innflutninga í vanda klárlega - en Rússl. þarf að flytja heilmikið inn, af fullkomnum tækjum -- flest hver Rússl.hefur ekki tækni-burði til að framleiða sjálft.
Varðandi þvættingin í þér -- um trygginga-mál á olíu-flutninga-skipum. Leiðir þú fullkomlega hjá þér þann mikilvæga punkt, að Rússland á ekki næegilega mörg skip, nema til að flytja út -- innan v. helming sinnar olíu. Þannig það skiptir ekki rosalegu máli, að Rússland fái einhvern annan, til að tryggja skipin í sinni eigu.
Því spurningin er frekar sú, hver vill leigja Rússlandi skip? En þeir aðilar, eru ekki rússn. -- flest olíu-skip eru í eigu alþjóðlegrja skipa-fyrirtækja, mörg Vestræn -- sem nota svokallaða hentifána, en þó falla þau fyrirtæki undir -- lög Vestrænna ríkja. Það gæti orðið ágætis leitan fyrir Rússl. að nægilega mörgum flutninga-skipum.
Það er fyrir utan hitt vandamálið, að það væru ónógir aðrir kaupendur, ef tja - Kína, Indland og Brasilía, styddur kaupenda-hringinn.
Mér virðist að þessi aðgerð geti vel átt raunhæfa möguleika - að beygja Rússl. í duftið.
Enda, langt í frá óhagstæð útkoma fyrir Kína, að Rússl. verði veikt ríki -- a.m.k. um árabil, er mundi gera Kína mjög auðvelt um, að seilast til frekari áhrifa innan Rússlands, og auðvitað setja Kína í óskoraða valdastöðu í Mið-Asíu. Þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir, hversu góð útkoma -- veiklað Rússland væri fyrir Kína. Það eru því ekki endilega slæmar líkur á að -- Xi slái til.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.9.2022 kl. 23:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.6.2021:

"Hungary intends to expand its 2,000 MW Paks nuclear power plant with two units of 1,200 MW each. Two new units will replace all four currently in operation.

Paks nuclear power plant consists of four 500 MW units, which started operations from 2006 to 2009, and are expected to be shut down between 2032 and 2037.

The nuclear power plant now generates 50% of domestic power production, and has a share of one third of the electricity consumption in Hungary."

26.8.2022:

"The Hungarian National Atomic Energy Authority has granted an important milestone for the construction permit for the expansion of the Paks nuclear power plant, which means that the actual construction phase can begin and the new units can be operational by 2030."

Countries within Europe and the EU specifically that have operating or under construction nuclear power plants

Nuclear Power in the European Union - March 2022

Þorsteinn Briem, 6.9.2022 kl. 00:15

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta nýja kjarnorkuver í Ungverjalandi verðu Rússneskt.
ESB búar geta ekki kveikt á eldspýtu ,hvað þá farið út í flóknari orkuframleiðslu, nema að tala við Putin. 

Borgþór Jónsson, 6.9.2022 kl. 08:04

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Auðvitað eru þessar pælingar okkar frekar yfirborðskendar og fyrst og fremst ætlaðar til að svala fýsn Íslendingsins til að þræta,en þetta er samt málefni sem er flókið og gaman að spekulera í.
Einskonar skák.
Þegar upp er staðið þá skiftir hreinlega engu hvað okkur finnst um þetta.

Nú eru liðnir sirka sex mánuðir síðan NATO og ESB ríkin ásamt nánustu samstarfsríkjum hófu viðskiftastríð við Rússa.
Ef við horfum nú í kringum okkur á vígvellinum þá sjáum við að Evrópa er ekki í sérstaklega góðu ástandi. Það er ekkert sem bendir til að við séum að vinna þann stórsigur sem vænst var.
Ef við skoðum ummæli vestrænna ráðamanna á fyrstu vikum þessara átaka skorti ekkert á bjartsýnina.
Rúblan er á leið í 200 dollara sagði Biden í ávarpi og efnahagur Rússa verður algerlega í rúst innan skamms. Compleatly in ruins ,sagði hann.
Svipaðar athugasemdir komu frá Þýskalandi og sérstaklega frá Bretlandi.
Síðan að þessi orð féllu hafa vesturlönd bætt verulega í stríðaðgerðir sínar. Gert allskonar hluti sem eru svo róttækir að lönd Evrópu ,höfðu aldrei gert sér í hugarlund að þau mundu grípa til slíkra aðgerða.

Ef ég horfi nú yfir valinn þá blasir við mér að það eru ekki Rússar sem eru að tapa þessu stríði
Ástandið í Rússlandi er gott. Nægt vöruframboð og frekar litlar verðhækkanir á heimilisaðföngum og orku.
Sumar vestrænar vörur hafa hækkað um 100% eða meira eins og til dæmis Apple vöörur.
Afleiðingin er að það kaupir enginn Apple en fólk kaupir Kínversk merki.
Það geta allir komist af án Apple en það getur enginn komist af á epla.
Á síðustu vikum hefur innkaupakarfan þar lækkað um rúm 10% að sögn breskra blaða. Á sama tíma hækkaði hún um rúm 10% í Bretlandi.
Það er fyrirséð að það verður orkuskortur í Evrópu á komandi mánuðum og það er líka fyrirséð að það þarf að draga úr iðnframleiðslu í Evrópu.
Sum af þessum fyrirtækjum munu ekki opan aftur eins og til dæmis álverið sem var lokað í Sloveníu nýlega. Þetta á líka við um sum efnafyrirtæki,þau opna summ ekki aftur.
Ofan á uppsprengt verðlag kemur til með að bætast atvinnuleysi.
Staðan í efnahag Evrópuríkja er þannig að málið verður ekki leyst með seðlaprentun eins og gert hefur verið undanfarið.Mörg ríki geta heldur ekki leyst þetta með lántökum af því að þau eru þegar að sligast undan alltof hárri skuldabyrgði.
Nú er fyrirséð að Seðlabanki Evrópu telur ófært að hafa vexti lengur í 0% eða neðar. Nú koma til með að bætast vaxtagjöld á ofurskuldsett ríki álfunnar.
Fyrir mér þá lítur Evrópa ekki út eins og sigurvegari.
Það ætti að vera hverjum manni ljóst að vandræði Evrópu eru langt frá því að hafa náð hámarki.

Þá kemur fram þessi frábæra hugmynd.
Af hverju ekki að setja hámarksverð á Rússneskt gas. Mér finnst ekki ólíklegt að þetta verði samþykkt ,af því að fram að þessu hafa allar heimskulegar tillögur verið samþykktar hjá ESB. Afleiðingaarnaar af þessu verða að það verður lokað fyrir gasstreymið sem enn er í gangi frá Evrópu til ESB ríkjanna.

Þetta væri rothögg fyrir Evrópu ,af því að þrátt fyrir allt er enn töluvert gasstreymi þangað í gegnum Turkstream og fleiri gasleiðslur. Að auki mundi lokast fyrir gas frá Aserbajan af því að það er flutt í gegnum leiðslur Gazprom.

En af hverju fór þetta svona illa allt saman?
Ástæðurnar eru margættar.
Í fyrsta lagi var þetta viðskiftastríð dæmt til að mistakast. Þú getur ekki unnið svona stríð þegar það er bullandi seljendamarkaður á vöru. Það er seljendamarkaður á orku í dag og fyrirséð að svo verður í einhvern tíma.

Í öðru lagi þá eru Vesturlönd að tapa "geopolitíska" stríðinu.
Ríki utan Vesturlanda eru alls ekki tilbúin till að taka á sig einhverjar kárínur vegna Úkrainu. "The global south" eins og það er kallað í dag er nákvæmlega sama um Úkrainustríðið.
Öfugt við það sem hefur verið undanfarna áratugi eru ríki almennt ekki tilbúin till að taka þátt í bardaga Vesturlanda gegn allskonar "óvinum"
Afleiðingarnar af þessu er að allar aðgerðir sem beint er gegn Rússlandi eru að mistakast. Önnur ríki taka fegins hendi við tækifærinu til aukinna viðskifta við Rússland.
Þetta kom beerlega í ljós í kornkkreppunni.
Meðam á henni stóð þá flyktust fulltrúa ríkja Afríku til Rússland jafnframt því sem það kom sendinefnd frá Samtökum Afríkuríkja.
Erindi þeirra til moskvu var ekki að skamma Putin fyrir Úkrainstríðið eða kornskortinn.
Þeirra erindi var að leita leiða til að kornútflutningur frá Rússlandi til Afríku geti gengið greiðlega.
Öll ríki Afríku utan tvö ,líta svo á að vandamáliin stafi ekki af Úkrainustríðinu heldur af efnahagsþvingumu ESB gegn Rússlandi. Vandamálið var að Afríka hafði ekki möguleika á að borga fyrir kornið vegna takmarkana á fjármagnsflutninga.
Þetta er alveg rétt. Þetta var vandamálið.
Svar Rússa var að það væri hægt að kippa þessu í liðinn ef Afríkuríkin hættu að nota Vestræna gjaldmiðla í þessum viðskiftum og færu að notfæra sér Rússneskt eða Kínverkt boðkerfi sem hefur verið komið upp samhliða SWIFT kerfinu.
Þega málið var komið á þann stað ,þá afléttu Vesturlönd þessum hömlum af korn og áburðarkaupum.
Afríkuríkin eru hinsvegar minna en þakklát fyrir þessar aðgerðir Vesturlanda ,sem bitnuðu svo ililega á þeim.
Við þetta lækkaði verð á kornmarkaði nokkuð.

Mér þykir nokkuð einsýnt að gas og gjaldmiðlastríð Vesturlanda á hendur Rússlandi hefur mistkist algerlega.
Gasveerð til Þýskalands og fleiri ríkja hefur hækkað úr 300 dollara saningsverði í 2900 dollara á spotmarkaði.
Það er alveg fyrirséð að gasverð á eftir að hækka þar um að minnsta kosti 100% á komandi mánuðum, sumir spá meiri hækkunum.
Á sama tíma hafa rússar í samvinnu við Kína þróað aðferðir til að sniðganga Vestrænt fjármálakerfi Vesturlanda í viðskiftum.
Sífellt fleiri lönd notfæra sér nú þennan möguleika til að sniðganga viðskiftaþvinganir ,bæði viðskiftaþvinganir gegn Rússlandi og einnig viðskitaþvinganiir sem önnur ríki eru beitt.
Af þessu verða bæði skammtíma og langtímaafleiðingar. 

Rússar eru líka að vinna upplýsingastríðið eftir brösuga byrjun.
Nú erum við farin að sjá fyrstu mótmælin sem beinlínis beinast gegn sjálfum viðskiftaþvingunum og jafnframt gegn fjáraustrinum í Úkrainustríðið.
Það voru 100.000 manna mótmæli í Prag um helgina og það voru einnig mótmæli í Þýskalandi.
Þetta á eftir eftir að breiðast út og aukast á komandi mánuðum.
Fólk er í vaxandi mæli farið að gera sér grein fyrir að vandræði þeirra stafa ekki frá Putin eða frá Úkrainustríðinu,heldur frá viðskiftastríðinu sem Vesturveldin hófu gegn Rússlandi.
Alþjóðlega er það sama upp á teningnum
Við upphaf stríðsins þa´var samþykkt fordæming á Rússland nmeð meira en 149 atkvæðum ríkja.
Nýlega fengust aðeins 58 ríki til að styðja svipaða tillögu.
Ég held reyndar að hún hafi aldrei verið lögð fram af því að flytjendur tillögunnar vildu ekki verða fyrir þeirri smán sem þessi úrslit hefði í för með sér.

Það sem þarf að gera núna er að þaðð þarf að skifta um alla forystu Vesturlanda.
Hún er búin að leiða allan heiminn út í ógöngur og hún virðist algerlega ófær um að læra af þeirri reynslu og skifta um kúrs.
Þvert á móti ætla þeir að bæta hraustlega í þesa misheppnuðu stefnu sem er að faa svoi illa með almenning um allan heim.
Það er einungis ein leið,en hún er að fella niður allar þær endalausu viðskiftaþvinganir sem Vesturlönd hafa sett á óteljandi lönd ,fyrirtæki og einstaklinga.

Stjórnmálastétt Vesturklanda er bæði heimsk og hrokafull.
Hún stendur í þeirri trú að hún sé salt jarðar og geti ráðskast með allan heiminn án þess að það hafi afleiðingar.Án þess að ríki heims streytist á móti.
Það er að sýna sig í vaxandi mæli að þetta er rangt.
Þetta er vont fyrir alla,líka mig og þig.
Það er orðið tímabært að víkja þessu fólki frá.
 

Borgþór Jónsson, 6.9.2022 kl. 10:06

13 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég gleymdi náttúlega aðal málinu sem er Úkrainustríðið
Ég held að flest öllum sé orðið ljóst að NATO getur ekki unnið stríð gegn Rússlandi með því að notast eingöngu við Úkrainska herinn.
Það er reyndar varfamál að NATO geti unnið stríð gegn Rússlandi á landamærum Rússlands yfir höfuð.
Úkrainuher er lang stærsti og best þjálfaði her í Evrópu fyrir utan Rússneska herinn .
Úkrainumenn byrjuðu stríðið með 260.000 framlínuhermenn. Bretar til dæmis eiga 40.000 slíka hermenn.
Samt verða þeir stöðugt að láta undan síga fyrir þeim Rússneska þrátt fyrir áralangann undirbúning og að Rússland beitir einungis litlum hluta fastahersins.
Þjóðir heims fylgjast með þessu.
Þeim er nú ljóst að þrátt fyrir allt þá eru Vesturlönd ekki ósigrandi.
Þetta breytir miklu um allt hugarfar í "the global south".
Nú er allt í einu kominn möguleiki á að leita verndar hjá Rússlandi eða Kína ef að Vesturlönd eru að beita ríki þvingunum eða jafnvel stríði.
Bæði er þetta af hernaðarlegum toga og einnig að heljartak Vesturlanda á fjármálaheiminum hefur verið rofið.
Nú eru allskonar valkostir í boði fyrir alla sem vilja nota það.
Þetta er gott fyrir alla ,og okkur líka ef rétt er á spilunum haldið.
Þrátt fyrir allt þá eru endalausar þvinganir og hernaður ekki í þágu almennings á Vesturlöndum.

Þegar leiðtogar okkar fara til annarra heimsálfa til að afla stuðnings við stríðsaðgerðir þeirra þá heyrum við í vaxandi mæli viðbrögðð sem við eigum ekki að venjast.
Þetta er ekki okkar stríð. Þetta er vandamál Evrópu og við viljum ekki eiga neinn þátt í því.
Það er kominn tími á verulega stefnubreytingu, algera kúvendingu. Málamiðlanir og samningar í stað þvingana og hernaðar.

Borgþór Jónsson, 6.9.2022 kl. 10:42

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú hefur í frammi miklar pælingar um hvað veikt Rússland mundi vera hagstætt fyrir Kína.
Það er vel líklegt að sú staða gæti komið upp seinna,en það er sannarlega ekki raunin í dag.Það er alls ekki gefið að veikt Rússland mundi komast undir áhrif Kína.
Það er jafnvel líklegra að veikt Rússland mundi komast undir stjórn vesturlanda.
Það er sannarlega ekki staða sem er vænleg fyrir Kína.
Sterkt Rússland er einmitt gott fyrir Kína ,af því að það þýðir að þeir þurfa ekki að hafa áhygjur a landamærum sínum í Norðri.
Auðvitað gæti þetta breyst seinna,en það er ekki fyrirsjáanlegt.
Ein af ástæðunum fyrir að Vesturlönd eru sífellt að reyna að lama Rússland, er að með því móti telja þau að þau  fái aðgengi að norðurlandamærum Kína.
Bandaríkin líta nú á Kína sem sinn eina ruaunverulega andstæðing  á þesari öld
.

Borgþór Jónsson, 6.9.2022 kl. 11:01

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, eins og  vanalega bullar þú heil ósköp -- 1)Stríðið er búið til af Rússlandi, eer -- Pútín hóf innrás. Viðskipta-stríðið, eru viðbrögð Vesturlanda við þeirri innrás --> Alveg á tæru, að það viðskipta-stríð, hefði aldrei hafist; ef Pútín hefði ekki af fyrra bragði, ákveðið að hefja átök við Vesturlönd -- þau stærstu sem Rússl. hefur staðið í -- síðan í svokölluðu Köldu-Stríði. 2)Þ.e. ekkert undarlegt, að lönd langt í burtu í öðrum heimsálfum, séu lítt að fylgjast með - hafi takmarkaðan áhuga, enda Evrópa langt í burtu frá áhyggjum margra t.d. í S-Ameríku, eða víðast hvar í Afríku Sunnan-Sahara, og víðar. Flest þessara landa skipta nær engu máli, í þeim átökum -- sem Rússland hóf. Fæst þeirra hafa nokkurn áhuga á að blanda sér í málið. Þau hafa ákveðið að vera hlutlaus. M.ö.o. þau fara ekki að hjálpa Rússlandi heldur. 3)Algert rugl í þér að allt gangi vel í Rússlandi -- eins og þú sjálfur nefnir: Getur Rússland ekki lengur flutt inn hátækni-búnað. Þú greinilega gerir þér ekki grein fyrir. Að það er einmitt alvarlegt vandamál fyrir Rússland. Þ.s. það þíðir -- að Rússl. dregst hratt aftur úr tæknilega. Þ.s. þ.e. stöðugt tækni-kapphlaup. Því miður fyrir Rússl. sjálft -- hefur Pútín stjórnin verið herfilega léleg í uppbyggingu framleiðslu-hagkerfis; er hefur hnignað ef e-h er frekar það en hitt. Rússl. hefur í dag - sbr. v. Sovét - flr. veikleika en áður, sem gera refsi-aðgerðir virkar. Því það getur framleitt hlutfallslega mun færri hluti sjálft, en Sovétið í gamla daga gerði. Rússland m.ö.o. er mun síður sjálfu sér nægt. Þvert á móti eru refsiaðgerðirnar að virka rosalega vel. Þær eru hægt en örugglega -- að lama hernaðarmátt Rússlands. 4)Þ.e. einmitt vegna refsiaðgerðanna, að Rússl. er vaxandi örvæntingarullt -- leitar nú eftir vopnum frá Norður Kóreu: https://www.politico.eu/article/russia-to-buy-north-korean-military-equipment-according-to-us-intelligence/. Það leitar dyrum og dyngjum að leiðum, til að smyggla inn -- örtölvu-kubbum, sem Rússar þurfa til að geta framleitt hátækni-vopn, en Rússl. er háð innflutningi á Vestrænni tækni, til að geta framleitt nokkur þeirra vopna -- er nota hátækni-tölvur, m.ö.o. öll þeirra fullkomnustu vopn: https://www.politico.eu/article/the-chips-are-down-russia-hunts-western-parts-to-run-its-war-machines/. Þ.e. vitað að öll framleiðsla á -- hátækni-vopnum í Rússl. hefur numið staðar, af völdum skorts á kubbum -- þ.e. þarna sem refsiaðgerðirnar eru örugglega að draga tennurnar úr skrímslinu í Kreml. Þetta tekur tíma að virka, þ.s. Rússl. hafði framleitt nokkuð magn þeirra vopna - árin á undan, hinn bóginn eru margar vísbendingar komnar í dag, um að mörg af þeim vopnum séu nú orðin eða að verða upp urin --> Að Rússl. leitar til smiðju N-Kóreu, er sérstaklega skemmtilegt. Sýni hve harkalega refsiaðgerðirnar eru að virka -- þvert gegn fullyrðingum þínum um annað. 5)Þessi vetur í Evrópu verður erfiður -- eiginlega meir út af háu matvæla-verði. Þ.s. uppskera hefur brugðist samtímis í Kína og Evrópu, vegna þurrka. Það bætist við -- erfiðleika vegna aðgerða Rússa, fyrir Úkraínu að flytja út korn. Þannig matvæla-verð nk. 12 mánuði í heiminum verður sögulega hátt. Ég á því von á að -- lífskjör nær alls staðar í heiminum, skerðist nk. 12 mánuði. -- -- Orkumálið, er ekki nándar nær eins alvarlegt fyrir Evrópu, og rússn. fjölmiðlar staðhæfa - þú greinilega lest. Evrópa á nóg gas fyrir notkun -- slatta af mánuðum fram í tímann. Enda komið fram í fréttum, flestar birgðastöðvar í Evrópu eru fullar. Þar fyrir utan, verða framkv. sparnaðar-ráðstafanir -- til að drýgja þær birgðir. Til viðbótar -- lítur út fyrir að Þýskal. ætli að kveikja á kjarnorkuverum, eftir allt saman. Og þeir einnig hafa kveikt á kola-verum. Mér virðist m.ö.o. --> Allt benda til að, Evrópa sleppi fyrir horn. Það sé vegna þess, að Pútín var of lengi að ákveða sig -- líklega vegna þess, að Rússl. þarf á tekjunum að halda af gas-sölunni, þannig Evr. var búin að kaupa drjúgar gasbirgðir. Þvert á þínar fullyrðingar, á ég ekki von á verulega alvarlegum vandamálum í orkumálum í Evrópu þesnnan vetur. Pútín hafi misst sjálfur af þeirri lest, með því að vera of lengi að ákveða -- að skrúfa fyrir.
Eins og ég sagði fyrst er fregnir bárust af innrásarstríði Pútíns fyrir 6 mánuðum, þá sagði ég þér að Pútín hafi hafið átök, sem Rússl. getur ekki mögulega unnið - Vesturlönd séu það miklu mun öflugari en Rússland - að Rússland á engan séns. Mér virðist allt benda til þess, að engin ástæða sé til að -- umpóla því mati, sem ég lagði fram fyrir 6 mánuðum. Rússland verði beygt í duftið, þó það taki kannski - 2 ár. En ég stórfellt efa það taki lengri tíma. Vittu til.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2022 kl. 11:06

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 9,7 milljónir manna búa í Ungverjalandi.

6.9.2022 (í dag):

Residential solar tender brought forward for Hungarian families - The first round of the call was met with a record number of over 43 thousand applications



Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Þar af leiðandi greiði ég einungis 2,800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn. cool

Og orkureikningurinn mun ekkert hækka næsta árið.

Það eru nú öll ósköpin og þessi upphæð er heldur ekki há fyrir Ungverja. cool

Þorsteinn Briem, 6.9.2022 kl. 14:50

19 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rússar selja náttúrlega bara þeim sem borga, hinum ekki.
Einfalt.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2022 kl. 23:05

20 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér finnst það alltaf jafn fyndið að þú virðist líta á CIA eins og einhverja fullorðinsfræðslu þar sem sléttgreiddir fermingadrengir gera allt til að við séum vel upplýst um hvað er að gerast.
Þessu er samt ekki þannig farið.
Leyniþjónustur eru til þess að afla upplýsinga fyrir stjórnvöld,en ekki almenning,en þær hafa líka annað hlutverk sem er alveg jafn mikilvægt.
Þetta hlutverk er að dreyfa röngum upplýsingum í ýmsum tilgangi. Lygasögum ,með öðrum orðum.
Það getur verið til að trufla óvininn ,en það getur líka verið til að blekkja eigin almening.
Þessar sögur um að Rússar séu orðnir skotfæralausir eru einmitt dæmi umm slíkt.
Þessar sögur byrjuðu að birtast í byrjun maí og hafa alltaf skotið upp kollinum annað slagið síðan.
Það hafa alltaf verið bara nokkrir dagar í að Rússar geti ekki lengur notað eldflaugar eða stórskotalið.
Þeir eru hinsvegar enn að nota eldflaugar og þeir eru enn að skjóta 60-90.000 fallbyssuskotum á sólarhring,eftir því hvað er mikið að gerast.
Það er skotið minna af Kalibr flaugum,ekki af því að þær séu ekki til,heldur af því að það vantar skotmörk sem hæfa slíkum flaugum.
Kalibr er dýrt stuff og maður skýtur ekki á skotgrafir með þeim eða fer á gæsaveiðar.
Þess í stað nota þeir Tornado-S eða álíka sem eru flaugar svipaðar og HIMARS,bara aðeins betri.
Þær eru langdrægari og stærri,meira af sprengiefni. Notkunin á þeim er alveg jafn mikil og í byrjun stríðsins.
Síðan eru náttúrulega hefðbundnar fallbyssur og sprengjuvörpur af ýmsum stærðum sem ganga dag og nótt.

En til hvers eru stjórnvöld að ljúga í amenning með svona söguburði.
Ástæðan er sú að stjórnvöld vilja reyna að tryggja að almenningur snúist ekki gegn stríðinu.
NATO ríkin hafa eytt óhemju fé í þetta stríð sitt gegn Rússlandi ,en það er ekkert að gerast á vígvellinum sem bennduir til að sigur gæti unnist.
Það er verið að henda óhemju fé í stríða sem er að tapast.
Almenningur væri ekki hrifinn af slíku.
Ef þú getur ekkii sýnt neinn árangur á vígvellinum þá er eina ráðið að reyna að búa hann til í hugarheimi fólk.
Þess vegna segirðu að þrátt fyrir að Nasistarnir okkar tapi landsvæði á hverjum degi og hafi mannfall í hlutföllunum 5:1 þá sé allt í lagi,af því að Rússar séu allveg að verða skotfæralausir og þá tökum við þá.
Rússar hafa staðið sig vel í þessu stríði svo með ólíkindum er .
Þeir eru nánast búnir að afvopna alla Evrópu með hernaði sínum og lageerarnir í Evrópu eru farnir að þynnast.
Nú er það eina sem vantar er að afnasistavæða þessi ríki eins og Úkrainu.

Það hefur komið mér dálítið á óvart að það er eins og Vestrænar leyniþjónustur hafi enga hugmynd um hvað er að gerast í Rússlandi
Þess vegna er tóm vitleysa sem frá þeim kemur.
NATO hefði aldrei getað haldið úti skothríð í þeim mæli sem Rússar hafa gert.
Það hefur verið bent á af breskum fyrrverandi herforingjum að skotfærabyrgðir Breta hefðu enst í tvær vikur með þeirri skothríð sem Rússar hafa sent frá sér.
Flestir herir í Evrópu eru enn verr settir en þetta,hugsanlega að Franska henum frátöldum.
Úkrainumenn áttu gríðarlegt magn af vopnum . Eftir fall Sovétríkjanna var vopnabúr þeirra það fjórða stærsta í heimi.
Nú er þetta vopnabúr á þrotum,sennilega mest fyrir það að Rússar byrjuðu á að eiðileggja hergagnaiðnaðinn hjá þeim að mestu.
Þá notuðu þeir Kalibr.

Þú munt vera eini maðurinn norðan alpafjalla sem ekki hefur áhyggjur af orkumálum Evrópu eða efnahag þessara landa almennt.
Nú kemur hvert skurðgoðið af öðru fram og segir með mismunandi orðum að dagar alsnægta í Evrópu séu liðnir.
Macroon reið á vaðið með þetta.
Þetta er ekki af því að Evrópubúar geti ekki farið í bað í vetur,heldur af því að það stefnir í langvarandi orkuskort og margfalt hærra orkuverð en álfan hefur búið við fram að þessu.
Reyndar miklu hærra verðlag á flestum vörum en fólk á að venjast,og aukið atvinnuleysi vegna afiðnvæðingar svæðisins.
Verst verður ástandið í Þýskalandi og Ítalíu.
Rússland kemur miklu betur út úr þessu af því að þeir búa við alsnægtir í öllum geirum sem skifta máli.
Rússnesk stjórnvöld stýra svo verðlagi innanlands með útflutniingsgjöldum eins og þeir hafa gert fam að þessu og létta í leiðinni skattbyrði af almenningi.
Rússlandi er afar vel stýrt. 

Þýskaland er ekki að kveikja á kjarnorkuverum sem hefur verið slökkt á .
Þeir eru hætta við að loka kjarnorkuverum og í sumum tilfellum er umræða um  að snúa við ferli þar sem er verið að loka verum.
Þetta bætir engu við orkubúskap Þýskalands,þetta verður eingöngu til að hann minnkar ekki eins mikið og hefði verið.
Svo er þessi eilífi misskilningur með gasbyrgðirnar.
Það halda margir að 80% gasbyrgðir þýði að Evrópa eigi nóg gas til að komast í gegnum 80% af vetrinum
80% byrgðir þýða hinsvegar að Evrópa getur komist í gegnum veturinn ef Rússnesku gasleiðslurnar eru keyrðar á fullu.
Ef Rússnesku gasleiðslurnar eru stopp,þá vantar ca helminginn af  gas orkunni sem hefur verið notuð fram að þessu.
Gasbyrgðirnar eru eingöngu til þess að gasleiðslurnar þurfi aldrei að hafa undan hámarksnotkun,heldur séu byggðar til að ráða við meðalnotkun
Gasleiðslur eru dýrar og það er ekki hagkvæmt að hafa leiðslur sem eru keyrðar á 50% afköstum yfir sumartímann til að ráða við hámarksnotkun yfir veturinn.
Bandarísk og Evrópsk stjórnvöld eru búin að fara um allan heim með betlistaf í hendi til að reyna að útvega LNG fyrir Evrópu.
Ekkert gasútflutningsríki hefur viljað gera samning við Evrópu um kaup á LNG.
Ein af ástæðunum gæti verið orkustefna ESB fram að þessu sem kvður á um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti.
Ekkert ríki vill byggja upp famleiðslu fyrir ríki sem er að hætta að nota orkugjafann, né vilja þeir fórna hefðbundnum viðskiftarikjum af sömu ástæðu.
Meira að segja Norðmenn neituðu að gera samning við ESB.ESB verður bara að borga hámarksverð fyrir Norskt LNG.

Vandræðin í Evrópu byrja fyrst veturinn 2023 - 2024 þegar Evrópa fer inn í veturinn með hálf tóma gastanka.
Evrópa á ekki búnað til að gasgera LNG að neinu ráði og það tekur að lágmarki tvö ár að byggja slíkt,líklega þrjú með Evrópsku verklagi.
Á hiin bóginn þá er ekki til nándar nærri mikið LNG á heimsmarkaði til að koma í staðinn fyrir Rússneskt leiðslugas.

Það er kominn tími til að Vesturlönd aflétti öllum viðskiftahömlum,bæði á Rússa og önnur ríki og taka upp eðlilega viðskiftahætti.
Það gengur ekki að reka þessar heimsálfur eins og mafíur.
Það fer bara illa ,og er reyndar þegar farið illa.
Ég er bínn að vara við þessu árum saman.
Þega viðskiftastríðið við Rússa byrjaði fyrir 17 árum þá benti ég strax á að þetta mundi enda með ósköpum. 
Aldrei grunaði mig samt að forystufólk okkar mundi klúðra þessu svona herfilega.



 




Borgþór Jónsson, 7.9.2022 kl. 07:57

21 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eitt er það verkfæri sem við höfum alveg gleymt að minnast á að þessu sinni,en það eru ofurhraðskeiðu eldflaugar Rússa.
Það eru alveg makalaus verkfæri.
Slíkar eldflaugar hafa verið notðar í tvígang í Úkrainu.
Ég man ekki hvað skotmarkið var í seinna skiftið en í fyrra skiftið var það herstöð vestast í Úkrainu,nálægt landamærum Póllands, þar sem NATO var að búa um sig.
Þá voru sendar tvær slíkar flaugar sem drápu 400 hermenn og eyddu vopnabyrgðum fyrir tugi milljóna dollara.
NATO hefur ekki reynt að fara þarna inn síðan.
NATO óttast þessar flaugar mjög ,af tveimur ástæðum.
Hraðinn á eldflauginni margfaldar eyðingarmáttinn og hitt er að þeir sjá hana ekki koma. Áhrifin af svona flaug er álíka og af "tactical nuke"
Það hlýtur að vera frekar óþægileg tilfinning að sitja einhversstaðar hundruð kílómetra frá vígstöðvunum en eiga samt á hættu að leysat allt í einu upp í eldbylgju án þess að það séu eninar líkur á aðvörun.
Þrátt fyrir að herforingjar NATO séu borubrattir og segist sjá flaugina þá sýndi þetta tilraunaskot svo ekki verður um villst að svo er ekki.
Að sögn þeirra hermanna sem lifðu þetta af þá var engin viðvörun gefin.
Það leystist eifaldlega allt upp í eldhafi án nokkurrar viðvörunar.
Þegar hefðbundin eldflaug er á ferðinnii er oftst auðvelt að sjá það og flestir geta komið sér í eitthvað skjól.
En þessar eldflaugar eru dýrar og sennilega ekki mikið til af þeim ,þannig að þær eru bara notaðar á sunnudögum,ef svo má að orði komast.



Borgþór Jónsson, 7.9.2022 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband