Trump getur verið í mjög alvarlegum vandræðum - eftir FBI fann haug af leyniskjölum í eigu bandaríska ríkisins á Mar-a-Lago

Ég get ekki að sjálfsögðu lagt kalt mat á líkur þess að dómsmál verði höfðað, en hugsanleg viðurlög þegar kemur að háleynilegum ríkis-skjölum í Bandaríkjunum, eru mjög stórfelld.
Stóra málið í augum ríkisins í Bandaríkjunum, er væntanlega hvort leyndarmál láku!

Fyrir áhugaverða: Húsleitarheimild FBI!

Bendi fólki á að lesa skjalið, en þar kemur fram langur listi yfir þ.s. var tekið.
Þ.e. ekki sagt í honum, akkúrat hvað skjölin heita - heldur einungis, tegund þeirra.
Skv. honum, lagði FBI hald á fjölda leyniskjala, þar á meðal með -Top-Secret- stimpil.

Skv. húsleitarheimildinni er vísað í eftirfarandi lög:

  1. 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information
  2. 18 U.S. Code § 2071 - Concealment, removal, or mutilation generally
  3. 18 U.S. Code § 1519 - Destruction, alteration, or falsification of records in Federal investigations and bankruptcy

Ég hlekki beint á lýsingar á viðkomandi lögum!

Þetta gefur vísbendingu um, hver er fókus rannsóknar FBI.



Einhverju leiti má líkja þessu við vandræði Hillary Clinton:

Rétt að ryfja upp rök Director Comey fyrir því að fara ekki í mál við H. Clinton!: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.

Ath, skjalið inniheldur fullan texta skýrslu Director Comey!

  1. All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here.
  2. Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case.

Hillary Clinton -- var rannsökuð fyrir hugsanlegt brot á, U.S.C. 793.

(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer—

M.ö.o. H. Clinton, var rannsökuð út frá þeim möguleika!
Að mikilvægar ríkis-upplýsingar, hefðu hugsanlega lekið.

  • Það að einnig er vísað til sömu lagagreinar, varðandi húsleitina á Trump.
    Bendi til þess, að FBI sé einnig að skoða hugsanlegan leka á leyndar-gögnum.
  1. Ef hefði sannast að leyndargögn hefðu lekið af völdum staðsetningar vefþjóns á heimili Hillary Clinton.
  2. Þá er ljóst skv. skýrslu Comey - ég hlekkja á að ofan - að FBI hefði lagt til málsókn á hendi H. Clinton.

En þ.s. ekki taldist sannað, að gögn hefðu lekið -- lagði FBI, að sögn Comey, ekki til þess við Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, að málsókn yrði hafin.

  • Mig grunar, að nálgun FBI gagnvart Trump verði svipuð.


Áhugavert að FBI er einnig að athuga, hvort Trump hafi hugsanlega spillt eða eytt leyndar-gögnum, í heimildaleysi -- sbr. U.S.C. 2071.

Að auki, sbr. U.S.C. 1519 -- hvort Trump hafi leitast við að, spilla fyrir réttvísi - sbr. - obstruction of justice.

  1. Áhugavert, að skv. U.S.C. 2071 -- varðað það við 3ja ára banni við því að gegna opinberri stöðu af nokkru tagi, ef sannast sek.
  2. Meðan, viðurlög tengd U.S.C. 1519 -- virðast einungis vera, sekt.
  • Hugsanleg viðurlög tengd, U.S.C. 1519 eru miklu mun krassandi.

Þ.e. upp skalann, frá nánast engu -- upp í æfilangt.

 

Vona fólk muni hvernig Trump -- söng: Fangelsum Clinton!

Ég hef enga persónu-skoðun á, hvort Trump ætti að sitja í fangelsi.
En Trump, virkilega skóf ekki af því.

Fangelsum Clinton -- var flutt í auglýsingum, og nánast hvert tækifæri er Trump flutti ræðu, síðustu vikur baráttunnar fyrir forsetaembættinu 2016.

  1. Þó svo að gögnin hafi fundist á heimili Trumps.
  2. Er það ekki talið fullvíst, að málsóknar verði krafist.

En grein 793 -- virðist krefjast þess, að gagnaleki sannist.
Ef gagnaleki sannast ekki!
--Er líklegt -grunar mig- Trump sleppi með skrekkinn, eins og Clinton!

Ég geri ráð fyrir að rök Director Comey um að sleppa Clinton, eigi þá einnig við mál Trumps.

 

Niðurstaða

Ég hef ekki hugmynd hvort mál Trump fyrir dóm.

Hinn bóginn, má velta fyrir sér -- af hverju í andskotanum, skilaði Trump ekki skjölunum.
Er honum áður var boðið að skila þeim, án nokkurra eftirmála?
--Ég kem ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess, að halda eftir haug af skjölum, eftir að bandaríska ríkið er formlega búið að óska eftir að þeim verði skilað.

En eftir að Trump var ekki lengur forseti Bandaríkjanna, hafði hann enga heimild til þess lengur, að hafa í sínum fórum -- ríkisleyndarmál Bandaríkjanna!

Því er forsetatíð hans lauk, varð hann að nýju -- almennur borgari.

  1. Rétt að muna, að H. Clinton var rannsökuð fyrir, hugsanlegt mysferli er átti sér stað, meðan hún gegndi skildum sem ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
  2. Þá hafði hún formlega heimild til aðgengi að ríkisleyndarmálum Bandaríkjanna.

Það má vera, að það að Trump er í dag - almennur borgari.
Umbreyti lagalegri stöðu hans, þannig!
--Að það megi, lögsækja hann fyrir: Possession.

M.ö.o. að hafa skjölin enn undir hendi. En ég þekki það ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Allir fráfarandi forsetar hafa haft gögn með sér sem geta orkað tvímælis. Ef FBI er bæði handhafi skilgreiningar á "leynd" og sá sem rannsakar eftir að hafa farið með valdi inn á heimili fólks með vafasama leitarheimild undir höndum þá verður það ekki erfitt að verja málið gegn þeim fyrir dómstóli sanngjarnt skipuðum. Mál þetta er pólitískt og Demókrataflokkurinn er að egna til ófriðar með þessu. Mér sýnist þetta geta gert málstað Trump trúverðugri að það þurfi að hreinsa til í æðstu stjórnsýslunni. "drain the swamp". 

Ef ég væri bandaríkjamaður væri ég skíthræddur um rétt minn til frjálsrar skoðunarmyndunar og heimild til að lifa lífinu án íþyngjandi afskifta alríkisstjórnarinnar. 

Þetta snýst ekki um Demókrata eða Republikana. Þeir sem hafa ráðið þessum flokkum hingað til hafa starfað saman af miklum heilhug. Þess vegna eru vinsældi Trumps óþolandi ígrip í vald þeirra og stefnufestu. Hann má ALDREI aftur komast í Hvíta Húsið. Sama hvað.

Spillingin í bandaríkjunum er ekki viðráðanleg að mínu mati og einhverskonar uppgjör verður að eiga sér stað. Vonandi verður það ekki ofbeldisfullt. Það er þó líklegast að svo verði. Ef þetta stoppar ekki Trump verður hann tekinn af lífi. Tilræðismaðurinn verður fyrirsjánlega einn að verki og mikill aðdáandi Trumps. Nei hann verður ekki með fangamark FBI tattóverað á leyndum stað. 

Gísli Ingvarsson, 16.8.2022 kl. 12:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Gísli ekki Brutus lengur; Þeir hljóta að hafa fundið upp mæli sem les aftökuáætlun fylgdarliða Trumps.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2022 kl. 15:47

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gísli Ingvarsson, hvernig værir að þú sýndir fram á með -- dæmum og tilvitnunum, hvaða forsetar hafa tekið leyni-gögn. Ég stórfellt efa að fullyrðing þín sé yfirhöfuð sönn.
Þú greinilega hefur ekkert fylgst með málinu, þ.e. ríkis-skjalastofnun-Bandaríkjanna, er óskaði við FBI að skjöl væru innheimt frá Trump, hann hafði áður skilað nokkrum bunka af skjölum - eftir að stofnunin sendi Trump fyrst beiðni um slíkt; en stofnunin taldi sig vita fyrir víst, þ.s. að nokkur skjöl á lista stofnunarinnar voru enn ekki fundin - að Trump hafi ekki skilað öllum leyndarskjölum hann tók. Þannig að ríkisskjala-stofnun-Bandaríkjanna, fór þá á leit við FBI að -- FBI mundi innheimta skjölin af Trump.
Ríkis-skjalastofnunin, skilgreinir ekki hver leynd skjallanna er - það hafa aðrar stofnanir Bandar. áður gerst, sbr. PENTAGON, CIA, DEA, o.s.frv. og auðvitað í tilvikum einstök ráðuneyti mismunandi ríkisstjórna Bandar. -- hlutverk stofnunarinnar, er að halda utan um þessi skjöl, aðilar með -- bærar heimildir til að nálgast slík skjöl, geta fengið þau frá þeirri stofnun. Eiginlega sýnir þitt -comment- að þú veist nákvæmlega ekki neitt um málið - sbr. þú greinilega vissir ekki hvaða stofnun óskaði eftir skjölunum - greinilega ekki heldur hvernig skjöl eru skilgreind leyndarskjöl, o.s.frv. -- kannski ættir þú að kynna þér málið smáveigir áður en þú hefur upp þína raust.
Eftir að Trump var ekki lengur forseti Bandar. -- hafði hann ekki lengur rétt til að hafa leyndar-skjöl í sínum fórum. Svo einfalt er það. Því að þá er Trump aftur orðinn, réttur sléttur almennur borgari.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2022 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband