Rússar bregðast við sókn Úkraínu nærri Kherson og Zaporizhzhia í S-Úkraínu, m.ö.o. Rússar hafa fært lið frá nágrenni Slovyansk og Siversk í A-Úkraínu. Rússar sækja enn að Bakhmut í A-Úkraínu, einnig nærri Donetsk borg!

Það sem ég hef verið að spá sl. 2-3 mánuði, loks að gerast -- sókn Rússa að fjara út, m.ö.o. tveir sóknar-vinklar Rússa, virðast hafa verið gefnir upp. A.m.k. í bili!
Það er tilraunir til að sækja að Slovyansk! Og tilraunir til að sækja að Siversk!
Hvort tveggja í A-Úkraínu.

Ástæðan séu, liðsflutningar Rússa frá þeim svæðum, á svæði í S-Úkraínu, nánar tiltekið Zaporizhzhia og Kherson; greinilegt að Rússar eru að styrkja varnir á þeim svæðum.
Vegna ógnar sem liði Rússa á þeim svæðum, stafar af sókn Úkraínuhers á þeim svæðum.

Rússar sækja enn fram í grennd við Bakhmut, sú sókn hefur haft nokkurn árangur á undanförnum vikum, samt sem áður nálgast her Rússa - Bakhmut, á hraða snigilsins.
Samtímis, eru bardagar nærri Donetsk borg, þ.s. Rússar leitast við að þvinga Úkraínuher í meiri fjarlægð frá þeirri borg, nýlega var í fréttum bardagar grennd v. kolanámu.

  1. Það má segja, að tekist sé nú á um frumkvæðið í stríðinu.
  2. Hingað til, hafa Úkraínumenn, orðið að þola það, að þurfa að bregðast við aðgerðum Rússa -- en nú séu Rússar, þvingaðir til að bregðast við aðgerðum Úkraínu-hers.

 

Bakhmut og Avdinka grennd v. Donetsk borg, sóknarvængir Rússa í A-Úkraínu!

Ég hef talið, að frumkvæðið -- færist rökrétt til Úkraínu!
Hef nú sagt það um töluvert skeið.

  1. Vandi Úkraínuhers í sumar, var sá --> Úkraína kláraði 152mm skothylki, afleiðing þess var alvarleg, þar eð Sovésk smíðuð stórskota-vopn nota 152mm skothylki, m.ö.o. megnið af stórskota-vopnum Úkraínuhers, urðu ónothæf, eins og öll vopn án skotfæra verða.
    --Þetta leiddi til, tímabundinna yfirburða Rússa í stórskotaliði.
    Sem Rússar sannarlega notfærðu sér í sumar.
  2. Hinn bóginn, eru NATO stórskota-vopn sem Úkraínu-her hefur verið að fá, loks sl. vikur að breyta stöðunni, aftur til baka, þ.e. Rússar hafa ekki lengur, einleik.
    --Ekki síst, HIMARS stórskota-vopn frá Bandar. 16 talsins.
    Merkilegt, að Úkraína hefur ekki fengið nema, 16 HIMARS - samt hafa þeir mikil áhrif, meira að segja rússn. fjölmiðlar virðast viðurkenna það.
  3. Þar fyrir utan, er Úkraínuher að berast fjölmennur liðsauki. Nú þegar nærri 6 mánuðir eru síðan stríðið hófst, er fjöldi almennra borgara er kvaddur var í herinn við upphaf stríðs, komnir með nægilega herþjálfun!
    --Ef marka má Zelensky, rýflega 1.000.000 talsins.
    Það þíðir, að líklega er her Úkraínu nú -- meir en 3-falt fjölmennari en innrásarher Rússlands.

 

HIMARS eldflauga-skotvagn Bandaríkjahers!

HIMARS - missile launched.jpg

Þessir þættir breyta auðvitað hernaðarstöðunni, því liðsfjöldinn þíðir - Úkraína getur væntanlega nú, beitt línur Rússa þrýstingi - ekki einungis í S-Úkraínu, heldur víðar.
Ef Rússar styrkja ekki varnir þ.s. þrýstingi er beitt.
Hætta þeir á að - tapa landsvæðum, þ.e. að Úkraínuher brjótist í gegn, taki þau aftur.
--Þetta er auðvitað vandi fyrir Rússa, því þeir eru mun fámennari.

  • Rökrétt, hef sé sagt, ættu Rússar taka sér varnarstöðu.

Rússar eru enn að bögglast við að viðhalda sókn nærri Bakhmut, grennd v. Donetsk borg.
Og hafa náð einhverjum smærri sveitafélögum sl. vikur, a.m.k. einni kolanámu.
--Þeir geta slíkt, einungis ef þeir hafa yfirburði í liði, á sóknar-punktinum.

  • Það, m.ö.o. -local- yfirburðir, verða sífellt erfiðari að ná fram.
    Við þær aðstæður, að her Úkraínu er hratt að styrkjast.


Tek fram, að Úkraína hefur ekki - yfirburði í stórskotaliði, þ.s. hefur breyst er að Rússar hafa ekki lengur -- algera yfirburði í stórskotaliði!
Rússar hafa enn, mikið flr. stórskota-vopn, hinn bóginn eru NATO vopnin - langdrægari og einnig til mikilla muna, nákvæmari.
Úkraínumenn, geta nú loks -aftur- sókt fram, en greinilega háði skortur á stórskota-vopnum, eftir að birgðir af 152mm skothylkjum kláruðust, Úkraínuher mjög svo það sumar sem nú er að klárast. Þannig, að Rússar greinilega höfðu ekki miklar áhyggjur.
--Það sást á því, að Rússar brugðust lítt við sóknartilraunum Úkraínuhers frá sl. vori fram eftir sumri, þangað til nýverið.

Nú er annað uppi, og sóknar-tilraun í S-Úkraínu, er tekin alvarlega.

Líklega hafa rússn. hernaðar-yfirvöld áttað sig á því, að þegar Úkraínuher er loks kominn með töluverðan fj. NATO stórskota-vopna er nota 155mm NATO skothylki í notkun.
Og það fer saman við það, að Úkraínuher - er að fá afar fjölmennan liðsauka.
--Þá er er ekki lengur hægt annað, en að taka sóknar-tilraunir Úkraínu-hers alvarlega.

Það sjáist á liðsflutningum Rússlandshers sl. vikur, er hafi leitt til þess -- að klippt hafi verið nánast alveg á 2-sóknar-brodda Rússl. hers í A-Úkraínu.
--Sá her í staðinn, færður til að styrkja varnir á Kherson, og Zaporizhzhia svæðunum í S-Úkraínu.

  1. Auðvitað veit enginn, hvort Úkraínuher nær einhverju verulegu gegnumbroti á þeim svæðum á næstunni.
  2. Hinn bóginn, hafa 3-mikilvægar brýr verið nánast eyðilagðar, sem flæki flutninga Rússa í grennd við Kherson.

Besta vísbendingin -- eru auðvitað viðbrögð Rússa-hers að færa lið.
Meðan Úkraínu-menn sjálfir, eru þögulir sem gröfin um það hvernig gangi.

A man crosses a road near the Zaporizhzhia Nuclear Power Plant in the course of Ukraine-Russia conflict outside the Russian-controlled city of Enerhodar in the Zaporizhzhia region.

Kjarnorkuverið á Zaporizhzhia svæðinu er nú undir smásjá fjölmiðla, vegna gagnkvæmra ásakana Úkraínu-hers og Rússl-hers, vegna árása á það kjarnorkuver!
Eitt er viðurkennt, að Rússar hafa komið fyrir stórskota-vopnum á lóð kjarnorkuversins, og beita þeim miskunnar-laust til árása á sókn Úkraínu-hers þar um slóðir.
--Greinilega eru Rússar sjálfir að spila hættuleik með það kjarnorkuver.

  1. En skv. fregnum, eru ekki einungis vopn á lóð versins, heldur skotfæra-geymslur að auki, augljóslega skapar það gríðarlega hættulegt ástand.
  2. Því, að það tiltekna kjarnorkuver -- er eitt það stærsta í heimi.
    Miklu mun stærra, en alræmt Chernobyl kjarnorkuver.

Talið er - af mörgum - Rússar séu með, háværum ásökunum, að leita eftir því að skapa þrýsting í V-Evrópu á Úkraínu, að slá af sóknina í því héraði.
Engin leið er að vita, hvað er satt í ásökunum um árásir!
--Hinn bóginn, má reikna með því, að Úkraínuher, sé ekki sama um -- stórskota-árásir, sem koma frá lóð þess kjarnorkuvers!
--Rússar, augljóslega staðsetja þau vopn þar, vegna þess að þeir halda að Úkraínumenn, þori ekki að ráðast á þau vopn þar.

Ukraine atomic plant attacked again

Úkraínumenn - vilja meina, að fregnir um árásir á verið, séu svokallað -- False flag.
M.ö.o. Rússar sjálfi skjóti nærri byggingum versins, valdi sjáanlegu tjóni.
--Og æpi síðan á fjölmiðla!

  • Ég ætla ekki að tjá mig um þá kenningu.

Þetta hefur nú verið megin-frétta-efnið frá Úkraínu sl. daga.
Sýnir hvernig fókusinn, færist á sókn Úkraínuhers.

 

 

Niðurstaða
Mín skoðun í dag, er sú -- að nk. vetur muni ráða úrslitum um stríðið.
Rússar eru ekki enn, að framkvæma almennt herútboð -- eins og Úkraína gerði, fyrir nærri 6 mánuðum.
--Fregnir um milljón sterkan nýjan her, rýflega svo, eru ekki órökréttar í ljósi rýflega 40 millj. manna íbúa-tölu Úkraínu. Ath. allir karlmenn á herskildualdri kallaðir í herinn.

Málaliðar virðast stöðugt fjölmennari í rússn. innrásar-liðinu. Skv. fregnum sé verið að mynda fj. slíkra hersveita innan fj. rússn. héraða, einkum virðist fókusinn á fátækari svæði Rússl.
--Engar upplýsingar eru um, hvernig gengur að ráða í þær sveitir. Það kvá eiga að mynda hugsanlega allt að 40 nýjar herdeildir með þeim hætti.

Samtímis, virðist sá fókus undir nokkurri gagnrýni innan Rússlands, þ.s. þessi aðferð virðist bitna mest á hópum er búa innan Rússlands; sem ekki eru ethnic-Rússar.
--Engin leið er að vita, hve útbreidd slík óánægja sé.

Manni gæti dottið í hug, að slíkt gæti skapað - spennu milli íbúa Rússlands.
Þar fyrir utan, virðist að slíkir málaliðar -- fái afar litla herþjálfun.
Mun minni en þá, er virðist að nýr Úkraínuher hafi fengið!
--Það ætti að auka líklegt mannfall slíkra. Er gæti aukið á líkur á spennu innan Rússl.

  • Manni grunar að illa þjálfaðir málaliðar, verði ekki - góður her.
    Ívið lakari m.ö.o. en ný-þjálfaður nýr Úkraínu-her.
  • Því gæti komið í ljós, að þeir gagnist síður, en vonast sé til af rússn. heryfirvöldum. Þó, rökrétt eiga slíkir betri séns, í varnar-stríði.

Hver veit, kannski sé það eftir allt saman, vísbending þess.
Að það stefni í það að fókus Rússl.-hers færist yfir á varnartaktík.

Tíminn mun leiða það allt fram!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Hverng ætli standi á því að ekkert er minst á þýsku MARS II ofur multible launch rocket kerfin í fréttum af stríðsátökunum í Úkraínu.

Úkraínski herinn hefur þegar tekið notkun a.m.k 10 slík kerfi sem Þjóðverjar hafa sent þeim.   Þessi þýsku MARS elldflaugakerfi er ennþá öfllugri en þau bandarísku. Taka tvöfalt fleiri eldflaugar eða 12 á skotpallinn í einu í stað 6 og búa  auk þess yfir styttri tíma á milli skota og ívið lengra dragi en þau bandarísku.

Daníel Sigurðsson, 8.8.2022 kl. 12:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jæja...

https://insiderpaper.com/ukraines-zaporizhzhia-edging-closer-to-russia-referendum/

Q: "The southern Ukrainian regions of Kherson and Zaporizhzhia have been largely under Russia’s control since the first weeks of Moscow’s military campaign.  Both are now being forcefully integrated into Russia’s economy."

Svo er þetta:

https://www.thegatewaypundit.com/2022/08/cbs-news-exposes-ukraine-weapons-scam-30-maybe-reaches-final-destination/

Q: "In the past two months, we’ve moved weapons and equipment into Ukraine at record speed. Drones, grenade launchers, machine guns. We’re seeing this incredible historic flow of weapons coming into Ukraine. Do we have any sense as to where they’re going? we don’t know. There is really no information as to where they’re going at all. All this stuff goes across the border, and then kind of like something happens, kind of like, 30% maybe reaches its final destination."

Og að lokum:

https://www.mirror.co.uk/news/world-news/100000-north-korean-soldiers-could-27664214

Q: "Up to 100,000 North Korean soldiers could be sent to bolster Vladimir Putin’s forces fighting Ukraine.

A leading defence expert in Moscow, reserve Colonel Igor Korotchenko, told state TV: "We shouldn’t be shy in accepting the hand extended to us by Kim Jong-un.”

 

North Korea has made it clear through “diplomatic channels” that as well as providing builders to repair war damage, it is ready to supply a vast fighting force, reported Regnum news agency."

Örfá Stalín-orgel frá Evrópu laga þetta ekki.

tps://insiderpaper.com/ukraines-zaporizhzhia-edging-closer-to-russia-referendum/

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2022 kl. 15:34

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, geisp. Þú virðist aldrei hafa neitt til málanna að leggja en -- tilvísun til miðla sem í besta falli eru afar hæpnir um líklegt sannleiks-gildi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2022 kl. 21:57

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Daníel Sigurðsson, Þjóðverjar eru greinilega ekki að standa sig eins vel í því -- að halda á lofti í fjölmiðlum, hvað þeir eru að gera.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.8.2022 kl. 21:59

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"tilvísun til miðla sem í besta falli eru afar hæpnir um líklegt sannleiks-gildi"


Hey, þú gerir ér grein fyrir að Ad Hominem er rökvilla, er það ekki?

Hvað er efnið?  Getur þú andmælt því með vísun í eitthvað?

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2022 kl. 23:23

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar eru Rússar ekki að styrkja varnir á suðursvæðinu,þeir eru að stilla upp í sókn.
Nú er þéttleiki Rússneska hersins vestan við Kherson orðinn milli fimm og sex kílómetrar á hvert stórfylki sem er sóknaruppstilling.
Áður var þéttleikinn 17 Km á stórfylki.
Það skifti heldur engum togum að Rússneskii herinn sótti fram eftir hraðbraut T 1508 ,ca 12 Km.
Sextugasta og þriðja stórfylki Úkrainumanna og þrítugasta og fimmta stórfylki sem bera ábyrgð á þessu svæði urðu fyrir gífurlegu tjóni og hluti herfylkjanna neitaði að berjast.
Rússarnir notfærðu sér þetta.
HIMARS græjurnar sem eru þarna á svæðinu gátu engu um breytt í þessum efnum.
Vissulega gefa HIMARS trukkarnir Úkrainumönnum aukna möguleika til að berjast,en eins og á öðrum sviðum þá er búnaður Rússa miklu betri og í miklu meira magni.
Flaugarnar þeirra eru margfalt fleiri og miklu langdrægari.
Að auki er fjölbreytileiki Rússnesku flauganna miklu meiri og þess vegna hægt að velja flsug við hæfi fyrir hvert verkefni.
Umræðan um HIMARS er einkennilega goðsagnakennd.
Það er eins og menn geri ráð fyrir að það sé ekki hægt að skjóta niður þessa skotpalla. Þetta er fáránleg hugmynd.
Rússar eru þegar búnir að eyða sex af þessum sextán skotpöllum.
Úkrainumenn eiga því ekki sextán HIMARS heldur tíu.

Það er ekki tekist á um frumkvæði í stríðinu. 'Ukrainumenn hafa hvergi frumkvæði og ekkeert bendir til að þeir komi til með að ná slíku frumkvæði.
Sóknin mikla í Kherson er komin undir græna torfu.
Það væri algert sjálfsmorð fyrir Úkrainuher að sækja fram á þessu svæði ,enda virðast þeir hafa horfið frá því í bili allavega..
Vegna þess að Úkrainumenn fluttu stórskotalið sitt frá Donetsk svæðinu ,þá er Úkrainska vörnin þar nú í nauðvörn.
Rússar eru í þann veginn ,eða hafa jafnvel nú þegar, brotist í gegnum varnarlínu Úkrainu vestan Donetsk borgar.
Það verður ekki séð að Úkrainumenn geti stoppað það úr þessu.
Ástandið í Piskiy er til dæmis skelfilegt fyrir Úkrainumenn.
Rússar eru í raun búnir að taka borgina ,en Úkrainumenn halda áfram að dæla hermönnum ínn í hana að sunnanverðu .Þeir eru síðan brytjaðir niður með st´roskotahríð ,og síðan eer send ný bylgja.
Mannfallið er rosalegt og lýsingar Úkrainskara hermanna af ástandinu eru óhugnanlegar.
Pisky er mikilvæg af því að hún er virkisborg og ef hún fellur er komið gat á varnarlínuna þar sem Rússar geta farið í gegn og á bakvið alla varnarlínuna.
:Þeetta virðist nú vera að gerast á þremur stöðum
Reynslan hefur sýnt að þegar þetta gerist er endirinn ekkii langt undan.
Kannski tvær til þrjár vikur í mesta lagi.
Þegar þessi varnarlína fellur er aðeins ein lítil varnarlína eftir á leiðinni til Dnépr.
.
Úkrainumenn eru með verr búinn og verr þjálfaðann her en Rússar.
Þeir reyna síðan að vinna þetta upp með því að vera með fleiri hermenn.
Þetta er afar tvíeggjað sverð í átökum þar sem stórskotalið skiftir öllu máli.
Margir hafa lýst þessu stríði sem einvígi með fallbyssum.
Það sem gerist þegar Úkrainumenn safna saman svona miklu liði á víglínuna ,er að þá verða fleiri skotmörk fyrir fallbyssurnar.
Þessu fylgir óhjákvæmilega mikið mannfall.
Þetta hefur síðan leitt til þess að Úkrainumenn hafa misst 191.000 hermenn fallna og særða samkvæmt pappírum sem var lekið frá Úkrainska hernum. 
Við þetta bætist svo einhver fjöldi stríðsfanga og töluvert liðhlaup.
Þetta er líka ástæðan fyrir að Rússar fækka herliðinuu verulega þegar þeir ætla að verjast.
Þeir eru með góð herfylki sem geta varið 15 Km kafla með töluverðu öryggi.
Herfylkið er á stöðugri hreyfingu og það eru fá skotmörk á hvern ferkílómeter.

Það er einn misskilningur sem rétt er að áverpa en hann er sá að með tilkomu HIMARS þá hafi Úkrainumenn einhverskonar yfirburði í langdrægum eldflaugum .
Þessu fer fjarri.
Rússar hafa eftir sem áður algera yfirburði á þessu sviði.
Þeir hafa bæði miklu fleiri, miklu langdræagari og miklu stærri flaugar.
Meira að segja eldflaugakerfi Rússa sem eru sambærileg við HIMARS eru 50% langdræagaari en HIMARS og að sjálfsögðu eiga Rússar miklu fleiri slík kerfi.
HIMARS er því ágætis búbót fyrir Úkrainu ,en það verða engin vatnaskil vegna 10 HIMARS sem nú eru eftir


Úkrainumenn eru ekki að fara að vinna stríðið, og þeir eru ekki að fara í sókn neinstaðar.



Borgþór Jónsson, 9.8.2022 kl. 10:03

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, erm. Rússar hafa ekki eyðilagt einn einasta HIMARS skotpall - NATO hefur staðfest að hvern einasti HIMARS skotpallur sagður eyðilagður í rússn. lygafregnum, er við fulla heilsu þ.e. óskemmdur og í fullri notkun -- fullkomið kjaftæði að Rússar hafi betri vopn, þvert á móti eru þau miklu mun lakari og ónákvæmari - að auki er mikill skortur hjá Rússum kominn upp í þeim eldflaugum þú rómar, þ.s. Rússl. framleiddi aldrei þau vopn sem smíðuð voru eftir Kalt-stríð, í verulegu magni. Rússar hafa gripið til þess, að beita - loftvarnarflaugum, vegna skorts á þeim flaugum þú nefnir, til þess að ráðast á skotmörk á jörðu -- þó slíkar flaugar henti ekki til slíks. Þ.s. Rússar eiga nóg af, er gömlum vopnum --- þ.e. þeim sem smíðuð voru á Sovét tímanum, m.ö.o. 152mm stórskotavopnum -- en þau eru öll til mikillla muna ónákvæmari en NATO vopnin, og þ.s. verra er fyrir Rússa; eru skammdrægari þ.e. skammdrægari en NATO 155mm fallstykkin, jafnvel þegar þau skjóta normal kúlum. Það þíðir, að vopnin sem Úkraínumenn hafa fengið -- geta verið staðfest utan færis Rússn. fallstykkjanna. Þetta skýrir af hverju Rússar hafa sett upp fallstykki við - nefnt að ofan kjarnorku-ver. Því Úkraínuenn eru greinilega að eyðileggja rússn. fallstykki - rökrétt afleiðing að þeir ráða nú yfir fallstykkjum með lengra drægi.
Ég er einungis sammála því, að Rússar hafa aukið þéttleika liðs í S-Úkraínu. Hinn bóginn er það varnar-staða ekki sóknar-staða eins og þú heldur fram. M.ö.o. þetta felur í sér, að þétta varnir, ekki að undirbúa sókn. En þ.e. hvað her gerir, ef her vill verjast þungri sókn -- færir að lið, þéttir varnir, gerir þær nægilega fjölmennar til að halda línunni. En þú leiðir hjá þér, að þ.s. Úkraínuher er nú yfir 1.000.000 í dag, líklega a.m.k. 1.500.000 - eða getur verið nú það fjölmennur; að þó að Rússar hafi þétt varnir á svæðinu. Eru þeir líklega samt, undirmannaðir miðað við sennilegan sóknar-þunga Úkraínuhers á svæðinu.
En Úkraínumenn, geta samt verið með 2-falt eða jafnvel 3-falt lið, á við þær rússn. varnir umrædddu, þessa stundina. Nefnum dæmi, er nasistar vörðu Berlín - þá höfðu þeir ca. 300K. til varnar, en Sovét herinn var ca. 2 millj. er réðst á Berlín 1945. Rússar eru nú - nasistar - og þeir standa nú frammi fyrir því, að her þess lands þeir réðust á, er nú orðinn mikið mikið mikið fjölmennari. Eins og þ.s. Nasista herinn lenti í, er hann var staddur innan Sovétríkjanna -- ca. 1944, áður en Sovét-herinn ruddi nasista hernum úr landi. Þetta er þ.s. við erum að fara að sjá, að Úkraínuher -- 3 falt fjölmennari, beitir nýjum liðsstyrk sínum, eins og Sovét-herinn í den, til að ryðja innrásinni burt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2022 kl. 10:46

8 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Rússar eru einfaldlega með mun afkastameiri her en Úkraínumenn og líka með öflugra og tryggara bakland þegar kemur að stríðsrekstri. Úkraínumenn eru studdir af NATO sem hefur ekki áhuga á að vinna land fyrir Úkraínumenn heldur að veikja Rússland og baka þeim tjón svo að Washingtonklíkan geti rænt völdum í því landi en svoleiðislagað kallað hún stjórnarskipti. Takist það geta Bandaríkin praktískt slegið eign sinni á Norður-Íshafið og deilt og drottnað í Rússlandi eins og þeim sýnist. Markmið NATO er því að draga þetta stríð á langinn eins og kostur er eða þangað til valdhöfum í Kreml verður komið frá. Takist það ekki efnir NATO til beinna eða óbeinna átaka við Rússa á öðru landsvæði með sömu markmiðum eða þangað til Ameríska Heimsveldið hrynur.

Helgi Viðar Hilmarsson, 9.8.2022 kl. 13:12

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í NATO-ríkjunum býr um milljarður manna en í Rússlandi um 145 milljónir manna og þau fyrrnefndu eru miklu ríkari og öflugri en Rússland. cool

Undirritaður hefur búið í Rússlandi og fyrir utan stórborgirnar er landið eins og fátækt land í Afríku.

Og rússneski herinn hefur þurft á málaliðum að halda í Úkraínu, til að mynda frá Sýrlandi.

Norður-Kórea hefur þurft matvælaaðstoð frá öðrum ríkjum en Úkraína er einn stærsti matvælaútflytjandi heimsins. cool

Þorsteinn Briem, 9.8.2022 kl. 14:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á milli Kína og Bandaríkjanna ríkir ógnarjafnvægi, svipað og var á milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og harla ólíklegt að Kína og Bandaríkin fari í beint stríð við hvort annað. cool

Kína er hins vegar engan veginn eins og Rússland var eða er núna. Kínverjar framleiða alls kyns vörur í stórum stíl og selja úti um allar heimsins koppagrundir.

Kína er fjölmennasta ríki heimsins og þar búa 1,4 milljarðar manna en í Rússlandi búa um 145 milljónir, færri en búa samanlagt í Frakklandi og Þýskalandi. cool

Og í evruríkjunum búa um 342 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum, þar sem um 328 milljónir manna búa.

Hversu margir farsímar eru framleiddir í Rússlandi og hversu margir rússneskir bílar eru seldir núna erlendis? cool

"According to a study by Trendforce, Chinese phone makers represented six of the global top ten in smartphones. The brands are: Lenovo, Xiaomi, ZTE, TCL/Alcatel, Huawei and Coolpad."

Rússar hlæja núna að Lödu-kaupum Mörlendinga, sem keyptu rússneska bíla, olíu og stál í skiptum fyrir meðal annars 100 þúsund tunnur af síld og 100 þúsund trefla á ári. cool

Iðnaðarbærinn Akureyri og fjölmörg mörlensk þorp byggðust upp á viðskiptum við Sovétríkin, sem byggðust á fimm ára áætlunum þeirra.

Viðskipti Kína við útlönd byggjast hins vegar fyrst og fremst á kapítalisma, raunverulegu framboði og eftirspurn. cool

Bíða Mörlendingar eftir pökkum frá Rússlandi í stórum stíl?

10.7.2020:

Fara í gegnum fleiri tonn af varningi frá Kína

Flug margra áratuga gamalla rússneskra "bjarna" (Tupolev Tu-95) alla leið hingað til Íslands var beinlínis hlægilegt og nú hefur ekkert heyrst um þetta bjánalega flug í langan tíma. cool


Enginn er raunverulega hræddur við þá nema nafni þeirra, Björn Bjarnason.

Og hversu mörg kínversk herskip og herflugvélar eru hér í Norður-Atlantshafi? cool

En að sjálfsögðu er Björn Bjarnason skíthræddur við Kína og kaupir því ekki kínverskar vörur, enda er landið kommúnistaríki.

Rússland er hins vegar ekki lengur kommúnistaríki.

Kínverjar eiga alls kyns fyrirtæki úti um allar heimsins koppagrundir, banka, veitingahús, verslanir og íbúðir, til að mynda í Búdapest í Ungverjalandi, sem er í Evrópusambandinu.

Og sem hluti af Belti og braut Kínverja verður ný járnbraut lögð á milli Búdapest og Belgrad, höfuðborga Ungverjalands og Serbíu, sem Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, vill að fái aðild að Evrópusambandinu. cool

19.5.2020:

"The Hungarian Parliament on Tuesday passed a law codifying a commitment to the upgrade of the Budapest-Belgrade railway line.

The assembly also backed an agreement between the Hungarian and Chinese governments on implementing and financing the project."

"China is financing 85 percent and Hungary 15 percent of the upgrade, worth a little more than 2 billion US dollars.

The railway line will become part of a corridor for bringing Chinese goods to Europe."

The Hungarian Parliament Passes Law on Budapest-Belgrade Railway Line Upgrade

25.4.2019:


Orbán: One belt, one road initiative in line with interests of Hungary

9.6.2019:


Hvað er Belti og braut?

1.8.2019:


Ætti Ísland að taka þátt í Belti og braut?

Þorsteinn Briem, 9.8.2022 kl. 14:41

11 Smámynd: Borgþór Jónsson


Munurinn á Rússum oog Úkrainumönnum er að Rússar eru "doers" en Úkrainumenn eru "thinkers"
Úkrainumenn rífa stöðugt kjaft en geta lítið barist en það heyrist lítið í Rússum og þeir saxa stöðugt á Úkrainu í rólegheitum.
Síðasta dæmið um þetta er milljón manna sóknin að Kherson. Það skorti hvergi básúnurnar og lúðraþytinn.
Þeir eru búnir að vera væflast með hana síðan í Mars.
Síðan senda Rússar 35.000 manna lið og þeir eru komnir hálfa leiðina til Nykolai á tveimur dögum.
Úkrainumennirnir fóru bara heim þegar þeir voru búnir að liggja undir stórskotahríð Rússa í tvo daga.

Ef maður horfir á vopnabúnað þessara ríkja er hann afskaplega svipaður ,og Úkrainumenn hafa hvergi neina yfirburði.
Ef eitthvað er þá er Smersch  system Rússa betra en HIMARS af því að það er töluvert langdrægara,200 Km á móti 70 Km HIMARS.
HIMARS er reyndar ekki það töfravopn sem margir halda. Það hefur sín takmörk,sérstaklega af því að það hefur lítinn sprengiodd.
Lítill sprengioddur þýðir litla sprengingu.
HIMARS er hinsvegar gott þar sem það á við og Smerch er ennú betra.
Úkrainumenn eiga 10 HIMARS og Rússar 180 Smesch.
.
Það er líka jafnræði með fallbyssumm ríkjanna
M777 hefur sama drægi og Rússneska Giatsint-B ,báðar með ca 40 Km.
Úkrainumenn eiga einhversstaðar á milli 50 og hundrað M 777 en Rússar ca 1200 Giatsint-B.
.
Langöflugasta sjálfkeyrandi fallbyssan á vígvellinum er að sjálfsögðu Pion ,sem er Sovésk fallbyssa.
Bæði Rússar og Úkrainumenn eiga slíkar byssur ,Úkrainumenn 99 við upphaf stríðs og Rússar 960. Spurning hvert Úkrainumenn eigi enn skot í þær.
Það sem gerir þessa byssu svo skelfilega er að hún er 206 millimetra hlaupvídd meðan flestar byssue eru 152 til 155 millimetrar.
Hún flytur því mun meira sprengiefni en aðrar byssur.
Þetta voru byssurnar sem Úkrainumenn notuðu þegar þeir voru að brjóta vopnahléið á Donbass síðustu átta ár.
Þá var sett upp 50 km vopnlaust svæði og Pion dregur lengra en 50 Km.
Þýska fallbyssan sem Úkrainumenn fengu hefur aðeins lengra drægi en Pion en hefur hinsvegar miklu minni hleðslur.
Pion er örugglega mest ógnvekjandi fallbyssan á svæðinu vegna stærðar sinnar. 

Rússar eiga mikið inni.
Fram að þessu hafa þeir rekið þetta stríð á minna en þríðjungi af fastahernum.
Þeir hafa lítið beitt nýjustu vopnum sínum T-90 BM ,nýju Koalitsiya landræga beltafallbyssan og nýju brynvörðu bílarnir hafa ekki sést.
Pantsir hefur hinsvegar verið á stðanum oog gert góða hluti eftir að það var settur á hann nyr radar og önnur gerð af eldflaugum.
Það hefur litlum fregnum farið af Úkrainskum drónahernaði eftir það.
Í næsta mánuði bætast svo væntanlega við 16 ný stórfylki í hernaðinn í Úkrainu.
Það er er nóg í 80 Km sóknaruppstillingu eða 180 Km varnaruppstillingu.




Borgþór Jónsson, 9.8.2022 kl. 17:45

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur Hartmannsson, OK - 1. varðandi NK, er fregnin einungis höfð eftir rússn. bloggara, það getur vart talist mjög áreiðanleg heimild, jafnvel þó að Washington Post hafi kosið að nefna - hvað umræddur bloggari hélt fram, eða heldur fram.
2. Ég hafna því ekki að það sé til staðar sterkur orðrómur að Rússl. sé með tilraunir til að Rússlandsvæða þau tilteknu héröð - hinn bóginn, bendir flest til þess að mjög mikil andstaða sé meðal íbúa, sbr. þeir hafi neitað að nota rúbblur, hafni því að taka að sér störf af nokkru tagi fyrir - þá er stjórna fyrir Rússl. hönd, þar af leiðandi að Rússar séu í stökustu vandræðu með að manna stöður - fá fólk til nokkurs hlutar. Þannig, að sú Rússa-væðing, gangi ekki sérdeilis vel.
3. Varðandi umtal um vopnasendingar - menn viti ekki hvað gerist með vopnin - lít ég á slíkt tal, sem tilhæfulausar dylgjur. Og hef engan áhuga á þeirri umræðu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.8.2022 kl. 20:32

13 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þorsteinn Briem
Þú ert einn af fáum mönnum sem hlær af Tu 95 flugvélunum
Þær eru mjökg langdræagar og vélar sem fara suður með austurstönd Íslands og suður í haf hafa möguleika á að senda átta kjarnorkusprengjur á austurströnf Bandaríkjanna og hvert sem er í Evrópu.
Öll NATO ríkin með tölu ,þar með talið Ísland.
TU 95 sem er á flugi yfir Atlandshafi er ekki í færi fyrir orustuþotur frá neinu NATOo ríki.
TU 95 sem er á flugi yfir Murmansk getur gert árás á hvaða NATO höfuðborg í Evrópu sem er ,að Tyrklandi meðtöldu.
Hafi vélinni verið falið að fylgjast með herskipaflota getur hún skotið 12 flugskeytum á 2000 Km færi ,með annaðhvort hefbundnum eða kjarnorku eftir smekk.

Tu 95 er ekki sérlega fyndin.

 

Borgþór Jónsson, 11.8.2022 kl. 00:58

14 Smámynd: Borgþór Jónsson

1.  Sagan um að aðeins 30% af vopnum sem send eru til Úkrainu komist á leiðarenda er ekki komin frá Rússneskum bloggara.
Hún er komin frá heimildarmynd sem Bandaríska sjónvarpstöðin CBS gerði eftir heimildum sem þeir öfluðu í Úkrainu frá Úkrainskum aðilum.
Stöðin sendi út "teaser" til að auglýsa myndina.
Stöðinni var síðan bannað að senda út myndina og fjarlægði "teaserinn " af síðunni sinni.
Vandamálið við internetið er að það eru alltaf einhverjiir sem afrita svona hluti og auglýsingin er því til ,fyrir þá sem vilja skoða hana.

2  Það þarf ekki að Rússavæða A Úkrainu . Það eru að mestu Rússar sem búa þar og þeir taka flestir Rússneska henur fagnandi.
Sænskri sjónvarpsstöpð varð það á að senda út mynd af Úkrainskri konu sem grét af gleði þegar hún fékk í hendurnar glænýtt Rússneskt vegabréf.
Henni varð að orði eins og svo mörgu fólki þarna. "Við erum búin að bíða svo lengi".
Sjónvarpsstöðinni var síðan gert að fjarlægja fréttina í nafni málfrelsis og frelsi fjölmiðla.
Þýskri sjónvarpsstö varð það á að senda út óritskoðaða viðtall við konu sem Rússar frelsuðu úr Azovstal verksmiðjunni.
Hún var að lýsa aðförum Nasistanna.
Viðtalið var síðan þurrkað út í nafni fjölmiðlafrelsis og sannleiksástar. 
Þetta er ótrúlega algengt og gerist trúlega þegar gleymist að ritskoða eftir að þýðandinn hefur lokið sinni vinnu.

3. Það liggur fyrir að menn vita ekkert hvað verður um vopnin þegar þau fara frá´byrgðastöð í Póllandi.
Það eru engar dylgjur,heldur hafa Bandarísk hernaðaryfirvöld ítrekað lýst þessu yfir.
Það er einfaldlega ekkert eftirlit.
Það er ekki að furða þó að vopnin hverfi í stórum stíl og séu til sölu á svarta markaðnum.
Hér verðum við að hafa í huga að það eru tvö spilltustu fyrirbæri í heimi sem eru að eiga þarna samskifti.
Úkraina í heild á annan veginn og á hinn veginn Bandarísk stjórnvöld.
Spilltara getur það ekki verið.
Úkrainumenn og Pólverjar stela vopnunum og selja þau, og greiða svo Bandarískum stjórnmálamönnum prósentur svo að þeir fari ekki að skifta sér af þessu.
Vert er að hafa í huga að nánast allt Bandaríska þingið greiddi atkvæði gegn tillögu Rand Paul um að setja eftirlitsnefnd yfir vopna og peningasendiingar til Úkrainu.
Bandarískir stjórnmálamenn eru ekki á því að láta snuða sig um prósenturnar þegar þýfið er selt.
Þriðjungur af vopnunum fer á þennan hátt,Rússar sprengja upp þriðjunginn áður en hann kemst á áfangastað og þriðjungurinn er notaður í stríðinu.
Það er ekki skrýtið þó að Úkrainski herinn geti ekki barist.
Hann hangir bara í einhvrjum rottuholum sem voru smíðaðar síðustu átta árin,og þegar hann neyðist svo til að yfirgefa holurnar er hann stráfelldur.
190.000 manns fallnir og særðirþað sem af er stríðinu,sennilega yfir 200.000 af því þessar tölur eru gamlar.
Við þetta bætist svo liðhlaup sem er veruleg tala ,þrátt fyrir að Nasistarnir skjóti á liðhlauðana ef þeir sjá til þeirra.

Mannfall Úkrainumanna á Donbass er gríðarlegt núna eftir að Selenski tóka af þeim megið af því litala stórskotaliði sem þeir höfðu.
Úkrainskur hermaður bloggaði um ástandið í Pisky.
Við hööfum engar fallbyssur ,bara sprengjuvörpur.
Rússarnr skjóta á okkur 6500 fallbyssuskotum á sólarhring og við svörum með 500 skotum úr sprengjuvörpunum.
Ástandið er óbærilegt. Ég fæ sennilega kúlu í gegnum hausinn fyrir að skrifa þetta.
Þetta er megin inihald þess em hann bloggaði.
Á endanum flúði herdeildin en þegar hún var að nálgast herinn sinn ,þá var herdeildinni gjöreytt af þeirra eigin her.
Það veit enginn hvort það var viljandi eða bara óreiðan hjá óreyndum hermönnum úkrainu.
Hermaðurinn fékk allavega sína kúlu. 
Úkrainuher hélt síðan áfram að dæla hermönnum inn í Pesky í opinn dauðann í tvo daga þangað til að þeir að lokum misstu borgina.
Rússar höfðu rofið gat á varnarlínuna. Eftir þetta er þetta bara handavinna fyrir þá að eyða varnarlínunni Siversk-Bakmut.
Rússar eru hættir að sækja gegn austurhlutanum á Donbass víglínunni.
Þeir munu nú fara í gegnum opnunina við Pesky og þaðan norður á bak við víggirðingarnar og loka þannig á aðflutningsleiðir.
Áður en það gerist mun sennilega megnið af Úkrainska hernumm forða sér út ,en líkt og gerðist í nákvæmlega sömu stöðu í Lisishansk þá tapa þeir mörgum hermönnum og enn meira af þungavopnum.
Á flótta sem þessum gefst ekki tími til að taka þau með,líkt og gerðist í Lisishansk og reyndar á mörgum fleiri stöðum.
Yfirmaður Úkrainska hersins hefur farið fram á að herinn fari frá Siviersk ,en Selenski neitar.
Það á eftir að kosta Úkrainumenn dýrt.






 



Borgþór Jónsson, 11.8.2022 kl. 02:13

15 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ljóst að þú aflar þér fanga víða Borgþór Jónsson. Það sem þú skrifar þassar við það sem má finna á síðum eins og þessari:

https://southfront.org/us-marine-corps-officer-expresses-admiration/

Hér er bandaríkur hermaður að tjá sig um og dáðst að hernaðarsnilli Rússa í átökunum í Úkraínu. Hér er svo annar bandarískur hermaður að blogga um átökin í Úkraínu. Hann er ekki í neinum vafa að Rússar eru að og munu vinna þetta stríð.

https://sonar21.com/while-establishment-media-pushes-delusional-narrative-on-ukraine-us-military-brass-now-recognizes-the-war-is-lost/

Nú veit ég ekki hvað er rétt og satt varðandi þetta stríð, en hitt veit ég að við eigum ekki að ganga út frá því sem vísu að Rússar verið reknir út úr Úkraínu. Eins vitum við að það er hefð fyrir því í bandaríska hernum síðustu 70 að gefast upp og flýja burt frá miklum stríðsátökum. Bara spurning um tíma hvenær þeir fara. Eins vitum við að Rússar og Kínverjar ráku BNA út úr Víetnam. Fyrir 6 árum komu Rússar í veg fyrir að BNA og NATO steyptu stjórninni í Sýrlandi. Fyrri 2 árum komu Rússar í veg fyrir að BNA skiptu um stjórn í Venusalvesa. Fyrir tveim árum ráku geita hirðar BNA út úr í Afganistan. Hvað í sögunni síðustu 70 ár á að fá okkur til að trúa að BNA geti ráðið við vel undirbúna innrás Rússa inn í Úkraínu? Ég held við verðum að búa okkur undir að Rússar nái öllum sínum markmiðum í Úkraínu en um leið vona það besta. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.8.2022 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband