Fyrir Reykjavík var útkoma sveitastjórnakosninga söguleg, dramatísk útkoma Framsóknarflokks slær auðvitað allt út - að rísa úr því að hafa engan fulltrúa yfir í að hafa 4. þar með 3ji. stærsti flokkurinn í Reykjavík -- átti ekki nokkur maður von á, einungis vikum fyrir kosningar.
Söguleg útkoma Sjálfstæðisflokks, hinn bóginn blasti nokkuð vel við fyrir kosninga, að útlit væri fyrir þá verstu útkomu sá flokkur hefur nokkru sinni orðið fyrir; talsmenn hans báru sig þó vel - því sú útkoma er þó töluvert skárri en sumar skoðanakannanir gáfu til kynna, síðustu vikur fyrir kosningar!
--Ég hugsa, að gamla hugtakið -varnar-sigur- sé þ.s. flögrar um!
--------------
- Framsókn ræddi við Sjálfstæðisflokk á Sunnudag.
- Á mánudag, hafa -- Samfylking, Viðreisn og Píratar.
Myndað bandalag -- hljómar sem tilraun til að útiloka Sjálfstæðisflokk.
Og til að, þvinga Framsókn til að ræða einungis við þá!
- Þetta gætti takmarkað möguleika Framsóknar til að ná sínum málum fram.
Virkilega áhugavert útspil.
Tekið af vef Morgunblaðsins:
Atkvæði | % | Fulltrúar | ||||
B Framsóknarflokkurinn | 11.227 | 18,7% | 4 | |||
C Viðreisn | 3.111 | 5,2% | 1 | |||
D Sjálfstæðisflokkurinn | 14.686 | 24,5% | 6 | |||
E Reykjavík - besta borgin | 134 | 0,2% | ||||
F Flokkur fólksins | 2.701 | 4,5% | 1 | |||
J Sósíalistaflokkur Íslands | 4.618 | 7,7% | 2 | |||
M Miðflokkurinn | 1.467 | 2,4% | ||||
P Píratar | 6.970 | 11,6% | 3 | |||
S Samfylkingin | 12.164 | 20,3% | 5 | |||
V Vinstrihreyfingin - grænt framboð | 2.396 | 4,0% | 1 | |||
Y Ábyrg framtíð | 475 | 0,8% |
Talin atkvæði í Rvk: 61.359.
Auð 2%: 1.198.
Ógild 0,3%: 212
Skv. tölum kl. 4.39.
Virðist ljóst, að meirihlutamyndun í Reykjavík krefst líklega samningaviðræðna er geta staðið í vikur - ég ætla Framsókn að vilja fá sín loforð fram!
- Vandi Sjálfstæðisflokks, er að, erfiðar er fyrir hann að mynda meirihluta!
- En það blasir við að sé fyrir Samfylkingu!
- Meirihluti:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Flokkur Fólksins, Viðreisn.
Gætu myndað meirihluta, með 12 - samanlagt.
--Það yrðu flóknar og erfiðar viðræður. - Tæknilega mögulegir meirihluta virðast ólíklegri:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur,Píratar.
Væri 3ja. flokka meirihluti -- 13.
En Píratar örugglega vilja ekki vinna með Sjöllum. - Annar tæknilega mögulegur meirihluti:
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur,Flokkur Fólksins, VG.
**Mætti einnig hugsa sér - Viðreisn og VG.
Mér virðast þeir meirihlutar samt ekki sérlega sennilegir.
Ég held að fulltrúi VG í borginni, sé erfið í samningum til hægri. - Bara til að hafa gaman:
Sjálfstæðisflokkur + Samfylking, hefði 11 fulltrúa - en það þyrfti 1 fulltrúa til.
Flokkur Fólksins, eða VG, eða Viðreisn.
--En það má sjálfsagt flokka slíka meirihluta sem, ómögulega.
Ég get ekki séð Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk, vinna saman.
- Samfylking virðist hafa auðveldari aðstæður!
Samfylking, Framsókn, Píratar -- virðist einfaldast.
Eini 3ja flokka meirihlutinn, sem nálgast að vera sennilegur.
Kæmi mér ekki á óvart, Dagur - prófi slíka myndun, mjög flótlega.
Það yrði þá að koma í ljós, hversu dýrt Framsókn selur sig - en Framsókn vill meira byggt í úthverfum, sem Dagur hefur verið ákveðinn á móti, ásamt að vilja Sundabraut - sem Dagur hefur virst ólíkegur að láta verða af, Píratar gætu þar verið erfiðir.
Eftir allt saman, seldi Framsókn sig fyrir breytingar.
Því þarf augljóslega Framsókn að fá e-h töluvert fyrir sinn snúð.
Annars gæti Framsókn tapað þeirri fylgis-uppsveiflu sem hún fékk.
Þetta virðist mér - fljótt á litið - sennilegasta útkoman.
Fyrir nýjan meirihluta í borginni. - Annar tæknilega mögulegur meirihluti virðist ólíklegri til muna!
5 flokka meirihluti án Pírata:
Samfylking, Framsókn, VG, Flokkur Fólksins og Viðreisn.
Píratar yrðu virkilega að enda ómögulegir í samningum - fyrir Framsókn, til þess að þetta kæmi til skoðunar.
Ég hugsa, að Framsókn prófaði þá frekar - meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokki.
Ég ætla ekki formlega að spá því að Framsókn verði með Samfylkingu!
En sá meirihluti virðist ívið líklegri - út af mögulegum 3ja fl. meirihluta!
En að prófað verði af hálfu Framsóknar, að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki!
En ef, 3ja flokka meirihlutamyndun gengur ekki upp, Framsókn fær ekki það fram í þeim viðræðum hún vill - sbr. fá fram sín kosninga-loforð, þá væntanlega hefjast meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokk, fljótt á eftir.
- Auðvitað spurning, hvort flr. en einar meirihluta-viðræður geti verið samtímis!
- En það væri sterkasta mögulega samnings-staða Framsóknar!
Að láta 2.-meirihluta-viðræður fara samtímis fram!
Deila og drottna - gæti það kallast.
- Rætt væri samtímis við Samfylkingu, Pírata - af hálfu Framsóknar.
- Og Sjálfstæðisflokk, VG - FF, eða VG - Viðreisn, eða FF - Viðreisn.
Ég ætla ekki akkúrat núna að spá því hvað Framsókn gerir!
En væntanlega fara hringingar fram milli manna - strax í dag.
Óformlega þreifingar - eins og það kallast!
Kannað hvort ástæða er til að hefja viðræður!
Niðurstaða
Ég vona að Framsókn þvingi fram - Sundabraut, og að farið verði að nýju í það að byggja í úthverfum. Málið er að -þéttingar-stefna- Dags, er án vafa stór hluti ástæðunnar fyrir afar háu leiguverði í Reykjavík, sem og afar afar háu íbúðaverði!
Þetta er rökrétt samhengi, úhverfa-land er ódýrara, landverð hefur áhrif á lóðaverð, og lóðaverð óhjákvæmilega endar sem hluti af endanlegu verði íbúðar/húsnæðis.
Og þar sem leiguverð rýmar við húsnæðisverð, þá hefur þéttingar-stefnan hækkað hvort tveggja stöðugt þ.e. verð á leigu og verð á húsnæði.
- Þetta hefur ekki - alls ekki, verið jafnaðar-stefna, þvert á móti - ójafnaðar.
- Því, að mjög dýr leiga.
Er fátæktar-gildra fyrir marga launamenn í borginni.
Sem eru fastir, því hún er svo há - að ekki er hægt að safna fyrir íbúð.
Og það þíðir fátækt, því hún er það há - að fólki þrátt fyrir launaþróun undanfarinna ára, þríst undir fátæktar-mörk. - Lausnin, er að byggja í úthverfum.
Þ.s. landið er ódýrara.
Þ.s. húsnæði getur því kostað minna - leiga því verið meir mannsæmandi einnig.
Þetta hefur verið vitað allan tímann, Dagur hefur stjórnað.
En hann hefur verið ákaflega þver!
Einhvern veginn hafa blaðasnápar Íslands, látið hann komast upp með að svara gjarnan út í hött - hann fullyrðir blákalt hluti svo sem, enginn standi sig betur en Rvk.
Hann m.ö.o. lýgur blákalt, brosandi, mjúkmáll - og kemst upp með.
Dagur er sennilega besti lygari sem ég hef nokkru sinni vitað um.
Vegna þess, að hann gerir það brosandi, án þess að hækka rödd, án þess að skipta um málróm -- hann er m.ö.o. ískaldasti lygari sem ég veit af, í ísl. stjórnmálum.
- Spurning hvernig Dagur reynist Framsókn í viðræðum: En Dagur virðist mér, óskaplega þver, þó hann tali alltaf með sama hætti, þá virðist hann mér sá þverasti í borgarstjórn.
- Það gæti því orðið svo, Framsókn slíti viðræðum, og fari í alvöru viðræður við Sjálfstæðisflokk. Fyrir rest.
En það gæti vel endað þannig, Dagur geti ekki samþykkt - byggð í úthverfum, og Sunda-braut. En Framsókn, held ég verði að fá það tvennt fram - ef á að standa við loforð sem Framsókn gaf kjósendum um breytingar.
En fólk er greinilega að vona að Framsókn, stuðli að því að hagstæðara húsnæði verði reist, svo það á enda verði til húsnæði - annað af tvennu á hagstæðari leigu, eða hagstæðara til kaups. En hefur verið byggt í borginni í langan tíma.
Sundabraut er einnig mikilvæg fyrir marga, til að minnka umferða-teppur.
Mér hefur alltaf virst sem svo, Dagur vilji umferða-teppur, ekki leysa úr þeim.
- Það gæti farið því, að Framsókn endi eftir allt saman með Sjöllum.
Það væri Degi sjálfum um að kenna, ef hann getur ekki verið sveigjanlegur.
-------------
Skv. fréttum, eru Frammarar og Sjallar að ræða um meirihluta-myndun hugsanlega.
Meðan fulltrúi VG, segir VG ekki taka þátt í myndun meirihluta þetta kjörtímabil.
PS: Áhugavert hvernig - Samfylking, Viðreisn, Pýratar eru að gera tilraun til að, þvinga Framsókn -- til að ræða einungis við þá flokka um meirihluta-samstarf!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.5.2022 kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 24
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 779
- Frá upphafi: 856818
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 733
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning